Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI _ ^ Eimskip hlýtur Utflutnings verðlaun forseta íslands Vatnsfélag Suðurnesja hf. Tilrauna- sending- ar lofa góðu VATNSFÉLAG Suðurnesja hf. hefur gengið frá tveimur tilraunasending- um af vatni til Bandaríkjanna. Alls er um að ræða u.þ.b. 30 þúsund flöskur, sem hver um sig er 1 72 lítri. Kaupendur eru innflutningsfyrirtæki og stór verslunarkeðja í New York, sem eru að vinna að markaðsathugun á vatninu. Að sögn Árna Ragnars Ámason- ar, alþingismanns og stjórnarfor- manns Vatnsfélags Suðurnesja hf., hafa þessar tilraunasendingar gefið góða raun. í framhaldinu hafi verið ákveðið að fara út í mun víðtækari markaðssetningu á vatninu en ráð var fyrir gert í upphafí. Muni erlendu aðilarnir taka ákvörðun um frekari viðskipti í fram- haldi af þessu átaki. „Við gerum okkur vonir um að þessi mál skýrist endanlega á þessu ári. Bestu vonir segja fyrir mitt árið en ég er ekki alveg viss um að það takist," segir Árni. Vatnsfélag Suðumesja hf. var stofnað haustið 1993 og bytjaði fljót- lega að framleiða fyrir aðila í Ohio í Bandaríkjunum. Þau viðskipti gengu hins vegar ekki að óskum, að sögn Áma, þar sem sá aðili reyndist ekki vera dreifingaraðili á mat- né drykkjarvöru og tókst ekki að koma sér inn á það svið. Þegar komið var fram á árið 1994 þótti ljóst að þau viðskipti ættu ekki framtíð fyrir sér. Árni segir að þá hafi verið farið að vinna að því að afla fyrirtækinu nýrra viðskipta- tengsla í Bandaríkjunum. Markaðsaðstæður erfiðar Ámi segir að framleiðsla Vatnsfé- lagsins hins vegar verið mjög stopul að undanfömu enda aðeins framleitt í þessar tilraunasendingar. Hann seg- ir hins vegar að markmiðið sé að ná samningum sem nýti framleiðslugetu verksmiðjunnar, sem sé umtalsverð, betur. Hann segir hins vegar ljóst að markaður fyrir innflutt vatn sé enn mjög takmarkaður í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn telji eigin vöru betri auk þess sem vatnið sé enn mjög ódýrt. Því sé flutningskostnaðurinn umtalsverður hluti af framleiðslu- kostnaði þess. Hins vegar hafi ís- lenska vatnið staðist allar prófanir með glæsibrag og almennt þyki það vera mjög tært og hreint í alla staði. EIMSKIP hefur hlotið Útflutnings- verðlaun forseta Islands í ár og voru verðlaunin afhent við hátíð- lega athöfn sl. sunnudag á Bessa- stöðum. Þetta er í áttunda sinn seni Útflutningsráð veitir verðlaunin í samvinnu við embætti forseta Is- lands. Verðlaunin eru veitt fyrir það hversu markvisst Eimskip hefur brotið sér leið með starfsemi sína inn á erlendan markað, þar sem meginsamkeppnisþátturinn hefur verið íslensk þekking, reynsla og hugvit, að því er fram kom í ávarpi Páls Sigurjónssonar, formanns út- hlutunarnefndar. „Eimskip hefur á stuttum tíma breyst úr því að vera skipafélag í það að verða alhliða þjónustu- og flutningafyrirtæki með heima- markað á Norðvestur-Atlantshafi og sívaxandi umsvif í okkar heims- hluta,“ sagði Páll. „Úthlutunar- nefndin telur mikilvægt að Islend- ingar hasli sér völl á erlendri grund og hefur áhuga á að sjá fleiri gera það en þegar hefur orðið. Það styrkir starfsemi fyrii-tækjanna, flytur jafnframt inn starfsþekk- ingu og reynslu og leysir að nokkru leyti upp þá takmarkandi þætti sem smæð hins íslenska samfélags setur. Aukin starfsemi Eimskips erlendis er því ávinning- ur fyrir íslenska útflyljendur og styrkir samkeppnisstöðu þeirra, hún nýtir og selur íslenska þekk- ingu og hugvit og aflar reynslu erlendis sem síðan nýtist innan- lands.“ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, færði í ávarpi sínu sér- stakar þakkir til forseta Islands og Útflutningsráðs fyrir viður- kenninguna og fyrir sjálf verðlaun- in sem hann sagði táknræn fyrir grunnþáttinn í starfsemi félagsins. „Reynslan sem við höfum fengið á undanförnum árum hefur kenut okkur margt. I fyrsta lagi næst sjaldan árangur á erlendri grund með leiftursókn. Varanlegur árangur næst ekki nema með margra ára markvissu og þrot- lausu starfi. I öðru lagi þarf sterk- an heimamarkað og gott orðspor til að geta náð betri árangri en erlendir keppinautar. Það er grundvallaratriði að íslensk fyrir- tæki bjóði framúrskarandi vöru og þjónustu ef þau eiga að geta keppt með góðum árangri á erlendum mörkuðum. Mikilvægast er þó að hafa á að skipa góðu starfsfólki með grundaða þekkingu og stjórnunarhæfileika," sagði hann Sparisjóður Þórshafnar 2 millj. tap á síð- astaári Þórshöfn. Morgnblaðið. TÆPLEGA 2 milljóna króna tap varð á rekstri Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis á síðasta ári. Þar vegur þyngst að framlag í sérstakan afskriftareikning var rúmar 20 milljónir. Þetta fram- lag var ekki að ófyrirsynju því gjaldþrot þriggja fyrirtækja hafa dunið yfir staðinn með stuttu millibili. Til samanburðar má geta að hagnaður ársins þar áður var tæpar 7 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis sem haldinn var síðasta dag vetrar. Heildarinnlán Spari- sjóðsins um síðustu áramót voru tæpar 314 milljónir og drógust þau saman um 3,6% frá árinu á undan. Eigið fé nam 99,6 milljónum og eiginfjárhlutfall samkvæmt Bis-reglum um 28%. Samkvæmt lögum um sparisjóði má Bis-hlutfallið ekki vera lægi'a en 8%. Þetta hlutfall hef- ur þó lækkað því í árslok 1994 var það 34,5%. „Alvarlegir hlutir“ komu í ljós í desember sl. Nýr sparisjóðsstjóri hefur ver- ið ráðinn til starfa við sparisjóð- inn, Halldór Karl Hermannsson, sem áður var sveitarstjóri á Suðureyri. Síðastliðna fjóra mánuði hefur fulltrúi sparisjóðs- ins, Ragnhildur Karlsdóttir, gegnt stöðu sparisjóðsstjóra eft- ir skyndilega burtför fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Löggiltur endurskoðandi Sparisjóðsins, Björn St. Haralds- son, kom í reglubundið eftirlit í sparisjóðinn í desember sl. og að hans sögn komu þá í ljós alvarlegir hlutir sem leiddu til þess að þáverandi sparisjóðs- stjóri lagði fram uppsagnarbréf og lét samdægurs af störfum. Endurskoðandinn sagði ekki rétt á þessu stigi málsins að greina frá hvers eðlis það væri en lög- fræðingur sparisjóðsins hefur sent það til ríkissaksóknara. Björn St. Haraldsson sagði enn- fremur að þegar málsmeðferð þar væri lokið þætti honum eðli- Íegt framhald málsins að boðað yrði til fundar með hluthöfum og greint frá eðii málsins. Stjórn sparisjóðsins var end- urkjörin með meirihluta at- kvæða. m.a. Morgunblaðið/Árni Sæberg VERÐLAUNAGRIPURINN í ár er gerður af listakonunni Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara og nefnist Foss. Á myndinni sést Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips ásamt Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands við verðlaunaafhendinguna. SR-mjöl hf. stendur frammi fyrir fækkun útgerðarmanna og minni aflaheimildum í hluthafahópnum Möguleiki á að félagið færi siginn í veiðamar Aðalfundur samþykkir heimild til 120 millj. hlutafjáraukningar SR-mjöl hf. stendur nú frammi fyr- ir því að útgerðarmönnum innan hluthafahópsins fer fækkandi og skip þeirra og aflaheimildir hafa færst á hendur aðila sem ekki hafa landað hjá verksmiðjunum. Félagið getur brugðist við með ýmsum hætti til að styrkja stöðu sína, en þá er ljóst að fjárhagslegir burðir þurfa að vera meiri, að því er fram kom í ræðu Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns SR- mjöls, á aðalfundi félagsins á föstu- dag. Þar var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé um 120 milljónir. „Einn möguleikinn er að félagið færi sig inn í veiðamar, gerist hlut- hafí eða eigandi skipa eða útgerðar- félaga. Annar möguleikinn er sá að styrkja stöðu verksmiðjanna með þeim hætti að þær geti ávallt greitt hæsta verð af öllum. Slíkt kallar á tæknilega og markaðslega yfir- burði. Þriðji möguleikinn er að haga legu verksmiðja með þeim hætti að tryggt sé að hráefni berist þrátt fyrir harða samkeppni. Segja má að með byggingu verksmiðjunnar í Helguvík sé stigið mikilvægt skref í þessa átt. Allir þessir möguleikar kalla á fjármagn. Erfitt er að meta hvaða leiðir skynsamlegast er að velja. Hugsanleg lausn er sambland af þessum kostum og vissulega dreifír sá kostur áhættu. í dag hefur SR-mjöl hf. sterka eiginfjárstöðu. Félagið er vel í stakk búið til að taka áföllum á borð við aflabrest og jafnvel áföllum í mark- aðsverði. Eigi félagið hins vegar að styrkja stöðu sína á þá vegu sem hér hefur verið lýst, er ljóst að fjár- hagslegir burðir þurfa að vera meiri. Af þessum sökum verður lögð fram tillaga á þessum fundi að stjórn félagsins fái heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um 15% með áskrift nýrra hluta. Við teljum þetta nauðsynlegt til þess að félag- ið öðlist möguleika á að bregðast við nýjum kringumstæðum sem kalla á aukið fjármagn,“ sagði Benedikt. Samdráttur í vinnslu í fyrra Verulegur samdráttur varð í vinnslu loðnu á árinu 1995 hjá SR-mjöli. Á tímabilinu janúar til marsloka bárust um 107 þúsund tonn af loðnu til fyrirtækisins, sem er 47 þúsund tonnum minna en á vetrarvertíð 1994. Á árinu 1995 bárust 74 þúsund tonn af síld í maí og júnímánuði úr norsk-íslenska stofninum og hafði það afgerandi áhrif á afkomu ársins. Um haustið bárust 18 þúsund tonn af síld til verksmiðjanna, en einungis 78 þús- und tonn af loðnu bárust á sumar- og haustvertið. Heildarafli, sem barst til SR-mjöls á árinu, var um 274 þúsund tonn, sem er um 30 þúsund tonna samdráttur frá 1994. Benedikt sagði hins vegar, að þetta ár lofaði mjög góðu í rekstri félagsins. í vetur bárust um 170 þúsund tonn af loðnu, sem er ríf- lega 60 þúsund tonnum meira en í fyrra. Þar af voru flutt 23 þúsund tonn af suðvesturhorninu til vinnslu í verksmiðjunum. Framundan eru veiðar í norsk-íslenska síldarstofn- inum, en þær veiðar hefjast 10. maí nk. „Spár fiskifræðinga benda ekki til annars en að veiðar á loðnu og síld geti áfram verið öflugar þótt loðnan sé stundum laus á kost- um. SR-mjöl hf. er í afar góðri aðstöðu til að nýta sér þau færi sem gefast og tilkoma verksmiðju í Helguvík verður til að styrkja þá stöðu verulega.“ Á fundinum var samþykkt að greiða 8% arð á hlutafé félagsins, sem nú er 812,5 milljónir. í stjórn voru kjörnir Benedikt Sveinsson, Gísli Marteinsson, Gunnar Þór Ólafsson, Þorsteinn Húnbogason og Örn Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.