Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 _______________________ ERLENT Reuter LOFTMYND af húsinu, sem fjöldamorðinginn á áströlsku eynni Tasmaníu kom sér fyrir í ásamt gíslum eftir að hafa myrt 32 manns. Maðurinn náðist er hann kom hlaupandi út úr alelda húsinu. Eins og sést á myndinni brann það til grunna og stendur aðeins skor- steinninn upp úr brunarústum þess. A myndinni fyrir miðju sést eitt af fórnarlömbum fjöldamorðingjans á Tasmaníu flutt á Konung- lega sjúkrahúsið í Hobart, höfuðborg eyjunnar. A myndinni til hægri sést fjöldamorðinginn á Tasmaníu i svip þar sem hann er borinn á börum eftir að hann náðist í gær. Að minnsta kosti 34 létu lífið í árásinni og 19 særðust. Ástralíumaður myrti 34 manns á ferðamannastað Handtekinn eftir 18 stunda umsátur Canberra, Hobart, London. Reuter. ÁSTRALI framdi fjöldamorð á eynni Tasmaníu, einu fylkja Ástralíu, á sunnudag og myrti að minnsta kosti 34 manns og særði 19. Hann náðist ekkí fyrr en í gærmorgun eftir 18 stunda umsátur lögreglu um lítið hús, þar sem hann hafði komið sér fyrir ásamt gíslum. Hann er á sjúkra- húsi og hefur ekki enn verið ákærður. Þetta er blóðugasta fjöldamorð, sem framið hefur verið í Ástralíu og Ástralar eru harmi slegnir yfir þess- um atburði. Árásarmaðurinn, sem er sagður 28 ára gamall, náðist þeg- ar hann kom hlaupandi út úr alelda byggingunni, sem hann var í ásamt gíslum sínum. Var eldur í fötum mannsins og reyndi hann að rífa þau af sér. Atburður þessi átti sér stað í ferða- mannabænum Port Arthur, þar sem hægt er að skoða minjar um þá tíma, sem Ástralía var fanganýlenda breska heimsveldisins. Þarna var fjöldi ferðamanna þegar maðurinn, sem eitt vitni sagði að hefði litið út eins og dæmigerður „brimbretta- náungi“, gekk inn í kaffíhús með íþróttatösku, dró úr henni hálfsjálf- virkan riffíl og byijaði að skjóta. Maðurinn hafði tvo öfluga riffla meðferðis. Hann myrti 20 manns á veitinga- staðnum. Spjallaði við ferðamenn Vitni sögðu að hann hefði spjallað við ferðamenn áður en hann fór inn í Broad Arrow-kaffihúsið. Að sögn vitna skaut maðurinn ekki af handa- hófi heldur virtist beita vopni sínu fumlaust og kerfisbundið. Þegar maðurinn kom aftur út af kaffihúsinu gekk hann milli minj- anna um fanganýlendutímann og skaut fjóra til viðbótar. Að því loknu ók hann að hliðinu að svæðinu. Þar skaut hann til bana móður og tvær dætur hennar, sex og þriggja ára. Sex ára stúlkan reyndi að komast undan byssumanninum og lá í hnipri bak við tré þegar hún var skotin. Árásarmaðurinn skaut til bana fjóra menn í bifreið, sem hann tók því næst traustataki og ók að bensín- stöð. Þar myrti hann konu, sem var 32. fórnarlamb hans. Á bensínstöðinni tók hann mann í gíslingu og setti hann í farangurs- rými bifreiðarinnar. Þá ók hann að áðurnefndu húsi og kom sér þar fyr- ir ásamt þremur gíslum. Ekki er vitað hvernig kviknaði í húsinu. Lögregla sagði í gær að jarð- neskar leifar tveggja gísla hefðu fundist, en engar vísbendingar um þriðja gíslinn. Sagður fullur útlendingahaturs Ekki er vitað hvers vegna maður- inn framdi fjöldamorðið. Birt hefur verið mynd af honum og á Tasmaníu er hermt að hann sé frá Hobart, höfuðborg eyjarinnar. Sjónvarps- fréttastöðin Sky sýndi viðtal við fyrr- um starfsfélaga árásarmannsins. Hann hélt því fram að byssumannin- um hefði verið illa við alla þá útlend- inga, sem kæmu til Tasmaníu. Vitni í Port Arthur sagði að árás- armaðurinn hefði sagt að þar væri allt fullt af „hvítum engilsaxneskum mótmælendum í dag“ áður en hann hóf skothríðina. Fjórir útlendingar voru meðal fórnarlamba árásarmannsins, tveir Malasíubúar, Nýsjálendingur og maður frá Suður- eða Suðaustur- Asíu. Kanadískur stjórnarerindreki og kona hans og Bandaríkjamaður voru meðal hinna særðu. Mörg hundruð manns sóttu sér- staka bænagjörð í dómkirkjunni i Hobart í gærkvöldi til að minnast hinna látnu. John Howard, forsætis- ráðherra Ástralíu, sagði að þessi árás bæri vitni þeirri voveiflegu þróun að ofbeldi væri að gegnsýra ástralska menningu. „Þetta er atburður, sem ætti að knýja okkur öll til að velta fyrir okk- ur eðli þessa þjóðfélags okkar," sagði Howard. Eftirlitsstofnun EFTA Fimm rökstudd álit til íslands 1995 EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) sendi íslenzkum stjómvöld- um fimm rökstudd álit á síðasta ári vegna þess að stofnunin taldi íslenzk lög ekki standast samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í ársskýrslu ESA, sem gefin hefur verið út. Hlutverk ESA er að sjá til þess að aðildarríki EFTA, ísland, Liec- htenstein og Noregur, haldi EES- samninginn og hrindi reglum hans í framkvæmd. Þegar ESA telur að aðildarríki uppfylli ekki skilyrði samningsins er yfirleitt byrjað á því að senda því óformleg boð um að kippa málunum í lag. Næsta skref er að senda, formlegt erindi. Verði aðildarríkið enn ekki við tilmælum ESA, er gefíð út rökstutt álit, sem er hæsta stig athugasemda stofn- unarinnar. Gerist enn ekkert af hálfu viðkomandi ríkis, er málinu vísað til EFTA-dómstólsins. Á síðasta ári gaf ESA út fimm rökstudd álit vegna meintra brota íslands á EES-samningnum og eitt EVRÓPA^ mál, varðandi álagningu og inn- heimtu vörugjalda hér á landi, var sent EFTA-dómstólnum. Aðeins eitt rökstutt álit var sent til Noregs og ekkert til Liechtenstein. Hins vegar voru 15 formleg erindi send norskum stjórnvöldum, 14 til ís- lands og níu til Liechtenstein. Til stofnunarinnar bárust níu kvartanir vegna löggjafar eða framkvæmdar hennar á Islandi, en 38 frá Noregi. Formlegu erindin, sem send hafa verið íslenzkum stjórnvöldum, varða meðai annars misbrest á inn- leiðingu tilskipana Evrópusam- bandsins varðandi merkingu og innihald matvæla, meðferð áburðar, hættuleg efni, hugverkaréttindi, fóður, fræ og heilbrigði dýra, starfs- réttindi lækna, fjarskipti um gervi- hnetti, breytingar á erfðavísum og upplýsingaskyldu vinnuveitenda. Hins vegar fær ísland einnig hrós fyrir að hafa lögleitt ýmsar tilskip- anir ESB, þrátt fyrir að hafa feng- ið aðlögunartíma að þeim. í heild hefur ísland lögleitt 92,6% af tilskipunum ESB, sem eru hluti af EES-samningnum, Noregur 93% og Liechtenstein 68,4%. Við lestur þessara talna ber að hafa í huga að Liechtenstein gerðist ekki aðili að EES-samningnum fyrr en 1. maí 1995 og segir í ársskýrslunni að miðað við þá staðreynd og smæð stjórnsýslunnar í Liechtenstein sé árangurinn frábær. Miðlungsgóður árangur miðað við aðildarríki ESB í formála ársskýrslunnar segir Knut Almestad, forseti ESA, að Noregur og ísland standi sig miðl- ungsvel við lögleiðingu EES-reglna miðað við árangur aðildarríkja Evr- ópusambandsins. Þá hafi náðst góð- Framkvæmd EES-samningsins í EFTA-ríkjunum ^ Formleg erindi ESA 14 9 15 Rökstutt álit ESA 5 0 1 Kvartanirtil ESA 9 0 38 Tilskipanir komnar í framkvæmd (%) 92,6 68 93 ur árangur á síðasta ári við það að laga ríkiseinkasölur að EES-samn- ingnum. Almestad segir að í þeim tilvik- um, þar sem ESA hafi ýtt við aðild- arríkjunum, sé yfirleitt ekki um það að ræða að stofnunin og aðildarrík- in séu beinlínis ósammála um túlk- un EES-samningsins, heldur sé seinagangi við löggjafarstarfið um að kenna. Almestad segist þeirrar skoðunar að tveggja stoða kerfi EES, sem byggist á samstarfí EFTA og ESB, hafí staðizt fækkunina í EFTA og endurskipulagningu stofnana þess. Samstarfíð við framkvæmdastjórn ESB sé áfram prýðilegt, þrátt fyrir að þijú ríki hafi farið úr EFTA yfir í ESB. MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDAMORÐ í ÁSTRALÍU Að minnsta kosti 34 létu lífið og 19 særðust þegar vopnaður Ástrali hóf skothríð á ferðamenn og starfsfólk í sögubænum Port Arthur á áströlsku eynni Tasmaníu á sunnudag. CANBERRA Melbourne ^ TASMANÍA j Aða!- k ^ kort i J ,í;ö v;> \ W Hobart ). ! r-) -/V '( PORT J\j. I ARTHUR 4 40km Bretar tengja slátrun við út- flutningsbann Lúxemborg. Reuter. DOUGLAS Hogg, landbúnaðar- ráðherra Bretlands, skýrði fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins frá því á fundi í gær að naut- gripum yrði einungis slátrað í stór- um stíl í Bretlandi, til að koma í veg fyrir kúariðu, ef útflutnings- banni á breskar nautgripaafurðir yrði aflétt samhliða. Hogg sagði að Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdastjórninni, og emb- ættismenn ESB hefðu tekið vel í þessi sjónarmið Breta. Rætt hefur verið um að slátra allt að 42 þúsund nautgripum til að reyna að útrýma kúariðunni. Hogg sagði að engin leið væri að fá breska þingið til að sam- þykkja slíkt nema Evrópusam- bandið myndi samtímis skuldbinda sig til að aflétta útflutningsbann- inu. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, átti í gær fund með John Major, forsætisráðherra Bret- lands, í London og á blaðamanna- fundi að honum loknum játaði Kohl að þeir hefðu snætt nautakjöt saman í hádegisverði þeirra. „Ég held að það hafi nú verið ástæðan að baki þessum blaðamannafundi,“ sagði Kohl og brosti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.