Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
MESSUR Á MORGUN
Einkavæðing
ríkisbankanna
Má þjóðin ekki eiga neina sameign?
UM þessar mundir er víða fast
knúið á um svokallaða einkavæð-
ingu á mörgum sviðum. Hún er tal-
in allra meina bót og undirstaða
frelsis og framþróunar. Opinberum
fyrirtækjum skal breytt í hlutafélög,
hvað sem það kostar. Sérstaklega
er spjótum nú beint að ríkisvið-
skiptabönkunum tveim: Búnaðar-
bankanum og Landsbankanum og
talið aðkallandi að
breyta þeim í hlutafé-
lög.
Nú er það svo, að
hlutafélagsformið hef-
ur marga góða kosti,
þar sem það á við, enda
geysimikið notað. Ekki
skortir löggjöf um
þessi efni, þar sem
tvennir glænýir laga-
bálkar eru í gildi, um
— hlutafélög og einka-
hlutafélög. En það er
ekki þar með sagt, að
þetta vinmarga félags-
form sé gallalaust eða
hafi ótvíræða yfirburði,
hvernig sem málum er
háttað. Það getur farið
eftir efnum og ástæðum. Um banka-
mál ræða menn fram og aftur og
bankar hafa sameinast og starfsemi
þeirra og skipulag tekur breytingum
eins og allt annað. Nú má sjálfsagt
segja, að gamlir fv. alþingismenn
ættu að hafa hljótt um sig, þegar
slík stórmál ber á góma, vandasöm
og viðkvæm í senn. Einnig má
nefna, að margir hálærðir og fjöl-
• fróðir menn á þessu sviði hafa fært
rök að þvi, að nú eigi einkavæðing-
\ in að fá að njóta sín til fulls hér á
landi. A fijálsum fjármagnsmarkaði
hafí ríkisbankar engu sérstöku hlut-
verki að gegna. Ég verð að viður-
kenna, að á þessum málum hef ég
enga sérþekkingu, aðeins nokkra
reynslu. A hinn bóginn snerta þau
hag og heill allra landsmanna og
eru því ekki einkaumræðuefni sér-
fræðinga.
Saga ríkisviðskiptabankanna er
orðin löng og merkileg. Þeir hafa
auðvitað oft sætt gagnrýni úr ýms-
um áttum, en yfirleitt skilað hlut-
verki sínu með sóma. Þeir hafa tal-
ið sér skylt að þjóna atvinnuvegum
landsmanna til sjávar og sveita og
leggja sig fram um að halda uppi
fullri atvinnu, en það hlýtur ævin-
f lega að vera mark og mið okkar
allra. Og hveijir eiga spariféð í þess-
um bönkum? Það eru ekki örfáir
auðkýfingar. Það er fólkið í landinu
á öllum aldri frá vöggu til grafar.
Ríkisbankar eru því, eins og bent
hefur verið á, eign allra landsmanna
og engum háðir nema þjóðinni í
heild og viðskiptamönnum sínum,
en ekki eigendum hlutabréfa stórum
eða smáum. Eitt af allra frægustu
I skáldverkum íslendinga hefst sem
kunnugt er á þessum orðum: „Sú
var tíð, segir í bókum, að íslenska
þjóðin átti aðeins eina sameign, sem
metin varð til fjár. Það var klukka."
Nú er öldin önnur. Þjóðin er rík, þó
að skuldir séu allt of miklar. En í
glímunni við að lækka þær má ekk-
ert fara forgörðum, sem gildi hefur.
Við farinn veg eru víða gamlar vörð-
ur, sem ekki má jafna við jörðu, þó
að einhver kunni að segja, að nær
væri að nota efnivið þeirra í grunn
undir framtíðarveg.
Allri bankastarfsemi fylgir
áhætta, hversu varlega sem farið
er. Bankar um allan heim verða
fyrir skakkaföllum, hvernig sem
rekstrarform þeirra er. En það hlýt-
ur jafnan að vera meginmál að
styrkja athafnalífið og auka verð-
mætasköpun í þjóðfélaginu. í þeirri
- . viðleitni verður oft að tefla á tæp-
asta vaðið. Á hinn bóginn eru bank-
ar börn síns tíma og bera „keim og
eim síns aldarfars". Þetta kom m.a.
fram í minnisstæðu blaðaviðtali við
Stefán Hilmarsson, bankastjóra,
fyrir mörgum árum, þar sem hann
tók svo til orða: „Bankarnir eru því
miður engin undantekning í því
taumleysi, sem einkennir allt okkar
þjóðfélag. Við kaupum alltof mörg
fiskiskip, búum í fleiri
fermetrum en nokkur
önnur þjóð, fjárfestum
of mikið í landbúnaði,
verslunar- og iðnaðar-
húsnæði, byggjum kon-
ungshallir yfir hvers
konar opinbera starf-
semi og þjónustu og á
svo ekki að fara að
fjölga þingmönnum
líka?“
Það skal tekið fram,
að í skrifum þessum hef
ég aðallega haft
Búnaðarbankann í
huga, þar sem ég hef
fylgst nokkuð vel með
starfsemi hans sl. ald-
arþriðjung. Hins vegar
hef ég oft og iðulega þurft að leita
til Landsbankans út af ýmsum mál-
um og jafnan átt þar skilningi að
mæta. Ég hef ekki litið á þessa
banka sem andstæðinga, heldur
keppendur að sama meginmarki í
þágu allra landsmanna og þjónustu
við landsbyggðina í heild.
Það er langt síðan við urðum að
viðurkenna þá staðreynd, að innan
borgarmarka Reykjavíkur eru höf-
Það er verðugt við-
fangsefni að styðja
einkaframtak og ein-
staklingsfrelsi, segir
Friðjón Þórðarson, en
ekki má ganga svo langt
að fordæma allt, sem
kennt er við opinberan
rekstur.
uðstöðvar gulls og grænna skóga í
okkar nafnkunna landi. En lands-
mönnum öllum þarf að veita sem
besta og jafnasta þjónustu. Þess
vegna hafa bankarnir sett á fót
útibú um allt land. Búnaðarbankinn
rekur nú 26 útibú. Þau veita alhliða
bankaþjónustu hvert á sínu svæði
og hafa ómetanlegu hlutverki að
gegna. Þessi útibú hafa öll orðið til
skv. óskum heimamanna, flest með
þeim hætti, að bankinn gekk til liðs
við starfandi sparisjóði heima fyrir.
Voru sjóðimir þá ýmist lagðir niður
eða gerður var samstarfssamningur
milli þeirra og bankans. Sparisjóður
Dalasýslu valdi síðari kostinn. Sá
sjóður var stofnaður 1891, en 1965
gerði hann samning við Búnaðar-
bankann, sem rekið hefur útibú í
Búðardal frá þeim tíma. Um þetta
efni er nánar fjallað í riti, sem undir-
ritaður tók saman á liðnu ári og ber
nafnið: Sparisjóður Dalasýslu -
Aldahvörf -. Þetta samstarf hefur
gengið vel, en þess ber að minnast,
að umræddur samningur var gerður
við Búnaðarbankann eins og hann
var og er, en fari svo að hann verði
„seldur“, eins og sagt er eða aðrar
róttækar breytingar verði gerðar á
högum hans, munu heimamenn ráða
ráðum sínum og neyta þess réttar,
sem samningurinn veitir þeim, en
hann er birtur í heild í áðurnefndu
riti.
Sumir talsmenn einkavæðingar
segja að vísu, að ekkert sé að ótt-
ast. Breyting banka í hlutafélag sé
aðeins formbreyting. Ríkið geti eftir
sem áður átt alla hlutina. Flestir
munu þó vera sammála því, sem
segir í skýrslu Spicer & Oppenheim,
en það erlenda ráðgjafarfyrirtæki í
bankamálum fékk Seðlabankinn um
árið til að kanna þetta mál. Skoðun
þeirra er sú, að breyting ríkis- við-
skiptabankanna í hlutafélög „hafi
engan sérstakan tilgang, nema ætl-
unin sé að ganga lengra með sölu
hlutafjár til einkaaðila." - Þarna er
því komið að krossgötum, þar sem
full þörf er á að staldra við og íhuga
málið, því að „krossgötumar eru
alltaf varasamar", eins og gamal-
reyndur granni minn og vinur benti
oft á forðum daga. Saga Búnaðar-
banka íslands sl. þriðjung aldar er
samfelld þróunarsaga. Bankinn hef-
ur vaxið og dafnað ár frá ári, sótt
fram og fært út kvíarnar. Veigamik-
ill þáttur í þeirri sókn eru útibúin,
sem sprottið hafa upp eitt af öðru
í blómlegum byggðum landsins. En
af því leiðir jafnframt, að Búnaðar-
bankinn á ríkum skyldum að gegna
við landið allt. Og hann er sem bet-
ur fer traustur banki, sem margir
vildu eignast, ef þeir ættu kost á því.
Boðskapur Seðlabankans heyrð-
ist um daginn þess efnis að meira
yrði að spara í bankarekstri, fækka
útibúum, leggja þau niður eða sam-
eina og þar fram eftir götunum.
Það er auðvitað sjálfsagt að gæta
hagsýni og ráðdeildar í ríkisbönk-
unum og sparnaðar til hins ýtrasta.
Með nánari samvinnu þeirra mætti
áreiðanlega ná fram hagræðingu
svo sem í staðarvali útibúa. Það
er með öllu óþarft að útibú frá
báðum bönkunum starfi hlið við
hlið í fámennum byggðum. Ríkis-
stjórnin segir, að áhersla verði lögð
á að breyta rekstrarformi ríkisvið-
skiptabanka og fjárfestingarlána-
sjóða. Gunnlaugur M. Sigmunds-
son, alþm., mun vera formaður
þeirrar nefndar, sem nú vinnur að
frumvarpi um breytingar í þessa
átt. Hann telur bankana ekki sölu-
hæfa, sbr. Mbl. 2. mars sl. - Sverr-
ir Hermannsson, bankastjóri, segir
í viðtali við Mbl. 18. janúar sl., að
einkavæðing verði ekki hrist fram
úr erminni, - og mun það mála
sannast. Athyglisverð er niðurstaða
skoðanakönnunar í Mbl. frá 20.
febrúar sl., þar sem fram kemur
meiri andstaða við sölu ríkisbank-
anna en búist var við. Ég gæti trú-
að, að þessi andstaða ætti eftir að
koma betur í Ijós áður en langt um
líður, þegar fólk hefur áttað sig á
þeim breytingum sem eru í aðsigi.-
Það er verðugt viðfangsefni að
styðja einkaframtak og einstakl-
ingsfrelsi. En menn mega ekki
ganga svo langt að fordæma allt,
sem kennt er við opinberan rekst-
ur. Það er rétt, að ríkið á fáa að.
En okkur er öllum nauðsynlegt að
búa við hóflegt, en öruggt ríkis-
vald, sem vaka skal yfir velferð
þegnanna og stjórna því, sem
stjórna þarf í þágu almennings og
almannaheilla í landinu. Hvað
bankastarfsemina varðar mun
hentast að fara að öllu með gát og
rasa ekki um ráð fram. Hvað Bún-
aðarbankann snertir tel ég réttast,
að hann fái áfram að vera sameign
þjóðarinnar, svo sem verið hefur.
Hann er hvort sem er traustur
banki, sem allir vilja eiga.
Höfundur er fyrrverandi
sýslumaður, alþing-ismaður og
ráðherra.
Guðspjall dagsins:
Þegar huggarinn
kemur.
(Jóh. 15.)
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á
vegum Átthagafélags Sléttu-
hrepps. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Prestur sr. Gunnar R. Matthí-
asson. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþónusta kl.
11. Prestar sr. María Ágústsdóttir
og sr. Ágúst Sigurðsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Dómkórinn
syngur.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Árni Páls-
son. Organisti Kjartan Ólafsson.
Seljurnar syngja. Stjórnandi Kristín
Pétursdóttir. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Halldór
S. Gröndal. Organisti Árni Arin-
bjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Hörður Áskelsson. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
LANDSPITALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm-
as Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Sr.
Ólöf Ólafsdóttir prédikar og þjónar
ásamt sóknarpresti. Organisti Jón
Stefánsson. Kór Langholtskirkju
(hópur II) syngur. Sr. Flóki Kristins-
son.
LAUGARNESKIRKJA: Lesmessa kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12. Kvöld-
messa kl. 20.30. Kór Laugarnes-
kirkju syngur ásamt Þorvaldi Hall-
dórssyni við hljóðfaeraleik Tómasar
R. Einarssonar, Matthíasar Hems-
tog og organistans Gunnars Gunn-
arssonar. Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Organisti Krístín
Jónsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Barnakórinn syngur
auk kirkjukórs. Maria Cederberg
leikur á flautu. Organleikari Sigrún
Steingrímsdóttir. Aðalfundur Ár-
bæjarsafnaðar í safnaðarheimilinu
að loknum léttum málsverði kl.
12.30. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur
Breiðholtssafnaðar verður haldinn
eftir guðsþjónustuna. Samkoma
ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Smári Óla-
son. Tónleikar kl. 17. Gunnar Sigur-
jónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur Guðmund-
ur Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Máteóva. Síðasta þarnaguðsþjón-
usta vetrarins á sama tíma í umsjón
Ragnars Schrams. Eftir guðsþjón-
ustu fer sunnudagaskólinn í ferða-
lag til Sólheima í Grímsnesi. Prest-
arnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Ágúst Ármann
Þorláksson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta fell-
ur niður í Hjallakirkju vegna sumar-
ferðar Hjallasóknar. Lagt verður af
stað frá kirkjunni kl. 9.30. Ekið til
Stykkishólms með viðkomu á Borg
á Mýrum. Messa í Stykkishólms-
kirkju kl. 14. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur prédikar og þjónar
fyrir altari. Organisti Örn Falkner.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar.
Félagar úr æskulýðsfélaginu flytja
dagskrá. Sóknarprestur.
FRIKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta
kl. 11. Minnst þeirra, sem látist
hafa af völdum alnæmis. Félagar
úr Alnæmissamtökunum aðstoða.
Einar Örn Einarsson syngur ein-
söng. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd-
ur verður Davíð Rafn Kristjánsson,
Friðjón
Þórðarson
Bræðraborgarstíg 15. Organisti
Violeta Smid. Cecil Haraldsson.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl.
20. Altarisganga öll sunnudags-
kvöld. Prestur sr. Guðmundur Órn
Ragnarsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14.
Ensk messa kl. 20. Laugardaga
messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga
messur kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg:
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía:
Brauðsbrotning kl. 11. Almenn
samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega
velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð-
issamkoma kl. 20. Elsabet Daníels-
dóttir talar.
GARÐAKIRKJA:
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Dr. Arnfríður Guðmundsdótt-
ir messar. Kór Vídalínskirkju syng-
ur. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafs-
son. Fjölskyldukaffi Siglfirðingafé-
lagsins að athöfn lokinni. Bragi Frið-
riksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kirkjukór Húsavíkurkirkju og
kór Víðistaðasóknar syngja við at-
höfnina. Sóknarprestur.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgi-
stund og vorsöngvar kórs barna-
og unglingakórs kl. 14 bæði í kirkju
og safnaðarheimilinu Strandbergi.
Stjórnendur Hrafnhildur Blomster-
berg og Helga Loftsdóttir og Helgi
Bragason. Píanóleikari: Ingunn
Hildur Hauksdóttir. Kaffiveitingar í
Strandbergi.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Fjöl-
skylduhátíð í Kaldárseli kl. 11. Boð-
ið verður upp á fjölbreytta dagskrá
fyrir börn og fullorðna. Þeim sem
ekki koma á eigin bílum er bent á
rútuferð frá kirkjunni kl. 10.30. Ein-
ar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11.
Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.
13. Ferming. Sóknarprestur.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Almenn guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Bragi Friðriksson, prófastur
Kjalarnessprófastsdæmis, prédik-
ar, en hann visiterar söfnuðinn um
þessa helgi. Söngflokkurinn „Litlir
lærisveinar" syngur undir stjórn
Helgu Jónsdóttur. Barnasamvera
meðan á prédikun stendur. Messu-
kaffi.
HOLTSPRESTAKALL í Önundar-
firði: Barnaguðsþjónusta í Flateyr-
arkirkju kl. 11.15. Rætt um fyrirhug-
aða skemmtiferð barnastarfsins.
Gunnar Björnsson.
AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14.
Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messað
verður í Borgarneskirkju kl. 14.
Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldr-
aðra kl. 15.30. Þorbjörn Hlynur
Árnason.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
Sunnudagur:
Guðsþjónusto kl. 11.00.
Minnst þeirra sem lótist hafa
af völdum alnæmis.
Félagar úr Alnæmissamfökunum aðstoða.
Einar Orn Einarsson syngur einsöng.
Guðsþjónusta kl. 14.00.
Fermdur verður
Davíð Rafn Kristjánsson,
Bræðraborgarstíg 15