Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FLOKKUNARVÉLIN í Sólbyrgi flokkar tómatana eftir lit og stærð. Flokkar tómata eftir lit BERNHARD Jóhannesson garð- yrkjubóndi í Sólbyrgi í Reykholtsd- al hefur tekið í notkun tómata- 'iokkunarvél, þá fyrstu sinnar teg- undar hér á landi. Vélin flokkar tómatana eftir lit og stærð. Flokkunarvélin flokkar tómat- ana eftir lit, það er að segja eftir því hvað þeir eru þroskaðir, og svo hvern lit í fjóra stærðarflokka. Hún er með innbyggðri vikt og skammtar rétta þyngd í kassana. Bernhard segir að vélin sé hrað- virk og spari mikla vinnu, eða um heilt starf. Þá segir hann að með tilkomu flokkunarvélarinnar sé hægt að sinna betur þörfum kaup- mannanna um vörur og gæðin verði jafnari. Bernhard pakkar nú tómötum fyrir tvo aðra garðyrkjubændur sem reka alls fjórar garðyrkju- stöðvar. Hann segir að vélin komi að góðum notum nú því mikil framleiðsla hafi verið í sólinni og hitanum að undanförnu. MIKIL tómataframleiðsla er í gróðurhúsum landsins þessa dagana. Minningar skj öldur um þá er létust í snjóflóðinu 1919 Siglufirði - Minningarskjöldur til minningar um þá er létust í snjóflóð- inu 1919 á Siglufirði var afhjúpaður sl. laugardag. Minningarskjöldur þessi sem Kiwanisklúbburinn Skjöld- ur reisti af tilefni 25 ára afmælis klúbbsins er staðsettur í rústum síld- arverksmiðju Evangers. Það var aðfararnótt 12. apríl 1919, eða fyrir 76 árum, sem níu manns fórust í snjóflóði sem féll úr Staðar- hólsfjalli. Flóðið sem var geysistórt, um 1000 faðma breytt, klofnaði á hól fyrir ofan Staðarhólsbæinn, en féil síðan til sjávar yfir síldarverk- smiðju Evangers og bæinn á Neðri- Skútum og sópaði burt sjö húsum auk síldarverksmiðjunnar. Á svæði því er flóðið fór yfir bjuggu samtals 16 manns og óttuðust menn í fyrstu að þeir hefðu allir farist. En tíu klukkustundum eftir að flóðið féll var gerð tilraun til að grafa upp bæinn á Neðri-Skútum og fannst fólkið þar allt lifandi en mjög þjakað og þreytt. Snjóflóðið var það stórt að það myndaði mikla flóðöldu sem möl- braut nánast ailar bryggjur handan fjarðarins. Um 5000 síldartunnur tók út, bátar skemmdust og var eignar- tjón af völdum þessa.snjóflóðs gífur- legt. Valbjörn Steingrímsson, forseti Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Sigiu- firði, flutti ræðu af þessu tilefni og sagði m.a. að minningarskjöldurinn sem reistur væri til minningar um þá er létust í þessu snjóflóði 1919 ætti auk þess að minna okkur öll sem byggjum þennan bæ á að umgang- ast náttúruöflin með gát. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir BRAGI Magnússon, kiwanismaður, sem átti hugmyndina að skildin- um og Hermann Einarsson en afi hans og alnafni bjó á Neðri-Skút- um og lifði af snjóflóðið. Tónlistarskóli Norður-Héraðs Frumsamið lag á skólaslitum Vaðbrekka, Jökuldal - Tónlistar- skóla Norður-Héraðs var slitið ný- lega. í skólanum stunda 50 nemend- ur tónlistanám, sem er yfir 80% af börnum sem stunda skóla á svæðinu og líklega hæsta hlutfall á landinu. I skólanum er boðið upp á nám á átta hljóðfæri bæði órafmögnuð og rafmögnuð. Að sögn Mínervu M. Haraldsdóttur, skólastjóra Tón- listaskólans eru nemendur skólans allir hæfileikaríkir. Ellefu nemendur tóku stigspróf í píanóleik, sem er nýmæli í starfi skólans því frá honum hafa ekki verið áður verið útskrifaðir nemend- ur með stigspróf. Það er líka til marks um grósku í tónlistarlífi skól- ans að sjö popphljómsveitir komu fram á skólaslitunum sem gefur til kynna breiddina í starfi skólans. Gréta Siguijónsdóttir, fyrrverandi Dúkkulísa, kennir á rafmagnshljóð- færi við Tónlistarskóla Norður-Hér- aðs Allir nemendur skólans komu fram á tónleikunum við skólaslitin en nemendumir eru úr þremur hreppum, Jökuidal, Hlíð og Tungu. Það bar einnig til tíðinda að einn nemandi skólans, Snjólaug Þor- valdsdóttir, flutti lagið í drauma- heimi sem var frumsamið fyrir tón- leikana, Snjólaug samdi lagið á nokkrum vikum í vetur og síðan sömdu þær textann á einu kvöldi Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Snjó- laug. Þess má að lokum geta að elstu krakkarnir í Tónlistaskólanum fóru nú að loknum skólanum í hljóð- ver og tóku upp tvö lög, lag Snjó- laugar og Umhverfissjóræningjann eftir Ninu Hagen við íslenskan texta krakkana sjálfra. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson NEMENDUR úr Tónlistarskóla Norður-Héraðs léku við út- skriftina. Skólastjórinn, Min- erva Haraldsdóttir, lék á píanó. SNÓLAUG Þorvaldsdóttir leik- ur frumsamið lag sitt á píanó. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson LITRIKUR hópur með hjálmana sína utan við Selið á Hvammstanga. Sex ára böm fá hjálma Hvammstanga - Kvenfélagið Björk á Hvammstanga hefur á liðnum árum gefið sex ára krökk- um á Hvammstanga reiðhjóla- hjálma. í Iiðinni viku boðaði félag- ið krakkana til sín á Selið, ásamt foreldrum þeirra. Fimmtán krakkar fengu þar afhenta glæsi- lega hjálma, ásamt glitmerkjum til að festa á reiðhjólin sín. Lög- reglumaðurinn Sigurður Sigurðs- son fór yfir nokkrar grundvallar- reglur fyrir unga reiðhjólanotend ur og einnig um útivistartíma þeirra. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson YNGSTI aldursflokkur körfuknattleiksmanna fékk viðurkenningarskjöl á lokahófi yngri körfuknatt- leiksmanna. Hópurinn fór oft yfir 40 á æfingum þannig að ekki skortir áhugann. Arangursríku keppnistímabili fagnað Grindavík - Lokahóf yngri flokka í körfuknattleik í Grinda- vík fór fram fyrir skömmu og var árangursríku keppnistíma- bili fagnað af þeim fjölmörgu sem æfa og keppa í körfuknatt- leik undir merkjum UMFG. Tveir íslandsmeistaratitlar unnust, í 7. flokki og drengjaflokki, bikar- meistaratitill vannst í drengja- flokki auk Reykjanesmeistarat- itla. 7. flokkur drengja og 8. flokkur stúlkna lögðu land undir fót og fóru til Svíþjóðar um pásk- ana og kepptu þar í Skandia bik- armóti og gerðu drengirnir sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar. Sannarlega glæsi- legur árangur og tilefni til fagn- aðar. í lokahófinu var veittur fjöldi viðurkenninga fyrir framfarir, astundun og jákvæðni. Síðan voru valdir mikilvægustu leik- menn í hverjum aldursflokki og kom fram í máli þjálfaranna að valið hefði oft á tíðum verið erf- itt, slíkur væri áhuginn og ástundunin og á það sérstaklega við yngri flokkana. Framtíð fé- lagsins er því björt og margir verða til að halda merki þess á lofti í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.