Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Málfríður Guðný Gísladóttir var fædd í Krossgerði á Berufjarðarströnd í Suður- Múlasýslu 18. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. apríl 1996. Málfríð- ur var dóttir hjón- anna Gísla Sigurðs- sonar, 1876-1937, og Vilborgar Einars- dóttur, 1875-1959, sem bjuggu í Kross- gerði. Ættir Málfríð- ar eru nær allar úr syðri hluta Suður-Múlasýslu í margar kynslóðir. Arið 1902 gengu þau Vilborg og Gísli í hjónaband. Vilborg hafði áður átt dótturina Þóru Tryggvínu, kennara, 1899-1935, með unn- usta sína, Tryggva Danielssyni, sem dó af slysförum. Þóra dó barnlaus. Börn Gisla og Vilborg- ar voru: 1) Guðfinna, f. 1902, dáin sama ár. 2) Guðfinna, f. 1903, sem lengi starfaði við af- greiðslustörf, ekkja með með þijár dætur og fjölda annarra afkomenda. Guðfinna lifir enn þá í hárri elli. 3) Sigurður, f. 1905, d. 1925. 4) Ingólfur, f. 1908, d. 1925. 5) Einar Björgvin, bóndi og oddviti í Krossgerði, f. 1910, d. 1971, hann átti fjögur börn sem öll eiga afkomendur. 6) Málfríður Guðný sem hér er fjallað um. 7) Aðalsteinn, f. 1913, kennari, á þrjú börn og fjölda barnabarna og eitt barnabarna- barn. Þeir Sigurður og Ingólfur, bræður Málfríðar, drukknuðu á bát skammt undan strönd Beru- fjarðar sumarið 1925 í augsýn u heimilisfólksins á Krossgerði. Gísli, faðir Málfríðar, fékk löm- unarveiki 1902 og var ófær til líkamlegrar vinnu eftir það. Þau bjuggu samt áfram í Kross- gerði. Gísli var um langt árabil barnakennari sveitarinnar. Málfríður dvaldi á æskuheim- ili sínu til 17. aldursárs en flutti 1928 til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Hún var fyrst í vist en fór síðan að vinna á saumastofum. Hún trúlofaðist Gunnari Jóhann- esssyni árið 1932 og þau giftu sig 1934. Sjö börn sín eignuðust þau á árunum 1938-1954. Gunn- ar var fæddur í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og átti aðallega ættir að rekja í sveitir umhverf- is Breiðafjörð. Gunnar var póst- maður mestalla starfsævi sína. Málfríður helgaði sig að mestu Nú ert þú farin. Eftir sitjum við hnípin. Þú varst sátt við þessa för. 1 Þegar ég heilsaði þér fyrst fyrir Í tuttugu og átta árum varst þú fal- ■' leg, þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn varst þú fögur. Fegurðin inni- heidur í þínu tilfelli gæði. Þú varst ekki gallalaus, það er enginn, en þú varst góð kona með hlýja stóra móðurvængi. Þú hafðir uppi efa- semdir um gæði þín sem móðir. Þegar eitthvað af börnum þínum, komin með maka og börn, þurftu húsaskjól um „stundarsakir", stóð hús þitt ætíð opið. Skjólinu fylgdi fæði ásamt ýmsu smálegu. Þér fannst sjálfsagt að ganga úr hjóna- rúminu fyrir þessa skjólleysingja I þína. Þér var annt um að afkomend- ur þínir hefðu áhuga á að afla sér fróðleiks, hvattir þá óspart og studdir með ráðum og dáð. Þú gladdist innileg'a í hjarta þínu yfir hveijum áfanga sem náð var. Efa- semdir þínar um að þú hafir ekki verið góð móðir eiga ekki við rök að styðjast. Þú varst ennfremur 'afbragðs góð tengdamóðir og amma. Þökk fyrir samfylgdina. Sigríður Sigurbjörnsdóttir. Elsku amma. Þegar ég kveð þig nú í hinsta sinn er vorið hér í Svíþjóð rétt ný- byrjað að lauma sér í grasið. Skóg- leyti heimilisstörf- um. Þegar börnin voru uppkomin vann Málfríður um tíu ára skeið á skóla- dagheimilinu Skála. Gunnar Jóhann- esson lést í janúar 1990. Málfríður flutti á dvalarheim- ili aldraðra á Drop- laugarstöðum 1994. Börn þeirra Gunn- ars og Málfríðar eru: 1. Gísli, f. 1938, dósent í sagnfræði við Háskóla Islands, kvæntur Sigríði Sigurbjörns- dóttur gjaldkera og eiga þau tvær dætur, Málfríði Guðnýju og Þórunni Ingileifu. Stjúpdóttir Gísla og dóttir Sigríðar er Birna Bragadóttir. Birna á eina dóttur. 2. Vilborg, f. 1941, póstútibús- stjóri, gift Hilmari Þór Sigurðs- syni leigubílstjóra og eiga þau þijú börn, Málfríði Sjöfn, Jó- hönnu Björk og Gunnar Þór. Barnabörn Vilborgar eru fimm. 3. Guðfinna, f. 1943, hjúkrunar- fræðingur, gift Torfa Gunn- Iaugssyni, flugumferðarstjóra og flugmanni, og eiga þau þijú börn, Vilborgu, Helgu Steinunni og Gunnlaug. Guðfinna á tvö barnabörn. 4. Skarphéðinn, f. 1946, framkvírmdastjóri Inn- kaupasambands bakara, kvænt- ur Kolbrúnu Sigurðardóttur röntgentækni og eiga þau þijú börn, Hrund, Tjörva og Heimi. 5. Guðbjörg, f. 1948, hjúkrunar- fræðingur, gift Guðmundi Vil- hjálmssyni rafeindavirkja og eiga þau þijár dætur, Bergþóru, Berglindi og Dagbjörtu Rún. Gubjörg á fimm barnabörn. 6. Jóhannes, f. 1949, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna, kvæntur Sigþrúði Sigurðardótt- ur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn, Gunnar og Elínu Eir. Jóhannes átti í fyrra hjónabandi með Magneu Jónsdóttur tvær dætur, Sigrúnu og Lilju Guðnýju, og eiga þær Sigrún og Lilja hvor sitt barnið. Stjúpdóttir hans og dóttir Sigþrúðar er Erla Helga Sveinbjörnsdóttir og á hún einn son. 7. Þóra Guðný, f. 1954, skrifstofustjóri, gift Jón- birni Pálssyni líffræðingi og eiga þau eina dóttur, Brynju. Sonur Þóru af fyrra hjónabandi er Mikael Nikulásson. Útför Málfríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. arþrösturinn er löngu kominn og bardúsar við að slá lokatónana í myndarlegri hreiðurgerð. Fyrirheit- in eru svo mörg. Hér er ekkert sem minnir á vetur - á dauða. Hér er allt sem minnir á þig. Þarna yfir öllu gnæfir höllin, stolt eins og þú. Aðeins neðar er virkið þar sem Fanný og Alexander sátu fangin. Reisulegt hús með óteljandi herbergjum. Eitt þeirra er mitt og það er nýbakaður kleinuilmur í því og ég kem og fer þegar ég vil. Gestrisin og merkileg kona varstu. Við göngum um skrúðgarðana og þú, sem ert allt í einu orðin yngri en ég, hámar í þig birtuna, grænkuna og vorilminn. Brosir svo, biður mig um að kaupa ís! Amma mín, ísætan mikla! Ég á þér svo margt að þakka. Bréfið frá þér í vetur. Ég geymi það vel. Þú varst að kveðja. Þú viss- ir að þú værir að fara. Þú kvaddir mig og ég grét. Við borðstofuborðið í Fellsmúlan- um heyrist mikill hlátur. Þar situr hún amma mín með jólamatinn á diskinum og skellihlær að vanga- veltum sínum um hvort hann guð skilji íslensku. Þetta er reyndar háalvarlegt mál. Það er nefnilega svolítið sem hún þarf nauðsynlega að spyija almættið um þegar hún loksins fær tækifæri til þess. En mun hún geta gert sig skiljanlega? Oh .. . hún lærði nú sitthvaðí dönsku hér um árið. Og svo pass- aði hún hana Evu litlu sem bara talaði þýsku. Hver niðurstaðan í málinu var man ég ekki svo gjörla. Það kæmi mér hins vegar alls ekki á óvart að þú sætir nú á hvítu dúnmjúku skýi, hin ánægðasta eftir merkilegt spjall við himnaföður. Og ef ég mætti óska mér einhvers, skilaðu þá kveðju til afa. Þín alnafna. „Menning er fólgin í því að vanda sig við verk sín, leggja sig fram um að gera framkvæmdir sínar betri og framkomu sína fágaðri. Hún felst í ræktun mennskunnar, viðleitni til að laða fram mannkosti og temja sér dygðir sem gera mann- lífið sjálft auðugara að þeim gæðum sem gefa lífinu gildi.“ (Páll Skúla- son, 1994.) Hún Málfríður föðursystir mín er látin. Fáa hef ég þekkt sem bet- ur vönduðu verk sin, fáa hef ég þekkt sem voru fágaðri en hún í allri framkomu. Hún gerði mannlíf- ið auðugra að þeim gæðum sem gefa lífinu gildi. Hún var traust, reglusöm og góð. Málfríður var húsmóðir. Hún var stolt af starfi sínu og sinnti því af reisn, alúð og öryggi. Hún var konan hans Gunn- ars sem einnig var bestu mannkost- um búinn. Saman áttu þau sjö böm, saman sköpuðu þau eitt mesta menningarheimili sem ég kynntist sem barn. Á fallega heimilinu þeirra á Hagamelnum í Reykjavík bjuggu Málfríður og Gunnar þegar ég flutti til þeirra, 13 ára að aldri. Þá bjuggu á Hagamelnum börnin þeirra flest og fleira fólk. Þau munaði ekki um að opna heimili fyrir Ijörmiklum unglingi sem var í þörf fyrir um- hyggju og öryggi. Þau höfðu þá tilfinningu og næmi sem þörf var á og sinntu mér af elsku. Mér hef- ur afar oft verið hugsað til þess tíma og viðmótsins sem mætti mér á heimilinu, ekki einungis hlýju for- eldranna, heldur barnanna þeirra allra. Ég gat aldrei annað fundið en ég væri eitt barnanna meðan ég dvaldi hjá þeim. Málfríður sá til þess að ég fermdist þetta vor, saum- aði á mig fermingarkjólinn og veisla var haldin. Hún gerði mér og börn- unum sínum grein fyrir hveijar væru skyldur okkar við heimilis- verkin. Ekki hvarflaði að nokkrum manni að hlaupa frá þeim skyldum. Fyrir þennan tíma er ég þakklát. Sem lítil stúlka man ég heimili þeirra Málfríðar og Gunnars sem kjarna fjölskyldunnar, þar safnaðist stórfjölskyldan og vinafólk á hátíð- um og kaffiboðin á sunnudögum gleymast seint. Málfríði og Gunnari var gestrisni í blóð borin, þau voru gjöful. En það eru ekki einungis veislur á hátíðum sem eru mér ofar- lega í minni frá þessum dögum. Yfir daglegu lífi á Hagamelnum ríkti einstakur blær festu og hlýju. Heimilinu var stjórnað af nákvæmni og alúð lögð í öll verk. Það var raunar alltaf hátíð að koma á Haga- melinn, alltaf einhver heima, við- mótið hlýtt, fallega lagt á borð og umræða lífleg. Ég man svo vel hvað mér þótti sem unglingi forvitnilegt að Málfríður skyldi hafa ólíkar skoðanir á stjórnmálum og Gunnar. Af mörgum ástæðum virti ég sjálf- stæði frænku minnar. Kvöldið áður en ég fór frá Is- landi í byijun janúar, áttum við góða stund saman á heimil systur minnar, Vilborgar. Ég geymi í huga mér mynd af einstaklega góðri og fallegri konu sem ég kveð með djúp- um söknuði. Líf Málfríðar var blítt og gjöfult, hún gaf og henni var gefíð. Ég sendi fjölskyldunni og systk- inum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Aðalsteinsdóttir. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins.og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Málfríður föðursystir mín er lát- in. Með fáeinum orðum langar mig til að kveðja frænku mína enda reyndist hún og Gunnar maður hennar mér afar vel. Þegar fréttin um andlát Málfríðar barst mér komu upp í hugann minningar um allar heimsóknirnar á Hagamelinn til þeirra hjóna. Ætíð var vel á móti mér tekið og ég á því bjarta og góða endurminningu frá þessum tíma. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Þóra, er líka jafnaldra mín og var ég mjög lánsöm að eignast þar góða vinkonu og leikfélaga. Heimili þeirra Málfríðar og Gunnars var fallegt og hlýlegt og strax frá upphafi skynjaði ég hið nána samband sem var á milli þeirra hjóna. Þau elskuðu hvort annað til hinsta dags en Gunnar lést árið 1990. Málfríður var einlæg og góð en þó ákveðin. Hún sagði skoðanir sín- ar umbúðalaust og það kunni ég vel að meta. Við gátum oft rætt málin og ég er þakklát fyrir þær ráðleggingar, það veganesti sem hún gaf mér á sínum tíma. Síðustu árin hrakaði heilsu Mál- fríðar mjög en þá kom ef til vill best í ljós yfir hve miklum dugnaði og styrk hún bjó. Nú er komið að leiðarlokum. í mínum huga er þakklæti fyrir allt það sem Málfríður gerði fyrir mig og ég bið góðan Guð að geyma hana og styrkja ástvini hennar í sorg sinni. Vilborg Aðalsteinsdóttir. Þegar okkur systrum barst til eyrna lát Málfríðar móðursystur okkar, komu fram í hugann margar stundir frá liðnum árum, árunum þegar við vorum börn. Mér t.d. sem er elst, er minnisstæður atburðurinn er við fluttum til Reykjavíkur frá Siglufirði og á móti okkur tóku frænka (við kölluðum hana alltaf frænku) og Gunnar og áttum við að búa hjá þeim þennan vetur. Allt var svo fínt hjá frænku, t.d. norski „aspasinn", máluðu mynd- irnar, saumuðu púðarnir og svo margt sem minnir okkur á þau bæði. Þær systur, frænka og mamma, voru mikið saman á þess- um árum. Þegar við misstum föður okkar, var ómetanlegur stuðningur þeirra við móður okkar og okkur. I mörg ár héldum við jól á heimili þeirra, eftir að faðir okkar dó og við krakk- arnir vorum eins og systkini og erum enn. Fyrir rúmlega 15 árum ákváðum við að stofna saumaklúbb, „Frænkuklúbb", og eru þar mættar systra- og bræðrabörn. Ekki stóð á frænku að mæta, var alltaf með þeim fyrstu og aldrei fór hún svo heim, að hún spyrði ekki: „Hver hefur svo næsta saumaklúbb?“ Svo var áhuginn mikill. Frá áramótum 1996 hafa þær systur dvalið á Droplaugarstöðum og á hveijum degi að segja má kom frænka til systur sinnar, henni til mikillár ánægju, og hafi hún hjart- ans þakkir fyrir. Elsku frænka okkar, þú kvaddir þennan heim eins og þú óskaðir. Við vitum að þín heitasta þrá var að hitta Gunnar og við vitum að hann tekur á móti þér opnum örm- um. Að lokum kveðjum við þig með broti úr kvæði eftir Davíð Stefáns- son, Kvæðið um fuglana: Snert hörpu mína, himinborna dis, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Við þökkum frænku okkar sam- fylgina og vottum fjölskyldunni innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Valborg, Þóra, Elsa. Látin er hér í borg sæmdarkonan Málfríður Gísladóttir, áður Haga- mel 38 Reykjavík og nú síðast á Droplaugarstöðum hér í borg. Það MALFRIÐUR GUÐNY GÍSLADÓTTIR var sumarið 1941 sem leiðir okkar Gunnars Jóhannessonar, eigin- manns hennar, lágu fyrst saman við störf hjá Póststofunni í Reykja- vík og kynntist ég þá Málfríði. Gunnar hafði þá starfað hjá póst- þjónustunni frá 1938. Ég tel það hafí verið ómetanlegt lán fyrir mig, unglinginn, að hafa kynnst þeim hjónum. Málfríður var vel gefin kona, fín- gerð og glæsileg. Hún unni manni sínum og börnum og lagði alla sína alúð og umhyggju í heimilið. Hún var frábær húsmóðir, enda bar þeirra fallega heimili þess glöggt vitni. Málfríður og Gunnar voru einkar samrýnd hjón og sögðum við vinir þeirra að þar sem Gunnar væri, þar væri einnig Málfríður. Þau voru samtaka um uppeldi barna sinna og komu þeim vel til manns og eru þau öll vel gefín og myndar- legt dugnaðarfólk. Málfríður hélt barnatrú sinni alla tíð. Almennt var hún fijálslynd í skoðunum og studdi lítilmagnann fremur en þá sem meira máttu sín. Skömmu áður en Málfríður and- aðist heimsótti ég hana á Borgar- spítalann. Var hún þá þrotin að kröftum og beið þess sem verða vildi. Húrt var sátt við lífið og hafði skilað sínu dagsverki. Henni varð tíðrætt um sinn elskulega eigin- mann og riljaði upp ýmsa minnis- stæða atburði í sínu farsæla hjóna- bandi. Þegar ég kvaddi Málfríði á sjúkrahúsinu þakkaði ég henni af alhug alla vinsemd hennar okkur hjónum til handa um langt árabil. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni; hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (H. Pét.) Guð blessi minningu sæmdarkon- unnar Málfríðar Gísladóttur. Reynir Ármannsson. Hún amma mín er dáin. 22. apríl síðastliðinn fékk ég þau sorglegu tíðindi að amma mín Málfríður Gísladóttir væri látin. Hún var sú allra besta og duglegasta kona sem ég hef kynnst um ævina. Hún átti reyndar erfitt uppdráttar eftir að afi dó fyrir sex árum því þau höfðu nú verið gift í rúmlega 55 ár, en hún var sterk og hélt sínu striki. Að koma heim til ömmu og afa á Hagamelinn var eins og að koma í paradís jiví þar var allt gert fyrir mann. Ég var svo heppinn að ég ólst að hálfu leyti upp hjá afa og ömmu á Hagamelnum og betra uppeldi held ég að sé ekki hægt að hugsa sér, eins og sést á því að öll þeirra börn eru komin vel til manns í dag. Það verður að segjast eins og er að ég fékk aldrei svarið „nei“ frá ömmu og sýnir það hversu mikil eðalkona hún var og vildi allt fyrir mann gera. Ég veit nú ekki hversu oft ég kom með félagana í grjónagraut eða pönnukökur til ömmu, en oft var það og alltaf var tekið á móti öllum með opnum örm- um og brosið alltaf til staðar. Og eitt er víst að hún amma mín sá til þess að enginn fór svangur út. Það skipti hana alltaf miklu máli að lífið gengi vel hjá barnabörnun- um og síðustu Ijögur árin held ég að ég hafi aldrei talað við hana án þess að hún hafi minnst á það hvort ég sinnti ekki skólanum vel. Það skipti hana miklu máli. Því miður sérðu ekki þegar ég set upp stúd- entshúfuna í vor, en ég lofa þér því að þú verður efst í huga mínum þá. Én nú ertu komin til Guðs þíns og til mannsins sem þú elskaðir svo mikið og veit ég að nú eru fagnaðar- fundir. En eitt er víst að þér og afa gleymi ég aldrei, þið voruð besta fólk í heimi! Elsku amma og afi, takk fyrir allt. Mikael Nikulásson. • Flcirl minningargreinar um Málfríili Gmhtýju Gísladóttur bfila birtingar og niunu birtast í blað- inu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.