Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.04.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 URVERINU ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Algengasta rækjuverðið tæpar 90 krónur á kíló SKIPTAR skoðanir eru um þá úr- skurði um rækjuverð sem Úrskurð- arnefnd um fískverð hefur felit á Snæfellsnesi. Útgerðarmenn benda á að úrskurðirnir séu hærri en meðalverð á ófrystri rækju og að þeir taki ekki _mið af lækkandi af- urðaverði. Ósamkomulagi um rækjuverð milli þriggja rækjuskipa og Sigurðar Ágústssonar h'f. var vísað til Úrskurðarnefndar um fisk- verð. Úrskurðurinn féll fyrr í mán- uðinum á þann veg að Sigurði Ág- ústssyni hf. bæri að greiða 100 krónur fyrir 270 stykki í kílói og færri, 70 krónur fyrir 270 til 330 stykki í kílói og 60 krónur fyrir 330 stykki og fleiri. Úrskurðurinn gildir til mánaðamóta, en þegar hefust tekizt samkomulag milli fyrirtækis- ins og áhafna bátanna um lægra verð frá þeim tíma til hausts. Þetta er sjöundi úrskurðurinn á þessu ári og gildir hann fram í maíbyijun. Málsatvik voru með þeim hætti að áhafnirnar á Svani, Kristni Friðrikssyni og Hamrasvani sættu sig ekki við tilboð Sigurðar Ágústssonar hf. um að fá 90 krón- ur fyrir 230 stykki og færri kílóið, 85 krónur fyrir 231 til 270 stykki, 70 krónur fyrir 271 til 330 stykki og 50 krónur fyrir 331 stykki og fleiri. Yfir 30% af rækju í febrúar fóru á verði yfir 100 krónum „Þetta er úrskurðað með seljend- um og oddamanni," segir Sævar Gunnarsson, fundarstjóri Úrskurð- arnefndar um fiskverð. „Menn hafa auðvitað ekki verið sáttir við úr- skurðinn vegna þess að ekki náðist samkomulag." Sævar er spurður hvernig standi á því að úrskurðurinn sé upp á hundrað krónur á meðan meðalverð Deilt um verð á rækju til vinnslu á Snæfellsnesi hafi verið 92 krónur í febrúar. „Ein- faldlega vegna þess að verð á ferskri rækju eru líka langt yfir hundrað krónum," svarar hann. „Það eru yfir 30% af þeim 4.400 tonum sem voru afgreidd í febrúar á verðinu yfir 100 krónum.“ Hann segir að Úrskurðarnefndin hafi úrskurðað verð þrívegis þar sem hæsta verð sé 100 krónur. Síð- an eigi eftir að koma í ljós hvað meðalverðið verði þegar búið verði að landa aflanum. Einnig nefnir hann að útgerðar- menn og sjómenn hafi komist að samkomulagi eftir áramótin um verð á innfjarðarrækju í ísaljarð- ardjúpi. Þá hafi verið samið um að verðið yrði 109 krónur í janúar. „Innfjarðarrækjan er smærri en verðhæsta rækjan í úrskurðinum, en samt gátu útgerðarmenn fallist á samninga," segir Sævar. „Ástæð- an er sú að þar er ekkert kvóta- brask. Það er ekkert verslað með innfjarðarrækjuna og þá er hægt að borga fyrir hana sanngjarnt verð.“ Eigum inni hækkun Hann segir tilgangurinn með Úrskurðamefnd um fiskverð sé ein- faldlega að hækka það frá einhliða ákveðnu verði. „Málið snýst um það að við höfum verið a ðdragast aftur úr í verði og gífurleg óánægja hef- ur verið með það meðal sjómanna,“ segir hann. „Áður en Úrskurðar- nefndin varð til var verðið einhliða ákveðið af kaupendum." Sævar tekur ekki undir þær radd- ir að útgerðin standi ekki undir svona háu verði þegar afurðaverð fari iækkandi. „Útgerðirnar geta greitt svona hátt verð vegna þess að hráefnishlutfall í framleiðslu- verðinu er ekkert nálægt því komið í það sem það var þegar Verðlags- ráð ákvarðaði verðið,“ svarar hann. „Það vantar stóran hlut í það sem var þegar Verðlagsráð var síð- ast virt. Það þýðir að við eigum mikið eftir enn til að komast í þann punkt sem verðið var í þá. Við telj- um því að þrátt fyrir verðfall á smárækjunni eigum við inni þessa hækkun." Hæsti úrskurður sem þekktist „Það verð sem var afgreitt inn á Stykkishólmi er alveg út úr kort- inu,“ segir Sigurður Sigurbergsson hjá Soffaníasi _ Cecilssyni hf. í Grundarfirði. „Ástæðan er sú að afurðaverð hefur fallið mikið á þess- um tíma.“ Hann segir að Soffanías Cecils- son hafi fengið úrskurð í haust upp á hundrað krónur eða sama úr- skurð og núna sé felldur á Sigurð Ágústsson hf. „Þegar við fengum á okkur hundrað króna úrskurðinn vil ég meina að það hafi verið hæsta verð sem þá þekktist," segir Sigurður. Síðan segir 'hann að það hafi komið hlé á rækjuvertíðinni, afurða- verð hafi hríðfallið og ekki sjái enn- þá fyrir endann á því. Birgðasöfnun hafi aldrei verið eins mikil í rækj- unni og núna. „Við erum að borga 85 krónur fyrir 270 stykki og færri.“ Að sögn Sigurðar hafa úrskurð- irnir alltaf verið hærri en meðal- rækjuverð og þess vegna hafi það alltaf verið að hækka. Hann segir að aðrir stærðarflokkar á rækju en 270 stykki og færri hafi lítil sem engin áhrif á verðið. Sá flokkur sé yfir 99% af þeim afla sem berist á land. „Þegar sagt er að rækjan fari á 100 krónur er verið að dsema á okkur 100 krónur," segir hann. „Á síðustu tveimur árum hefur tvisvar sinnum gerst að við höfum farið yfír 270 stykki. Flokkur yfir 270 stykki er ekki til á þessu svæði.“ Sigurður er heldur ekki ánægður með að allur kostnaður falli á út- gerðina. Til dæmis hafi verið léleg veiði í Kolluál undanfarið og þess vegna þurfi að senda Grundfirðing norður fyrir land. Þar með falli sex til sjö króna aukakostnaður á út- gerðina. Rækjuvinnslan í mikilli kreppu „Mér finnst þessi úrskurður alveg fáránlegur," segir Stefán Garðars- son, framkvæmdastjóri Snæfell- ings. „Þetta verð er alltof hátt mið- að við forsendur fyrir rækjuverði í dag. Ég er t.d. að borga um áttatíu krónur þannig að mér finnst þetta alltof hátt. Úrskurðurinn er ekki í takt við raunveruleikann og það sem er að gerast í rækjunni í dag.“ Stefán segir að afurðaverð hafi lækkað um 15% þannig að rækju- vinnslan geti ekki borgað það hrá- efnisverð sem verið sé að úrskurða. Rekstur rækjuvinnslunhar leyfi það ekki. Ef íslendingar ætli að halda áfram að verka rækju verði þeir að gjöra svo vel að ve''a í takt við markaðsverð á rækju á hveijum tíma. „Annars gengur þetta ekki upp,“ segir hann. „Ef þetta ætti að vera gegnum gangandi verð yrðu rækju- verksmiðjur að hætta. Þetta er allt í lagi á meðan afurðaverð er hátt erlendis, en það er hending að maður selji kíló og kíló um þessar mundir. Og þegar maður er að selja þá er það á lágu verði þannig að rækjuvinnslan er í mikilli kreppu að mínum dómi.“ Morgunblaðið/Helgi Mar Ámason RÆKJUVEIÐI hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, en afurða- verð verið í lágmarki þar til á síðasta ári. Það er nú farið að lækka á ný. Það þarf því ekki að vera eins mikill hagur að því og áður að fá gott hal eins hér sést. Reuter * Olympíueldur á ferð um Bandaríkin ÓLYMPÍUELDURINN kom til Bandaríkjanna fyrir helgina og hófst strax boðhlaup með hann um landið þvert og endilangt. í því taka tugþúsundir hárra sem lágra þátt og á myndinni leggur 12 ára fötluð stúlka, Kourtni Swanson frá Honolulu á Hawai, sinn skerf til kyndilhlaupsins í San Franciscó í Kaliforníu. Lipponen hótaði að segja af sér Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hótaði á föstudag að segja af sér ef þingflokkur jafnaðarmanna sam- þykkti ekki tillögu ríkisstjórnarinnar um skertar atvinnu- leysisbætur. Nú hafa fjórir stjórnarflokk- ar af fimm sam- þykkt tillöguna og aðeins- Vinstra- bandalagið (fyrrv. kommúnistar) hefur ekki tekið afstöðu. Skerðing fram- lags til atvinnuleysisbóta er þátt- ur í sparnaðaráætlun ríkis- stjórnarinnar sem stefnir að jafn- vægi í ríkisfjármálum. Hafa eink- um hægrimenn undir forrystu Saulis Niinistös fjármálaráðherra kappkostað að sparnaðaráætl- uninni verði framfylgt. Vinstri- flokkar í stjórninni hafa verið uggandi enda samþykktu jafn- aðarmenn ekki tillöguna fyrr en forsætisráðherrann lýsti því yfir að þetta væri spurning um hvort stjórnin héldi velli. Skerðingin bitnar einkum á fólki yngra en 25 ára. Verði til- lagan samþykkt getur þetta fólk ekki fengið eðlilegar bætur nema það fari í framhaldsnám. Einnig er kveðið á um að menn þurfi að vinna í að minnsta kosti 10 mánuði til þess að fá fullar at- vinnuleysisbætur. Hingað til hefur lág- markstíminn verið 6 mánuðir. Vinstrabanda- lagið úr stjórninni? Skerðing atvinnu- leysisbótanna hefur valdið mestu átökun- um til þessa innan fimm flokka ríkis- stjórnar Lipponens. Stjórnarsamsteypa Hægriflokksins, jafnaðarmanna, Vinstrabandalags- ins, Græningja og Sænska þjóð- arflokksins tók við fyrir rúmu ári. Fyrstu mánuðir stjórnarinnar einkenndust af miklum einhug. Stjórnin tók margar erfiðar ákvarðanir um takmörkun á rík- isútgjöldum. Nú virðast vinstri öflin innan stjórnarinnar hafa komið að leið- arlokum hvað varðar skerðingu félagsmálaútgjalda. Vinstra- bandalagið mun íhuga þann kost að fara í stjórnarandstöðu. Vinstrimenn eru samt ekki nógu margir til þess að ógna þingmeiri- hluta stjórnarinnar. Verkalýðs- armur jafnaðarmanna hefur hingað til stutt Lipponen en þeir sjö þingmenn sem greiddu at- kvæði á móti tillögunni á þing- flokksfundinum eiga ef til vill eftir að fá fleiri til liðs við sig. PAAVO Lipponen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.