Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 33 Þj óðargersemar GREIN Guðmundar Magnússonar, er birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins 23. mars síðastlið- inn undir heitinu Hinir gleymdu dýrgripir ís- lendinga, var fyrir löngu orðin tímabær. Þeir sem unna fornleif- um og menningarsögu hljóta að taka undir með orðum Guðmund- ar um að forngripamál- ið sé ekki endanlega tapað, þótt handrita- samningurinn milli Dana og íslendinga frá 1965 hafi kveðið á um að íslendingar létu af frekari kröfum. Rúmum áratug eftir að íslend- ingar sömdu um handritin gengu frændur okkar Færeyingar og Grænlendingar svo frá sínum mál- um, að allar fornminjar frá löndum þeirra snúa aftur. Flutningur græn- lenskra forngripa til Nuuk er nú í gangi, en færeyskir gripir eru enn ekki komnir til Þórshafnar. 17. júní 1977 lýsti Þjóðminjasafn Dana sig samþykkt ósk menningarmálaráðu- neytis Dana um að kirkjustólar frá Kirkjubæ og aðrir gripir frá Færeyjum yrði skilað til Þjóð- minjsafns Færeyja, þegar það hefði fengið nútímaleg (tidssvar- ende) húsakynni. Danska ríkis- stjórnin staðfesti þetta á fundi sínum 8. nóvember 1977. Málið hefur síðan legið nokkuð í lág- inni, en búast má við því að Færeyingar fari brátt að krefjast gripanna til varðveislu. Því ber að fagna að kennslumála- ráðherra Dana, Ole Viig Jensen telur nú auðsótt að íslenskir dýr- höfn. Veturinn 1982 var ég í Kaupmanna- höfn og fór þá með einum starfsmanni kirkjudeildar safnsins á svokallað lasarett (sjúkraskýli), herbergi þar sem varðveittar voru helgimyndir frá miðöldum, er ekki þóttu sýningarhæfar í nýrri miðaldasýningu danska þjóðminja- safnsins. A meðal hinna lasburða bílæta stóð annar Grundar- stóllinn, sem hafði ver- ið tekinn úr fastasýn- ingu safnsins. Mér brá í brún er ég sá að ofan á sessuna á stólnum hafði verið settur 3-4 metra langur og afar þungur jám- bjálki. Á þessum tíma voru viðgerð- ir að hefjast á mjög lasburða húsa- kynnum þjóðminjasafns Dana. Ein- hver hafði sett járnbjálkann ofan á stólinn með þeim afleiðingum að hann hafði skorið v-laga gat í leður- sessu á setunni. Starfsmaður safns- ins og ég lyftum járnbitanum af stólnum, svo að frekari slys yrðu ekki á gersemunum. Síðan þá hafa húsakynni Þjóðminjasafns Dana færst í gott horf eftir mikið átak. Nýlega hefur Grundarstóllinn meira að segja verið dreginn aftur fram í dagsljósið og notaður í tengslum við kennslu og í ár á sérsýningu. Þá var reyndar engin sessa á setu stólsins. Er hægt að varðveita dýrgripi á Islandi? Þrátt fyrir þetta dæmi um slysa- legt skeytingaleysi við einn íslensk- an grip í Þjóðminjasafni Dana er Gott væri, segir Vil- hjálmur Örn Vil- hjálmsson, ef Þjóð- minjasafnið fengi nú blóðgjöf o g nýtt líf. Kristnitökuafmælið Nú nálgast aldamótin og þá hef- ur kristinn siður'haldið velli í 1000 ár á íslandi. Margir þeirra íslensku gripa, sem geymdir eru í Kaup- mannahöfn, eru dýrgripir úr kirkj- um landsins. Sarfsmenn Þjóðminja- safns eru farnir að hugleiða sýningu í tengslum við þennan mikla við- burð. Slík sýning mundi geta orðið mikil auglýsing fyrir land og þjóð. í tengslum við þennan viðburð gætu yfirvöld kannað möguleikann á því að fá íslensku forngripina í Kaupmannahöfn til íslands. Danir myndu vafalaust taka vel í slíkar óskir, sérstaklega ef forngripirnir gætu leitt til eflingar þjóðminja- vörslunnar og umbúnaðar hennar hér á landi. Landssöfnun Mikill kostnaður var við að setja Þjóðminjasafn Dana í nútímalegt horf og voru þær viðgerðir að mikl- um hluta til greiddar með fé úr ein- um einkasjóði. Árið 1925 fór fram mikil landssöfnun í Danmörku, þar sem u.þ.b. 196.000 manns söfnuðu 1,3 milljónum danskra króna fyrir Þjóðminjasafn sitt. Annar sjóður, Carlsberg, greiddi þá einnig fyrir hluta af endurbótunum. Danir myndu örugglega skilja, að hér Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson TVEIR innsiglistimplar, sem varðveittir voru í yfir 100 ár í Þjóðminjasafni Dana án þess að vitað væri hvaðan þeir kæmu. Hringlaga innsiglið átti Steinmóður Bárðason, sem var ábóti í Viðeyjar- klaustri 1444-1481. Sporöskjulaga innsiglið er líklega prestainnsigli Jóns Arasonar, er síðar varð biskup. Eiga þessir gripir, sem ekki eru til sýnis í Þjóðminjasafni Dana, heima í Danmörku? gripir í Danmörku verði lánaðir ís- lendingum. Þetta sýnir þann mikla hlýhug, sem óskir íslendinga hafa alltaf mætt hjá dönskum yfirvöld- um. Kennslumálaráðuneyti Dana sér út af fyrir sig ekki um danska Þjóðminjasafnið, eða um útlán á gripum þaðan. Það gerir annað ráðuneyti, og hugsanlega lítur Jytte Hilden menningarmálaráðherra málið’ opnum augum, með hliðsjón af fyrirliggjandi samningum danskra yfirvalda við færeysk og grænlensk yfirvöld. Afsal forngrip- anna árið 1965 var mikið reiðarslag fyrir þjóðminjavörsluna hér á landi. Endurtekin ósk um að fá íslenska forngripi í Kaupmannahöfn hingað til lands, gæti aftur á móti orðið lyftistöng fyrir Þjóðminjasafn ís- lands, sem nú ber að bregðast skjótt við. Hvort gripirnir koma hingað til lands að láni í lengri eða skemmri tíma, eða sem lánsgjöf, eins og handritin, skiptir ekki máli. Þeir verða að miklu meira gagni hér á landi en í Danmörku. íslenskir gripir í Danmörku Á námsárum mínum fór ég oft til Kaupmannahafnar til að leita uppi og rannsaka íslenska gripi (sjá mynd) á Þjóðminjasafni Dana. Þá fann ég t.d. þijá íslenska hluti, sem ekki höfðu verið á skrám yfir ís- lenskar fornminjar í Kaupmanna- ég fullviss um að Danir hafi al- mennt varðveitt íslenska forngripi mjög vel. Sessan var væntanlega ekki eins gömul og stóllinn og hef- ur líklega bjargað stólnum frá mikl- um skemmdum. Saga þessi sýnir að ástandið var ekki fyllilega „tids- svarende" í Kaupmannahöfn. En er ástandið nógu gott á íslandi til þess að Grundarstóllinn og aðrir dýrgripir geti snúið aftur? Fyrir fjórum árum hriplak bygg- ing Þjóðminjasafns Islands, eins og fram kom í fréttum. Einn af þeim gripum sem nærri því varð lekanum að bráð var hinn Grundarstóllinn. Enn var það sessan sem bjargaði. Hún skemmdist af vatninu, en stóll- inn er heill. Sú spurningin hlýtur að vakna hvort núverandi bygging Þjóðminjasafnsins uppfylli kröfur tímans; hvort hún sé nógu nútíma- leg til að réttmæta óskir um að fá að varðveita dýrgripi sem Danir hafa geymt fyrir okkur. Óskir Þjóð- minjasafns Islands, eða íslenskra yfirvalda, um að fá forngripina aft- ur frá Danmörku gætu í fljótu bragði sýnst afar ótímabærar með- an ástandið er enn það slæmt að þjóðminjasafnið er ekki sýnt þjóð- höfðingjum annarra landa, nema að þeir óski sérstaklega eftir því. Hentugra er að sjálfsögðu að fara með opinbera gesti í falleg húsa- kynni annarra safna landsins. búum við ekki svo vel að atvinnu- vegir og einkaframtak hafi skilið eftir sig digra sjóði, eins og þá sem til eru í Danmörku. Landssöfnun- arátak gæti hins vegar hentað vel á íslandi, þar sem oft hefur verið sýnt að furðu mikið fé getur safn- ast til góðra verka á skömmum tíma. Gott væri ef Þjóðminjasafn ís- lands fengi nú blóðgjöf og að þjóð- in sjálf gæfí stofnuninni og starfi hennar nýtt líf. Með nýrri eða betr- umbættri byggingu og fjölgun starfsliðs væri komin góð forsenda fyrir því að dýrgripirnir kæmu frá Danmörku að láni eða til langdvala. Með því myndum við fá fullt for- ræði yfir öllum menningararfí okk- ar. Helstu gersemar okkar er ekki einungis að fínna í Kaupmannahöfn eða í stofnun Árna Magnússonar. Þær fomleifar, sem enn eru moldu orpnar, eru mikill sjóður og ómetan- legur. Rannsóknir á byggingasögu og byggðasögu með hjálp fornleifa eru mjög dýrar og tímafrekar. Ef fornleifarannsóknir og sérstaklega úrvinnsla þeirra, yrðu efldar myndu ólýsanlegir dýrgripir koma í ljós. Öll ný vitneskja um fortíðina er fjár- sjóður. Höfundur er fornleifufræðingur. . w UXAÍIU.L- U.L ' LdlcllLluUi: augljoslega hressari, margfalt froðari og gott ef ílíli ■6 itutap/léttist um 9 kg. J + 10- r ■ +5- i- Massaaukning 1 kg. I 0 — r— •5- Fitutap 10 kg. -10- - Massaaukning 4 kg. GG 7% fitutap/léttist um 6 kg. Fitutap 10 kg. Með þessum orðum kvöddu þau okkur í dyragættinni, létt í sporí og lund. full sjálfstrausts og ánægð með lífið. Þama er átt við tvo ræktendur á síðasta námskeiði okkar sem við skulum kalla FÁ og GG því þetta er þeirra einkamál. Árangur þeirra er „ótrúlega" góður. en að vísu verður þetta hástemmda lýsingarorð að vera innan gæsalappa því við erum orðin ýmsu vön á þessum námskeiðum. Þegar árangur þeirra er metinn, er biýnt að hafa í huga. að þótt fitutapið vegi þyngst er aukning á vöðvamassa mjög mikilvæg líka. Það er einmitt þetta samspil sem á sér stað þegar félk fer að hreyfa sig og er dálítið blekkjandi þegar eingöngu er stuðst við vigtina sem mælikvarða. þig ur lO kílóuiti af fítu fyrir sumarfríið ? Þad er dálítíð erfitt fyrst, en venst vel. hÍÍ? 9 Hjá Ræktinni er aö hefjast eitt af þessum árangursriku 8 vikna námskeiðum sem eru kennd við fitubrennslu. Þar vegur vitaskuld þyngst þáttur aukakílóanna og eru dæmi þess að þátt- takendur komist í þvílíkan ham að þeir O Byrjendanámskeiö hefst 6. maí og framhaldsnámskeið 7. mai. Skráið ykkur sem fyrst því fjöldinn er takmarkaður Suðurströnd 4 Seltjarnarnesi Vib hlibina á Bónus Símar: 551-2815 & 551-2355 RÆKTIN TÆK)ASALUR • ÞOLFIMI • LJÓSABEKKIR . . . o g ú t I i t i ð e r g o t t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.