Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 15 LANDIÐ Snarræði nágranna kom í veg fyrir stórbruna Hvolsvelli - Litlu munaði að einn elsti skógarlundur landsins yrði eldi að bráð á laugardag í Múlakoti í Fljótshlíð. Það var fyrir snarræði fjölda fólks sem dreif að til að hjálpa við slökkvistarfið og slökkviliðsins á Hvolsvelli að ekki fór verr. Grunur leikur á að glóð hafi leynst í rusli sem brennt var á föstu- dag og hafi hún komist í véla- skemmu sem brann. I vélaskemm- unni var ný sláttuvél sem eyðilagð- ist. Þá tókst með naumindum að bjarga tveim nýlegum hjólhýsum sem voru í geymslu rétt við véla- skemmuna. Eldurinn æddi upp fjallshlíðina fyrir ofan bæinn og hefði hann kom- ist í sinuna í skóginum hefði ekki þurft að spyija að leikslokum. Fyrstu tijánum í lundinum í Múlakoti var plantað rétt upp úr aldamótum og er trjálundurinn upp í brekkunni fýrir ofan bæinn frá 1937. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson ÞÁTTTAKENDUR í námskeiði RKÍ við Staðarflöt. Kristján Sturluson lengst til vinstri og Guðmundur R.J. Guðmundsson til hægri. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir 20 ára afmæli Lands- banka Islands á Hellis- sandi og í Olafsvík TUTTUGU ár eru liðin í dag, 800 milljónir kr., segir í fréttatil- þriðjudaginn 30. apríl, frá því kynningu. útibú Landsbanka íslands á Hellis- Útibússtjóri á báðum stöðum er sandi og í Ólafsvík tóku til starfa. Kolbrún Stefánsdóttir. I tilefni Um síðustu áramót námu innlán dagsins er viðskiptavinum boðið upp útibúanna 593 milljónum kr. en á á kaffiveitingar auk þess sem sama tíma voru útlán til fyrir- starfsmenn veita upplýsingar um tækja og einstaklinga á svæðinu ýmsar nýjungar í þjónustu bankans. Fá réttíndi sem flokk- stjórar í fjöldahjálp Hvammstanga - Rauði kross ís- lands hélt námskeið í Staðarflöt í Hrútafirði um síðustu helgi. Nám- skeiðið sóttu fulltrúar RKÍ af Ströndum, Húnaþingi og Skaga- firði. Þátttakendur fengu staðfest- ingu á réttindum sínum sem flokk- stjórar í fjöldahjálp. Leiðbeinendur voru Kristján Sturluson og Guðmundur R.J. Guð- mundsson. Að sögn Kristjáns hefur RKÍ haidið þessi námskeið vítt um landið síðan í október 1994 og er markmiðið að veita flokksstjórum aukna þekkingu og réttindi í fjölda- hjálp. Benti hann þar á nærtækt dæmi, sem var hópslysið í Hrúta- firði sl. haust, þegar um 40 manns lentu í einu slysi. Þar kom fram mikilvægi samræmdra aðgerða björgunarsveita á svæðinu, en RKI rekur sjúkrabifreiðar í Hvamms- tangalæknishéraði. Kristján sagði mikilvægt fyrir starfsemi RKÍ að hafa góðan stuðn- ing almennings í öllum byggðum landsins, og taldi hann félagsmenn á Norðurlandi vestra ekki vera und- ir 600 manns. Svæðisskrifstofa er á Sauðárkróki, með einum föstum starfsmanni. Vortllboð flug og gistmg gildir 1. maí til 15. júní Verðflrá á mann í tvíbýli i eina viku. Lágmarks- og hámarksdvöl er ein vika (7 dagar). Síðasti heimkomudagur er 1S. júní. Hafðu samband vlð sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar eða í síma SO 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) Blómskrúð, geislandi kátína og „gezelligheid“ FLUOLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.