Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Morgunblaðið/Jón Svavarsson SMÁRI Kristófersson, Einar Ámason, Valberg Helgason, Guðbjartur Gissurarson, Bjarni Einarsson og Einar Helgason em eigendur Hafnfirðings HF-111. Nýr togari kemur til landsins TOGARI sem Sjófrost ehf. keypti frá Kanada nýver- ið lagðist að bryggju í Hafnarfirði sl. fimmtudag. Fjöldi fólks safnaðist saman á bryggjunni til að taka á móti togaranum. Þorgerður Einarsdóttir var valin guðmóðir skips- ins og braut hún kampavínsflösku á stefninu og nefndi togarann Hafnfirðing. Einar, prestur í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði, blessaði togarann og svo var haldin móttaka um borð í skipinu með veglegum veitingum. „Það er búið að vera spennandi að bíða eftir skipinn eftir að það lagði af stað frá Kanada og það er mikill léttir að fylgjast með því leggjast að bryggju," segir Einar, Helgason sljórnarmaður Sjó- frosts ehf, en þess má geta að hann er aðeins 26 ára. „Það liggur mikill undirbúningur að baki og þetta er stór dagur.“ Einar segir að nú taki við undirbúningur fyrir úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Búið sé að finna hluta úr vinnslulínu, karfahausara, troll, höf- uðlínusónar, kapal, togvíra og hlera og ganga frá öllu sem komi til með að þurfa í ferðina. „Við ætlum að vera bjartsýnir og reyna að ljúka þessu á tveimur vikum,“ segir hann. „Það verður að keyra af krafti á þetta. Við erum orðnir seinir á karfavertíðinni, en við ætlum samt. Karfinn er þarna allt árið, þótt það hafi verið misgóður afli ÞORGERÐUR Einarsdóttir nefnir togarann, en sonur hennar Einar er einn af eigendum. seinnihluta ársins. Nokkrir togarar hafa verið þarna allan ársins hring og við ætlum okkur að slást í hópinn.“ Um tvö hundruð manns sóttu um eftir að auglýst var eftir áhöfn í Morgunblaðinu. Búið er að boða stóran hluta af þessum umsækjendum í viðtal um helgina, en búið er að ráða í allar æðstu stöður. „Ég get nefnt að Sigurður B. Friðriksson, sem var skip- sljóri á leiðinni heim, er ráðinn sem fyrsti stýrimað- ur og afleysingaskipstjóri. Sigurður Hólm Sigurðs- son kemur einnig til með að vera skipstjóri." Fimm af eigendum skipsins verða í áhöfninni til að byija með. „Við erum allir vanir frystitogarasjó- menn,“ segir Einar. „Við munum hafa stjórn á vinnslunni og koma henni í gang.“ Sjávarútvegsráðherra um gagnrýni Félags úthafsútgerða Skip standi undir eftirlitskostnaði ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segist vera sammáia for- manni Félags úthafsútgerða um að ekki sé þörf á því að vera með fasta eftirlitsmenn um borð á Flæmska hattinum. Um það sé enginn ágrein- ingur. Hinsvegar telur ráðherrann að úthafsveiðiskipin eigi að standa undir kostnaði við eftirlit. Það sé meginregla varðandi kostnað við eftirlit innan landhelginnar og því væri eðlilegt að það gilti einnig utan landhelginnar. Félag úthafsútgerða telur að nái frumvarp um úthafsveiðar fram að ganga í núverandi mynd, muni það ganga af íslenskri úthafsútgerð dauðri og taka fyrir allan frekari vöxt þessarar mikilvægu alþjóðlegu starfsemi íslendinga. Beitum okkur gegn gjaldi Þorsteinn segir að sú staðhæfing fulltrúa Félags úthafsútgerða að kastað hafi verið til höndunum við gerð frumvarpsins, hljóti að vera byggð á misskilningi enda ekki færð nein rök fyrir henni. „Ekki stendur mikið að baki fullyrðingu, sem ekki er einu sinni reynt að rökstyðja. Frumvarpið var samið á vegum út- hafsveiðinefndar undir forystu Geirs Það sama gildi utan sem innan landhelgi H. Haarde og hefur frumvarpið ver- ið í smíðum þar minna og meira í allan vetur. Að þeim umræðum hafa komið fulltrúar allra þingflokka og helstu hagsmunasamtök í sjávarút- vegi.“ Þorsteinn segir að aðrir þættir gagnrýninnar lúti fyrst og fremst að kostnaði við eftirlitsmenn. „Það er enginn ágreiningur milli okkar um það að við teljum að við veiðar á Flæmska hattinum sé ekki þörf á því að hafa viðvarandi eftirlitsmenn um borð. En þetta var meirihluta- samþykkt, sem gerð var í Norðvest- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni og stendur í tvö ár. Þá þarf að taka ákvarðanir að nýju. Við beittum okkur gegn þessu þegar þetta var samþykkt og við munum gera það áfram. Við teljum mjög mikilvægt að við förum að þeim eftirlitsreglum, sem í gildi eru á hverjum tíma, þar sem íslensk skip eru að veiðum. Og það er meginregla hér í okkar lög- gjöf að skipin verða sjálf að bera kostnað við eftirlitið. þess vegna eru ákvæðin í úthafsveiðifrumvarpinu í fullu samræmi við þá stefnu. Og eins og menn þekkja hér í veiðum innan landhelginnar, þá ber útgerð- in, með sérstökum skatti á veiði- heimildir, allan kostnað af veiðieftir- liti. Það er gert ráð fyrir því að í úthafsveiðum, verði það sama uppi á teningnum," segir Þorsteinn. Byggist á samningum Hann segist ekki alveg átta sig á þeirri staðhæfingu Félags úthafsút- gerða að skip, sem veiðileyfi hafa í lögsögu íslands, hafi tvímælalausan forgang fram yfir úthafsútgerðir. „Skip verða auðvitað að vera íslensk til þess að falla undir ákvæði þess- arra laga og njóta réttinda skv. samningum, sem ísland er aðili að. Við setjum ekki lög um veiðar í land- helgi annarra landa og í þeim tilvik- um þar sem við höfum rétt til slíkra veiða, þá byggist það á samningum, eins og í færeysku lögsögunni og Jan Mayen lögsögunni. Og þetta frumvarp felur ekki í sér neina tak- mörkun á slíkum veiðum. Efnisatriði þeirra heimilda ráðast í gagnkvæm- um samningum." Bandaríkjastjórn gagnrýnd í Kína Sökuð um að beita „ fantabr ögðum ‘ ‘ Washington, Peking. Reuter. KÍNVERSKIR ríkisfjölmiðlar sökuðu í gær Bandaríkjastjórn um að beita „fantabrögðum“ vegna ákvörðunar um refsitolla á kínverskar vörur eftir að ekki náðist samkomulag í viðræðum ríkjanna um verndun höfundarétt- ar. Sögðu fjölmiðlarnir að með þessu væru Bandaríkjamenn að hefna þess að þeim hefði ekki tekist að sverta orðstír Kínveija í mannréttinda- málum. Var með því verið að vísa til þess að í síðasta mánuði tókst Kín- veijum í sjötta skipti í röð að koma í veg fyrir að samþykkt yrði ályktun á fundi Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna í Genf, þar sem afstaða Kínveija í mannréttinda- málum er harðlega fordæmd. Bandaríkjastjórn tilkynnti á mið- vikudag að teknir yrðu upp víðtæk- ir refsitollar á kínverska fram- leiðslu, fyrst og fremst vefnaðar- vöru. Kínveijar svöruðu í sömu mynt stuttu síðar og lögðu refsi- tolla á m.a. bandarískar bifreiðar, fjarskiptabúnað og baðmull. Ríkisstjórnir landanna munu á næstu vikum eiga viðræður um lausn á deilunni til að koma í veg fyrir viðskiptastríð. Chris Patten, ríkisstjóri Hong Kong, varaði við því í gær að við- skiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína myndi ekki einungis veikja hagkerfi Hong Kong heldur einnig valda mikilli röskun á sérstaklega viðkvæmu tímabili. Kínveijar eiga að taka við stjórn bresku nýlend- unnar um mitt næsta ár. Lokuðu verksmiðju Kínversk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau hefðu fyrirskipað lokun verksmiðju í Hainan-héraði í suðurhluta Kína. Sagt var að fram- leiðsluleyfi Anmei Laser Manufact- uring Company hefði verið aftur- kallað vegna framleiðslu á 26 þús- und ólöglegum eintökum af fimm geisladiskum og sex leysigeisladisk- um með klámfengnu efni. Ekki var þó ljóst hvort um nýjar aðgerðir væri að ræða þar sem að kínverskir embættismenn greindu frá því fyrr á árinu að verksmiðj- unni hefði verið lokað. Ekki er talið útilokað að hún hafi síðan verið opnuð á ný. Aðild Armeníu að Evrópuráðinu skoðuð Strassborg. Reuter. ÞING Evrópu- ráðsins mun á næstunni taka til skoðunar hvort veita beri Kákasusrikinu Armeníu aðild að ráðinu. Þrjátíu og níu Evrópuríki eiga nú aðild að Evr- ópuráðinu, sem hefur meðal ann- ars það hlutverk að standa vörð um mannréttindi og lýðræði í álfunni. Ráðherranefnd Evrópuráðsins er hlynnt aðild Armeníu ef stjórnvöld gera það sem til þarf að uppfylla skilyrði ráðsins um fjölflokkalýðræði og vernd mannréttinda. Nefndin hefur vísað umsókn sljórnarinnar í Jerevan til þing- mannasam- kundunnar og lýst yfir að hún sé tilbúin til við- ræðna um að aðstoða Armena í lýðræðisþróuninni. Ákvörðun þingsins er ekki bindandi fyrir ráðherranefndina. Fyrr í vikunni gerðist það í fyrsta sinn að nefndin samþykkti ekki þegar í stað ákvörðun þingsins. Ákveðið var að fresta áður sam- þykktri aðild Króatíu að Evrópu- ráðinu. 4rk'^Ík.-k. EVROPA^ Bretar kynna nýjar aðgerðir London. Reuter. BRESK stjórnvöld hyggjast á fundi framkvæmdastjórnar ESB á mánu- dag leggja fram víðtækari áætlun um slátrun nautgripa til að koma í veg fyrir kúariðu. Framkvæmdastjórnin hefur þeg- ar mælt með því að útflutnings- banni á breskar nautgripaafurðir verði aflétt i áföngum en ekki eru öll aðildarríki Evrópusambandsins ásátt við áform Breta. Að sögn breskra embættismanna eru það fyrst og fremst Þjóðveijar og Áusturríkismenn sem eru and- vígir tilslökunum í garð Breta. Önnur aðildarríki séu hins vegar reiðubúin að sýna sveigjanleika verði gripið til frekari aðgerða. Þá undirbúa Bretar að taka í gagnið eins konar nautgripavega- bréf, áþekkt því sem þegar er not- að fyrir Norður-írland og einnig munu þeir líklega reyna að koma í veg fyrir slatrun nautgripa úr hjörðum, sem kúariða hefur aldrei komið upp í og þar sem stuðst hefur verið við hefðbundna beit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.