Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 43 FRÉTTIR Sjálfstæðisflokkurinn Fjallað um nýjar auðlind- ir í íslensku atvinnulífi UNDANFARIÐ hafa sjö málefna- nefndir Sjálfstæðisflokksins staðið fyrir fundaröð um samkeppnis- stöðu íslands undir yfirskriftinni Framtíð íslands á 60 mínútum. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir, annars vegar um viðskipa- umhverfi og samkeppnisstöðu ís- lensks atvinnulífs og hins vegar mikilvægi menningar og menntun- ar. Báðir þessir fundir voru mjög fjölmennir og þar sköpuðust lífleg- ar umræður um samkeppnisstöðu íslands í breyttum heimi, segir í fréttatilkynningu. í dag, þriðjudaginn 30. apríl, verður þriðji og síðasti fundurinn í fundaröðinni. Fundurinn verður, líkt og fyrri fundir, haldinn á Hót- el Borg, hefst kl. 17.15 og mun Sumarbúðir Þjóðkirkjunn- ar að Núpi í Dýrafirði SUMARBÚÐIR fyrir börn verða starfræktar að Núpi í Dýrafirði á vegum Æskulýðssambands kirkj- unnar á Vestfjörðum, ÆSK Vest, í sumar. Fjórir flokkar verða í boði. 1. fiokkur verður 29. júní til 5. júlí fyrir 10-12 ára börn, 2. flokkur verður 7. júlí til 12. júlí fyrir 7-9 ára börn, 3. flokkur verður 13. júlí til 18. júlí fyrir 10-12 ára börn og 4. flokkur verður 21. júlí til 26. júlí fyrir 7-9 ára börn. Sumarbúðirnar eru einkum ætl- aðar vestfirskum börnum sem búa í Barðastrandar- og Ísafjarðar- sýslum en einnig börnum frá öðr- um stöðum ef húsrúm leyfir. Sum- arbúðastjóri verður Elva Björg Einarsdóttir frá Patreksfirði. Að auki munu þrír starfsmenn annast börnin. Innritun fer fram hjá sókn- arprestum á Vestfjörðum og veita þeir einnig upplýsingar. standa í eina klukkustund. Á fundinum verður íjallað um nýjar auðlindir í íslensku atvinnu- lífi. Með nýjum auðlindum er átt við þau verðmæti sem felast í nýsköpun í atvinnugreinum sem áður voru vannýttar. Ör þróun í þessa átt hefur verið á undanförn- um árum og á fundinum verða ný tækifæri íslendinga á sviði hug- vits, hátækni, ferðamála og upp- lýsingamála sérstaklega rædd. Framsögumenn á fundinum verða Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, Guðbjörg Sigurðardótt- ir, tölvunarfræðingur, og Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Fundarstjóri verður Elsa Valsdóttir, varaformaður Heimdallar. Afhenti trúnaðarbréf HÖRÐUR H. Bjarnason, sendi- herra, hefur afhent hr. Guntis Ulm- anis, forseta Lettlands, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Lettlandi með aðsetur í Stokkhólmi. Halli Reynis á Fógetanum TRÚBADORINN Halli Reynis leik- ur á veitingahúsinu Fógetanum þriðjudagskvöld, en þá er opið til kl. 3, og miðvikudagskvöld. Páll Óskar og Hunang PÁLL Óskar Hjálmtýsson og hljóm- sveitin Hunang leika þriðjudags- kvöld í Festi í Grindavík. ■ UNGIR sósíalistar halda opið hús og stefnukynningu í aðsetri sínu og Pathfinder bóksölunnar, Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. (fyrir ofan Bíóbarinn) miðvikudaginn 1. maí kl. 14.30. Ávarp, umræður og hressingar verða á boðstólum. Nemendasýning Dans- smiðju Hermanns Ragnars UPPSKERUHÁTÍÐ Danssmiðju Hermanns Ragnars verður haldin á Hótel íslandi miðviku- daginn 1. maí kl. 15. Þetta er nemendasýn- ing og lokahátíð allra nemenda skólans og er hluti af námskeiðunum. Sýndir verða sam- kvæmisdansar, kántrý- dansar, barnadansar, dansar úr jassleikskól- anum, stepp, gamlir dansar og rokk. Dansar- ar eru á ölium aldri frá 3-60 ára. Þeirra á með- al eru danspör úr hjóna- hópum og kántrýdans- arar. Nemendur skólans geta framvísað nem- endaskírteini sínu við innganginn en aðrir gestir geta keypt miða í skólanumeða í miða- sölu Hótel Islands. Miðaverð er 300 kr. Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur TVEIR menn voru fluttir á sjúkrahús en reyndust minna meidd- ir en óttast var í fyrstu eftir geysiharðan árekstur á mótum Lista- brautar og Kringlumýrarbrautar síðdegis á sunnudag. Að sögn lögreglu voru fimm manns í bílunum tveimur. í fyrstu var óttast að um meiriháttar áverka væri að ræða en við rannsókn kom í ljós að betur hafði farið en á horfðist. Við áreksturinn valt ann- ar bíllinn, sem er jeppi, á toppinn, og lagðist saman. Athuga- semd MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Stúdentaráði Há- skóla íslands vegna fréttaflutnings blaðsins af skrásetningargjöldum Háskóla íslands: „I.frétt Morgunblaðsins sunnu- daginn 28. apríl virðist gæta mis- skilnings á umræðum um upphæð og skiptingu skráningargjalda við Háskóla íslands. Deilurnar á Al- þingi snúast um heimild Háskóla- ráðs til þess að fella ýmsa þjónustu- þætti undir skrásetningargjald nemenda. Háskólinn greip til þessa úræðis árið 1992 þegar fjárveit- ingavaldið stóð fyrir stórfelldum niðurskurði á fjárframlögum til hans. Fyrir ári gerði umboðsmaður Alþingis athugasemdir við að margir þessara þátta féllu ekki undir kostnað við skráningu og um það er nú deilt. Deilurnar á Alþingi snúast ekki um að háskólinn ráðstafi hluta af sértekjum sínum til að tryggja nauðsynlega starfsemi stúdenta í háskólasamfélaginu, samkvæmt samningi milli Háskólaráðs og Stúdentaráðs. Þar er um að ræða gjald sem er áratuga hefð fyrir og alls ekki um að ræða félagsgjöld til Stúdentaráðs eins og látið er að liggja í fréttinni, enda kemur ekki til greina að innheimta félagsgjöld af stúdentum á meðan núverandi meirihluti er við völd í Stúdenta- ráði. Rétt er að minna á ummæli Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra í umræðum á Alþingi þar sem hann segir að öllum ákvæðum félagafrelsis sé fylgt í frumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Stúdentaráð HÍ var stofnað af stúdentum í samvinnu við Háskóla- ráð fyrir rúmuni 75 árum. Á þeim tíma hefur SHÍ iifað sjálfstæðu lífi í háskólasamfélaginu og sinnt margvíslegu hlutverki í þágu stúd- enta og háskólans alls. Þeim tilmælum er beint tii blaða- manna Morgunblaðsins að þeir kynnti sér mál frá öllum hliðum og fjalli hlutlægt um þau á ábyrgan hátt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður Stúdentarráðs HÍ.“ Ur dagbók lögreglunnar Sjö líkamsmeiðing’ar 26. - 28. apríl 1996 UM HELGINA þurfti að vista 27 manns í fangageymslunum vegna ýmissa mála. Tilkynnt var um 7 líkamsmeiðingar, 16 innbrot, 11 þjófnaði og 19 eignaspjöll. Af- skipti voru höfð af 31 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi - allt fullorðið fólk. Tæplega sjötíu ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt og níu ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur. Til- kynnt umferðaróhöpp eru 21, auk tveggja umferðarslysa. Útköll vegna hávaða og ónæðis voru 18 talsins og lögreglumenn voru 10 sinnum kallaðir út vegna heimil- isófriðar. Þar af var ofbeldi beitt í fjórum tilvikum. Á föstudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í bifreið við Trönuhóla. Úr henni var stolið magnara auk þess sem töluverðar skemmdir voru unnar á bifreið- inni. Útvarpi og geislaspilara var stolið úr bifreið við Háaleitis- braut. Úr bifreið í Ásgarði var stolið útvarpi og sjónvarpi. Ungur maður var staðinn að því að stela sér tveimur skrifbókum í bóka- verslun við Laugaveg. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem mál hans fékk viðhlítandi af- greiðslu. Sömu sögu er að segja af tveimur aðilum, sem staðnir voru að hnuþli í tískuvöruverslun við Laugaveg. Tvö börn voru flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir árekstur tveggja bifreiða á Höfðabakka skömmu eftir há- degi. Síðdegis var silfurgráu Wheeler 3800 reiðhjóli stolið frá húsi við Skeiðarvog. Við árekstur tveggja bifreiða á Gunnarsbraut kastaðist önnur bifreiðin á tvær aðrar þannig að skemmdir hlut- ust af. Ungur drengur féll fram af klettum í Elliðaárdal skammt vestan við Höfðabakkabrúna. Hann var fluttur mikið slasaður með sjúkrabifreið á slysadeild. Þá var barn flutt þangað með sjúkrabifreið eftir að hafa fallið á hnakkann í húsi við Laugarnes- veg. Um kvöldið sýndi maður ungri stúlku á sér kynfærin þar sem hún var á ferð um Skafta- hlíð. Manninum er lýst sem ung- um, dökkhærðum, hávöxnum, klæddan blágrænum jogginggalla með bleikum eða fjólubláum rönd- um. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit. Stúlkan hafði ekki aldur til að vera ein utan dyra á þessum tíma. Maður var fluttur á slysa- deild eftir að hásin slitnaði við íþróttaiðkun á Seltjarnarnesi. Um nóttina var um eitt þúsund manns í miðborginni þegar flest var þar eftir lokun skemmtistað- anna. Sex unglingar undir 16 ár aldri voru fluttir á lögreglustöðina þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Engir slíkir sáust á ferli i miðbænum á laug- ardagsnóttina. Áfengi var hellt niður hjá tveimur ungmennum, sem ekki höfðu aldur til að hafa áfengi um hönd. Skömmu eftir miðnætti á föstudag var tilkynnt um eld í rafmagnstöflu í fjöleignarhúsi við Eiðjstorg. Mikill reykur fyllti stigaganga. Vísa þurfti gestum vínveitingastaðar út eftir að reyksins var vart. Skemmdir urðu á töflunni og næsta nágrenni svo og reykskemmdir á stigagöngum. Maður var handtekinn aðfara- nótt laugardags eftir að hafa brotið rúðu í húsi við Höfðatún og farið inn. Hann var færður í fangageymslu og síðan til yfir- heyrslu. Maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa orðið fyr- ir meiðslum í Hafnarstræti. Úm kl. 3 um nóttina var hliðartaska með snyrtivörum hrifsuð af öxl gangandi konu á Hverfisgötu. Sá sem það gerði var farþegi í grárri Mazda 626 fólksbifreið. Hann er ófundinn. Hér er um líka aðferð að ræða og þekkist víða erlendis og sjá hefur mátt í kvikmyndum. Maður var sleginn í andlitið í Austurstræti. Vitað er hverjir voru þar að verki. Þá var maður fluttur á slysadeild eftir að spark- að var í andlit hans á Lauga- vegi. Undir morgun var ökumað- ur mældur á tæplega 130 km hraða á Suðurlandsvegi. Hann var færður á lögreglustöðina grunaður um ölvunarakstur. Á laugardagsmorgun var mað- ur handtekinn, grunaður um inn- brot og þjófnað á peningum. Hann var vistaður í fanga- geymslu. Brotist var inn í bifreið í Frostaskjóli og úr henni stolið útvarpi og geislaspilara. Reið- hjóli, Moongoose, svart að lit með grænum víralás, var stolið frá húsi við Kvisthaga. Unglingur stal einni lengju af vindlingum í verslun í Hverafold. Hann var færður á lögreglustöð og sóttur af foreldrum. Tilkynnt var um innbrot í herbergi í Maríubakka. Um kvöldið barði kona mann í höfuðið með inatardisk á veit- ingastað við Laugaveg. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt sunnudags féll maður niður stiga á veitingahúsi í Vesturbænum. Hann fékk skurð á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Stúlka var flutt á slysadeild eftir líkams- meiðingu á Lækjartorgi. Gerand- inn var fluttur á lögreglustöð. Á sunnudag var tilkynnt um innbrot í bifreiðar við Beijarima, Vatna- sel og Skeiðarvog. Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harð- an árekstur á gatnamótum Kringlunnar og Listabrautar. Um minniháttar meiðsl var um að ræða. Drengur féll úr rennibraut í Fjölskyldugarðinum í Laugar- dal. Faðir drengsins fór með hann á slysadeild. Fjólubláu Wheeler drengjareiðhjóli var stolið frá húsi við Skeiðarvog. Aðfaranótt mánudags safnaðist hópur fólks saman í Garðastræti með há- reysti og læti. Lögreglumenn dreifðu hópnum. Einn var hand- tekinn er hann reyndi að losa sig við meint fíkniefni. Um nóttina var brotist inn í bifreið við Esju- grund og úr henni stolið geisla- spilara. I Dagbókinni fyrir yiku var þeim skilaboðum komið til grunnskólayfirvalda að huga sérstaklega að 30. apríl nk. For- eldrar eru og hvattir til að verða við áskorun foreldrafélaga og fræðsluyfirvalda um að sinna nú börnum sínum sérstaklega í dag og í kvöld og gæta þess að ekk- ert það kunni að gerast í þeirra hópi sern ekki verður aftur tekið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.