Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 39 JÓHANN SÖLVASON ÍSLANDSMÓTIÐ í TVÍMENNINGI 32 pör víðs vegar að af landinu. 27.-28. apríl. - Aðgangur ókeypis. + Jóhann Sölva- son var fæddur í Kjartansstaðakoti í Viðvíkursveit í Skagafirði 23. maí 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 28. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Björns- dóttir og Sölvi Jó- hannsson, sem lengi var póstur milli Sauðárkróks og Siglufjarðar. Jó- hann var yngstur sextán barna þeirra, en ellefu komust upp og er nú lífs af þeim stóra hópi Sigríður, búsett á Dalvík. Um árið 1941 hóf hann bú- skap með Onnu Friðrikku Magn- úsdóttur og áttu þau einn son, Guðjón, f. 1943. Hann er búsett- ur á Siglufirði. Önnu Friðrikku missti Jóhann af barnsförum árið 1948. Jóhann fluttist síðar til Reykjavík. Hann kvæntist Öldu Kristrúnu Jónsdótt- ur og bjuggu þau í Meðalholti 9 í Reykjavík. Þau áttu saman þijá syni, Sig- urjón Sölva, f. 1955, hann er búsettur á Kjalarnesi, Björn Þór, f. 1957, d. 1975, og Karl Jóhann, f. 1958, hann er búsett- ur á Grundarfirði. Börn Öldu Kristrún- ar áður eru Rósa, Ámundi og Krist- björg Ámundabörn. Þau eru búsett í Reykjavík. Alda Krist- rún lést árið 1974. Árið 1975 hóf Jóhann sambúð með Margréti Hildi Jóhannsdótt- ur, en hún Iifir mann sinn. Mar- grét átti tvær dætur áður, þær eru Ása Sigurlaug Halldórsdóttir og Rakel Katrín Guðjónsdóttir, báðar búsettar í Reykjavík. Útför Jóhanns fór fram í kyrrþey. Ég vil minnast með fáum orðum vinar míns Jóhanns Sölvasonar. Honum kynntist ég fyrst 1976, en þá kom ég oft á heimili hans og Margrétar í Meðalholti 9. Alltaf fór vel á með okkur Jóa. Hann var glettinn og spaugsamur. Þá var oft gert að gamni sínu og ekki spilltu þær glaðværðinni dæturnar tvær Ása og Katrín. Jói vann í Straums- vík á þessum árum og í fríum ferð- aðist hann með Möggu sína um landið. Um síðsumar 1977 komu þau vestur að Firði, en þá átti að tína ber og veiða fugla. Þar sem veðrið var ekki sem best þessa helgi varð ekkert úr berjatínslu og ekk- ert úr veiði, en þau létu það ekki spilla ánægju ferðarinnar. Þar sem ég var fluttur út á land liðu nú 13 ár þar til ég hitti Jóa aftur og hafði hann þá lítið breyst. Hann var hættur að vinna í álverinu en var með Jóa bróður hennar Möggu á grásleppuveiðum. Við hitt- umst stundum á bryggjuni í Hafn- arfirði, þá var hann í essinu sínu klæddur sjógalla og ataður slori. Jói var alla tíð ósérhlífinn við vinnu enda tíðkaðist ekki hjá þeirri kyn- slóð að láta deigan síga. Jói var hrókur alls fagnaðar á ferðalögum og eru mér minnisstæðar þær ferð- ir sem við fórum saman. Árið 1991 fórum við norður í Hrísey á fornar slóðir Sigurlaugar móður Margrét- ar. Þarna kom saman hópur þeirra ættmenna, þeir sem eldri voru gistu í bænum Stekkjarnefi en aðrir voru í tjöldum. Fyrsta kvöldið var tekið í harmoniku og dansað eins og í gamla daga og mun ég seint gleyma þegar Jói dansaði við tengdamóður sína, hann var svo lipur að það var hreirú ótrúlegt, maður orðinn þetta fullorðinn. Um haustið sama ár fórum _við Jói og mæðgurnar Margrét og Ása vestur að Firði í bergjaferð. Jói var ekki mikið fyrir það að rápa um beijalandið og var að mestu kyrr á sama blettinum en við hin alltaf að leita að meiru, en þegar heim var komið var Jói búinn að tína mest og var sérstakur glettnisglampi í augum hans þegar verið var að bera saman beijaföturnar. Árið 1993 veiktist Jói og dvaldi langdvölum á sjúkrahúsi og til að bæta gráu ofan á svart, eftir að- gerðir og miklar svæfingar, missti hann sjónina og var það þungbert fyrir mann eins og hann. Síðustu ferðina sem við fórum út úr bænum ásamt Sigurlaugu, Möggu og Ásu var ekið austur að Flúðum að heimasækja Kötu, en hún var í sum- arbústað. Þá var hann búinn að missa sjón og orðinn sjúklingur. Ég undrast það æðruleysi hans, maður sem alla tíð var sjálfbjarga þurfti nú að láta leiða sig jafnt úti sem inni, en engum treysti hann betur til þeirra hluta en Möggu sinni. Á heimleiðinni- sungum við öll í bílnum og hann manna mest og hann kunni ógrynni af lögum og textum og við hin höfðum ekki roð við honum í þeim efnum og má segja að hann hafi haldið sínum skagfirsku einkennum alla tið. Tvö síðustu árin dvaldi hann á Hrafn- istu uns hann fór sína síðustu för. Með þessum orðum viljum við Ása og Kata þakka Jóhanni fyrir allt bæði gamalt og gott og óskum honum góðrar heimkomu til feðra sinna. Við vottum Margréti, börnum og öðrum aðstandendum samúð og biðjum Guð að blessa minningu hans. Einar og Ása. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja frá barnabörnum og barnabarnabörnum. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ÍSLANDSMEISTARARNIR í tvímenningi, Sverrir Ármannsson og Björn Eysteinsson. Með þeim á myndinni er Guðmundur Sv. Hermannsson varaforseti Bridssambandsins, en hann afhenti verðlaunin í mótslok. íslandsmótið í tvímenningi Sverrir Ármannsson og Björn Eysteinsson öruggir sigurvegarar BRIDS B r i d s h ö 11 i n Þönglabakka BJÖRN Eysteinsson og Sverrir Ármannsson sigruðu örugglega í keppninni um íslandsmeistara- titilinn í tvímenningi sem fram fór nú um helgina. Steinar Jóns- son og Jónas P. Erlingsson urðu í öðru sæti og Magnús Magnús- son og Sigurður Vilhjálmsson í því þriðja. Sigurvegaranir byrjuðu mótið nokkuð þokkalega og voru í fjórða sæti eftir 8 umferðir með 57 stig yfir meðalskor. Að lokn- um 13 umferðum voru þeir í 13. sæti með 21 stig en þaðan í frá var stefnan tekin upp á við. Helztu keppinautarnir, Jónas P. og Steinar, fóru hægt af stað og voru með 1 í plús eftir 8 umferð- ir en 7 umferðum síðar voru þeir komnir í 8. sætið, en þá, þ.e. eftir 15 umferðir, voru Sigurður og Magnús með 1 í mínus. Þá leiddu bræðumir Guttormur og Pálmi Kristmannssynir og voru reyndar langefstir með 181 stig en Valgarð Blöndal og Þorlákur Jónsson voru í öðru sæti með 146 stig. Spennan í mótinu náði há- marki þegar 25 umferðum var lokið en þá var staða efstu para þessi: Jón Baldursson - SævarÞorbjömsson 137 BjömEysteinsson-SverrirÁrmannsson 137 Sigurður Vilhjálmsson - Magnús Magnússon 134 Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson 127 GuttormurogPálmiKristmannssynir 123 Valgarð Blöndal - Þorlákur Jónsson 122 Steinar Jónsson - Jónas P. Erlingss. 118 SkúliSkúlason-RúnarEinarsson 109 Anton Haraldsson - Guðmundur Pétursson 106 Jafnari gat keppnin ekki verið, en nú fóm hjólin að snúast. Björn og Sverrir skoruðu jafnt og þétt en Steinar og Jónas fengu skell, 31 mínusstig í 26. umferðinni. Björn og Syerrir stungu andstæð- inga sína af í næstu umferðum og baráttan varð um annað sæt- ið. Sigurður Vilhjálmsson og Magnús Magnússon spiluðu vel og náðu öðru sætinu en Steinar og Jónas P. voru ekki búnir að gefast upp og skoruðu 45 stig í næstsíðustu umferðinni, sem nægði þeim í annað sætið í mót- inu, en lokastaðan varð þessi: BjörnEysteinsson-SverrirArmannsson 212 Steinar Jónsson - Jónas P. Erlingsson 179 Sigurður Vilhjálmsson - Magnús Magnússon 139 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 125 PállValdimarsson-RagnarMagnússon 110 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, . er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið, MAGNÚS Magnússon og Sigurður Vilhjálmsson spiluðu vel seinni hluta mótsins og urðu í þriðja sæti. AðalsteinnJörgensen-ÁsmundurPálsson 101 Fernir feðgar spiluðu saman í Anton Haraldsson - Guðmundur Pétursson 95 úrslitakeppninni og a.m.k. tvennir Guttormur og Pálmi Kristmannssynir 89 bræður en auk þess spiluðu feðg- ValgarðBlöndal-ÞorlákurJónsson 82 arnir Sigurður Vilhjálmsson og GuðmundurSv. Hermannss.-HelgiJóhannss. 82 Vilhjálmur Sigurðsson í mótinu, HelgiSigurðsson- ísakÖm Sigurðsson 78 en Vilhjálmur leysti aldursforset- Kristján MárGunnarss. - Helgi Helgason 69 ann> Guðmund Jónsson, af um Sverrir Ármannsson hefir áður kvöldið fyrri spiladaginn. unnið íslandsmeistaratitilinn í Gjafavél Bridssambandsins fékk tvímenningi en það var 1991 með að snúast fyrir mótið en alls voru Matthíasi Þorvaldssyni. Björn er gefin 2.050 spil í keppnina, þ.e. að vinna titilinn í fyrsta sinn en undaúrslit og úrslit. Framkvæmda- þetta hefir verið gott ár hjá Birni stjórinn Sólveig Kristjánsdóttir því aðeins eru liðnar nokkrar vik- stjómaði mótinu en keppnisstjór- ur síðan hann varð íslandsmeist- arnir Jakob Kristinsson og Sveinn ari í sveitakeppni með félögum R- Eiríksson sáu um þá hlið sem sínum í sveit Samvinnuferða- að keppendum sneri. Guðmundur /Landsýnar. Sv. Hermannsson varaforseti BSÍ Sigurvegararnir unnu sér rétt til aflienti verðlaunin í mótslok og gat að taka þátt í afmælismóti hann þess sérstaklega að dómstóll finnska bridssambandsins sem Bridssambandsins hefði aldrei fram fer í lok næsta mánaðar. þurft að koma saman til að úr- Bridssambandið greiðir ferðir en .skurða kærumál í úrslitakeppninni. kostnaðurinn ytra er í boði Finna. Arnór G. Ragnarsson Blomastqfa wn • f tnojmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið ðll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skrcytingar fyrir öll tílefni. STEINAR Jónsson og Jónas P. Erlingsson áttu góðan loka- sprett og tryggðu sér örugglega annað sætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.