Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sumarskólinn - Nýjung hjá Reykja- víkurborg Steinunn V. Sigrún Óskarsdóttir Magnúsdóttir EITT af stærstu verkefnum sveitarfé- laganna á næstunni er yfirfærsla grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Með flutningnum fá sveit- arfélögin einstakt tækifæri til mótunar skólastarfs og þess að hugsa hlutina í nýju samhengi. Með ein- setnum heilsdagsskóla gefst tækifæri til að skipuleggja daglegan vinnutíma barnanna úpp á nýtt þar sem huga þarf að æsku- lýðs, skóla og íþrótta- starfi út frá breyttum forsendum. Þetta kallar m.a. á nánara sam- starf þeirra aðila sem sjá um skipu- lagningu frístundastarfs fyrir börn og hjá Reykjavíkurborg er nú víða unnið að endurskipulagningu sem tekur mið af þessum breyttu for- sendum. Þjónusta stofnana borgarinnar við barnafjölskyldur er af ýmsum toga og má þar m.a. nefna fjöl- breytt tómstundatilboð á sumrin. Á undanförnum árum hefur íþrótta- og tómstundaráð skipulagt tveggja vikna sumamámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára sem hafa byggst upp á leik og fræðslu. Þessi nám- skeið hafa mælst vel fyrir en á viss- an hátt hafa þau verið í ákveðinni samkeppni við önnur námskeið sem íþróttafélög, skátar o.fl. aðilar hafa skipulagt. Áð undanförnu hefur verið unnið að því á vegum Í.T.R. og Skólaskrif- stofu að skoða skipulag þessara sumarnámskeiða með það fyrir augum að bæta þjónustuna og sam- ræma starf þessara stofnana í þágu bama. Síðastliðið sumar var farið af stað með tilraunaverkefni í sjö skól- um borgarinnar varðandi félags- og tómstundastarf fyrir börn. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að stíga skrefíð til fulls og fara af stað með merkilega tilraun sem hlotið hefur nafnið Sumarskólinn. Skólinn mun starfa frá 3. júní - 30. ágúst og hafa foreldrar og börn val um það hversu lengi þau kjósa að nýta sér þjónustuna. Það getur verið frá einni viku og upp í tvo mánuði, hálfan daginn eða allan daginn, að hámarki 8 tíma. Sumarskólinn verður ætlaður börnum á aldrinum 6-9 ára en fyrst um sinn verður áfram boðið upp á hefðbundin ieikjanámskeið fyrir eldri aldurs- hópinn, 9-12 ára. Sumarskólinn mun starfa á svip- uðum gmnni og heilsdagsskólinn og verður starfræktur í öllum hverf- um borgarinnar. Boðið verður upp á fjölbreytt tómstundatilboð í öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar en þar sem þær eru ekki munu nám- skeiðin fara fram í grunnskóla við- komandi hverfís. Við skipulagningu á innra starfi Sumarskólans hefur verið reynt að leggja áherslu á fjölbreytta dag- skrá, byggða á þroskandi og skap- andi starfi inni sem úti. Farið verð- ur í ratleiki, sund, bátsferðir, fjöru- ferðir og margt margt fleira, auk þess sem söfn og aðrar stofnanir verða heimsóttar. Starfsemin bygg- ist á umönnunar- og uppeldisstarfí heilsdagsskólans í bland við margra ára reynslu íþrótta- og tómstunda- ráðs af skipulagningu leikjanám- skeiða. Gjaldskrá Sumarskólans er stillt í hóf og kostar t.d. mánuður fyrir eitt bam sem dvelur allan daginn í Sumarskólanum 9.800 kr. og verð- ur hægt að fá 20% systkinaafslátt. Sumarskólinn, segja þær Sigrún Magnús- dóttir o g Steinunn V. Óskarsdóttir, mun starfa á svipuðum grunni og heilsdags- skólinn. Að auki verður hægt að kaupa létt- an hádegisverð á 175 krónur sem greiðist við innritun fyrir það tíma- bilið sem viðkomandi barn dvelur í Sumarskólanum. Með þessari samvinnu Iþrótta- og tómstundaráðs og Skólaskrif- stofu Reykjavíkur um rekstur Sum- arskólans má segja að sé brotið blað í samstarfí þessara stofnana. Allt of oft hafa heyrst þær raddir sem segja að samvinnu vanti milli stofnana borgarinnar sem vinna að svipuðum málum og verður þetta vonandi fyrsta skrefið í þá átt að stofnanir borgarinnar sem fást við svipuð mál vinni nánar saman en verið hefur. Við hvetjum alla foreldra til að kynna sér hið fjölbreytta úrval nám- skeiða sem í boði er og vonumst til að Sumarskólinn mælist vel fyrir hjá foreldrum og börnum í Reykja- vík. Steinunn er formaður ÍTR og Sigrún er formaður Skóiamálaráðs. + |H|P JAMES BURN international Vorvörurnar streyma inn Efni og tæki fyrir járngorma innbindingu. ÍqíjQ^ J. ASTVflLDSSON HF. '^dmX SKIPH0LTI33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfafna&ur Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Þjónusta og starfsemi Póstgírós KOMIÐ er að tíma- mótum hjá Póstgíró en það á 25 ára afmæli um þessar mundir og er þá miðað við 30. apríl 1971 en þann dag var tekið á móti fyrstu umsókn- um um opnun póstgíró- reikninga. Síðan þá hef- ur ótrúlega hröð þróun á bankaþjónustu átt sér stað og bendir allt til að hún muni halda áfram. Starfsemi Póstgírós felst einkum í peninga- og greiðslumiðlun sem er byggð á póstgíró- reikningum. Póstgíró annast einnig almenna ijármagns- flutninga til póstbanka og póststofn- ana um allan heim fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þannig býður Póstgíró uppá alla almenna fjármagnsflutn- inga innanlands sem og erlendis. Lögð er mikil áhersla á að veita við- skiptavinum Póstgírós örugga, ein- falda og ódýra leið til að fiytja íjár- magn, s.s. varðandi innheimtu á íjár- magni, geymslu og/eða greiðslu- þjónustu. Áfgreiðslukerfi Pósts og síma nær um allt land og er auðvelt að nálgast næsta pósthús hvar sem er á landinu og þannig reikning sinn hjá Póstgíró. Fyrirtæki sem senda út reikninga geta bætt þjónustu sína við viðskiptavini um land allt með því að bjóða upp á að greiðslur til þeirra geti einnig farið inn á póst- gíróreikning og hafa má í huga að á komandi árum gæti bankaútibúum á landsbyggðinni fækkað. Aðild að Eurogíró Helsti vaxtarbroddur gíróstarf- seminnar um þessar mundir er eign- araðild Pósts og síma að Eurogíró sem er hlutafélag í eigu póststjórna og póstbanka í 17 Evrópulöndum. Þjónustunet Eurogírós er sífellt að þenjast út og þegar Japan gerðist aðili að Eurogíró bætt- ust við yfir tvær millj- ónir viðskiptavina. í ár munu Chase Manhatt- an bankinn og banda- ríska póstþjónustan einnig gerast aðilar. Stefnt er að því að mynda alheims þjón- ustunet fyrir Eurógíró sem nær til flestra landa heimsins og með samstarfí við Chase Manhattan bankann nær netið til fjarlæg- ustu staða. Eurógíró er þegar notað af milljónum ein- staklinga og fyrirtækja um Evrópu og ijölmargir nýir við- skiptavinir opna póstgíróreikning eingöngu til að nýta þá hagkvæmni sem fylgir því að senda greiðslur með Eurógíró til útlanda en halda að öðru leyti óbreyttum viðskiptum við sinn banka. gíró Það sem gerir þjónustu Eurógíró sérstaka er að tölvukerfi póstbank- anna og gíróbankanna í aðildarlönd- unum er tengt saman svo allar greiðslur og upplýsingar fara skjala- laust á milli og einnig fara þær oft- ast beint til viðtakenda sem leiðir til þess að milliliðir sem annars hefðu tekið þóknun og jafnvel seinkað greiðslunni eru ekki til staðar. Því er oft á tíðum hagkvæmara og hrað- virkara að senda greiðslur í gegnum Eurógíró en í gegnum önnur kerfi sem boðið er uppá. Eurógíró ábyrg- ist einnig að greiðslur inná póstgíró- reikninga verði aldrei iengur en þrjá daga á leiðinni og komi fram á yfir- liti á fjórða degi. Bjarney Harðardóttir Póstgíró býður uppá alla almenna fjármagns- flutninga, segir Bjarn- ey Harðardóttir, inn- anlands sem og erlendis. Allur kostnaður varðandi milli- færsluna er þekktur fyrirfram, sama til hvaða lands greiðslan á að ber- ast, og einnig er hægt að velja í hvaða gjaldmiðli greiðslan berst við- takanda. Flest fyrirtæki erlendis eru með bæði banka- og póstgíróreikning sem veitir viðskiptavinum möguleika á að senda eða fá greiðslu á þann hátt sem þeir telja bestan og ef póstgíróreikningar eru notaðir er Eurógíró tvímælalaust hagkvæm- asta leiðin. Mikil samkeppni er í starfsum- hverfi Póstgírós og einkennist hún af þeirri öru tækniþróun sem hefur verið að ryðja sér til rúms. Flestir möguleikarnir og tækifærin í at- vinnugreininni liggja í því að auð- velda viðskiptavinum að nýta þjón- ustu við peningamiðlun. Póstgíró hefur tekið þátt í þeirri þróun en þar sem ákvarðanaferli Póstgírós hefur tekið iengri tíma en hjá sam- keppnisaðilum þá hefur verið erfið- ara að bregðast við örum breyting- um á fullnægjandi hátt. Fyrirhuguð breyting Pósts og síma í hlutafélag á komandi hausti gæti auðveldað og flýtt fyrir ákvarðanatöku sem um leið gæti orðið til að bæta samkeppn- isstöðu Póstgírós. Forstöðumaður Póstgírós er Gunnar Valdimarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Póstmálasviðs Pósts og síma. Starfsmenn Póstgírós eru um þessar mundir um 30 að tölu en voru þegar mest var u.þ.b. 50. Breytingar í tækni og þjónustu hafa kallað á aukna sérhæfingu og fækkað störfum í gegnum árin. Póstgíró býr að sérhæfðum mannauð sem hefur mikla þekkingu á fjár- magnsflutningum. Þar er byggt á aldarfjórðungsreynslu við að veita alla þá þjónustu sem því tengist. Forsenda framtíðar Póstgírós liggur í starfsmönnunum, það að þekking þeirra og færni nýtist við- skiptavinum okkar, er mjög mikil- vægt. Höfundur er markaðsstjóri Póstgírós. Söfnun Landssamtaka hjarta- sjúklinga til tækjakaupa á hjartadeild Landspítalans 14E HJÁ iðnvæddum þjóðum og hjá þeim, sem velmegun ríkir (og ýil þeirra teljumst við ís- lendingar), eru hjarta- og æðasjúkdómar al- gengastir allra sjúk- dóma og skæðasta dán- arorsökin. Hjá þessum þjóðum hefur baráttuna gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um borið hátt og hafa íslendingar ekki látið sitt eftir liggja. Baráttan virðist nú vera farin að skila árangri, en hér má samt hvergi slaka á. Læknar og aðrir hér á landi, sem í þessari baráttú standa, hafa eignast góða stuðningsmenn, sem eru hjartasjúklingar en þeir hafa stofnað öflug samtök víða um land. Heildarsamtök þeirra eru Landssamtök hjartasjúklinga sem nú eru rúmlega 12 ára gömul. Þegar undirbúningur hjartaskurð- aðgerða hófst hér á landi fyrir rúm- um 10 árum, (en fyrsta aðgerðin var gerð 14. júní 1986) þá brugðust Landssamtökin við af ótrúlegum krafti og framsýni. Þau efndu til fjársöfnunar um land allt til stuðn- ings starfseminni, og stuðningsyfirlýsingar félagsmanna urðu okkur sem að -þessu stóðum ómetanlegur styrkur. Söfnunin þá var undir kjörorðunum „Tökum á... tækin vantar!“. Fé sem okkur var fært til tækja- kaupa að söfnun lok- inni var slíkur stuðn- ingur að ég get fullyrt það að við hefðum ekki getað farið svo fljótt og vel af stað og raun varð á ef þess hefði ekki notið við. I dag er búið að gera á átjánda hundrað opnar hjartaskurðaðgerðir hér á landi og árangurinn er ekkert síðri en hjá öðrum þjóðum, sem við viljum bera okkur saman við. Sam- tök hjartasjúklinga hafa ekki látið hér við sitja. í áranna rás hafa þau fært okkur enn fleiri tækjagjafir. Þau hafa jafnframt stutt aðrar hjartadeildir og einnig staðið fyrir endurhæfíngu hjartasjúklinga á Reykjalundi og víðar á landinu. Nú ætla þeir að standa fyrir nýrri lands- söfnun dagana 2., 3. og 4. maí Tökum á - tækin vant- ar, segir Grétar Olafs- son, og hvetur til stuðn- ings við söfnun Lands- samtaka hjartasjúkra. næstkomandi. Þá hafa þeir í hyggju að styðja hjartadeild 14E (lyflækn- ingadeild) á Landspítalanum til tækjakaupa. Á deild 14E eru meðal annars allir sjúklingar sem fara í kransæðavíkkanir á landinu og í hjartaþræðingar á Landspítala. Kjörorðin verða nú þau sömu og á árum áður; „Tökum á... tækin vant- ar!“. Þó að okkar deild (skurðdeild 11G) fái ekki fé til tækjakaupa að þessu sinni njótum við óbeint góðs af, því á deild 14E starfa nánir samstarfs- menn okkar. Eg vil því hvetja alla þá, sem eru aflögufærir, að láta fé af hendi rakna til þessa góða málefn- is. Hiifundur er yfirlæknir ly'arta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans. Grétar Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.