Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FLOKKUNARVÉLIN í Sólbyrgi flokkar tómatana eftir lit og stærð. Flokkar tómata eftir lit BERNHARD Jóhannesson garð- yrkjubóndi í Sólbyrgi í Reykholtsd- al hefur tekið í notkun tómata- 'iokkunarvél, þá fyrstu sinnar teg- undar hér á landi. Vélin flokkar tómatana eftir lit og stærð. Flokkunarvélin flokkar tómat- ana eftir lit, það er að segja eftir því hvað þeir eru þroskaðir, og svo hvern lit í fjóra stærðarflokka. Hún er með innbyggðri vikt og skammtar rétta þyngd í kassana. Bernhard segir að vélin sé hrað- virk og spari mikla vinnu, eða um heilt starf. Þá segir hann að með tilkomu flokkunarvélarinnar sé hægt að sinna betur þörfum kaup- mannanna um vörur og gæðin verði jafnari. Bernhard pakkar nú tómötum fyrir tvo aðra garðyrkjubændur sem reka alls fjórar garðyrkju- stöðvar. Hann segir að vélin komi að góðum notum nú því mikil framleiðsla hafi verið í sólinni og hitanum að undanförnu. MIKIL tómataframleiðsla er í gróðurhúsum landsins þessa dagana. Minningar skj öldur um þá er létust í snjóflóðinu 1919 Siglufirði - Minningarskjöldur til minningar um þá er létust í snjóflóð- inu 1919 á Siglufirði var afhjúpaður sl. laugardag. Minningarskjöldur þessi sem Kiwanisklúbburinn Skjöld- ur reisti af tilefni 25 ára afmælis klúbbsins er staðsettur í rústum síld- arverksmiðju Evangers. Það var aðfararnótt 12. apríl 1919, eða fyrir 76 árum, sem níu manns fórust í snjóflóði sem féll úr Staðar- hólsfjalli. Flóðið sem var geysistórt, um 1000 faðma breytt, klofnaði á hól fyrir ofan Staðarhólsbæinn, en féil síðan til sjávar yfir síldarverk- smiðju Evangers og bæinn á Neðri- Skútum og sópaði burt sjö húsum auk síldarverksmiðjunnar. Á svæði því er flóðið fór yfir bjuggu samtals 16 manns og óttuðust menn í fyrstu að þeir hefðu allir farist. En tíu klukkustundum eftir að flóðið féll var gerð tilraun til að grafa upp bæinn á Neðri-Skútum og fannst fólkið þar allt lifandi en mjög þjakað og þreytt. Snjóflóðið var það stórt að það myndaði mikla flóðöldu sem möl- braut nánast ailar bryggjur handan fjarðarins. Um 5000 síldartunnur tók út, bátar skemmdust og var eignar- tjón af völdum þessa.snjóflóðs gífur- legt. Valbjörn Steingrímsson, forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Sigiu- firði, flutti ræðu af þessu tilefni og sagði m.a. að minningarskjöldurinn sem reistur væri til minningar um þá er létust í þessu snjóflóði 1919 ætti auk þess að minna okkur öll sem byggjum þennan bæ á að umgang- ast náttúruöflin með gát. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir BRAGI Magnússon, kiwanismaður, sem átti hugmyndina að skildin- um og Hermann Einarsson en afi hans og alnafni bjó á Neðri-Skút- um og lifði af snjóflóðið. Tónlistarskóli Norður-Héraðs Frumsamið lag á skólaslitum Vaðbrekka, Jökuldal - Tónlistar- skóla Norður-Héraðs var slitið ný- lega. í skólanum stunda 50 nemend- ur tónlistanám, sem er yfir 80% af börnum sem stunda skóla á svæðinu og líklega hæsta hlutfall á landinu. I skólanum er boðið upp á nám á átta hljóðfæri bæði órafmögnuð og rafmögnuð. Að sögn Mínervu M. Haraldsdóttur, skólastjóra Tón- listaskólans eru nemendur skólans allir hæfileikaríkir. Ellefu nemendur tóku stigspróf í píanóleik, sem er nýmæli í starfi skólans því frá honum hafa ekki verið áður verið útskrifaðir nemend- ur með stigspróf. Það er líka til marks um grósku í tónlistarlífi skól- ans að sjö popphljómsveitir komu fram á skólaslitunum sem gefur til kynna breiddina í starfi skólans. Gréta Siguijónsdóttir, fyrrverandi Dúkkulísa, kennir á rafmagnshljóð- færi við Tónlistarskóla Norður-Hér- aðs Allir nemendur skólans komu fram á tónleikunum við skólaslitin en nemendumir eru úr þremur hreppum, Jökuidal, Hlíð og Tungu. Það bar einnig til tíðinda að einn nemandi skólans, Snjólaug Þor- valdsdóttir, flutti lagið í drauma- heimi sem var frumsamið fyrir tón- leikana, Snjólaug samdi lagið á nokkrum vikum í vetur og síðan sömdu þær textann á einu kvöldi Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Snjó- laug. Þess má að lokum geta að elstu krakkarnir í Tónlistaskólanum fóru nú að loknum skólanum í hljóð- ver og tóku upp tvö lög, lag Snjó- laugar og Umhverfissjóræningjann eftir Ninu Hagen við íslenskan texta krakkana sjálfra. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson NEMENDUR úr Tónlistarskóla Norður-Héraðs léku við út- skriftina. Skólastjórinn, Min- erva Haraldsdóttir, lék á píanó. SNÓLAUG Þorvaldsdóttir leik- ur frumsamið lag sitt á píanó. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson LITRIKUR hópur með hjálmana sína utan við Selið á Hvammstanga. Sex ára böm fá hjálma Hvammstanga - Kvenfélagið Björk á Hvammstanga hefur á liðnum árum gefið sex ára krökk- um á Hvammstanga reiðhjóla- hjálma. í Iiðinni viku boðaði félag- ið krakkana til sín á Selið, ásamt foreldrum þeirra. Fimmtán krakkar fengu þar afhenta glæsi- lega hjálma, ásamt glitmerkjum til að festa á reiðhjólin sín. Lög- reglumaðurinn Sigurður Sigurðs- son fór yfir nokkrar grundvallar- reglur fyrir unga reiðhjólanotend ur og einnig um útivistartíma þeirra. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson YNGSTI aldursflokkur körfuknattleiksmanna fékk viðurkenningarskjöl á lokahófi yngri körfuknatt- leiksmanna. Hópurinn fór oft yfir 40 á æfingum þannig að ekki skortir áhugann. Arangursríku keppnistímabili fagnað Grindavík - Lokahóf yngri flokka í körfuknattleik í Grinda- vík fór fram fyrir skömmu og var árangursríku keppnistíma- bili fagnað af þeim fjölmörgu sem æfa og keppa í körfuknatt- leik undir merkjum UMFG. Tveir íslandsmeistaratitlar unnust, í 7. flokki og drengjaflokki, bikar- meistaratitill vannst í drengja- flokki auk Reykjanesmeistarat- itla. 7. flokkur drengja og 8. flokkur stúlkna lögðu land undir fót og fóru til Svíþjóðar um pásk- ana og kepptu þar í Skandia bik- armóti og gerðu drengirnir sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar. Sannarlega glæsi- legur árangur og tilefni til fagn- aðar. í lokahófinu var veittur fjöldi viðurkenninga fyrir framfarir, astundun og jákvæðni. Síðan voru valdir mikilvægustu leik- menn í hverjum aldursflokki og kom fram í máli þjálfaranna að valið hefði oft á tíðum verið erf- itt, slíkur væri áhuginn og ástundunin og á það sérstaklega við yngri flokkana. Framtíð fé- lagsins er því björt og margir verða til að halda merki þess á lofti í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.