Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Skipagötu 12, Isafirði, lést í Landspítalanum þann 28. apríl sl. Edward Hoblyn, Edward Örn Hoblyn, Aðalheiður Hoblyn. t Ástkær móCir okkar, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Múla við Suðurlandsbraut, síðasttil heimilis að Norðurbrún 1, Reykjavík, í Borgarspítalanum 28. apríl andaðist 1996. Auður, Bergljót, Hörður og Hildigunnur Gunnarsbörn og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SIGMARSDÓTTIR, Lækjargötu 22b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu. Egill Jónasson, Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir, Jónas Óli Egilsson, Oddný Hjálmarsdóttir, Maria Egilsdóttir, Jan Larsen, Ingibjörg S. Egilsdóttir, Jósep Zhoponíasson, Eygló Egilsdóttir og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR EINAR SIGURÐSSON sérleyfishafi, Hrafnistu, Reykjavi'k, sem andaðist aðfaranótt 23. apríl sl. verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 15.00. Þorsteinn S. Asmundsson, Elsa Björk Asmunsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Margrét Ása Þorsteinsdóttir, Friðrik Larsen, Ingvar Þór Þorsteinsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, bróð- ur, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GÍSLASONAR húsgagnasmiðs, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Guðbjörg Sigurbergsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Erna Guðmundsdóttir, Daði Jóhannesson, afabörn og langafabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför BJÖRNSPÁLSSONAR fyrrv. alþingismanns og bónda, Ytri-Löngumýri. Austur-Húnavatnssýslu. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki sjúkrahússins á Blönduósi og krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug í garð hins látna. Ólöf Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. VALGARÐ ÁSGEIRSSON -J- Valgarð Ásgeirsson fæddist ' á Blönduósi 25. október 1927. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi 22. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 27. apríl. Veturinn var okkur landsmönnum óvenju mildur ef frá eru taldar nátt- úruhamfarirnar sem urðu á Flateyri í haust og lamaði þjóðina af sorg. Vorið fór um okkur enn mildari höndum og farfuglarnir komu í hóp- um óvenju snemma til að huga að hreiðurgerð. Þeir sem fyrstir komu eru þegar farnir að tína orma fyrir iitlu afkvæmin og mata þau með móðurlegu stolti. Aðrir, sem voru seinni á ferðinni, voru lengi að kasta mæðinni eftir iangt flug yfir hafið. Það voru aðeins tveir dagar í sumar- daginn fyrsta og ég var að miðla nokkrum kollegum mínum af þeim fræðum sem ég hafði numið ungur. Allt lék í lyndi. Þá gall síminn við og á línunni var Sigríður, systir mín. Hún tjáði mér að lærimeistari minn og frændi, Valgarð Ásgeirsson múrarameistari á Blönduósi, væri allur. Hann hafði fengið hægt and- lát daginn áður. Fréttin kom mér ekki alveg í opna skjöldu því fyrir fáum árum hafði hann fengið slæmt áfall og ekki gengið heill til skógar eftir það. Það var árið 1952 sem ég hóf nám í múrsmíði hjá Valgarð. Þá var gaman að lifa. Aldursmunur okkar var aðeins sjö ár og urðu kærleiks- bönd okkar frændanna fljótt sterk. Sjaldan vorum við svo þreyttir eftir erfiði dagsins að ekki væri rennt eftir laxi í Blöndu eða vitjað um net á „Sandinum". Og oft slógust aðrir vinnufélagar með í för. Þegar veiði var góð kom glampi í augu. Valla, eins og hann var alltaf kallaður. Við stunduðum ýmsar veiðar í frí- stundum, bæði sela- og fuglaveiðar. Valli var veiðimaður að eðlisfari en bar engu að síður virðingu fyrir bráð sinni. Hann hafði oft á orði að við skyldum ekki veiða meira en það sem við gætum nýtt eða gefið. Þannig var Valli. Á námsárum mín- um eignaðist Valli farartæki sem nefndist ,jeppi“. í kjölfar þess voru allir vegir færir. Við fórum fyrir Skaga, fyrir Vatnsnes að ógleymd- um ferðunum upp til heiða. Við nutum náttúrufegurðar og veiddum í vötnum. Það var gantast öllum stundum, á okkar máta, og vinnufé- lagarnir létu óspart í sér heyra. Það er ógleymanlegt að hafa verið við- staddur þegar Valli bjó til þessa vísu og engan grunaði að yrði lands- fræg: Fögur er hún Seiðisá séð af brúnni. Hvaða brú er það nú þá. Það er nú brúin jamm og já. Fleiri gullkorn hnutu af vörum okkar sem ekki verður getið hér. Á vordögum 1952 kvæntist Valli unn- ustu sinni, Önnu Árnadóttur frá Miðgili í Langadal. Hún var meðal glæsilegustu meyja þar um slóðir, fluggreind og skáld gott. Upp frá því var alltaf talað um Valla og Ónnu eða Önnu og Valla. Þeim varð sjö barna auðið og eru ömmu- og afabörnin orðin þrettán. Langafa- og langömmubörnin eru orðin tvö og fleiri á leiðinni, að sögn Önnu. Það varð almyrkvi á sólu í fjölskyld- unni vorið 1977 þegar þriðja barn þeirra hjóna, Sturla, lést af slysför- um fyrir utan Blönduósinn. Hans var leitað lengi en fannst aldrei. Þetta hörmulega slys risti það skarð í hjarta Valla að það greri aldrei meðan hann lifði. Anna var sterk- ari. í minningu sonar þeirra gerði Valli fallegt minnismerki í garði þeirra hjóna, sem bar vott um hag- leik Valla og hjartahlýju. Ég er enn þeirrar skoðunar að Valli hafi verið meiri listamaður en múrari þó að hann hafi sýnt hæfni sína á flestum byggingum á Blönduósi um ára- tugaskeið. Valli var ekki allra en hann var vinur vina sinna. Það var gott að koma til Önnu og Valla þó að það væri alltof sjaldan, enda vik á milli vina. Þegar við hittumst var einatt glatt á hjalla. Nú hefur þú frændi fetað þau s_por sem við öll þurfum að ganga. Eg veit að pabbadrengurinn hefur tekið vel á móti föður sínum og orðið fagnaðarfundir. Elsku Anna mín, börn, barnabörn og aðrir ást- vinir. Ykkar bið ég guðsblessunar í mikilli sorg. En við vitum öll að Valla líður vel. Þráinn Þorvaldsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLEIDIR ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erjiclrykkjuna. Fýrsta jlokks þjónusta og veitingar. Rámgóó og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BSS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 í byrjun apríl fórum við hjónin í frí til Kanaríeyja. Á leiðinni til Keflavíkur litum við inn hjá foreldr- um mínum í Hafnarfirði og þar frétti ég lát föðursystur minnar, hennar Ásu, en hún hafði kvatt þennan heim þá um morguninn. Örfáum dögum síðar lést Þórir, maðurinn hennar Ásu frænku, og þótti mér miður að geta ekki fylgt þeim heið- urshjónum til hinstu hvílu. Daginn sem við komum heim úr fríinu lést Valgarð Ásgeirsson, föðurbróðir minn. Kannski var Valli frændi sá maður sem mest áhrif hafði á mig á unglings- og uppvaxtarárum. Það var mitt lán vorið 1963, þá fimmtán ára gamall og vantaði sumarvinnu, að Valli frétti það og sagði mér bara að koma í vinnu til sín, það vantaði handlangara. Þá voru þeir frændur, hann og Kiddi heitinn Biöndal, að byija að múra félags- heimilið á Blönduósi að utan. Það fór svo þannig að Valli tók mig á samning í múrverkinu. Ekki var maður nú mikill bógur fyrstu mán- uðina, en Valli hvatti mig áfram og hleypti í mig kjarki eins og honum einum var lagið. „Þetta er ekki verra en hver önnur vinna,“ sagði hann, „enda voru þeir pabbi þinn, afí og langafi í þessu múrarastússi og varð ekki meint af.“ Þetta eru orð að sönnu. Valli var engum líkur. Hann sagði skoðun sína ávallt umbúða- laust, hvort sem hann talaði við Jón eða séra Jón. Honum var hjartan- lega sama hvernig samferðarmenn- irnir tóku uppátækjum hans, þó þau væru ekki alltaf eins og tíðarandinn teldi mátulegt. Pabbi er ákaflega stundvís maður og sama var upp á teningnum hjá Valla. „Hér mæta menn í vinnu klukkan átta eða sleppa því bara að mæta,“ sagði hann. Valli kenndi mér múrverk, hann kenndi mér líka ýmislegt annað. Að vinna með honum, hlusta á hann í gamni og alvöru, segja sögur, fara með allar skrítnu vísurnar. Þeir ortu, hann, pabbi, Jón Erlends, Maggi á Kleifum og fleiri, þegar þeir voru að múra Héraðshælið. Svo varð að gefa gæsunum og sinna hænunum, vinna uppi í svínabúi, fara til íjúpna, veiða silung og svo margt annað; allt þetta fylgdi aukreitis við múrara- námið. Valli gaf öllu og öllum nafn, hvort sem það voru menn, málleys- ingjar eða dauðir hlutir. Öll verkfær- in hétu einhveijum nöfnum. Skódinn, hann Jónatan faldafeykir, var þar engin undantekning, allt og allir höfðu sinn karakter í hans augum. Valli var einstaklega handfljótur og góður múrari, svo að unun var að fylgjast með honum við vinnu. Hann varð þó að söðla um og snúa sér að öðru, heilsunnar vegna. Og það var sama hvað hann tók sér fyrir hend- ur, hann gerði það vel. Seinna skildu leiðir er ég flutti til Vestmannaeyja. Alltaf kom ég þó við hjá Önnu og Valla ef ég fór norður. Þó margt breyttist á Blöndu- ósi var þó eitt á hreinu, Anna og Valli á Varðbergi, eins og þau kusu að kalla húsið sitt á brekkubrún- inni. Alla tíð voru þau einstaklega samhent í hveiju sem þau tóku sér fyrir hendur. Fyrir nokkrum árum fór ég norð- ur að hausti til og Valli lánaði mér jeppann og haglabyssuna og ég rölti upp í Langadalsfjall til ijúpna. Ekki dó þó nein ijúpa af mínum völdum daginn þann, en endurnærður á sál og líkama sneri ég aftur og kom heim að Varðbergi um kvöldmatar- leytið. Þar var tekið á móti mér eins og ævinlega. Síðustu misserin voru Valla mín- um erfið, en nú ertu vinurinn kom- inn til Sturlu frænda, sonarins sem þú syrgðir í nítján ár. Ég veit að það fer vel á með ykkur feðgum sem aldrei máttuð hvor af öðrum sjá í lifanda lífi. Elsku Anna mín. Ég votta þér og þínum innilega samúð. Ásgeir Þorvaldsson. Crfisdrykkjur GAPI-mn Slmi 555-4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.