Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 41 Vestræn skáksam bönd ráðast á yfir stjórn Morgunblaðið/Haraldur Baldursson SIGURSVEIT Digranesskóla. Frá vinstri: Hjalti Rúnar Ómarsson, 12 ára, Steinar Aubertsson, 12 ára, Emil H. Petersen, 11 ára, Víðir S. Petersen, 7 ára, Gunnar B. Björgvinsson, 10 ára, og Sveinn Jóhannsson, skólastjóri, en hann var Iiösstjóri. SKAK Fundur Skáksam- banda Evrópu , Itandaríkjanna og K a n a d a UTRECHT, HOLLANDI, 27.-28. APRÍL 1996 Á neyðarfundi sem Skáksamband Hollands boðaði tíl, fordæmdu flest skáksambönd Evrópu, auk Kanada og Bandaríkjanna, svo til allar að- gerðir yfirstjómar FIDE frá þvi Kirsan llumsjínov var kjörinn forseti samtakanna til bráðabirgða í nóvem- ber. ÞAÐ er ekki að sjá að þessi rúm- lega 30 skáksambönd telji neitt það sem Uumsjínov hafi gert standist lög og reglur FIDE. Þau ætla að samein- ast um framboð til forsetaembættis samtakanna á þinginu í Armeníu í haust. Heyrst hefur að það sé hol- lenski stórmeistarinn Jan Timman sem þar komi einna helst til greina. Einar S. Einarsson, svæðisforseti Norðurlanda, sótti fundinn fyrir ís- lands hönd. Hann var kosinn í nefnd sem á að kanna möguleika þessara skáksambanda á að hafa áhrif á gerðir FIDE forsetans. Auk Einars eru í nefndinni þeir Fanuell Adams, fulltrúi Bandaríkjanna, Egon Ditt, forseti þýska skáksambandsins, Gúnther Löwenthal, fulltrúi hol- lenska skáksambandsins, og Andrei Makarov, foresti rússneska skák- sambandsins. Hóta stofnun nýs sambands Skáksamböndin eru svo hörð í afstöðu sinni til gerræðis Ilumsjínovs að þau útiloka ekki stofnun nýrra samtaka og jafnvel úrsögn þeirra allra úr FIDE gæti komið til greina. Nefndinni er falið að móta tillögur um þetta. Sú ákvörðun Ilumsjínovs að ætla að halda heimsmeistaraeinvígi sam- takanna í Baghdad í írak var mjög harðlega fordæmd. Hann hefur tekið hana aftur og ætlar að halda keppn- ina í Rússlandi. En honum láðist að leita samþykkis sjálfs rússneska skáksambandsins og ákvörðunin er því brot á lögum FIDE að áliti fund- arins. Skyndilegri umbreytingu bráða- birgðaforsetans á heimsmeistara- keppninni var einnig mótmælt. Skor- að var á FIDE að halda áfram með núverandi keppni þar sem frá var horfið og halda millisvæðamót og áskorendakeppni i samræmi við lög sambandsins. Þetta snertir ísiend- inga talsvert, því þrír af þeim 70 sem eiga rétt á þátttöku á næsta milli- svæðamóti eru íslenskir. Það standa fleiri spjót á Kirsan Ilumsjínov. Samkvæmt fréttum virta bandaríska vikuritsins Time stendur yfir lögreglurannsókn í Moskvu af afdrifum margra milljarða króna fjárveitingar Rússlandsstjómar til sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu þar sem hann er forseti. Er talið að FIDE rúmlega þrír milljarðar íslenskra króna hafi runnið til fyrirtækis í eigu hans sjálfs án þess að gerð hafi ver- ið skil á fénu. Þegar Ilumsjínov var kosinn for- seti FIDE til tæps árs í París í nóvem- ber, hafði hann stuðning fulltrúa rússneska skáksambandsins, sendi- herra Rússa í París mælti með honum auk þess sem hann hafði bréf frá sjálfum Boris Jeltsín, Rússlandsfor- seta, upp á vasann. FIDE virðist vera fórnarlamb aðstæðna í rúss- neskum stjórnmálum sem eru lítt samræmanlegar vestrænum hugsun- arhætti. ísrael vann atskákkeppnina Landsliði ísraels, sem var statt hér á landi í síðustu viku, tókst að ná sigri í landskeppni í atskák sem fram fór á föstudaginn á Grand Hótel Reykjavík: ÍSRAEL-ÍSLAND Vh-\'U Júdasín-Margeir 1 ‘A- 'A Psakhis-Hannes 2-0 Alterman-Jóhann 1-1 Greenfeld-Helgi Ól. 1 'A- ‘A Kosashvili-Þröstur 1-1 Stepak-Helgi Ass ‘A-l'/i I fyrri umferðinni sigraði Island 3y2-2'/2, en beið algert afhroð, 1-5, í þeirri seinni. Borðaröð ís- lenska liðsins var nokkuð breytt frá því í landskeppninni sjálfri, þar sem HESTAR Gunnarsholt STÓÐHESTAR DÆMDIR Tæplega sjötiu stóðhestar verða leiddir fyrir kynbótadómnefnd á stóðhestastöðinni i Gunnarsholti í dag og á morgun og eru þar á með- al margir af þekktustu stóðhestum landsins af yngri kynslóð. Breytt fyrirkomulag verður á sýningu stöðvarinnar að þessu sinni miðað við undanfarin ár. Yfirlitssýning verður haldin á fimmtudag og á laug- ardag verður úrvalssýning á bestu hestunum sem fram koma. DÓMARARNIR sem dæma að þessu sinni eru þeir Kristinn Huga- son, Guðlaugur Antonsson og Jón Vilmundarson og munu þeir gefa hver sína einkunn og síðan verður reiknuð meðaleinkunn fyrir hvert dómsatriði. Jón Vilmundarson, sem var spurður hvernig leggðist í hann að vinna eftir þessu fyrirkomulagi, sagðist vera sáttur við það í sjálfu sér, því fylgdu bæði kostir og gall- ar. Vissulega væri meiri hætta á að nú var raðað eftir atskákstigum. Yfirburðasigur Digranesskóla Sveit Digranesskóla í Kópavogi sigraði með yfirburðum á íslands- móti barnaskólasveita sem fram fór í síðustu viku. Sveitum utan Reykja- víkur gekk sérlega vel á mótinu. Sveinn Jóhannsson, skólastjóri Di- granesskóla, taldi miklar framfarir sveitarmanna sinna mest vera að þakka öflugri starfsemi Taflfélags Kópavogs, sem komst í eigið hús- næði fyrir fimm árum. Urslit mótsins: 1. Digranesskóli 30 v. af 36 mögu- legum 2. Hólabrekkuskóli, A-sveit, 24 v. 3. Lundarskóli, Akureyri, 23 ‘A v. 4. Breiðagerðisskóli 22 v. gerðar væru vitleysur, sérstaklega ef ekki væru ritarar með hveijum dómara. Þá taldi hann þetta kerfi mun erfiðara fyrir nýliða og hætt við að þeir verði jarðaðir í upphafi ef þeir gera slæmar skyssur. Að- spurður um reynslu sína af gamla kerfinu sagði Jón að algengt hefði verið að í dómnefnd væru tveir van- ir dómarar og einn með minni reynslu og þá hefði vægi nýliðans jafnan verið minna. Sjálfum hefði honum þótt gott að byrja við slíkar aðstæður en með aukinni reynslu hafi hann látið meira til sín taka í einkunnagjöf. Hinsvegar væri nýja kerfið betra að því leyti að þijár nokkuð samstæðar einkunnir gefa meira öryggi en ein einkunn eðli málsins samkvæmt. Þá var Jón spurður hvort einhveijir stóðhestar öðrum fremur vektu áhuga hans af þeim sem fram kæmu í Gunnars- holti og sagðist hann vera spenntur að sjá bæði Galsa frá Sauðárkróki og Þorra frá Þúfu sem ekki hefðu komið fram í tvö ár. Hann tók þó fram að þarna kæmi fram fjöldi góðra hesta sem vafalaust myndi gleðja augað. 5.-10. Kársnesskóli, Kópavogi, Borgarhólsskóli, Húsavík, Artúns- skóli, Sandvíkurskóli, Selfossi, Grandaskóli, A-sveit, og Melaskóli, A-sveit, 21 'Á v. 11.-12. ísaksskóli (aðeins skipuð 8 ára og yngri) og Álftamýrarskóli, A-sveit, 20 ‘A v. 13. Breiðholtsskóli 20 v. 14. Melaskóli, A-sveit, 19 'h v. 15. Rimaskóli, A-sveit, 19 v. 16. Álftanesskóli 18'A v. 17. -20. Hólabrekkuskóli, B-sveit, Álftamýrarskóli, B-sveit, Engidals- skóli, Hafnarfirði, og Sólvallaskóli, Selfossi, 17 'A v. 21.-23. Hlíðaskóli, Fiataskóli, Garðabæ, og Kársnesskóli, B-sveit, 17 v. o.s.frv. Af þeim sem fram koma má nefna auk Þorra og Galsa, Galdur frá Laugarvatni, Sprota frá Hæli, Hjör- var frá Ketilsstöðum, Heiðar frá Meðlafelli, Hrynjandi frá Hrepphól- um og þá mun ljóst að Gustur frá Grund mun mæta en hann varð fyr- ir því óhappi að hæll sprakk á fram- hóf. Þá mun koma þarna fram al- bróðir Kolfinns og Kolbrár frá Kjarn- holtum. Þá munu nokkrir hestar verða sýndir til kynningar en ekki ar Ómarsson (8 v. af 9), Steinar Aubertsson (6‘A v. af 9), Emil H. Petersen (7lA v. af 9), Gunnar B. Björgvinsson (3 v. af 5) og Víðir S. Petersen (4 v. af 4). í sveit Hólabrekkuskóla voru Guð- jón H. Valgarðsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Knútur Birgir Ott- erstedt, Magnús Magnússon og Sæv- ar Ólafsson og í sveit Lundarskóla, Akureyri, Egill Örn Jónsson, Stefán Bergsson, Halldór Brynjar Halldórs- son, Arnar Þór Sæþórsson, Valgarð- ur Reynisson, Pétur Bergmann Árna- son og Magnús Skúlason. Umhugs- unartíminn var 20 mínútur á skák- ina. Þátttakan var afar góð að þessu sinni. Skákstjórar voru Haraldur Baldursson og Gunnar Björnsson. Margeir Pétursson dæmdir og má þar nefna Pilt frá Sperðli, Nasa frá Hrepphólum, And- vara frá Ey, Elri frá Heiði, Jó frá Kjartansstöðum, Kveik frá Miðsitju, Kólf frá Kjarnholtum, Sörla frá Búlandi, Geysi frá Gerðum og Reyk frá Hoftúni. Yfirlitssýningin á fimmtudag hefst klukkan 13 og víst er um að þarna verður mesta stóðhestaveisla sem haldin hefur vcrið til þessa. Valdimar Kristinsson Sjötíu stóðhestar fyrir dóm í Gunnarsholti Sigursveitina skipuðu Hjalti Rún- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞORRI frá Þúfu stóð efstur fjögra vetra hesta á stóðhestastöð- inni 1993 en siðan hefur gengið illa að gera hann sýningarhæfan vegna meiðsla. Hann kemur nú fram á stöðinni í vikunni og má ætla að margir bíði spenntir að sjá hvernig honum muni reiða af í dómi. Knapi á myndinni er Eiríkur Guðmundsson en Vignir Siggeirsson mun sýna hestinn nú. A TVINNUHÚSNÆ Ðl Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsileg 230 fm efri sérhæð til leigu í Síðu- múlanum. Laus strax. Langtímaleiga. Leiguverð kr. 110.000 á mánuði. Húsnæðið skiptist í 9 herbergi ásamt kaffi- stofu, prentaraherbergi og góðri móttöku. Gluggatjöld og Ijós fylgja. Stokkar með tölvu- lögnum um alla hæðina. Geymsla frammi á gangi ásamt eldtraustri geymslu inn af kaffi- stofu. Mjög gott símakerfi er á hæðinni og getur fylgt á vægu verði. Upplýsingar í símum 554 4515 og 896 3570 eftir kl. 16.00. auglýsingar FÉLAGSÚF im J > li fl =3 Hallveigarstíg 1 • sími 561 4530 Dagsferð miðvikud. 1. maí Kl. 10.30 Kristinarborg, Lónakot, Óttarstaðir. Létt hringganga um Almenning og með Ströndinni sunnan Straumsvíkur. Hægt að mæta á eigin bil í ferðina. Verð 800/900. Dagsferð sunnud. 5. maí Kl. 10.30 Reykjavegurinn, ný gönguleið, 1. áfangi: Reykjanes- Bláa lónið. Myndakvöld Útivistar verður haldið fimmtudag- inn 2. maíkl. 20.30. Erla (varsdóttir sýnir myndir af þemasvæði Útivistar, Skaftár- hreppi. Ægifagurt landslag og gómsætar kaffiveitingar. Útivist. AD KFUK, Holtavegi Afmælis- og inntökufundur KFUK i kvöld. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19.00. □ EDDA 5996043019 I 1 Frl. Atkv. □ HLÍN 5996043019 IV/V LF FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 1. maí Kl. 10.30 Hengill, skiða- og gönguferð. Gengið á Skeggja, hæsta hluta Hengils. Verð 1.200 kr. Kl. 13.00 Minjagangan 3. áfangi. Gengið verður meðfram Elliðavatni út í Þingnes og að Elliðavatnsbænum. Skoðað verður eitt merkilegasta rústa- svæði borgarinnar í fylgd Guð- mundar Ólafssonar, fornleifa- fræðings. Margt bendir til þess að þarna hafi verið forn þing- staður. Á þessu svæði er einnig fleira áhugavert að skoða. Brott- för er frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Mætið í auövelda, skemmtilega og fræöandi göngu. Verið með í öllurp 8 áföngum raðgöngunnar. Síðasti áfanginn verður 23. júní. Þátt- tökuseðill gildirsem happdrætti- smiði. Verð 500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Eyjafjallajökull, sólarhringsferð 3.-4. maf. Nýstárleg ferð. Brott- för föstud. kl. 19.00. Gist i Skag- fjörðsskála. Ferðafélag (slands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.