Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 // l J MORGUNBLAÐIÐ Til sölu í Hafnarfirði Álfaskeið: Góð 2ja herberbja íbúð 58 fm á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Parket. Bílskúr. Verð aðeins 5,4 millj. Boðahlein - Hrafnista: 85 fm endaraðhús með sól- skála. Þjónusta frá Hrafnistu. Tilboð óskast. Laufvangur: 3ja herbergja íb. á 2. hæð. Verð 6,4 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. CCO 11C0-RR9 1170 LÁRUS þ VALDIMARSSON, framkv&moastjori UUl IIUUUUl IU/U KRISTJAN KRISTJÁNSSON, LOGGIITUR FASTEIGNASALI Nýkomnar á söluskrá m.a. eigna: Sólrík - rétt við Landspítalan Góð 3ja herb. hæð um 80 fm í reisul. fjórbýlish. við Þorfinnsgötu. Nýir gluggar og gler. Nýl. eldhús. Laus 1. júní nk. Vinsæll staður. Skammt frá Húsasmiðjunni Góð íbúð 3ja herb. á 1. hæð rúmir 80 fm rétt við Sæviðarsund. Park- et. Svalir. Rúmgóð geymsla í kj. Vinsæll staður. Sólrík - Rofabær - fráb. greiðslukj. 2ja herb. íbúð á 1. hæð tæpir 60 fm. Sólverönd. Langtímalán kr. 3 millj. Laus fljótl. Tilboð óskast. Útsýni - Háaleitisbraut - laus strax 3ja herb. vel umgengin íb. á 3. hæð. Parket. Sameign utanhúss ný- standsett. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Góð íbúð - gott lán - gott verð 3ja herb. íb. á 1. hæð við Leirubakka. Sérþvottah. Vestursvalir. Gott kjallaraherb. Ágæt sameign. Útsýni. Barðavogur - þríbýli - gott verð Rúmgóð samþ. 2ja herb. kjíb. Vinsæll staður. Laus fljótl. Skipti mögul. á eins herb. íb. Tilboð óskast. Einbýli - fjársterkur kaupandi Leitum að góðrí eign - raðhúsi, parhúsi eða einbýlishúsi um. 120-130 fm auk bílskúrs - fyrir traustan kaupanda sem flytur til landsins á næstunni. I Hafnarfirði óskast góð 3ja-4ra herb. íb. um 100 fm með 35-40 fm bílsk. Rétt eign borguð út. ALMEIMNA FASTEIGNASALAM L&U6LVE6118 S. 552 1158-552 1370 Sýnishorn úr söluskrá ★ innflutningurfyrir aukahluti fyrir GSM:síma. ★ Lítil þekkt heildverslun, gjafavörur, leikföng. ★ Framköllunarfyrirtæki í verslunarmiðstöð. ★ Hellugerð með næg verkefni. ★ Vélaverkstæði úti á landi. Mæg vinna. ★ Sjálfsalar. Frábær fjáröflun. ★ Innflutningur og sala á parketi. ★ Sundlaug, 5x10 m, frístandandi, Ódýr. ★ Innrömmun og Ijósritun. Atvinna fyrir einn. ★ Tískufataverslun í miðborginni. ★ Þekkt gæludýraverslun. Innflutningur. ★ Lítil þægileg fiskbúð í Reykjavík. ★ Sólbaðsstofa, 8 bekkir, gott verð. ★ Blómabúð í miðborginni, gott verð. ★ Barnafatabúð. Góð velta. Þekkt merki. ★ Tískuvöruverslun við Laugaveg. ★ Veitingarekstur. Glæsil. húsn. Vínveitingal. ★ Veitingahús með öðruvísi skyndibitum. ★ Hamborgarastaður í Fákafeninu. ★ Pizza '67 á pottþéttum stað. ★ Lítil, þægileg matvöruverslun. ★ Dagsöluturn í miðborginni. ★ Skyndibitastaður í Kringlunni. ★ Þekktasti söluturn borgarinnar. ★ Blómabúð í verslunarmiðstöð í miðborginni. ★ Lítil offsetprentsmiðja, laus strax. ★ Stórglæsileg og ódýr myndbandaleiga. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. I^TTfTTTFTTITn^TITViTTl SUDURUE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. LAUGAV. 20. S. 552-5040 - FAKAFENI52. S. 568-3919 KIRKJUVEG110, VESTM.. SÍIVII 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIROI, S. 5655230 LAUGAV. 20. S. 552-5040 - FAKAFENI52. S. 568-3919 KIRKJUVEG110. VESTNI.. SIMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIRÐI, S. 5655230 GLEÐILEGT SUMAR! FRÉTTIR Frumvörp um skráningargjald í háskóla enn óafgreidd Ekki tókst að ljúka síðustu umræðu í gær EKKI tókst í gær að afgreiða laga- frumvörp á Alþingi sem ætlað er að styrkja lagagrundvöll skráning- argjalds í Háskóla íslands og Há- skólanum á Akureyri. Frumvörpin var tekið var til lokaumræðu á Alþingi í gær en umræðu var frestað undir kvöld. Samkvæmt þeim verður skráning- argjaldið 24 þúsund krónur og verður heimilt að láta hluta þess renna til félagsstofnana stúdenta og stúdentaráða. Gert er ráð fyrir að upphæð skráningargjaldsins sé endurskoðuð árlega í tengslum við gerð fjárlaga. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar voru mjög mótfallnir frumvörp- unum og fullyrtu að með þeim væri verið að stíga skref í átt til almennra skólagjalda á íslandi. Ljóst væri að gjaldið væri mun hærra en raunverulegur kostnaður við skráningu í skólana og væri í raun ætlað að fjármagna hluta af almennum rekstri. - Stórhættulegt skref Sögðu stjórnarandstöðuþing- menn að þetta skólagjaldaskref væri stórhættulegt gagnvart þeim iífskjarajafnaðargrundvelli, sem íslenskri skólar ættu að standa á. Björn Bjarnason menntamála- Skráningargjald verði 24 þúsund krónur ráðherra sagði að frumvörpin væru ekki um skólagjöld heldur skrásetningargjald og deilan sner- ist í raun um hve hátt gjaldið ætti að vera. Björn benti í því sambandi á, að þingmenn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hefðu lagt fram breytingartillögu um að skráningargjaldið yrði 9.000 krón- ur. Sú tillaga, sem felld var við 2. umræðu um málið, gerði ráð fyrir að 5.000 krónur rynnu aftur til stúdenta en mismunurinn væri í efnislegum tengslum við þá þjón- ustu sem greitt væri fyrir. Kosningaloforð brotin? Þingmenn sögðu einnig á að Framsóknarflokkurinn hefði svikið kosningaloforð sín frá síðustu kosningabaráttu en þá hefði m.a. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, lýst því yfir að flokkur- inn myndi beita sér fyrir lækkun skráningargjalda. Nú væri verið að ræða um hækkun skráningar- gjaldsins í háskóla úr rúmum 22 þúsund krónum, eins og það var á síðasta skólaári, í 24 þúsund krónur. Hjálmar Árnason, þingmaður flokksins, sagði að ástæðan fyrir auknum þjónustugjöldum væri sá vandi, sem íslendingar eins og aðrar þjóðir Evrópu ættu við að etja; vaxandi halli ríkissjóðs. Hjálmar sagði að eitt meginkosn- ingaloforð formanns Framsóknar- flokksins hefði verið að bæta stöðu ríkissjóðs. Vissulega hefðu fram- sóknarmenn sagt að menntamál ættu að vera ofanlega í forgangs- röð mála og þau nytu forgangs, þótt enn þyrfti að gera betur. Með hallalausum fjáriögum muni skap- ast svigrúm fyrir enn meiri áherslu á menntamál. Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, spurði hvort Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki vitað fyrr en eftir kosningar að það var halli á fjárlögum á síðasta kjör- tímabili, því öll brot á kosningalof- orðum flokksins væru nú skýrð með ríkissjóðshallanum. Guðni Agústsson, Framsóknar- flokki, sagði að árásir stjórnarand- stöðunnar á flokkinn væri útúr- snúningur því allir stjórnmála- flokkar í þingsalnum væru sam- mála um að taka þetta gjald upp. Laus úr haldi MAÐURINN sem handtekinn var í Hafnarfirði á laugardagsmorgun- inn í tengslum við rannsókn á tveimur íkveikjum í bænum hefur verið látinn laus úr haldi. Maðurinn var handtekinn ölvaður í grennd við stað þar sem Mercedes Benz fólksbíll stóð í ljósum logum á sjötta tímanum á laugardags- morguninn. Nokkrum tímum áður hafði eldur verið borinn að nýbygg- ingu skammt frá. Maðurinn, sem samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur áður hlotið refsidóm fyrir íkveikju, var látinn laus úr haldi á laugar- dag. Málið er áfram til rannsóknar hjá lögreglu. Morgunblaðið/Sverrir Kosningamiðstöð opnuð ÖLAFUR Ragnar Grímsson, sem boðið hefur sig fram í forsetakosningunum í sumar, opnaði kosningamiðstöð sl. laugardag á Hverfisgötu 33. Sýnir myndin hann við það tækifæri í hópi stuðnings- manna. Sex þingmenn leggja fram frumvarp um álagningar- og skattskrár Vilja heimila úr- vinnslu og útgáfu SEX þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að heimilt verði að birta áiagningar- og skattskrár, vinna úr upplýsing- um sem þar koma fram og gefa þær upplýsingar út að hluta eða að öllu leyti. Einnig er í frumvarp- inu gert ráð fyrir samskonar heim- ild um birtingu, úrvinnslu og út- gáfu á upplýsingum úr virðisauka- skattskrá. Jóhanna Sigurðardótt- ir, Þjóðvaka, er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins en með- flutningsmenn eru Jón Kristjáns- son, Framsóknarflokki, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, Sig- hvatur Björgvinsson og Rann- veig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, og Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi. Aðhald Frumvarpið er lagt fram vegna umdeildrar reglugerðar sem fjármálaráðuneytið hefur sett á grundvelli úrskurðar Tölvunefndar, en samkvæmt reglugerðinni er birting, úr- vinnsla og útgáfa upplýsinga sem koma fram í álagningarskrá og skattskrá óheimil. í greinargerð segir að að það sé mjög óeðlilegt að laga- og reglugerðarákvæði hindri að- gang að skattskrám en veiga- mikið atriði gegn skattsvikum sé virkt aðhald. Meðal annars hafi verið stofnuð eftirlitsnefnd í einu sveitarfélagi til að bera saman skatta og lífsstíl og fjöl- miðlar hafi reynt að halda uppi aðhaldi gegn skattsvikum og m.a. nýtt álagningar- og skatt- skrár í því skyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.