Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Fjölbraut í Garðabæ í samvinnu við þijá erlenda skóla í Suður-Evrópu Útflutningsskólinn Samskipti við Italíu með hjálp orðabókar UM SJÖTÍU nemendur og fimm kennarar í Fjölbrautaskóla Garðabæjar (FG) eru í þriggja ára Comenius-samstarfi við framhaldsskóla í Róm á Ítalíu, Þessalóníu í Grikklandi og Madríd á Spáni. Skólinn í Madríd er jafnframt stýriskóli verkefnisins, sem ber heitið Fiskurinn og hafið. Verkefnið er unnið í ýmsum námsgreinum, svo sem í áfanga sem nefnist SAM og er samþætting félags- vísindagreina og íslensku, lista- sögu, myndlist og fjölmiðla- fræði. Aðalbjörg Helgadóttir, kenn- ari við FG, er verkefnisstjóri og sagði hún samvinnu af þessu tagi vera vítamínsprautu fyrir kennara ekki síður en nemend- ur, því hægt væri að brjóta upp hefðbundna kennslu. Fjöldi vettvangsferða hefur verið far- inn innanlands þar sem teknar hafa verið Ijósmyndir og kvik- myndir sem sendar verða utan. Latnesk heiti ístað ensku Aðalbjörg segir nemendur hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og þeir verið tilbúnir að leggja mikið á sig til að vanda verkefnin eins og að leita að latneskum heitum þegar í ljós kom að ekki var hægt að skrifa á ensku. „Við héldum að við gætum talað alþjóðatungumál- ið, ensku, en öll samskipti við Spán verða að fara fram á spænsku. Við erum því vel sett að hafa spænskumælandi fólk innan skólans. Grikkir eru aftur á móti sæmilegir í ensku en við höfum orðið að stauta okkur fram úr ítölsku bréfunum með orðabók okkur við hlið.“ Hún sagði markmiðið með verkefninu að víkka út samstarf og skilning á milli þjóða og benti skólar/námskeið tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur ' - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows ! - Internet námskeið f - Tölvubókhaid - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja ölium námskeiðum. Upplýsingar og skráning . í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.treknet.is/tr. a» Tolvuskoli Reykjavíkur lifjrKðrtúni 28, sími 561 6699. tungumál ■ Enskunám í Englandi í boði er enskunám alit árið við virtan enskuskóla. Barna- og unglinganámskeið 6-18 ára í sumar. Fararstjórn með yngstu nemendum. Fjðiskyldur velkomn- ar. Fámennir hópar. Fæöi og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Skoöunarferðir og íþróttir í lok skóladags og um heigar. Allar nánári upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson eftir kl. 18.00 fsíma 581 1652. nudd ■ Betri árangur við aukafitu Sogæðanudd - trimmform - Sellulite-olíunudd Örvaðu ónæmiskerfið og losaöu líkama þinn vió uppsöfnuð eiturefni, aukafitu og bjúg. Mataræðisráðgjöf innifalin. Norðurljósin, heilsustúdíó, Laugarásvegi 27, sími 553 6677. ■ Heilsa og vellfðan Býð upp á heildrænt nudd og ráógjöf varðandi heilsu og vellíóan. Einnig parta- nudd og svæðanudd. Hef margra ára reynslu og nám að baki. Tímapantanir og upplýsingar í Heilsu- efli, sími 588-3881. ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus á vornámskeið í maí-júní. Hannes Flosason, s. 554 0123. ■ Nám í cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júní. Kennari: - Svarupo H. Pfaff, lög- ' j giltur „heilpraktikerin" frá Þýskalandi. Uppl. og skráning í síma 564 1803. myndmennt ■ Glerlistanámskeið Jónas Bragi, gierlistamaður, heldur nám- skeið í steindu gleri og glérbræðslu. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. . handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparió og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglæróur kennari. Sigrfður Pétursd., s. 551 7356. heilsurækt ■ Qi Gong morgun-námskeið Öndun - Hreyfing - Einbeiting Mán. - mió. - fös. kl. 7.45 til 8.45 og 9.15 til 10.15. Kennari Helga Jóakims. Uppl. og skráning í símum 568 6516 og 581 1851. Aukin orka - Hugarró Þri. ogfim. kl. 7.45-8.45 og 9.15-10.15. Kennari Matti Osvald. Uppl. í skráning í síma 567 8850. Einfaldar og áhrifaríkar æfingar fyrir alla. Námskeiðin hefjast 7. maí og lýkur 31. maí. Sjálfefli, Nýbýlavegi 30, Kóp. (gengið inn Dalbrekkumegin). Fjöidi fyrir- spurna en fáar umsóknir Ljósmynd/Sigurður Jökull Ólafsson NEMENDUR fóru meðal annars í fjöru og unnu að myndverki um hafið undir leiðsögn kennara. á að áhugi nemenda hefði til dæmis aukist á því sem væri að gerast í samstarfslöndunum. Madríd sýndi áhuga Forsaga málsins er sú að nokkrir kennarar FG lögðu inn umsókn til Comenius-áætlunar- innar, sem er samstarfsverkefni á grunn- og framhaldsskóla- stigi, þar sem fram koniu ýmsar hugmyndir um viðfangsefni. Skólinn í Madríd sýndi áhuga á samstarfi en þeirra uppástunga var hafið og það sem því teng- ist. „Hafið skiptir okkur máli í alla staði, þannig að við gengum inn á það,“ sagði Aðalbjörg. Hún ásamt öðrum kennara og skólameistara FG fóru síðan til Madríd í janúar til að hefja samstarfið. „Á þeim fundi sett- um við niður tíu efnisþætti sem við ætlum að vinna með og þar má til dæmis nefna vistfræði hafsins. Meðal hugmynda er að búa til matreiðslubók úr fiskaf- urðum, þar sem hvert land legg- ur sitt af mörkum. Því má segja að um menningarlega mat- reiðslubók sé að ræða, þar sem eitthvað verður skrifað sam- hliða uppskriftunum,“ sagði Aðalbjörg. Hún segir ennfremur að listahópurinn hafi kannað hvaða íslensku listamenn hafi málað mótíf tengd hafinu og tónlistarhópur hafi skoðað tón- list og texta sem tengjast haf- inu. „Einnig höfum við tekið fyrir fiskana í sjónum, sjófugla, seli, hvali og fleira.“ Þess má geta að 10-15 kennarar frá Ítalíu, Grikklandi og Spáni, sem koma að sam- starfinu, eru væntanlegir til íslnds á haustmánuðum. FJÖLDI fyrirspurna hefur borist undanfarna daga vegna sex vikna sumarnáms á vegum Utflutnings- skólans en umsóknir eru ekki orðnar mjög margar enn seni kom- ið er, að sögn Sigurðar Ágústs Jenssonar verkefnisstjóra. Skólinn verður starfræktur í samstarfi við Danska útflutningsskólann og stendur yfir 10. júní til 21. júlí á Sauðárkróki. Hámarksfjöldi nem- enda verður fimmtán. Meðal kenn- ara verða skólastjóri og fjórir kennarar Danska útflutningsskól- ans. Meðal þeirra sem standa að skólanum eru nokkur fyrirtæki á Sauðárkróki, kaupfélagið þar og dótturfyrirtæki þess, SH og ís- lenskar sjávarafurðir auk nokk- urra einstaklinga. Námið kostar 260 þúsund krónur með húsnæði og er möguleiki á að veita þremur einstaklingum sem sækja um skól- ann á eigin vegum styrk að upp- hæð 150 þúsund krónur hverjum. „Við reiknum með að fyrirtæki styrki starfsmenn sína til námsins. Hluti af náminu er verkefnavinna, sem fyrirtækin fengju til baka,“ sagði Sigurður. Krafist er stúdentsprófs inn í skólann auk tveggja ára starfs- reynslu. Þar sem námið fer að ein- hvetju leyti fram á ensku er gert ráð fyrir nokkurri enskukunnáttu. 17. júní 1996 Þjóðhátíöarnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í atriði sem flutt yrðu á 17. júní í ár. Um er að ræða leikþætti, tónlistarflutning og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Skemmtidagskrá mun standa í miðbænum kl. 14.00 - 17.30 og 20.00 - 01.00. Umsóknum skal skila fyrir 10. maí á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar j síma 562 2215. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. íþrótta- og tómstundaráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.