Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun mælir 3,5% fjölgun starfa á tólf mánuðum Þörf fyrir fleira starfsfólk í iðnaði KÖNNUN íjóðhagsstofnunar á at- vinnuástandi í apríl sl. gefur til kynna að störfum hér á landi hafi fjölgað verulega frá sama tíma í fyrra eða um 3,5%. hjá þeim fyrir- tækjum sem könnunin náði til. Mik- il eftirspurn er eftir starfsfólki í iðnaði. Atvinnuástand á lands- byggðinni hefur batnað meira en á höfuðborgarsvæðinu. Aberandi er að stjómendur sjúkrahúsa telja sig hafa mikla þörf fyrir að fækka starfsfólki. Könnunin er gerð þrisvar á ári og nær til 240 fyrirtækja í öllum atvinnugreinum, nema landbúnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu. Sjúkrahús eru þó með í könnun- inni. Stjómendur fyrirtækjanna em spurðir hvort þeir telji sig hafa þörf fyrir að fækka eða fjölga starfs- fólki. Svör frá 215 fyrirtækjum bárust. Sjúkrahúsin vilja fækka starfsfólki um 145 í janúar sl. töldu stjómendur fyr- irtækjanna sig þurfa að fækka starfsfólki um 130. Nú er niðurstað- an að fyrirtæki á landsbyggðinni töldu sig þurfa að fjölga starfsfólki um 200, en fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu töldu sig þurfa að fækka starfsfólki um 200. Það sem ræður mestu um niðurstöðuna á höfuð- borgarsvæðinu er að sjúkrahúsin vilja fækka starfsfólki um 145. Óskir um svo mikla fækkun hafa ekki sést hjá sjúkrahúsunum frá því að Þjóðhagsstofnun hóf að gera þessar kannanir. Könnunin gefur til kynna að mikill vöxtur sé í iðnaði um þessar mundir. Iðnrekendur telja sig þurfa að fjölga starfsfólki hjá sér um 145, en mörg ár eru síðan svo há tala hefur mælst í atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar. Til samanburð- ar má nefna að í september 1992 töldu iðnrekendur sig hafa þörf fyr- ir að fækka starfsfólki um 385 og í janúar 1994 um 335. Vöxtur er einnig í fiskiðnaði. Þar vantar fyrir- tæki í könnuninni 75 menn í vinnu. Að mati Þjóðhagsstofnunar eru horfur um sumarstörf heldur betri en þær vom um þetta leyti í fyrra. Stofnunin telur könnunina ekki gefa tilefni til að breyta fyrri áætl- unum um atvinnuleysi á árinu. Spáð er 4,4% atvinnuleysi á árinu, en atvinnuleysi í fyrra mældist 5%. Skemmdarverk í sljórnstöð Rally kross klúbbsins við Krýsuvíkurveg Tækjabún- aður brot- inn og bílar eyðilagðir ALLT sem hægt var að eyði- leggja hefur verið eyðilagt í stjórnstöð Rally kross klúbbsins, sem rekur sérhannaða keppnis- braut við Krýsuvíkurveg. Síðustu daga og vikur hafa skemmdar- vargar leikið lausum hala um svæðið, skemmt ýmsan tælqa- búnað, eyðilagt bíla og brotið allt og bramlað í stjórnstöðvar- húsi brautarinnar. Halda á fyrsta mót til íslandsmeistaratitils á brautinni á sunnudaginn og í gær unnu stórvirkar vinnuvélar að því að koma svæðinu við brautina í keppnishæft horf. „Menn hafa farið hamförum hérna. Skúr sem í var tölvuteng- ing við stjórnstöðina var hrein- lega ekinn niður, rifinn af grunn- inum og allur sá búnaður er ónýt- ur. í stjórnstöðinni voru allar rúður brotnar, klósett mölvuð mélinu smærra og skotið með riffli á öll ljós. Bílar voru eyði- lagðir og kveikt í þeim. Ég skil ekki hvaða hvatir liggja að baki,“ sagði Guðbergur Guðbergsson í • ■ V' . Morgunblaðið Gunnlaugur Rögnvaldsson GUÐBERGUR Guðbergsson og Guðmundur Siguijónsson við skýli, sem var tölvutengt stjórnstöð- inni en var rifið af grunninum. samtali við Morgunblaðið, en hann er einn af rekstaraðilum brautarinnar. í gær unnu starfsmenn ET bíla að því að hreinsa svæðið við stjórnstöðina, þar sem allt var í glerbrotum, innanhúss sem utan. „Það loguðu eldar hér í tvo daga fyrir skömmu, eftir að einhveijir höfðu komið, klesst bíl og kveikt síðan í. Brunnu um leið 100 dekk, sem notuð voru til að afmarka brautina að hluta. í vetur höfum við hirt átta bílhræ, sem svipaður leikur hafði verið leikinn með, ef leik skyldi kalla. Ég átti sjálfur fótum fjör að launa í vetur, þegar ég kom að mönnum sem voru að eyðileggja bíl. Ég stöðvaði og þá stukku út tveir menn með homabojtakylf- ur og voru hinir verstu. Ég varð að flýja af hólmi. En við gefumst ekki upp og höldum mótið ótrauðir á sunnudaginn," sagði Guðbergur. Samanburður á tannheilsu barna og unglinga Tannskemmdir hafa minnkað um 70% á áratug TANNHEILSA bama og unglinga hefur batnað til muna á síðustu tíu árum. Tannskemmdir hafa minnkað yfir 70% að meðaltali í fullorðins- tönnum en heldur minna í bamatönn- um, eða um rúmlega helming. Þetta kemur fram í könnun sem Sigfús Þór Elíasson, prófessor við tann- læknadeild Háskóla íslands, gerði árin 1986, 1991 og 1996. Ástæður þessa góða árangurs eru auk áróðurs táldar vera bætt tann- læknisþjónusta, með höfuðáherslu á forvamir, eftirlit og fræðslu. Árang- ur þessi næst á sama tíma og syk- ur-, sælgætis- og gosdrykkjaneysla hefúr staðið í stað, en sykumeysla nemur 52 kílóum að meðaltali á hvem Islending á ári og gosdrykkja- neysla um 140 lítrum. Tannskoðun fór fram í gmnnskól- um landsins í samvinnu við mennta- málayfírvöld og var framkvæmd með aðferðum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Skoðuð voru 2.950 böm og unglingar, 6, 12 og 15 ára. Valdir voru nokkrir viðmiðun- arstaðir til sjávar og sveita í samráði við Hagstofu íslands og Félagsvís- indadeild HÍ. Skorufyllur hafa reynst vel Á alþjóðavettvangi hefur tann- skemmdatíðni í fullorðinstönnum 12 ára bama verið mikið notuð til sam- anburðar á tannheilsu milli tímabila á einstökum stöðum eða milli landa. Árið 1986 voru skemmdar, tapaðar eða fylltar fullorðinstennur að meðal- tali 6,6 á landinu öllu. Tíu árum síð- ar er þessi tala 1,5, eða 77% lægri. Þessi lækkun á tannskemmdum full- orðinstanna er 72% hjá 15 ára böm- um og 90% hjá 6 ára bömum á sama tímabili. Notkun á skorufyllum hefur marg- faldast á tímabilinu. Skomfyllur eru forvamaraðgerð þar sem tyggiskor- unum á bitflötum jaxla er lokað með plastefni, en tannskemmdir verða að jafnaði fyrst í tyggiskomnum. Notk- un skomfylla byijaði um 1980 og um 1985 var farið að setja þær al- mennt í börn. Árið 1986 var að meðaltali 1,1 skorufylla í jöxlum 12 ára bama en 6,3 að meðaltali 1996. Tannskemmd- ir em ennþá mestar í sjávarplássum, meðan þær eru minni til sveita. Tannskemmdir meiri í sjávar- plássum en í sveitum Af einstökum skoðunarstöðum á landinu var tannskemmdatíðnin lægst hjá 12 ára börnum á Egilsstöð- um og í Borgarnesi en hæst í sjávar- kauptúnum á norðanverðu Snæfells- nesi og á Austfjörðum. Sigfús telur að gott aðgengi barna að sjoppufæði í sjávarplássum og ef til vill meiri auraráð þeirra en barna í sveitum skýri þennan mun. Árið 1986 var tannskemmdatíðni hjá 12 ára bömum hæst á landinu á Akranesi. Núna er tannskemmda- tíðnin 1,5 eins og landsmeðaltalið og hefur lækkað um rúm 83%. Lægsta tannátutíðnin í sjávarplássi var á Húsavík. Nærri öll sex ára börn með óskemmdar fullorðinstennur Að sögn Sigfúsar heyrði til undan- tekninga fyrir tíu árum að barn eða unglingur væri með algjörlega óskemmdar tennur. Árið 1986 var 1% 15 ára bama með óskemmdar tennur, 26% árið 1996. Hjá 12 ára bömum vora þessar tölur 3,6% árið 1986 en 47,5% áratug síðar. Þegar bamatennur í 6 ára bömum vora skoðaðar kom í ljós árið 1986 að 16,2% barna voru með allar tennur óskemmdar en 44,6% 1996. Við skoð- un fullorðinstanna í 6 ára börnum kom í ljós að 58% barna voru með allar tennur heilar en 93% 1996, Glerangseyðing virðist vera að verða vandamál hjá íslenskum ungl- ingum að mati Sigfúsar. Hún stafar af óhóflegri neyslu á súram drykkj- um. Margir unglinganna eru með merki um glerangseyðingu og sumir eru svo illa farnir að glerungur er eyddur inn í tannbein á mörgum tönnum. Tíðni tannskemmda á íslandi er nú að nálgast það sem gerist í ná- grannalöndunum, en lækkun hennar verður um 10 til 15 áram síðar en gerðist þar. Reuter Æft fyrir stóru stundina ANNA Mjöll Ólafsdóttir, full- trúi íslands í Evrópusöngva- keppninni EuroSong ’96, söng lag sitt Sjúbídú á æfingu í Spektram-byggingunni á þriðjudag. Stóra stundin rennur svo upp í kvöld, þegar Anna Mjöll stígur á sviðið og syngur lagið í beinni sjónvarpsútsend- ingu, sem búist er við að 300 milljónir Evrópubúa fylgist með. Útsending Ríkissjón- varpsins hefst kl. 19. ■ Atkvæðaseðill/14 ■ GIeðibankinn/28-29 Sex fánar umburðar- lyndis PIERRE Cardin, friðarsendi- herra menningarmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, er til íslands kominn í þeifn erinda- gjörðum að afhenda íslenskum stjórnvöldum sex fána, sem gerðir voru sérstaklega á hans vegum fyrir UNESCO í tilefni af ári umburðarlyndis 1995, Pierre Cardin er einn þeirra listamanna, sem lagt hafa hug- sjónum Sameinuðu þjóðanna lið og verið útnefndir friðarsendi- herrar af UNESCO. Fánana hönnuðu sex heims- þekktir listamenn, Friedens- reich Hundertwasser frá Aust- urríki, Souleymane Keita frá Senegal, Rachid Koraichi frá Alsír, Roberto Matta frá Chile, Robert Rauschenberg frá Bandaríkjunum og Dan You frá Víetnam. Fánarnir voru fyrst dregnir að húni við aðalstöðvar UNESCO í París 16. nóvember í fyrra í tilefni af 50 ára af- mæli undirritunar stofnsamn- ings UNESCO. Pierre Cardin hefur síðan ferðast tli fjöl- margra ríkja og afhent stjórn- völdum fánana. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra tekur við fánunum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda í dag kl. 13.00, við Ráðhúsið í Reykjavik og verða þeir dregn- ir að húni á fánastöngum göngubrúarinnar við Ráðhúsið. ■ Mótaði lífsstíl/12 Alþingi sam- þykkir upplýs- ingalöggjöf ALÞINGI samþykkti í gær nýja upplýsingalöggjöf, en samkvæmt henni er meginregl- an sú, að almenningur hefur rétt til að fá upplýsingar um mál sem tengjast stjórnsýslu nkisins og sveitarfélaga. Þeta er í fyrsta skipti sem lögleiddar eru almennar reglur um aðgang að upplýsingum hér á landi. Lögin mæla fyrir um og skil- greina rétt almennings í land- inu til aðgangs að upplýsingum úr málsgögnum hjá stjórnvöld- um og þar er einnig mælt fyr- n um að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar, á kerfisbundinn nátt og varðveita málsgögn þanmg að þau séu aðgengileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.