Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 URVERINU ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Algengasta rækjuverðið tæpar 90 krónur á kíló SKIPTAR skoðanir eru um þá úr- skurði um rækjuverð sem Úrskurð- arnefnd um fískverð hefur felit á Snæfellsnesi. Útgerðarmenn benda á að úrskurðirnir séu hærri en meðalverð á ófrystri rækju og að þeir taki ekki _mið af lækkandi af- urðaverði. Ósamkomulagi um rækjuverð milli þriggja rækjuskipa og Sigurðar Ágústssonar h'f. var vísað til Úrskurðarnefndar um fisk- verð. Úrskurðurinn féll fyrr í mán- uðinum á þann veg að Sigurði Ág- ústssyni hf. bæri að greiða 100 krónur fyrir 270 stykki í kílói og færri, 70 krónur fyrir 270 til 330 stykki í kílói og 60 krónur fyrir 330 stykki og fleiri. Úrskurðurinn gildir til mánaðamóta, en þegar hefust tekizt samkomulag milli fyrirtækis- ins og áhafna bátanna um lægra verð frá þeim tíma til hausts. Þetta er sjöundi úrskurðurinn á þessu ári og gildir hann fram í maíbyijun. Málsatvik voru með þeim hætti að áhafnirnar á Svani, Kristni Friðrikssyni og Hamrasvani sættu sig ekki við tilboð Sigurðar Ágústssonar hf. um að fá 90 krón- ur fyrir 230 stykki og færri kílóið, 85 krónur fyrir 231 til 270 stykki, 70 krónur fyrir 271 til 330 stykki og 50 krónur fyrir 331 stykki og fleiri. Yfir 30% af rækju í febrúar fóru á verði yfir 100 krónum „Þetta er úrskurðað með seljend- um og oddamanni," segir Sævar Gunnarsson, fundarstjóri Úrskurð- arnefndar um fiskverð. „Menn hafa auðvitað ekki verið sáttir við úr- skurðinn vegna þess að ekki náðist samkomulag." Sævar er spurður hvernig standi á því að úrskurðurinn sé upp á hundrað krónur á meðan meðalverð Deilt um verð á rækju til vinnslu á Snæfellsnesi hafi verið 92 krónur í febrúar. „Ein- faldlega vegna þess að verð á ferskri rækju eru líka langt yfir hundrað krónum," svarar hann. „Það eru yfir 30% af þeim 4.400 tonum sem voru afgreidd í febrúar á verðinu yfir 100 krónum.“ Hann segir að Úrskurðarnefndin hafi úrskurðað verð þrívegis þar sem hæsta verð sé 100 krónur. Síð- an eigi eftir að koma í ljós hvað meðalverðið verði þegar búið verði að landa aflanum. Einnig nefnir hann að útgerðar- menn og sjómenn hafi komist að samkomulagi eftir áramótin um verð á innfjarðarrækju í ísaljarð- ardjúpi. Þá hafi verið samið um að verðið yrði 109 krónur í janúar. „Innfjarðarrækjan er smærri en verðhæsta rækjan í úrskurðinum, en samt gátu útgerðarmenn fallist á samninga," segir Sævar. „Ástæð- an er sú að þar er ekkert kvóta- brask. Það er ekkert verslað með innfjarðarrækjuna og þá er hægt að borga fyrir hana sanngjarnt verð.“ Eigum inni hækkun Hann segir tilgangurinn með Úrskurðamefnd um fiskverð sé ein- faldlega að hækka það frá einhliða ákveðnu verði. „Málið snýst um það að við höfum verið a ðdragast aftur úr í verði og gífurleg óánægja hef- ur verið með það meðal sjómanna,“ segir hann. „Áður en Úrskurðar- nefndin varð til var verðið einhliða ákveðið af kaupendum." Sævar tekur ekki undir þær radd- ir að útgerðin standi ekki undir svona háu verði þegar afurðaverð fari iækkandi. „Útgerðirnar geta greitt svona hátt verð vegna þess að hráefnishlutfall í framleiðslu- verðinu er ekkert nálægt því komið í það sem það var þegar Verðlags- ráð ákvarðaði verðið,“ svarar hann. „Það vantar stóran hlut í það sem var þegar Verðlagsráð var síð- ast virt. Það þýðir að við eigum mikið eftir enn til að komast í þann punkt sem verðið var í þá. Við telj- um því að þrátt fyrir verðfall á smárækjunni eigum við inni þessa hækkun." Hæsti úrskurður sem þekktist „Það verð sem var afgreitt inn á Stykkishólmi er alveg út úr kort- inu,“ segir Sigurður Sigurbergsson hjá Soffaníasi _ Cecilssyni hf. í Grundarfirði. „Ástæðan er sú að afurðaverð hefur fallið mikið á þess- um tíma.“ Hann segir að Soffanías Cecils- son hafi fengið úrskurð í haust upp á hundrað krónur eða sama úr- skurð og núna sé felldur á Sigurð Ágústsson hf. „Þegar við fengum á okkur hundrað króna úrskurðinn vil ég meina að það hafi verið hæsta verð sem þá þekktist," segir Sigurður. Síðan segir 'hann að það hafi komið hlé á rækjuvertíðinni, afurða- verð hafi hríðfallið og ekki sjái enn- þá fyrir endann á því. Birgðasöfnun hafi aldrei verið eins mikil í rækj- unni og núna. „Við erum að borga 85 krónur fyrir 270 stykki og færri.“ Að sögn Sigurðar hafa úrskurð- irnir alltaf verið hærri en meðal- rækjuverð og þess vegna hafi það alltaf verið að hækka. Hann segir að aðrir stærðarflokkar á rækju en 270 stykki og færri hafi lítil sem engin áhrif á verðið. Sá flokkur sé yfir 99% af þeim afla sem berist á land. „Þegar sagt er að rækjan fari á 100 krónur er verið að dsema á okkur 100 krónur," segir hann. „Á síðustu tveimur árum hefur tvisvar sinnum gerst að við höfum farið yfír 270 stykki. Flokkur yfir 270 stykki er ekki til á þessu svæði.“ Sigurður er heldur ekki ánægður með að allur kostnaður falli á út- gerðina. Til dæmis hafi verið léleg veiði í Kolluál undanfarið og þess vegna þurfi að senda Grundfirðing norður fyrir land. Þar með falli sex til sjö króna aukakostnaður á út- gerðina. Rækjuvinnslan í mikilli kreppu „Mér finnst þessi úrskurður alveg fáránlegur," segir Stefán Garðars- son, framkvæmdastjóri Snæfell- ings. „Þetta verð er alltof hátt mið- að við forsendur fyrir rækjuverði í dag. Ég er t.d. að borga um áttatíu krónur þannig að mér finnst þetta alltof hátt. Úrskurðurinn er ekki í takt við raunveruleikann og það sem er að gerast í rækjunni í dag.“ Stefán segir að afurðaverð hafi lækkað um 15% þannig að rækju- vinnslan geti ekki borgað það hrá- efnisverð sem verið sé að úrskurða. Rekstur rækjuvinnslunhar leyfi það ekki. Ef íslendingar ætli að halda áfram að verka rækju verði þeir að gjöra svo vel að ve''a í takt við markaðsverð á rækju á hveijum tíma. „Annars gengur þetta ekki upp,“ segir hann. „Ef þetta ætti að vera gegnum gangandi verð yrðu rækju- verksmiðjur að hætta. Þetta er allt í lagi á meðan afurðaverð er hátt erlendis, en það er hending að maður selji kíló og kíló um þessar mundir. Og þegar maður er að selja þá er það á lágu verði þannig að rækjuvinnslan er í mikilli kreppu að mínum dómi.“ Morgunblaðið/Helgi Mar Ámason RÆKJUVEIÐI hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, en afurða- verð verið í lágmarki þar til á síðasta ári. Það er nú farið að lækka á ný. Það þarf því ekki að vera eins mikill hagur að því og áður að fá gott hal eins hér sést. Reuter * Olympíueldur á ferð um Bandaríkin ÓLYMPÍUELDURINN kom til Bandaríkjanna fyrir helgina og hófst strax boðhlaup með hann um landið þvert og endilangt. í því taka tugþúsundir hárra sem lágra þátt og á myndinni leggur 12 ára fötluð stúlka, Kourtni Swanson frá Honolulu á Hawai, sinn skerf til kyndilhlaupsins í San Franciscó í Kaliforníu. Lipponen hótaði að segja af sér Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hótaði á föstudag að segja af sér ef þingflokkur jafnaðarmanna sam- þykkti ekki tillögu ríkisstjórnarinnar um skertar atvinnu- leysisbætur. Nú hafa fjórir stjórnarflokk- ar af fimm sam- þykkt tillöguna og aðeins- Vinstra- bandalagið (fyrrv. kommúnistar) hefur ekki tekið afstöðu. Skerðing fram- lags til atvinnuleysisbóta er þátt- ur í sparnaðaráætlun ríkis- stjórnarinnar sem stefnir að jafn- vægi í ríkisfjármálum. Hafa eink- um hægrimenn undir forrystu Saulis Niinistös fjármálaráðherra kappkostað að sparnaðaráætl- uninni verði framfylgt. Vinstri- flokkar í stjórninni hafa verið uggandi enda samþykktu jafn- aðarmenn ekki tillöguna fyrr en forsætisráðherrann lýsti því yfir að þetta væri spurning um hvort stjórnin héldi velli. Skerðingin bitnar einkum á fólki yngra en 25 ára. Verði til- lagan samþykkt getur þetta fólk ekki fengið eðlilegar bætur nema það fari í framhaldsnám. Einnig er kveðið á um að menn þurfi að vinna í að minnsta kosti 10 mánuði til þess að fá fullar at- vinnuleysisbætur. Hingað til hefur lág- markstíminn verið 6 mánuðir. Vinstrabanda- lagið úr stjórninni? Skerðing atvinnu- leysisbótanna hefur valdið mestu átökun- um til þessa innan fimm flokka ríkis- stjórnar Lipponens. Stjórnarsamsteypa Hægriflokksins, jafnaðarmanna, Vinstrabandalags- ins, Græningja og Sænska þjóð- arflokksins tók við fyrir rúmu ári. Fyrstu mánuðir stjórnarinnar einkenndust af miklum einhug. Stjórnin tók margar erfiðar ákvarðanir um takmörkun á rík- isútgjöldum. Nú virðast vinstri öflin innan stjórnarinnar hafa komið að leið- arlokum hvað varðar skerðingu félagsmálaútgjalda. Vinstra- bandalagið mun íhuga þann kost að fara í stjórnarandstöðu. Vinstrimenn eru samt ekki nógu margir til þess að ógna þingmeiri- hluta stjórnarinnar. Verkalýðs- armur jafnaðarmanna hefur hingað til stutt Lipponen en þeir sjö þingmenn sem greiddu at- kvæði á móti tillögunni á þing- flokksfundinum eiga ef til vill eftir að fá fleiri til liðs við sig. PAAVO Lipponen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.