Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 37 JÓN ÁSTVALDUR HELGASON + Jón Ástvaldur Helgason var fæddur á Hjalteyri við Vesturveg 13 í Vestmannaeyjum 7. nóvember 1925. Hann lést á Land- spítalanum 20. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Helgason og Þóra Finnsdóttir. Ástvaldur var yngstur fjögurra systkina. Hálfbróð- ir hans, Karl ólafur Granz, er látinn, en systur hans Jóhanna, f. 1915, og Guðrún, f. 1924, búa báðar á Hrafnistu i Hafnarfirði. 8. október 1949 kvæntist Ástvald- ur Kristínu Oktavíu Ingimund- ardóttur, f. 8. október 1922. Kristín átti fyrir dótturina Ingu Jóhönnu Arnórsdóttur, f. 26. janúar 1943. Hún er búsett í Malmo í Svíþjóð ásamt börnum sinum Dagnýju, Halldóri og Rannveigu. Halldór á einn son, Daníel. Börn Ástvalds og Krist- ínar eru: 1) Óli Þór, f. 8. ágúst 1949, kvæntur Guðfinnu Ní- varðsdóttur, búsettur á Þóru- stöðum í Eyjafirði og eiga þau fjögur börn, Kristínu Rós, Sól- rúnu, Hlyn og Helgu Sif. Krist- ín Rós og sambýlismaður henn- ar Arnar Valsteinsson eiga eina dóttur, Öldu Ólínu. 2) Sigur- bj'örg Sóley, f. 23.janúar 1951, gift Ágústi Inga Ólafssyni, bú- sett á Hvolsvelli og eiga þau þrjú börn, Sigrúnu, Astvald Óla og Magnús. Ást- valdur Oli á eina dóttur, Silvíu Rut. 3-4) Tvíburarnir Sigurður Rúnar og Finnbogi Arnar, f. 5. september 1956. Rúnar er búsettur í Reykjavík, hann á fjögur börn, Gylfa, Pálma, Kristínu og Hauk; Finnbogi er búsettur á Hellu og á eina dóttur, Vig- dísi, 5) Ragnar, f. 20. apríl 1960, kvæntur Guðrúnu Bergmann, búsettur í Kópa- vogi, þau eiga tvo syni, Pétur Þór og ívar Órn. 6) Viðar Þór, f. 20. desember 1965, kvæntur Jóhönnu Ósk Pálsdóttur, bú- settur á Hellu, þau eiga tvö börn, Þóru Ósk og Jón Pál. Ástvaldur og Kristín bjuggu í Vestmannaeyjum til ársins 1968 er þau fluttu á Hvolsvöll í Rangárvallasýslu. í Vest- mannaeyjum vann Ástvaldur sem bílstjóri á vetrarvertíðum og sem sundlaugarvörður á sumrin. Á Hvolsvelli starfaði Ástvaldur sem vélavörður í frystihúsi Sláturfélags Suður- lands. Árið 1985 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur þar sem Ástvaldur starfaði á ný sem sundlaugarvörður, þá við sund- laug Selljarnarness, í sex ár. Utför Ástvalds fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann elsku afi minn er látinn. Afi, svo margra annarra líka, en nítján erum við bamabömin og barnabarnabörnin þrjú. Hann átti næga ást og hlýju handa okkur öllum, nóg til að við getum geymt innra með okkur og gefið áfram til þeirra sem síðar koma. Það er margs að minnast og sakna varðandi afa okkar en mest þó hvers konar ljúflingur hann var og góð fyrirmynd. Hann þreyttist aldrei á að hafa ofan fyrir börnum. Þannig vildi til, að iaugardaginn fyrir viku, þegar afi veiktist, var viðtal við Jónas Árnason rithöfund í útvarpinu. Þá rifjaðist upp þegar afi tók litla stúlku með sér á skemmtun hjá Jónasi í félags- heimilinu heima á Hvolsvelli. Krakkarnir fengu að koma upp á svið og syngja með og við skemmt- um okkur konunglega. Afi hafði mjög gaman af þjóðlögum og göml- um sjómannavísum og kenndi mér að meta það lika. Við sem höfðum varla nokkurn tíma séð bryggju höfðum gaman af að heyra hann PÁLÍNA G. ÞORSTEINSDÓTTIR + Pálína G. Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1930. Hún lést í Landspitalan- um 20. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn S. Olafs- son bifreiðasljóri í Reykjavík, f. 22. apríl 1899, d. 17. ágúst 1937, og Júl- íana Á. Gísladóttir húsfrú, f. 10. júní 1898, d. 1. júlí 1982. Börn Þorsteins og Júiíönu, auk Pálínu, eru Ólína Guðrún, f. 24. mars 1930. Þor- steinn Július, f. 9. maí 1932 og Olga Kristín, f. 15. nóvember 1935. • 9. janúar 1960 giftist Pálína Árna G. Björnssyni, f. 24. október 1925. Börn þeirra eru Júl- íana, f. 22. desem- ber 1957, maki Guð- mundur Árnason, eiga þau tvö börn; Ólöf G. Árnadóttir, f. 11. september 1959, maki Börkur Guðjónsson, eiga þau þrjá syni; Ester Arnadóttir, f. 30. september 1960, maki Hallmundur Hafberg, eiga þau tvö börn; Björn Árnason, f. 28. febrúar 1966, maki Laufey Guðmundsdóttir og eiga þau eitt barn. Útför Pálínu fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Andlát mágkonu minnar Pálínu Þorsteinsdóttur kom engum á óvart sem til hennar þekktu. Þó er það svo að enginn er fyllilega viðbúinn dauðanum og svo var með mig í þetta sinn. Þegar Pálína gift- ist bróður mínum hafði ég haft lítil- lega kynni af henni því það kom fyrir að ég kæmi á heimili móður hennar en hún var vel kunnug for- eldrum mínum. Eftir að hún kom í fjölskyldu mína kynntumst við betur sem eðlilegt er. Pálína var í eðli sínu létt í skapi og ávallt bros- mild og þægileg í umgengni hve- nær sem ég hitti hana. Hún hafði hins vegar stórt skap, en aldrei lét hún það bitna á öðrum. Ekki veit ég hversu trúuð kona Pálína var því þaú mál ræddum við aldrei, en eflaust eins og aðrir hafði hún sína trú en hélt henni fyrir sig. Áður en Pálína gifti sig vann hún ýmis störf en þegar hún fór að vinna aftur eftir stofnun heimil- is fór hún til starfa á sjúkrastofn- MINNINGAR segja okkur frá sjósókn og körlun- um sem færðu fiskinn heim. Einstaklega handlaginn var hann afi minn og gilti þá einu hvað hann fékkst við. Hann gerði við reiðhjólin okkar krakkanna og bak- aði þess á milli smákökur og tertur eftir uppskriftum frá ömmu. Ekk- ert var fyrirfram ómögulegt. Fyrsta alvöru reiðhjólið mitt var gert upp úr ýmsu gömlu og ýmsu nýju svo úr varð dýrindis rautt reiðhjól. Ekki veit ég hvernig hann fór að, en þegar rauða reiðhjólið var orðið lítið og ég stór útbjó hann annað stærra grænt á litinn. Við vissum líka að ef eitthvað bilaði á heimilinu kynni hann afi áreiðanlega ráð við því. Stirðnuð er haga höndin þin, gjörð til að laga allt úr öllu, eins létt og að draga hvítt á völlu smámeyjar fagurspunnið lín. (Jónas Hallgr.) Þó að pottormarnir kæmust til vits og ára var afi ávallt til staðar með útréttan faðminn og góð ráð í lífsins umferðarþraut. Þau amma töldu aldrei eftir sér að styðja börn- in sín og styrkja og óteljandi góðar gjafir gáfu þau. Aldrei gleymi ég undarlega löguðum pakka undir jólatrénu sem í reyndust vera fyrir- taks startkaplar, en þá hafði ég nýverið eignast minn fyrsta bíl. Afi var ömmu dyggur eiginmað- ur og góður félagi. Hún var auga- steinninn hans og ástin eina. Þau útbjuggu myndarlegt heimili og saman plöntuðu þau í stóran garð sem bera mun þeim fagurt vitni. Afi Ástvaldur veiktist af parkin- sonveiki fyrir nokkrum árum og hrakaði heilsunni þá fljótt. Alltaf var hann þó jafn hlýr og góður. Hann kunni þá að meta það smáa og hreina, setjast í grasið á björtum degi eða snerta brumið á tijánum. Svo kvaddi hann okkur í byijun vorsins og byijun dagsins og lét okkur um að lifa sumarið fyrir sig. Elsku amma, styrkur þinn er okkur styrkur. Megi góður Guð vernda þig. Hvað er ekki í einu ljóði falið, einum söng frá góðu hjarta? Já, allt, sem faprt er, skal verða talið efst við dómsins hástól bjarta. (Einar Ben.) Sigrún. unum og lengst af starfaði hún á geðdeildum sem kannski lýsir henni best í umgengni við aðra því það geta ekki verið léttustu deildir sjúkrahúsanna að vinna á. Þessi eiginleiki og kjarkur Pálínu kom best fram í löngum veikindum hennar en fyrir sex árum varð hún fyrir áfalli sem batt hana við hjóla- stól alla tíð síðan. Þá kom best fram kjarkur hennar og létt skap því aldrei kvartaði hún og aðspurð sagðist hún hafa það ágætt. Fyrir rúmu ári greindist Pálína með illvígan sjúkdóm sem dró hana til dauða. í öllum þessum veikind- um hennar kom í ljós hversu góða og samheldna fjölskyldu hún átti því aldrei var hún látin fínna fyrir því að hún væri til byrði heldur var allt fyrir hana gert svo henni liði sem best. Þessi umhyggja létti Pálínu þungbær veikindi hennar og lýsti um leið því frækorni sem hún sáði í fjölskyldu sína allar götur frá því hún stofnaði fjöl- skyldu. Með Pálínu er gengin ein af þessu hljóðlátu, kjarkmiklu og góðu konum sem sagan er full af en sem flestir verða ekki varir við aðrir en þeir nánustu. Þær eru þó grundvöllur góðs mannlífs hér á jörð. Farðu í friði, Pálína mín, og þökk fyrir öll okkar kynni sem aldr- ei bar skugga á. Bróður mínum og fjölskyldu hans færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að minningin um góða konu og móður styrki þau í sörg þeirra. Halldór Björnsson. t Ástkær eiginmaður minn, DANÍEL JÓELSSON, Laugavegi 132, lést á heimili sínu föstudaginn 26. apríl. Kristín Þorvarðardóttir. t Elskulegur föðurbróðir og frændi, KONRÁÐ GUÐJÓNSSON trésmíðameistari, Bragagötu 33, andaðist í Landspítalanum sunnudag- inn 28. apríl. Guðbjörg M. Benediktsdóttir, Guðlaugur B. Arnaldsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG LÁRUSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlið, Akureyri, áðurtil heimilis í Aðalstræti 16, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 25. apríl sl., verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STEINUNN LÚTHERSDÓTTIR, Hjarðarhaga 38, lést á öldrunarlækningadeild Landspít- alans þann 27. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Reynir Sæmundsson, Þóra Sigurðardóttir, Finnbjörg Konný Hákonardóttir, Steinunn Hákonardóttir, Páll Guðmundsson, Kristborg Hákonardóttir, Kristgeir Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 44, fyrrum húsfreyja í Hraungerði, lést í Landspítalanum aðfaranótt laug- ardagsins 27. apríl. Guðmundur Sigmundsson, Svavar Sigmundsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Ragnheiður Sigmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Hagamel 38, sem lést mánudaginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 30. apríl kl. 15.00. Gísli Gunnarsson, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Hilmar Þór Sigurðsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Torfi Gunnlaugsson, Skarphéðinn Gunnarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Jóhannes Gunnarsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Þóra Guðný Gunnarsdóttir, Jónbjörn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.