Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GIRT FYRIR GRÓÐURE YÐIN GU GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra kynnti í síðustu viku landgræðsluáætlun fyrir Skútustaða- hrepp. Samkvæmt henni er stefnt að því að stöðva jarðvegs- eyðinguna í Mývatnssveit, styrkja og auka gróður og efla þannig skilyrði til búsetu í sveitinni. Forsenda þess að hægt sé að ráðast í þessar náttúruverndaraðgerðir er að reist verði svokölluð öræfagirðing, sem verndi Mývatnsöræfi fyr- ir sauðfjárbeit. Þessi girðing gæti verndað allt að fjögur þúsund ferkílómetra lands og lætur landbúnaðarráðherra svo um mælt að um yrði að ræða mestu beitarfriðun, sem um getur á landinu. Mývatns- og Laxársvæðið er náttúruperla sem á sér ekki hliðstæðu, með einstöku landslagi og ótrúlega fjölbreyttu fuglalífi. Islendingar eru stoltir af lífríki Mývatns og Lax- ár, eins og landbúnaðarráðherra nefndi á fundi með Mývetn- ingum. Mývatnssvæðið hefur verið tilnefnt á heimsminja- skrá UNESCO sem ein af fegurstu náttúruvinjum heimsins. Um leið og hún er þjóðareign, er slík náttúruperla því raun- ar sameign allra jarðarbúa. Á íslendingum, líkt og öðrum þjóðum, hvílir sú skylda að varðveita umhverfi sitt og nátt- úru. Því miður hefur sú skylda ekki verið rækt sem skyldi, eins og gróðureyðing undanfarinna áratuga sýnir. Afréttir Mývetninga eru þannig eitt verst stadda rofsvæði landsins, ekki sízt vegna þess að þröngir hagsmunir bænda hafa orð- ið hag náttúrunnar — og um leið þjóðar og heimsbyggðar — yfirsterkari. Þannig eru mörg dæmi þess að fé hafi verið rekið á afrétt í trássi við ákvarðanir landgræðsluyfirvalda. Ofbeit er hugsanlega ekki eina orsök uppblásturs á afréttum Mývetninga, en hún á þó áreiðanlega stóran þátt í gróðureyð- ingunni. Nú er svo komið að sandfokið ógnar náttúruverð- mætum Mývatnssveitar, til dæmis eru Dimmuborgir í hættu staddar. Til lengri tíma litið er það Mývetningum„líkt og öðrum landsmönnum, í hag að gróðureyðingin sé stöðvuð og að öræfagirðingin verndi sem stærst landsvæði. Ella er hætt við að tekjur heimamanna af ferðaþjónustu muni minnka og að iítt búsældarlegt verði í Mývatnssveit. Bændur hljóta þess vegna að þiggja þann opinbera stuðning sem ætlunin er að þeir fái til að bæta gróður í heimalöndum og minnka þörfina fyrir rekstur fjár á afrétt. Um leið yrðu þeir frum- kvöðlar í umhverfismálum og myndu ávinna sér virðingu og þakklæti þjóðarinnar og umheimsins. GJALD FYRIR SJÓNVARPSRÁSIR Bandalag ísl. listamanna hefur hvatt til þess, að gjald verði tekið fyrir sjónvarpsrásir. í samtali við Morgun- blaðið sl. laugardag sagði Hjálmar H. Ragnarsson, formað- ur Bandalags ísl. listamanna, m.a.: „Afstaða okkar hefur verið, að þessar rásir séu auðlind, a.m.k. eins og staðan er í dag. Það hefur núna komið á daginn, að menn meta þessa auðlind til hárra upphæða og keppast af hörku um að fá rásirnar. Okkur finnst sjálfsagt að það sé tekið sanngjarnt gjald af þessu og að það renni til að styrkja íslenzka dag- skrárgerð.“ Hér vísar formaður Bandalags ísl. listamanna til þess, að upplýst hefur verið að eigendur Sýnar hf. hafi á sínum tíma greitt 100 milljónir króna fyrir fyrirtækið, sem á þeim tíma átti litlar aðrar eignir en afnotarétt af sjónvarpsrásum. Ályktun um þetta efni var samþykkt á síðasta aðalfundi Bandalags ísl. listamanna, sem sendi ályktunina til mennta- málaráðuneytisins. Ráðuneytið sendi ályktunina áfram til útvarpsréttarnefndar, sem benti á, að gjald hefði verið inn- heimt frá árinu 1986 en við ákvörðun gjaldsins hafi verið gætt þess meginsjónarmiðs að það mætti ekki vera svo hátt að í því fælist fjárhagsleg hindrun fyrir þá, sem vildu stofna eða reka sjónvarpsstöð. Fram kom að gjald fyrir rekstur sjónvarpsrásar í eitt ár er rúmlega 30 þúsund krón- ur og er mikill munur á því gjaldi og því verði, sem eigend- ur Sýnar greiddu í raun fyrir þær rásir, sem fyrirtækið hafði fengið úthlutað og hefur ekki hindrað rekstur þess. Bandalag ísl. listamanna leggur til að það fé, sem fáist með gjaldtöku, renni í dagskrársjóð, sem styrki gerð ís- lenzks sjónvarpsefnis. Þetta er góð hugmynd. Augljóst er, að hér eru svo miklir fjármunir á ferð, að það mundi gjör- breyta ailri aðstöðu íslenzks kvikmyndagerðarfólks, ef slík gjaldtaka yrði tekin upp og tékjur af henni rynnu til gerðar kvikmynda- og sjónvarpsefnis. AÐALFUNDUR SH Brýnt að vernda náttúru Islands gegn ágangi ferðamanna SIGURÐUR Einarsson úr Vestniannaeyjum, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Magnús Reynir Guðmundsson frá Isafirði. Morgunblaðið/Kristján VIÐ upphaf aðalfundar SH, f.v. Hörður Sigurgestsson, forstjóri, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri og Einar Oddur Kristjánsson. Hagnaður helmingi minni en tvö síðustu ár HEILDARFRAMLEIÐSLA fyrirtækja innan Sölumið- .stöðvar hraðfrystihúsanna var 109 þúsund tonn á síð- asta ári sem er 7% samdráttur frá ár- inu áður. Þar af nemur framleiðsla inn- lendra aðila 92 þúsund tonnum sem er 9% samdráttur milli ára en fram- leiðsla erlendra aðila nam 17 þúsund tonnum og er það 8% aukning frá fyrra ári. Kom þetta fram í yfirlitsræðu Jóns Ingvarssonar stjórnarformanns SH á aðalfundi félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Yfir 100 fyrirtæki framleiddu fyrir SH, þar af 56 í landvinnslu, 31 íslensk frystiskip og 17 erlend frystiskip. Heildarsala félagsins nam 25,4 millj- örðum kr. á cif-verði en það er um 10% samdráttur frá síðasta ári. Mest var selt fyrir Útgerðarfélag Akureyringa, 2.640 milljónir króna. Fyrir Granda var salan 2.450 milljónir kr., Þormóð ramma 1.700 milljónir, Mecklenburger Hochseefisherei í Þýskalandi 1.400 milljónir og Harald Böðvarsson 1.240 milljónir króna. í máli Jóns kom fram að helstu breytingar í útflutningi á árinu urðu þær að útflutningur til Bandaríkjanna minnkaði um 15% í magni og 20% í verðmæti og útflutningur til Þýska- Iands minnkaði um 22% í magni en aðeins 7% í verðmæti. Útflutningur til Japans minnkaði einnig nokkuð, eða um 9% í magni og 12% og verðmæti en Japan er þó áfram mikilvægasta markaðssvæðið, þangað fara 34% alls útflutnings að magni en 26% miðað við verðmæti. 277 milljóna króna hagnaður í ræðum Jóns og Friðriks Pálsson- ar, framkvæmdastjóra SH, kom fram að rekstrartekjur SH-samstæðunnar voru 22,6 milljarðar kr. á síðasta ári á móti 23,5 milljörðum árið áður. Hagnaður félagsins og dótturfyrir- tækja var liðlega 277 milljónir kr. en var 624 milljónir árið 1993. í árslok nam eigið fé félagsins um 3,1 millj- arði króna. Hagnaður félagsins var samkvæmt þessu helmingi minni en tvö árin þar á undan. Það segja stjómendur fé- lagsins að stafi af kostnaði vegna flutnings um þriðungs starfsemi SH til Akureyrar en einnig af minni hagn- aði af verksmiðjurekstri félagsins í Bandaríkjunum og Bretlandi og lægri sölulauna vegna samdráttar í útflutn- ingi. Ef eingöngu er litið á starfsemi SH á íslandi sést að hagnaður var um 117 milljónir kr. á móti liðlega 302 milljóna kr. hagnaði árið áður. 45 milljóna kr. hagnaður varð af sölu- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum, Coldwater Seafood, á móti 117 millj- óna kr. hagnaði árið 1994. Icelandic Freezing Plants, dótturfélög SH í Bretlandi, skilaði 69 milljóna kr. hagnaði á móti 134 milljónum árið áður. Lítilsháttar tap varð af öðrum erlendum sölufyrirtækjum. Jöklar hf. skiluðu svipuðum hagnaði og árið áður, eða um 35 milljónum kr. Um 277 milljóna króna hagnaður varð af rekstri SH á síðasta ári en það er helmingi minni hagnaður en árin tvö þar á undan. Skýrist það meðal annars af miklum kostn- aði við flutning á hluta af starfsemi SH til Akureyrar, lakari afkomu flestra dótturfélaga erlendis og minni sölu. Helgi Bjarnason fylg- ist með aðalfundi SH sem að þessu sinni er haldinn á Akureyri. í ræðum stjórnarfor- manns og forstjóra kemur fram að vel lítur út með reksturinn á þessu ári. Friðrik Pálsson sagði að félagið hefði gengið vel undanfarin ár og benti á að samanlagður hagnaður þriggja síðustu ára væri um 1,5 milij- arðar kr. og ijármuna- myndun nokkuð á þriðja milljarð króna. Hann vakti jafnframt athygli á því að veltuíjárhlutfall samstæðunnar hefði lækkað úr 1,37 í 1,32 milli ára og væri orðið of lágt. Hins vegar myndi sala á eignarhlut SH í Umbúðamiðstöðinni á dögunum laga það nokkuð. Hann sagði að sam- keppnin væri hörð og mikilvægt að SH hefði fjárhagslegan styrk til að takast á við verkefni viða um heim. Sagði hann að lakari rekstrarafkoma á síð- asta ári skýrðist af óvenjulegum kostnaðarliðum og lýsti bjartsýni með árangurinn það sem af er þessu ári. Svigrúm til að taka við aukinni þorskframleiðslu Jón Ingvarsson rifjaði það upp að um áratugaskeið hafi þorskur verið uppistaðan í framleiðslu frystihús- anna. Á síðustu tveimur árum hafi framleiðsla og sala á karfa aukist jafnt og þétt og SH selt 35 þúsund tonn af karfaafurðum á síðasta ári á móti 21 þúsund tonnum af þorski. Þetta sagði hann að væri eitt besta dæmið um hve geysilegan sveigjan- leika og kraft þessi atvinnugrein hefði, að geta brugðist við svo alvar- legum samdrætti í mikilvægustu físk- tegund landsmanna án þess að til hruns kæmi í greininni. „Nú þegar ljóst er að batnandi horfur eru á ástandi þorskstofnsins hlýtur að skipta mestu máli að í fram- tíðinni verði þannig staðið að veiði og vinnslu að ekki komi til eins alvar- legra áfalla aftur í þorskinum. Á það einnig að sjálfsögðu við um aðra fiski- stofna. Nærri má geta, að svo mikill JÓN Ingvarsson samdráttur í afla og þar með fram- leiðslu á þorskafurðum hefur haft al- varieg áhrif á markaðsstöðu okkar fyrir þorskafurðir. Hins vegar bendir ekkert til þess um þessar mundir, að þorskstofninn vaxi það hratt, að til mikillar veiðiauknigar komi. í markaðsstarfínu gefst þannig sjálfsagt svigrúm til að taka við aukinni þorskframleiðslu án þess að miklar sveiflur þurfi að koma til,“ sagði Jón. Sölumál ÚA verði leyst með ábyrgum hætti Stjómarformaður SH rifjaði upp samskipti stjómenda SH við bæjar- stjórn Akureyrar vegna sölumála Útgerðarfélags Akureyringa. Ákvað SH þá að flytja þriðung starf- semi sinnar til Akureyrar og stofna til ýmissa starfa á staðnum. „Þessi flutningur hefur reynst mjög dýr og hefur SH þegar lagt út yfir 120 millj- ónir í þessu skyni enda verið reynt að stofna til þessarra starfa með þeim hætti að um varanlegan rekstur yrði að ræða,“ sagði Jón. Lagði hann áherslu á að SH muni að fullu standa við það samkomulag sem gert var við bæjaryfirvöld á Akureyri og kvaðst jafnframt ekki efast um að bæjar- stjómin muni gera það á sama hátt. Vegna umræðna um kaup Sam- heija á hluta af eignarhlut Akureyrar- bæjar í ÚA ritaði SH bæjarstjóranum bréf á dögunum, eins og fram kom í Morgunblaðinu, þar sem sjónarmið SH vom ítrekuð og m.a. óskað eftir við- ræðum um það með hvaða hætti sölu bréfanna verði hagað. „Það er einlæg von mín að þessi mál verði leidd til lykta með ábyrgum hætti þannig að friður skapist um starfsemi ÚA og . þeirri óvissu eytt sem verið hefur um framtíð íélagsins," sagði Jón þegar hann lauk úmfjöllun sinni um þetta málefni. Jón sagði tillögur ekki fullmótaðar, þegar hann var spurður að því eftir fundinn hvort SH vildi kaupa hluta- bréf í ÚA til að tryggja hagsmuni sína. Ef bréfin yrðu seld vildi SH vera þar inni í myndinni en Jón tók það fram að ekki væri hægt að segja hvort það yrði beint eða óbeint og taldi að auðvelt yrði að fá fjárfesta með í kaupin ef til þeirra kæmi. Hagnaður fyrirtækja á hlutabréfamarkaði Jón Ingvarsson sagði að á síðustu misserum hafi ríkt stöðugleiki á flest- um sviðum efnahagslífsins. Sagði hann árangur við stjórn efnahags- mála fagnaðarefni en vakti jafnframt athygli á því að lítið mætti út af bera og því væri mikilvægt að allir sem hlut ættu að máli, einkum ríkis- valdið og aðilar vinnumarkaðarins, kappkostuðu að tryggja viðhald stöð- ugleikans. Þannig yrði samkeppnis- hæfni atvinnulífsins og um leið lífs- kjör þjóðarinnar best tryggð. „Ef horft er sérstaklega til sjávar- útvegsins er engum vafa undirorpið, að fiskveiðistjórnunarkerfi það sem greinin hefur búið við undánfarin ár á þar töluverðan hlut að máli. Þær þrengingar og sú uppstokkun sem sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum og allar þær aflatakmarkan- ir sem hann hefur mátt sæta hefur vissulega reynst harður skóli. Þegar ekki var lengur um óhefta sókn að ræða heldur hverju skipi úthlutuð ákveðin hlutdeild úr heildar- afla varð mönnum ljóst að eina leiðin til að fyrirtækin gætu haldið í horf- inu væri að horfa inná við og hag- ræða í eigin rekstri, fækka skipum með því að sameina veiðiheimildir, sameina fyrirtæki og stækka eining- arnar og ná þannig fram meiri hag- kvæmni i rekstrinum. Þá hefur filkoma hlutabréfamark- aðar hér á landi haft veruleg áhrif á þessa þróun. Þó að þessi þróun hafi farið of hægt af stað og jafnvel mörg fyrirtæki misst af lestinni er óumdeilt að þetta hefur skilað góðum árangri og víst er að ennþá eigum við eftir að sjá miklar breytingar eiga sér stað í þessa veru.“ Jón vakti athygli á því að sjö af þeim níu útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækjum sem eru á hlutabréfamarki eru innan vébanda SH og sagði að öll hefðu þau skilað umtalsverðum hagnaði á síðasta ári. Hann gat þess jafnframt að enn vantaði mikið á að afkoma þeirra fyrirtækja væri viðun- andi, sem byggju við einhæfa land- frystingu eða hefðu ekki getað nýtt sér kosti umræddrar hagræðingar og jafnframt ekki getað leitað út á hlutabréfamarkaðinn eftir nýju fjár- magni. 1 dag verða markaðsmálin til um- ræðu á aðalfundi SH. Forstjóri SH og framkvæmdastjóri gefa yfirlit um sölumálin ásamt framkvæmdastjór- um dótturfélaga erlendis. Fundinum lýkur síðdegis. UMHVERFIÐ verður árlega fyrir tjóni sem nemur billjónum í beinhörðum peningum. Sumt af því sem glatast er ekki er hægt að meta til fjár og er óbætanlegt. Þessi stað- reynd ætti að 'örva forsvarsmenn í ferðaþjónustu til að taka virkan þátt í að vernda og endurlífga hið nátt- úrulega umhverfi," sagði Angelika Frei, markaðs- og ferðaráðgjafi Futour í Þýskalandi, sem var ein af þeim erlendu gestum sem fluttu fyr- irlestur á ráðastefnunni. „Þegar rætt er um græna ferða- mennsku verður að líta á hana í víðu samhengi,“ sagði hún. „Taka þar tillit til þátta eins og gróðurfars, landslags, menningar, íþrótta, af- þreyingar, gistingar, matargerðar, þjónustu, samgangna og markaðs- mála. Þetta krefst þess að stjórnvöld og einkaaðilar vinni vel saman.“ Vistvæn sjónarmið skila sér ekki aðeins í bættu ástandi umhverfis, heldur leiða líka af sér talsverðan sparnað fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þetta kom fram í erindi Jouko Parvi- ainén, sem er yfirmaður umhverfis- ráðgjafar í Savonia í Finnlandi. Hann sagði finnsk yfirvöld, stofnarnir og fyrirtæki senr vinna að ferðamálum þar í landi hafa farið af stað með kynningu á vistvænni ferðamennsku árið 1993. Markmiðið var að leið- beina hvernig bæta mætti umhverfið og draga úr umhverfisspjöllum. Rekstur tíu mismunandi fyrirtækja í ferðaþjónustu var endurskoðaður; hótela, hressingarhæla, skíðahótela, bændagistinga og tjaldstæða. „Árangurinn varð sá að fyrirtækin náðu fljótlega jafn góðum árangri og sambærileg fyrirtæki í löndum þar sem sjálfbær ferðamennska á sér mun lengri sögu. Notkun einnota umbúða minnkaði og úrgangur var að mestu endurunninn. Ymis kostn- aður lækkaði til muna. Til dæmis lækkaði rafmagnskostnaður frá 5-50%, kostnaður við kyndingu lækkaði frá 10-35% og vatnsreikn- ingurinn lækkaði um 35%. Þessum sparnaði var komið á með minnihátt- ar, kostnaðarlitlum breytingum eða með nýjum vinnuaðferðum,“ sagði Parvianinen og ennfremur að fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu í Finnlandi væru nú að tileinka sér græna ferða- mennsku. Nauðsyn á aukinni afþreyingu Meginefni erindis Ara Trausta Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings, var umfjöllun um byggða- og óbyggða- ferðir með nýjum áherslum á fræðslu, nánar samvistir við land og náttúru og meiri tengsl við menningu um leið og ferðamátinn er nærfærn- ari gagnvart landinu. Kom hann meðal annars með tillögu um svæða- skoðun og fræðsluleiðsögn út frá miðstöðvum þar sem aðstæður eru til fræðslu og miðlunar og safnað er saman fróðleik og ferðatilboðum sem snúast um þema í náttúruskoð- un eða menningar- eða atvinnulífi. Á vetrum stakk Ari Trausti upp á yfirreið á hvers kyns fararskjótum um byggðir til að kynna the Iceland- ic way of life. Ennfremur að byggja upp vandaðar heilsulindir handa gestum með því að hagnýta jarðhita og sjó. Þá vildi hann byggja upp fræðslumiðstöðvar eða eco-centerv ið upphaf ákveðinna gönguleiða um leið og þeim yrði fjölgað. Þar sem unnt er að fræðast um afmörkuð svæði eða gönguleiðir og fá lág- marks þjónustu og kynna sér ábyrga ferðamennsku á Islandi. Ari Trausti vék að hálendisferðum og óbyggðaferðum um innhéruð og óbyggð strandsvæði og kom með ýmsar spennandi tillögur. Hann vildi fækka vegum og slóðum á hálendi íslands, takmarka virkjan- ir sem mest við nýtt svæði F raintíðin felst í grænni ferðamennsku Fjölmörg fyrírtæki í ferðaþjónustu erlendis hafa tileinkað sér vistvænar stjórnunaraðferð- ir til þess að auka samkeppnishæfni. Hvaða gildi hefði slík þróun ferðaþjónustunnar hér á landi? Hildur Einarsdóttir segir frá því sem kom fram á nýafstaðinni ráðstefnu um græna ferðamennsku á Flúðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. TRÖLLAFOSS í Leirvogsá í Kjós. Ábendingum um sögustaði ábótavant og jarðhita nær byggð og kvaðst á móti uppbyggingu vega á hálendinu. Aðalmynstrið ætti að vera dvöl, ganga og hóflegur akstur á spenn- andi vegum út frá fræðslumiðstöðv- um. Kvað hann nýjar gönguleiðir nauðsyn sem og dvalarsvæði í byggð og óbyggðum þar sem ferðamenn geta notið umhverfisvænnar og hægrar ferðamennsku. Ari Trausti minntist á hve lítið væri vitað um væntingar og kröfur erlendra ferða- manna vegna þess að víðtækar markaðskannanir hafi aldrei verið gerðar. Hann gagnrýndi hve stefnu- mótun í ferðamálum er seint á ferð- inni og þann starfstíl í efnahagsmál- um að stefna og skipulag verður oft til eftir að atburðarásin er komin langt á veg eins og hann orðaði það. Er hægl að selja ferðamönnum menningararfinn? Er hægt að selja ferðamönnum menningararfinn? Þannig spurði Arthúr Björgvin Bollason, rithöfund- ur, í erindi sínu. Kvað hann brýnt að taka saman líflegt og upplýsandi kynningarefni fyrir ferðamenn á 2-3 tungumálum þar sem ferðamennirnir eru leiddir inn þ heim Islendinga- sagna. Áhugi á þeim væri mikill, ekki síst í Þýska- landi. Sagðist hann vita til þess að þar í landi væru menn að velta því fyrir sér að gefa út íslendingasög- urnar og íslensk fornrit í nýrri þýð- ingu. I þessu riti sem ætlað væri ferða- mönnum vildi Arthur Björgvin einnig sjá fjallað um áhugaverða staði sem tengjast Landnámu og Sturlungu, þannig að til yrði eins konar sögu- spegill Þjóðveldistímans. Sagði hann nú þegar boðið upp á gönguferðir um Egluslóðir í Borgarnesi og á Hvolsvelli væri í bígerð að bjóða mönnum ferðir á vettvang Njálu. Arthúr Björgvin sagði það líka möguleika að aðilar í ferðaþjónustu ættu frumkvæði að því að búið yrði til upplýsingaefni, þar sem atburðir úr eldri og yngri bókmenntaverkum væru kortlagðir á landinu. „Það gæti orðið til þess að gefa hinu klisju- kennda heiti „Sögueyjan“ nýtt inn- tak í augum þeirra sem koma hing- að.“ Þá sagði hann orðið tímabært að koma á laggirnar einhvers konar dagskrá fyrir ferðamenn, til dæmis á elsta samkomustað þjóðarinnar, Þingvöllum, þar sem ferðamenn fengju lifandi innsýn í menningar- sögu þjóðarinnar. „Við íslendingar þurfum að sigr- ast' á landlægri minnimáttarkennd vegna fátæktar og vesældar fyrri tíma. Við eigum að kann- -------- ast hnakkakert við menn- ingararfinn og veita er- lendum gestum hlutdeild í honum. Hann er auðlind sem til þessa hefur verið illa nýtt. Þannig fengi ísland sem ferðamannaland enn eina nýja og spennandi vídd.“ Málfarið í ferðabæklingunum staðlað og klisjukennt Dr. Coletta Burling, forstöðumað- ur Goethe-stofunarinnar, gerði markaðsmálin að umtalsefni, þ.e. hvernig * við kynnum landið í ferðabæklingum. Sagði hún að þó að vandað væri betur til ferðabækl- inga nú en áður væri ýmsu ábóta- vant. Nefndi hún óvandaðar þýðing- ar sem gætu leitt til þess að ferða- langurinn legði frá sér bæklinginn. Einnig skipti allur frágangur veru- legu máli, þar á meðal val á myndum og pappír. „Þegar maður skóðar alla þessa bæklingaflóru í heild þá er áberandi hversu málfar textanna virðist vera staðlað og á köflum klisjukennt," sagði Coletta. Nefndi hún sem dæmi orðið náttúrperla sem væri að finna í öllum þeim bækling- .um sem hún hefði flett í gegnum. „Ósjaldan rekst maður líka á stór- yrtar staðhæfingar og fullyrðingar sem geta virkað í báðar áttir á ferða- manninn. Oft er það svo að efnið er þýtt beint en það ekki hugsað út frá sjónarhóli hins erlenda ferðamanns. Einnig er áberandi hve ábendingum um sögustaði er víða ábótavant, ann- aðhvort vantar þær alveg eða þær eru svo almennt orðaðar að ferða- mennirnir hafa ekkert gagn af þeim þar eð þeir vita lítið eða ekkert úm sögu landsins." Coletta sagði að það væru margir þættir sem útgefendur og textahöf- undar slíkra bæklinga þyrftu að hafa í huga ef vel ætti að takast til og sjónarmið grænnar ferðamennsku gæti vissulega verið mönnum leiðar- ljós. Hvað veit sá sem ekkert veit? Hvaða hugmyndir hafa útlending- ar um ísland og út frá því hvernig getum við bætt ímynd landsins? Ragnar Ólafsson er að ljúka doktors- námi í félagssálfræði í London. Hann hefur kannað hugmyndir breskra stúdenta um ísland og kynnti þær á ráðstefnunni. Lét hann stúdentana gefa skriflega lýsingu á íslandi, einn- ig teiknuðu þeir kort af landinu og staðsettu á heimskorti. Ragnar sagði að fólkið hefði ekki kynnt sér ísland sérstaklega, en allir væru sammála um að landið væri „kalt“, um helm- ingur nefndi fisk og um þriðjungur minntist á „eldfjöll“. Einnig töldu stúdentarnir að hér væri „hrein“ og „óspillt náttúra“. Ýmsar aðrar hug- myndir komu meira á óvart, að sögn Ragnars eins og að landið væri „grænt“, sumir töldu landið efna- hagslega vanþróað, að íslendingar væru „vingjarnlegir" og að hér væru miklir „sígrænir skógar“. Niðurstaða könnunarinnar var sú að hugmyndir um ísland virtust byggja að verulega leyti á hugmynd- um um aðra staði sem eru betur kunnugir fólki í þessum menningar- heimi eins og almennum hugmynd- um um „norðurslóðir“, „eskimóa",' „Skandinavíu“ og „fámenn sveita- samfélög," sagði Ragnar. Náttúruhljóðin fái að njóta sín Ferðaráðgjafarfyrirtækið Land- náma ásamt Goethe-stofnuninni og Flugleiðum stóðu að ráðstefnunni. | Ingiveig Gunnarsdóttir, forsvarsmað- ■ ur Landnámu, lét vel yfír ráðstefn-1 unni. Markmiðið hefði verið að kynna | fólki hvað gera þarf til að hrinda ; áformum grænnar ferðamennsku í framkvæmd hér á landi. Miðað við undirtektir þáttakenda á efnistökum I hefði það markmið náðst. Einnig hefði ’ verið lærdómsríkt að sjá landið með | augum eriendu fyrirlesaranna en 1 þeim bauðst skoðunarferð um Suður- land og Mýrdalsöræfi að ráðstefnú • lokinni. Hefðu þeir haft á orði hve náttúra íslands væri áhrifarík og landslagið margbreytilegt. Þeir hefðu talað um hve hér ríkti mikil kyrrð og friður og náttúruhljóðin nytu sín -------- vel. Brýnt væri að þessi náttúrulegu skilyrði glötuð- ust ekki með of miklum fjölda ferðamanna. Það sem erlendu gestirn- £ ir hefðu einkum gagnrýnt IMæsta ferða- ráðstefna fjalli um gæði var hve göngustígar væru bágbornir og að það vantaði allar upplýsingar um náttúruna, umhverfið og hvernig ; bæri að ganga um það svo og uml sögu og menningu staðanna. Einnig : fannst þeim rafmagnslínurnar valdaj mikilli sjónmengun. Ingiveig kvaðst; vera farin að huga að næstu ráð- stefnu að ári en hún á að fjalla uni gæði í ferðaþjónustu. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.