Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 35 MINNINGAR JONLINA ÍVARSDÓTTIR + Jónlína Ivars- dóttir fæddist á Djúpavogi 27. júlí 1907. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafn- arfirði 21. apríl sið- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Margrét Jónasdótt- ir (1872-1949) og ívar Halldórsson (1872-1953). Jón- lína átti eina hálf- systur, Þórunni (lát- in), voru þær sam- mæðra og fimm al- bræður: Hannes, Kristin, Sigurð, Björgvin og Inga Björn (allir látnir). 28. maí 1929 giftist Jónlína Þórarni Engilbert Bjarnasyni frá Reyð- arfirði, f. 9. nóvember 1907, d. 14. apríl 1987. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 5.10.1929, kvæntur Svanhildi Jónsdóttur, f. 18.10. 1930. 2) Þóranna, f. 3.10. 1930, gift Ingólfi Árna- syni, f. 1.12. 1921, d. 7.8. 1993. 3) Ás- dís, f. 27.6. 1934, gift Bjarna Björg- vinssyni, f. 23.8. 1934. 4) Óskar, f. 21.12. 1941, kvænt- ur Gunnu Sigríði Kristjánsdóttir, f. 30.6. 1944. 5) ívar, f. 14.2. 1947, kvæntur Maríu Haukdal Jónsdótt- ir, f. 31.3. 1948. 6) Þórir, f. 24.9. 1949, kvæntur Kristínu Elídóttur, f. 14.8. 1951. 7) Val- ur, f. 3.3. 1951, kvæntur Olafíu Andrésdóttur, f. 27.10. 1955. Frá börnum Jónlínu og Þórar- ins er kominn stór hópur af- komenda. Útfjör Jónlínu fer fram frá Hafnarfjarðarkirlq'u í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er kvödd hinsta sinni kær tengdamóðir mín hún Lína, eins og hún var ávallt kölluð af þeim sem best þekktu hana, þannig vildi hún sjálf hafa það. Ég kynntist henni vorið 1970 þegar ég kom í fyrsta sinn austur á Reyðarfjörð, þá nýtrúlofuð Dodda (Þóri) næstyngsta syni Linu og Tóta. Þangað var ég komin til að dvelja yfir sumarið því Doddi var að fara til sjós á bát frá Reyð- arfirði. Þó .nokkur kvíði var í mér við að hitta væntanlega tengdafor- eldra, þau Línu og Tóta, en sá kvíði reyndist ástæðulaus þegar á staðinn var komið því mér var af- skaplega vel tekið af þeim báðum, föðmuð og kysst og boðin velkom- in. Ekki hafði Lína heldur verið kvíðalaus fyrir komu okkar en ekki veit ég hvort vó þyngra, að hitta væntanlega tengdadóttur eða það hvort við Doddi kæmumst heilu og höldnu á leiðarenda. Það var einmitt einkennandi fyrir Línu að vera óróleg ef einhver henni nákominn var að ferðast þar til hún var fullviss um að viðkomandi væri kominn á áfangastað. Þetta kalla ég umhyggjusemi - það að vita af sínum á öruggum stað. í eldhúsinu á Klöpp, en það er húsið nefnt sem þau áttu, beið okkar Dodda hlaðið borð af smurðu brauði og tertum. Það var hennar yndi að veita vel. Því átti ég eftir að kynnast betur. Lína var búin að undirbúa dvöl mína þetta sumar með því að leggja inn orð um vinnu fyrir mig hjá Skarphéðni á hóteli KHB, sem ég og fékk. Hún sá um sína, blessunin. Lína mín var afskaplega hrein- skilin í orði og lá ekki á skoðunum sínum, sagði hreint út hvað henni fannst um hlutina, en hafði svo stundum áhyggjur af hvort einhver hefði móðgast við hana og gekk úr skugga um hvort svo hefði ver- ið því hún vildi vera í sátt við Guð og menn. Lína var mjög trúuð kona og ól börnin sín upp í sam- ræmi við það. Á þeim tímum þegar messum var útvarpað sat hún við útvarpstækið með sálmabókina, hlustaði á ræðu prestsins og söng sálmana með kórnum enda hafði hún alla tíð mikla ánægju af söng og um tíma var hún í kirkjukórnum á Reyðarfirði. Henni var líka tamt að syngja við heimilisstörfin. Lína og Tóti fluttu til Hafnar- fjarðar 1972. Fastur liður í lífi okkar Dodda var sunnudagsheim- sókn með drengina okkar til Línu og Tóta, á það líka við um hin börnin þeirra og barnabörn sem bjuggu næst þeim og var því oft stór hópur saman kominn á heim- ili þeirra. Ef við vorum ekki komin á hefðbundnum síðdegiskaffitíma hringdi Lína til að vita hvað tefði okkur. Ævinlega komum við að tilbúnu kaffiborði. Eftir kaffi og meðlæti var oftast farið að spila „Hornafjarðarmanna" við tengda- pabba, reyndar voru karlmennirnir áhugasamari við spilamennskuna. Við kvenfólkið sátum að spjalli á meðan. Barnabörnin tóku þátt í spilunum af miklum ákafa og voru mörg hver ekki há í loftinu þegar þau kunnu að spila „manna“. Afi þeirra kenndi þeim einnig að leggja ýmsa kapla en hann stytti sér gjarnan stundir við þá iðju, en Lína sat þá við að sauma út í púða og veggmyndir. Einnig las hún ógrynni af skáldsögum, einkum ástarsögur og lifði sig svo inn í sögurnar að oft runnu tárin á meðan hún las. Það var henni erf- itt að sætta sig við að geta ekki lesið eftir að sjóninni hrakaði. Eftir að Tóti dó leið Linu mjög illa að vera ein, sérstaklega á næturnar í svartasta skammdeg- inu og gisti hún hjá okkur Dodda einn vetur en dvaldi heima hjá sér yfir daginn. Sumarið 1992 flutti Lína á Hrafnistu í Hafnarfirði og var þá orðin nokkuð lasburða. Síðustu tvö árin var hún á hjúkrunardeild þar sem hún naut frábærrar umönnun- ar og er starfsfólki þakkað fyrir notalegheitin og hjáípina við Línu. Heilsu hennar hrakaði ört síðustu mánuðina en hugsunin var skýr fram undir það síðasta. Til marks um það má geta þess að hún fylgd- ist af ákafa með framhaldssögum sem lesnar voru fyrir sjúklingana og sagði hún okkur frá söguper- sónunum og beið spennt eftir fram- haldinu. Lína var lengi búin að vera ósátt við líkamlegt ástand sitt, allt þrek farið og þráði hún hvíldina eilífu. Guð varð henni líknsamur og tók hana til sín. Hjá honum trúi ég að hún hafi hitt Tóta sinn aftur. Til þín, ó, Guð, ég hljóður huga sný, - við heimsins iðutorg ég þreyttur bý. Þú getur veitt mér föpuð, ljós og frið, ó, faðir, ég um þína návist bið. Af sviði lífsins hverfa þau eitt af öðru sem ég átti með svo ágæta fylgd á ævivegi áður. Hugumþekk er mynd mætrar heiðurskonu sem nú hefur kvatt, aldin að árum og ærið södd lífdaga. í hug kemur helzt hinn geislandi lífskraftur hennar og dáðríkur dugnaður. Henni Línu á Klöpp, eins og hún var kölluð af okkur sveitungum hennar, var sannarlega ekki fisjað saman. Allt hennar ævistarf ein- kenndist af fórnfýsi og samvizku- semi, léttri lund hennar var við brugðið, skap hennar þó heitt en hlýtt var hjartalagið, hláturinn dill- andi léttur og svo þessi einstaka eljusemi við allt það er hún tók sér fyrir hendur. Hún var móðir og húsmóðir af þeirri hjartans rausn og reisn, þar sem kærleikur og kraftur fara saman, þar sem ekki er undan látið og öllu til skila hald- ið sem skyldan býður. Henni Línu varð hvarvetna vel til vina, viðmótið gefandi og elsku- legt, lundemið ljúft og hressilegt um leið, rösk og hiklaus í hverri grein, góð greind og athyglisgáfa farsælar eigindir á ævibraut. Hún var sannkölluð félagsvera, naut samvista og samskipta við aðra, einarðar skoðanir óspart viðr- aðar, en af sanngirni settar fram, og öðru fremur var lífsviðhorf hennar mótað af bjartsýni og trú- mennsku, skýr var skyldurækni hennar, skörp var málafylgjan. Umfram allt var hún ljómandi af lífsgleði, kunni vel á kímninnar strengi, fasið fijálslegt, fótatakið létt. Hún á í minningu minni fal- lega mynd góðrar, sannrar mann- kostakonu, þar sem auðlegð atorku og atgervis átti heima. Heimilið var hennar staður enda börnin 7 og kyrrð hvíldarinnar heldur sjaldgæf enda hefði hún illa kunnað auðum höndum að sitja. Hún tók virkan þátt í starfi Kvenfé- lags Reyðarfjarðar, þess merka félags, sem á sína undurgóðu sögu margra mætra verka, verðug þess að vera skráð. Þar naut Jónlína sín í hveiju einu sem að var iðjað, aldr- ei neitt eftir talið, þó á sig væri bætt eftir önnina daglangt. Jónlína var fríð kona og fínleg, suðrænt var yfirbragð hennar eins og svo margra ættmenna hennar, að henni stóðu styrkir ættstofnar. Gestrisni hennar var rómuð og þar átti margur góða vist, hús hennar og þeirra hjóna ávallt opið Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningar- greinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírs- kostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tima á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanfömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugð- izt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti, m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar íjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minning- argreinum og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama tak- mörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningar- greina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarkslengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. frændfólki og vinum. Hún var bók- hneigð kona og las mikið, söngvin vel, enda hafði hún ung sungið í kór um árabil, hannyrðakona var hún mikil og á þessum sviðum sem ýmsum öðrum naut hún góðra gjafa. Hennar lífsgæfa var sú að eign- ast hinn ágætasta lífsförunaut, búa honum og börnum sínum einstak- lega gott athvarf og skjól. Hún var sínu hlutverki trú í lífinu, auðnað- ist það að koma mannvænlegum börnum til þroska og þekkra starfa, eigandi vonglaða trú á lífið og til- veruna. Móðir mín og eiginkona áttu með henni góðar og gefandi stundir á vettvangi Kvenfélagsins og víðar og mátu hana mikils sem traustan félaga og einstaklega skemmtilega röskleikakonu í allri gjörð. Þakklátum hug er hún kvödd of fáum og fátæklegum orðum, því það er viss Ijómi yfir minningu hennar, fölskvalausri lífsorkunni og alúðinni. Hún Jónlína var einlæg trúmanneskja og þá trú sýndi hún vissulega í verkum sínum. Á vit góðra minninga gef ég mig um stund og gleði mín rík yfir að hafa átt fylgd hennar. Henni fylgja vorbjartar vermandi þakkar- kveðjur frá okkur hjónum. Til ljóssins landa frá lífsins þraut er henni beðið alls hins bezta. Heið- ríkja austfirzkrar vordýrðar er yfir mætri minningu. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan. Reyðarfirði. Hún tók á móti okkur með sinni einstöku gestrisni og hlý- hug. Síðan lágu leiðir okkar oft saman og alltaf var hún jafn kát og hress í viðmóti. Margar skemmtilegar minningar líða um huga minn þegar ég minnist spila- kvöldanna, stuttu ferðalaganna og jafnvel búðarferðanna sem hún gat gert að ævintýrum með sinni ein- lægu kæti og góða skapi. Hún var trúuð kona, vel að sér og ættfróð. Allar góðu minningamar sem ég á um hana og skemmtilegu samveru- stundirnar vil ég þakka, þær munu lýsa upp huga minn og slá bjarma á minninguna um þessa einstöku konu sem mun skilja svo stórt skarð eftir sig. Við munum ætíð minnast hennar með söknuði. Drottinn kallar komdu til mín nú, þú kærleik veittir einnig ást og trú ljósið ávallt Iýsti þína leið, langan veg um ævi þinnar skeið. Ollum varstu einlæg hlý og góð, áttir sjóð af lífsins hjarta glóð margir vinir munu minnast þín, meðan líf í bqostum þeirra skín. Nú ertu komin heim í herrans rann, tii himinssala dýrðar bústað þann. Englar drottins æ þér veri hjá, elsku pðs og miskunn sérðu þá. (M.K.) Börnum, tengdabömum og barnabörnum hennar og öðrum ættingjum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau í sorginni. María Konráðsdóttir. Þegar ég frétti lát Jónlínu, þess- arar aldurhnignu heiðurs- og dugn- aðarkonu komu minningarnar upp í huga mér. Við hittumst í fyrsta sinn fyrir tæpum 30 árum, þegar við hjónin vorum á ferðalagi um Austfirði og komum við hjá þeim hjónum Þórarni og Línu á Klöpp i ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 Toyota Corolla XL Sedan '92, vínrauöur, 5 g„ ek. aöeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þ. Hyundai Accent GSI '95, hvítur, sjálfsk., ek. 14 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álfelgur. V. 1.050 þús. Toyota Corolla XLi '94, 3ja dyra, hvítur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Hyundai Sonata GLSi '92, ek. 60 þ. km., silfur- grár, 5 g., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.490 þús. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensín) '91, grásans, 5 g., ek. 69 þ. km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. Chevrolet Lumina APV 7 manna V-6 '92, rauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 2,1 millj. Nissan Sunny SLX 4x4 station '93, grá- sans., ek. 77 þ. km., rafm. í rúöum, hiti i sætum, topp- grind, dráttarkrókur o.fl. V. 1.190 þús. Daihatsu Feroza SX '91, vínrauöur, ek. 88 þ. km. Fallegt eintak. V. 890 þús. MMC Pajero V-6 langur '91, 5 g., ek. 75 þ. km., góður jeppi. V. 1.890 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '92, sjálfsk., ek. 53 þ. km. V. 900 þús. Toyota Corolla XLi Hatchback '96, 5 dyra, 5 g., ek. 4 þ. km., spoiler o.fl. V. 1.230 þús. Toyota Corolla 1.6 Si '94, hvítur, 5 g., ek. 39 þ. km., álfelgur, spoilersett, geislaspilari o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Carina II GLi Executive '90, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 108 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o. fl. V. 890 þÚS. Dodge Caravan LE 4x4 '91, 7 manna, sjálfsk., ek. 91 þ. km., rafm. i öllu o.fl. V. 1.980 þús. Toyota Corolla GL Special series'91, 5 g., ek. 93 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúöum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Opið laugardag kl. 10-17, sunnudag kl. 13-18 Húsbfll M. Benz 309 '86, hvítur, 5 cyl., diesel, sjálfsk., 7 manna, svefnpláss, eldavél, gas- miöstöð, stórt fortjald o.fl. o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 station '88, rauður, ek. 147 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser diesel '87, 5 g., ek. 190 þ. km., drif og gírkassar ný uppt., loftlæstur aftan og framan. Nýl. 38" dekk. Toppeintak. V. 1.870. Nissan Sunny 1.3 LX '90, 3ja dyra, blár, 4 g., ek. 84 þ. km. V. 460 þús. Subaru Legacy 2.0 Station '92, grár, 5 g., ek. aöeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. MMC Colt GLXi '92, rauður, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl. V. 860 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station '94, steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. Cherokee Country 4.0 L High Output '93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km. Gott eintak. V. 2.350 þús. Toyota Landcruiser stuttur bensín '88, steingrár, 5 g., 33" dekk, álfelgur. V. 1.190 þús. Sk. ód. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang ur) '86, 5 g., ek. 220 þ.km. 36" dekk, spil o.fl. Mikiö endurnýjaður. V. 1.550 þús. Hyundai Accent GS Sedan ‘95, ek. aðeins 4 þ.km. V. 960 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33“ dekk, brettakan- tar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj.Sk. ód. Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Renault Clio TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl.V. 990 þús. MMC Pajero V-6 langur '92, 7 manna, sjálfsk., ek. 55 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.690 þús. Nissan Primera 2.0 SLX '93, 5 g., ek. 38 þ. km., spoiler, álfelgur, rafm. í öllu, 2 dekkjagangar. V. 1.300 þús. Peugeot 405 GR station '89, 5 g., ek. 100 þ. km. V. 650 þús. Mazda E-2000 húsbfll '85, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. Svefnaðstaða, vaskur, eldavél, óvenju gott eintak. V. 690 þús. Mazda 323 GLX 1600 '92, 3 dyra, 5 g., ek. 52 þ. km. Rafm. í rúöum, áltelgur o.fl. V. 890 þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.