Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 // l J MORGUNBLAÐIÐ Til sölu í Hafnarfirði Álfaskeið: Góð 2ja herberbja íbúð 58 fm á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Parket. Bílskúr. Verð aðeins 5,4 millj. Boðahlein - Hrafnista: 85 fm endaraðhús með sól- skála. Þjónusta frá Hrafnistu. Tilboð óskast. Laufvangur: 3ja herbergja íb. á 2. hæð. Verð 6,4 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. CCO 11C0-RR9 1170 LÁRUS þ VALDIMARSSON, framkv&moastjori UUl IIUUUUl IU/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, LOGGIITUR FASTEIGNASALI Nýkomnar á söluskrá m.a. eigna: Sólrík - rétt við Landspítalan Góð 3ja herb. hæð um 80 fm í reisul. fjórbýlish. við Þorfinnsgötu. Nýir gluggar og gler. Nýl. eldhús. Laus 1. júní nk. Vinsæll staður. Skammt frá Húsasmiðjunni Góð íbúð 3ja herb. á 1. hæð rúmir 80 fm rétt við Sæviðarsund. Park- et. Svalir. Rúmgóð geymsla í kj. Vinsæll staður. Sólrík - Rofabær - fráb. greiðslukj. 2ja herb. íbúð á 1. hæð tæpir 60 fm. Sólverönd. Langtímalán kr. 3 millj. Laus fljótl. Tilboð óskast. Útsýni - Háaleitisbraut - laus strax 3ja herb. vel umgengin íb. á 3. hæð. Parket. Sameign utanhúss ný- standsett. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Góð íbúð - gott lán - gott verð 3ja herb. íb. á 1. hæð við Leirubakka. Sérþvottah. Vestursvalir. Gott kjallaraherb. Ágæt sameign. Útsýni. Barðavogur - þríbýli - gott verð Rúmgóð samþ. 2ja herb. kjíb. Vinsæll staður. Laus fljótl. Skipti mögul. á eins herb. íb. Tilboð óskast. Einbýli - fjársterkur kaupandi Leitum að góðrí eign - raðhúsi, parhúsi eða einbýlishúsi um. 120-130 fm auk bílskúrs - fyrir traustan kaupanda sem flytur til landsins á næstunni. I Hafnarfirði óskast góð 3ja-4ra herb. íb. um 100 fm með 35-40 fm bílsk. Rétt eign borguð út. ALMEIMNA FASTEIGNASALAM L&U6LVE6118 S. 552 1158-552 1370 Sýnishorn úr söluskrá ★ innflutningurfyrir aukahluti fyrir GSM:síma. ★ Lítil þekkt heildverslun, gjafavörur, leikföng. ★ Framköllunarfyrirtæki í verslunarmiðstöð. ★ Hellugerð með næg verkefni. ★ Vélaverkstæði úti á landi. Mæg vinna. ★ Sjálfsalar. Frábær fjáröflun. ★ Innflutningur og sala á parketi. ★ Sundlaug, 5x10 m, frístandandi, Ódýr. ★ Innrömmun og Ijósritun. Atvinna fyrir einn. ★ Tískufataverslun í miðborginni. ★ Þekkt gæludýraverslun. Innflutningur. ★ Lítil þægileg fiskbúð í Reykjavík. ★ Sólbaðsstofa, 8 bekkir, gott verð. ★ Blómabúð í miðborginni, gott verð. ★ Barnafatabúð. Góð velta. Þekkt merki. ★ Tískuvöruverslun við Laugaveg. ★ Veitingarekstur. Glæsil. húsn. Vínveitingal. ★ Veitingahús með öðruvísi skyndibitum. ★ Hamborgarastaður í Fákafeninu. ★ Pizza '67 á pottþéttum stað. ★ Lítil, þægileg matvöruverslun. ★ Dagsöluturn í miðborginni. ★ Skyndibitastaður í Kringlunni. ★ Þekktasti söluturn borgarinnar. ★ Blómabúð í verslunarmiðstöð í miðborginni. ★ Lítil offsetprentsmiðja, laus strax. ★ Stórglæsileg og ódýr myndbandaleiga. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. I^TTfTTTFTTITn^TITViTTl SUDURUE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. LAUGAV. 20. S. 552-5040 - FAKAFENI52. S. 568-3919 KIRKJUVEG110, VESTM.. SÍIVII 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIROI, S. 5655230 LAUGAV. 20. S. 552-5040 - FAKAFENI52. S. 568-3919 KIRKJUVEG110. VESTNI.. SIMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIRÐI, S. 5655230 GLEÐILEGT SUMAR! FRÉTTIR Frumvörp um skráningargjald í háskóla enn óafgreidd Ekki tókst að ljúka síðustu umræðu í gær EKKI tókst í gær að afgreiða laga- frumvörp á Alþingi sem ætlað er að styrkja lagagrundvöll skráning- argjalds í Háskóla íslands og Há- skólanum á Akureyri. Frumvörpin var tekið var til lokaumræðu á Alþingi í gær en umræðu var frestað undir kvöld. Samkvæmt þeim verður skráning- argjaldið 24 þúsund krónur og verður heimilt að láta hluta þess renna til félagsstofnana stúdenta og stúdentaráða. Gert er ráð fyrir að upphæð skráningargjaldsins sé endurskoðuð árlega í tengslum við gerð fjárlaga. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar voru mjög mótfallnir frumvörp- unum og fullyrtu að með þeim væri verið að stíga skref í átt til almennra skólagjalda á íslandi. Ljóst væri að gjaldið væri mun hærra en raunverulegur kostnaður við skráningu í skólana og væri í raun ætlað að fjármagna hluta af almennum rekstri. - Stórhættulegt skref Sögðu stjórnarandstöðuþing- menn að þetta skólagjaldaskref væri stórhættulegt gagnvart þeim iífskjarajafnaðargrundvelli, sem íslenskri skólar ættu að standa á. Björn Bjarnason menntamála- Skráningargjald verði 24 þúsund krónur ráðherra sagði að frumvörpin væru ekki um skólagjöld heldur skrásetningargjald og deilan sner- ist í raun um hve hátt gjaldið ætti að vera. Björn benti í því sambandi á, að þingmenn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hefðu lagt fram breytingartillögu um að skráningargjaldið yrði 9.000 krón- ur. Sú tillaga, sem felld var við 2. umræðu um málið, gerði ráð fyrir að 5.000 krónur rynnu aftur til stúdenta en mismunurinn væri í efnislegum tengslum við þá þjón- ustu sem greitt væri fyrir. Kosningaloforð brotin? Þingmenn sögðu einnig á að Framsóknarflokkurinn hefði svikið kosningaloforð sín frá síðustu kosningabaráttu en þá hefði m.a. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, lýst því yfir að flokkur- inn myndi beita sér fyrir lækkun skráningargjalda. Nú væri verið að ræða um hækkun skráningar- gjaldsins í háskóla úr rúmum 22 þúsund krónum, eins og það var á síðasta skólaári, í 24 þúsund krónur. Hjálmar Árnason, þingmaður flokksins, sagði að ástæðan fyrir auknum þjónustugjöldum væri sá vandi, sem íslendingar eins og aðrar þjóðir Evrópu ættu við að etja; vaxandi halli ríkissjóðs. Hjálmar sagði að eitt meginkosn- ingaloforð formanns Framsóknar- flokksins hefði verið að bæta stöðu ríkissjóðs. Vissulega hefðu fram- sóknarmenn sagt að menntamál ættu að vera ofanlega í forgangs- röð mála og þau nytu forgangs, þótt enn þyrfti að gera betur. Með hallalausum fjáriögum muni skap- ast svigrúm fyrir enn meiri áherslu á menntamál. Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, spurði hvort Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki vitað fyrr en eftir kosningar að það var halli á fjárlögum á síðasta kjör- tímabili, því öll brot á kosningalof- orðum flokksins væru nú skýrð með ríkissjóðshallanum. Guðni Agústsson, Framsóknar- flokki, sagði að árásir stjórnarand- stöðunnar á flokkinn væri útúr- snúningur því allir stjórnmála- flokkar í þingsalnum væru sam- mála um að taka þetta gjald upp. Laus úr haldi MAÐURINN sem handtekinn var í Hafnarfirði á laugardagsmorgun- inn í tengslum við rannsókn á tveimur íkveikjum í bænum hefur verið látinn laus úr haldi. Maðurinn var handtekinn ölvaður í grennd við stað þar sem Mercedes Benz fólksbíll stóð í ljósum logum á sjötta tímanum á laugardags- morguninn. Nokkrum tímum áður hafði eldur verið borinn að nýbygg- ingu skammt frá. Maðurinn, sem samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur áður hlotið refsidóm fyrir íkveikju, var látinn laus úr haldi á laugar- dag. Málið er áfram til rannsóknar hjá lögreglu. Morgunblaðið/Sverrir Kosningamiðstöð opnuð ÖLAFUR Ragnar Grímsson, sem boðið hefur sig fram í forsetakosningunum í sumar, opnaði kosningamiðstöð sl. laugardag á Hverfisgötu 33. Sýnir myndin hann við það tækifæri í hópi stuðnings- manna. Sex þingmenn leggja fram frumvarp um álagningar- og skattskrár Vilja heimila úr- vinnslu og útgáfu SEX þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að heimilt verði að birta áiagningar- og skattskrár, vinna úr upplýsing- um sem þar koma fram og gefa þær upplýsingar út að hluta eða að öllu leyti. Einnig er í frumvarp- inu gert ráð fyrir samskonar heim- ild um birtingu, úrvinnslu og út- gáfu á upplýsingum úr virðisauka- skattskrá. Jóhanna Sigurðardótt- ir, Þjóðvaka, er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins en með- flutningsmenn eru Jón Kristjáns- son, Framsóknarflokki, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, Sig- hvatur Björgvinsson og Rann- veig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, og Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi. Aðhald Frumvarpið er lagt fram vegna umdeildrar reglugerðar sem fjármálaráðuneytið hefur sett á grundvelli úrskurðar Tölvunefndar, en samkvæmt reglugerðinni er birting, úr- vinnsla og útgáfa upplýsinga sem koma fram í álagningarskrá og skattskrá óheimil. í greinargerð segir að að það sé mjög óeðlilegt að laga- og reglugerðarákvæði hindri að- gang að skattskrám en veiga- mikið atriði gegn skattsvikum sé virkt aðhald. Meðal annars hafi verið stofnuð eftirlitsnefnd í einu sveitarfélagi til að bera saman skatta og lífsstíl og fjöl- miðlar hafi reynt að halda uppi aðhaldi gegn skattsvikum og m.a. nýtt álagningar- og skatt- skrár í því skyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.