Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 15 LANDIÐ Snarræði nágranna kom í veg fyrir stórbruna Hvolsvelli - Litlu munaði að einn elsti skógarlundur landsins yrði eldi að bráð á laugardag í Múlakoti í Fljótshlíð. Það var fyrir snarræði fjölda fólks sem dreif að til að hjálpa við slökkvistarfið og slökkviliðsins á Hvolsvelli að ekki fór verr. Grunur leikur á að glóð hafi leynst í rusli sem brennt var á föstu- dag og hafi hún komist í véla- skemmu sem brann. I vélaskemm- unni var ný sláttuvél sem eyðilagð- ist. Þá tókst með naumindum að bjarga tveim nýlegum hjólhýsum sem voru í geymslu rétt við véla- skemmuna. Eldurinn æddi upp fjallshlíðina fyrir ofan bæinn og hefði hann kom- ist í sinuna í skóginum hefði ekki þurft að spyija að leikslokum. Fyrstu tijánum í lundinum í Múlakoti var plantað rétt upp úr aldamótum og er trjálundurinn upp í brekkunni fýrir ofan bæinn frá 1937. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson ÞÁTTTAKENDUR í námskeiði RKÍ við Staðarflöt. Kristján Sturluson lengst til vinstri og Guðmundur R.J. Guðmundsson til hægri. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir 20 ára afmæli Lands- banka Islands á Hellis- sandi og í Olafsvík TUTTUGU ár eru liðin í dag, 800 milljónir kr., segir í fréttatil- þriðjudaginn 30. apríl, frá því kynningu. útibú Landsbanka íslands á Hellis- Útibússtjóri á báðum stöðum er sandi og í Ólafsvík tóku til starfa. Kolbrún Stefánsdóttir. I tilefni Um síðustu áramót námu innlán dagsins er viðskiptavinum boðið upp útibúanna 593 milljónum kr. en á á kaffiveitingar auk þess sem sama tíma voru útlán til fyrir- starfsmenn veita upplýsingar um tækja og einstaklinga á svæðinu ýmsar nýjungar í þjónustu bankans. Fá réttíndi sem flokk- stjórar í fjöldahjálp Hvammstanga - Rauði kross ís- lands hélt námskeið í Staðarflöt í Hrútafirði um síðustu helgi. Nám- skeiðið sóttu fulltrúar RKÍ af Ströndum, Húnaþingi og Skaga- firði. Þátttakendur fengu staðfest- ingu á réttindum sínum sem flokk- stjórar í fjöldahjálp. Leiðbeinendur voru Kristján Sturluson og Guðmundur R.J. Guð- mundsson. Að sögn Kristjáns hefur RKÍ haidið þessi námskeið vítt um landið síðan í október 1994 og er markmiðið að veita flokksstjórum aukna þekkingu og réttindi í fjölda- hjálp. Benti hann þar á nærtækt dæmi, sem var hópslysið í Hrúta- firði sl. haust, þegar um 40 manns lentu í einu slysi. Þar kom fram mikilvægi samræmdra aðgerða björgunarsveita á svæðinu, en RKI rekur sjúkrabifreiðar í Hvamms- tangalæknishéraði. Kristján sagði mikilvægt fyrir starfsemi RKÍ að hafa góðan stuðn- ing almennings í öllum byggðum landsins, og taldi hann félagsmenn á Norðurlandi vestra ekki vera und- ir 600 manns. Svæðisskrifstofa er á Sauðárkróki, með einum föstum starfsmanni. Vortllboð flug og gistmg gildir 1. maí til 15. júní Verðflrá á mann í tvíbýli i eina viku. Lágmarks- og hámarksdvöl er ein vika (7 dagar). Síðasti heimkomudagur er 1S. júní. Hafðu samband vlð sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar eða í síma SO 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) Blómskrúð, geislandi kátína og „gezelligheid“ FLUOLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.