Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 19 ERLENT Minnihlutastj órn hægrimanna í Alþýðufylkingunni á Spáni að fæðast Aznar tryggir sér stuðning Katalóna Madrid. Reuter. FLOKKUR Katalóna (CiU), sem er í oddaaðstöðu á spænska þinginu, staðfesti á sunnudag samning um samstarf sem gerður var við sigur- vegara þingkosninganna 3. mars, Alþýðufylkinguna (PP), undir for- ystu José María Aznars. Viðræðurn- ar hafa staðið í nær tvo mánuði. Katalónía og önnur hálf-sjálfstæð héruð Spánar munu fá að innheimta 30% af tekjuskatti og sjálfræði þeirra verður aukið á fleiri sviðum. 16 liðsmenn CiU á þingi munu greiða Aznar atkvæði sitt á laugar- dag þegar ákveðið verður hver fær umboð til að mynda nýja minnihluta- ríkisstjóm í stað sósíalistans Felipe González sem verið hefur við völd frá 1982. Ekkert er sagt um tíma- lengd samningsins en Jordi Pujol, leiðtogi CiU, sagðist vona að sam- starfið yrði við lýði allt kjörtímabilið sem er fjögur ár. „Við undirrituðum ekki þennan samning með það í huga að bijóta hann eftir eitt ár,“ sagði Pujol á fréttamannafundi en viðurkenndi aðspurður að ekki væri hægt að tryggja neitt í þeim efnum. CiU gerði sams konar samning við González og dugði hann í hálft þriðja ár en þá rauf Pujol hann vegna íjölmargra hneykslismála sósíalista er grafið höfðu undan stjórn þeirra. Rannsóknardómari á vegum hæstaréttar Spánar, Emilio Vez, sagði á föstudag að engar vísbend- ingar hefðu fundist um að González hefði vitað um mannréttindabrot lög- gæslumanna á Böskum í stríði stjórn- valda gegn baskneskum hryðju- verkamönnum á níunda áratugnum. Myndi rétturinn „að líkindum" gefa út yfirlýsingu þessa efnis á næstu dögum þar sem öllum ákærum á hendur González og tveim öðrum háttsettum ráðamönnum yrði vísað á bug. Ný stjórn í næstu viku Búist er við að stjórn Aznars geti tekið við í næstu viku og með hjálp CiU og íjögurra þingmanna frá Kan- aríeyjum mun stjórnin hafa eins at- kvæðis meirihluta á þingi en þar sitja 350 fulltrúar. Aznar reynir einnig að fá stuðning fimm baskneskra þingmanna en liðsafli þeira dugar skammt ef Katalónarnir hrökkva frá. Hægrimenn Aznars hafa lengi verið andvígir auknu sjálfræði hérað- anna og því ljóst að þeir hafa orðið að kaupa stuðning Katalóna dýru verði. Pujol sagði flokk sinn hafa náð mun meira fram en honum tókst í samstarfinu við sósíalista. Blaðið EI País, sem styður sósíal- ista, birti skopmynd af Pujol með vængi og kórónu þar sem hann lyft- ir Aznar upp á súlu. „Þar til dauðinn aðskilur okkur?“ spyr Aznar. „Þang- að til ég verð þreyttur," svarar Pujol. Reuter JORDI Pujol, leiðtogi flokks Katalóna (CiU) og José María Aznar, leiðtogi Alþýðufylkingarinnar (PP) á Spáni, heilsast eftir að hafa náð samkomulagi um samstarf flokkanna á þingi. Whitewater- fjársvikamálið Clinton forseti ber vitni Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti bar á sunnudag vitni. bak við luktar dyr í Whitewatermálinu. Var vitnis- burðurinn tekinn upp á 'myndband er notað verður síðar í sjálfum rétt- arhöldunum sem fram fara í Ark- ansas. Ákærð eru hjónin James og Sus- an McDougal sem sökuð eru um að hafa með sviksamlegu hætti notað fé úr sparisjóði, er McDougal rak, til að íjármagna Whitewater- byggingafyrirtækið. Clinton og eig- inkona hans, Hillary, lögðu árið 1978 fram fé í fyrirtækið sem'reisti sumarhús en fór á hausinn. Forset- inn hefur ekki verið sakaður um neitt ólögmætt sjálfur. Yfirheyrslan fór fram í svonefndu kortaherbergi Hvíta hússins þar sem Franklin D. Roosevelt forseti fékk á sírium tíma skýrslur hers- höfðingja sinna um gang mála í heimsstyijöldinni síðari. Ciinton svaraði spurningum lög- manna McDougal-hjónanna í 45 mínútur en alls varði yfirheyrslan í fjórar og hálfa klukkustund. Þyk- ir ljóst að megnið af tímanum hafi farið í spurningar iögmanna Kenn- eth Starrs rannsóknardómara sem þingnefnd fól að að kanna hvort forsetinn hefði misnotað aðstöðu sína á rikisstjóraárunum í Arkansas og reynt síðar að blekkja yfirvöld við rannsókn málsins. Dodge Rain Bíllinn sem fer sigurför um Bandaríkin og slær öll sölumet. Einn umtalaðasti bíllinn á markaðnum í dag. Dodge Ram er ekta amerískur pallbíll, kraftmikill, rúmgóður og traustur. Þú getur valið umV8, VIO eða Cummins Turbo diesel.frægustu dieselvélina sem framleidd hefur verið. Auðveldur í breytingum. Dodge Ram er til í ýmsum útfærslum og möguleikarnir eru nánast óþrjótandi: Vinnubíll, ferðabíll, fjölskyldubíll, fjallabíll, lúxusbíll... Þetta allt sameinast í Dodge Ram. Sérstaklega rúmgóður Það er siðferðileg skylda allra áhugamanna um jeppa og pallbíla að koma og reynsluaka Dodge Ram. Því fyrr því betra þar sem þeir seljast upp jafnóðum. Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.