Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Guðmundur Arngrímsson Tók sér far með togara FARFUGLARNIR hafa verið að koma til landsins hver á fætur öðrum. Ekki komast þeir allir hjálparlaust. Þessi skógarþröstur hafði villst af leið og var kominn 150 sjómílur suður af landinu þeg- ar hann tyllti tá á Viðey RE. Var hann aðframkominn og hefði eflaust drepist ef hann hefði ekki hitt fyrir hjálpsama skipveija, sem gáfu honum ferskt vatn og brauð- mylsnu. Fuglinn var í góðu yfir- læti um borð þar til veiðiferðinni lauk. Þegar skipið nálgaðist land kvaddi hann með vængjaþyt og situr nú eflaust á tijágrein í ein- hveijum garðinum á höfuðborgar- svæðinu. —-----------♦ ♦ ♦---- Lát konu rannsakað Sextugur maður í gæsluvarð- haldi SEXTUGUR karlmaður var úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 3. maí næst- komandi í Héraðsdómi Norðurlands »—eystra vegna láts rúmlega sextugrar konu á bæ í Öxndal í Eyjafirði um helgina. Málsatvik eru þau að á laugar- dagskvöld kl. rúmlega 20 var óskað eftir lækni og sjúkrabifreið á bæ einn í Öxnadal vegna konu sem þar hafði látist. Lögregla var einnig send á staðinn. Þegar þangað var komið bentu ummerki á staðnum til þess að látið hefði ekki borið að með eðlilegum hætti, þannig að ákveðið var að rann- saka málið frekar. Sú rannsókn leiddi til þess að ábúandinn á bænum var handtekinn. Á sunnudag var krafist gæsluvarð- halds yfir manninum í hálfan mánuð -fjcr var krafan tekin fyrir í Héraðs- aómi Norðurlands eystra í gær þar sem úrskurðað var að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 3. maí næst- komandi. Rannsóknarlögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins, en nýtur aðstoðar tæknideildar Rann- sóknarlögreglu ríkisins. ----♦ ♦ ■♦--- Hestamanna- mót í Grímsey HESTAMANNAFÉLAGIÐ Léttir á Akureyri hyggst standa fyrir hesta- mannamóti í Grímsey 22. júní nk. Stefán Erlingsson hjá Létti segir að eftir því sem hann komist næst sé þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið í eynni. Ráðgert er að fara með 8-10 hross frá Akureyri með feijunni Sæfara og verður keppt í skeiði, stökki og töiti á flugveliinum. Breyting SH í hlutafélag verður rædd á félagsfundi Tillaga um að skipta eign SH í dótturfélögunum á milli félagsmanna dregin til baka AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samþykkti á Ak- ureyri í gær að fela stjórninni að endurskoða félagsform SH og leggja niðurstöðurnar fyrir sér- stakan félagsfund í haust. Þá skýr- ist hvort áhugi hefur aukist á því að breyta SH í hlutafélag. Tillaga um að afhenda félagsmönnum beint þá eign sem felst í dótturfélögunum í Bandaríkjunum og Bretlandi var dregin til baka. Sigurður Einarsson, útgerðar- ÖNNUR tegund A-stofna inflú- ensu stakk sér niður hér á landi eftir áramót í kjölfar hinnar fyrri í fyrrahaust. Helgi Guð- bergsson, starfandi héraðslækn- ir, segir að af því að tegundin hafi ekki valdið faraldri megi ætla að töluvert ónæmi hafi ver- ið fyrir henni meðal íslcndinga. Hins vegar óttast hann að marg- ir kunni að veikjast í kjölfar breytts stofns næsta haust. Helgi sagði að A-stofna H3N2 inflúensa hefði gengið yfir hér á landi í október, nóvember og desember og eitthvað fram yfir áramót. Eftir að sú inflúensa hefði gengið yfir hefði svo A- stofna HlNl inflúensa tekið við í mars og apríl. maður í Vestmannaeyjum, hefur í mörg ár barist fyrir breytingu á SH í hlutafélag. Fyrir fundinn í gær voru lagðar nýjar tillögur hans um þetta efni. í þeim fólst í fyrsta lagi að eign SH í dótturfélögunum í Bandaríkjunum og Bretlandi, Coldwater Seafood og Ieeland Frez- ing Plants, yrði afhent eigendum SH, þeir _ skipti hlutabréfunum á milli sín. í öðru lagi yrði stjórn SH falið að stofna hlutafélag sem þegar í júní tæki við öllum rekstri, eignum Hann sagði að þrjár tegundir inflúensu, þessar tvær af A- stofni og ein B-stofna, gengju að jafnaði yfir til skiptis og allar tegundirnar gætu breytt sér. Hins vegar væri óvenjulegt að tvær tegundir greindust á sama árinu. Afbrigðin væru lík og sömu sjúkdómseinkenni, höfuð- verkur, hálsbólga, kvef og hiti, gjarnan með hósta, fylgdu þeim. Bóluefnið frá því í fyrrahaust náði til beggja afbrigðanna. Nýr stofn kenndur við Kína Helgi sagði að af því að inflú- ensan væri svipuð fyrri inflúens- um hefðu ekki orðið miklir far- aldrar. Hins vegar væri ekki ólíklegt að inflúensufaraldur og skuldum SH og sölumiðstöðin lögð niður að því búnu. Skipting eigna Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH, lagði til að tillagan um að skipta eigninni í dótturfélögunum yrði felld. Hann lagði til að hlutafélagstillög- unni yrði vísað til stjómar, henni falið að endurskoða félagsformið og leggja niðurstöðumar fyrir sérstakan félagsfund í haust. Var sú tillaga samþykkt með öllum greiddum at- gengi yfir næsta haust. „Úti í heimi eru nefnilega farnir að gera vart við sig stofnar talsvert ólíkir fyrri stofnunum. Við höf- um ekki algjöra vissu fyrir því en búast má við að hressilegur faraldur gangi yfir næsta vet- ur,“ sagði hann. Iiann sagði að um töluvert breyttan A-stofn H3N2 væri að ræða og væri af- brigðið kennt við Wuhan-borg í Kína. Hann sagði að bólusett yrði við nýja afbrigðinu næsta haust. Það væri ólíkt fyrri afbrigðum og því væri lítið ónæmi fyrir í fólki. Líkur væru á að margir myndu veikjast. Inflúensan sjálf væri hins vegar ekki alvarlegri en fyrri inflúensur. kvæðum og dró Sigurður þá tillögu sína um dótturfélögin til baka. Sigurður sagðist vera þokkalega ánægður með þessa niðurstöðu, þegar rætt var við hann eftir fund- inn, þótt í henni fælist ekki efnisleg afstaða þýddi hún að unnið yrði í málinu. „Það fylgja þessu bæði kost- ir og gallar,“ sagði Sigurður um hlutafélagsformið. Sagðist hann telja að rekstur SH yrði skilvirkari í hlutafélagi og skýrara hvað menn ættu. Taldi hann betra að standast samkeppni, bæði innanlands og ut- an, með hlutafélagsforminu. „Tillagan kom fram með svo skömmum fyrirvara að ekki gafst tími til að fara yfir málið. Þetta er mjög mikil ákvörðun sem ná þarf um sem mestri sátt,“ sagði Jón Ing- varsson um afgreiðslu fundarins. Hann sagði að tillaga þessa efnis hefði komið reglulega til umfjöllun- ar í stjórn og á aðalfundum SH. Skiptar skoðanir væru um málið og vilji félagsmanna yrði að koma í ljós á félagsfundinum í haust. Bæði Sig- urður og Jón töldu að heldur vax- andi áhugi væri fyrir breytingum í þessa átt. Veikir félagið Dótturfélögin í Bandaríkjunum og Bretlandi eru stærstu eignir SH, 2,3 milljarðar króna. „Það kemur ekki til greina að svipta SH þessari eign. Það veikir félagið svo mikið að það hefði ekki þá burði sem þarf til að taka þátt í ört vaxandi sam- keppni,“ sagði Jón um þá hugmynd að afhenda eigendum SH eignar- hluti félagsins í Coldwater og IFPL. ■ Hagnaður helmingi/28 ------♦.♦■.♦--- Góða veðrið kætir ÞAÐ ríkti mikil gleði við Gerðu- berg í Breiðholti í gær þegar ungir sem aldnir skemmtu sér saman i vorblíðunni. ------♦-♦-♦---- Uppsagnir heilsugæslu- lækna fram- lengdar HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra hefur ákveðið að neyta heimildar laga til að framlengja upp- sagnarfrest 129 heilsugæslulækna um þijá mánuði. Læknarnir sögðu upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara 1. febrúar sl. og hefðu því átt að hætta störfum í dag. Uppsagnarfresturinn var framlengdur til 31. júlí nk. Katrín Fjelsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagði að í bréfi með uppsögnunum hefði komið fram að nauðsynlegt væri að kveða upp úr um verkaskiptingu í heilbrigð- ismálum og skerpa línurnar hvað varðaði stjórnkerfi heilsugæslunnar. Ekki fyrr en að því loknu væri hægt að hefja viðræður um gerð kjara- samninga heilsugæslulækna. Morgunblaðið/Sverrir Breyttur inflúensustofn gæti gert usla næsta vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.