Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 39 •4- Árni Jón Fann- * berg fæddist 1. febrúar 1924 í Bol- ungarvík. Hann lést 27. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón J. Fann- berg, forstjóri í Reykjavík, f. 4. maí 1893, og Guðbjörg Rannveig Fann- berg, húsfreyja þar, f. 27. sept. 1896. Föðurforeldrar: Jón Guðmundsson, bóndi og sjómaður í Botni í Reykja- fjarðarhreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu og síðar í Bolung- arvík og Salome Þórarinsdóttir húsfreyja þar. Móðurforeldrar: Arni Arnason, kaupmaður og Halldóra Ágústina, húsfreyja í Bolungarvík. Árni varð stúdent frá Verslunarskóla íslands __ 1945, cand. oecon frá Háskóla íslands 1950. Fulltrúi i ríkisbókhaldi 1950-1955. Fulltrúi í Kúlulegu- sölunni hf. 1955-1968, forsljóri þar frá 1968. í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna 1975-1978. Ámi kvæntist 20. mars 1948 Sigríði Guðnýju Jóhannsdóttur, f. 3. júní 1921, dóttir Jóhanns Ármanns Jónassonar, úrsmiðs í Reykjavík, og Ólafar Jónsdótt- Vorið 1945 var tími mikilla við- burða. Ófriði í Evrópu, sem hófst með innrás Hitlers í Póllandi haust- ið 1939 lauk og friður var saminn. Ofbeldi var á bak brotið og frelsið hafði sigrað. Sá sigur hafði kostað óskaplegar fómir mannslífa. Eyði- leggingin var yfirþyrmandi. Þó ríkti gleði í huga manna, einnig hér á landi. Framtíðin blasti við, friður og.uppbygging. I fámennum hópi þeirra sem þetta vor útskrifuðust með stúdentsprófí frá Verslunarskóla íslands ríkti einnig gleði og bjartsýni. Að baki var tveggja vetra strangt nám í nýstofnaðri lærdómsdeild. Þar ur, húsfreyju þar. Börn: 1) Gunnhildur Fannberg, f. 22. júlí 1948, nú að ljúka doktorsnámi í sál- fræði, sambýlismað- ur Ron Tucker, tón- listarmaður. 2) Jón Á. Fannberg, f. 16. okt. 1949, töívuráð- gjafi, búsettur í Þýskalandi. 3) Þur- íður (Rúrí) Fann- berg, f. 20. febr. 1951, myndlistar- maður, sambýlis- maður Páll Stein- grímsson, kvikmyndagerðar- maður. 4) Jóhann Armann Fannberg, f. 28. sept. 1952, eðl- isverkfræðingur, kvæntur Huldísi Haraldsdóttur, félags- ráðgjafa. 5) Gísli Fannberg, f. 8. júlí 1954, MA í heimspeki. 6) Ólafur Fannberg, f. 13. október 1955, cðlisverkfræðingur, kvæntur Kristinu Garðarsdótt- ur arkitekt. 7) Rannveig Fann- berg, f. 7. apríl 1960, hjúkrunar- fræðingur, gift Andrési Guð- mundssyni, rafmagnstækni- fræðingi. 8) Arndís Fannberg, f. 22. okt. 1963, hjúkrunarfræð- ingur, sambýlismaður Kristján Kjartansson, stud. teol. Barna- börnin eru nú 15. Utför Árná fór fram í kyrr- þey 6. maí. höfðu kynni myndast og eflst, með- al þeirra sjö pilta, sem þar þreyttu námið og vináttubönd verið bundin í sókn að sameiginlegu marki. Dagurinn rann upp þegar Vil- hjálmur Þ. Gíslason, að viðstöddum kennurum, skólanefnd og nokkrum gestum, afhenti fyrstu stúdentsskír- teini þess skóla. Fyrstur til að taka við stúdents- skírteini frá Verslunarskóla íslands var Ámi J. Fannberg. Verslunar- skólinn hafði útskrifað sinn fyrsta stúdent. Margir hafa síðan stigið þau spor. Ámi var ekki einungis fyrstur að því leyti, heldur einnig af því að hann hafði hæstu einkunn þess fyrsta árgangs. Hann var því fyrsti dúx Verslunarskólastúdenta. Vorið 1995 fyrir nær einu ári minntumst við samstúdentarnir þessa atburðar. Fómm við þá að leiði skólastjóra okkar, Vilhjálms Þ. Gíslasonar og vottuðum minningu hans virðingu okkar og þökk, þá minntumst við og þess eina úr hópn- um, sem látinn var, en það var Gísli Guðlaugsson skrifstofustjóri. Engan gmnaði þá að innan árs yrði annað skarð í hópinn höggvið. Stúdentsvorið var bæði tími gleði og aðskilnaðar. Nokkrir nýstúdenta hurfu til starfa í uppbyggingar- og athafnalífi eftirstríðsáranna, aðrir héldu til háskólanáms. Ámi Fann- berg innritaðist í viðskiptadeild og lauk þaðan viðskiptafræðiprófi, að- eins fjómm og hálfu ári síðar með mjög hárri einkunn. Enginn færði betur sönnur á þá staðhæfingu málsvara Verslunar- skólans að rétt væri að veita honum rétt til að útskrifa stúdenta en hann. Viðfangsefnin blöstu við Áma J. Fannberg að loknu kandidatsprófi. Honum voru reyndar vegna mennt- unar og mannkosta allir vegif fær- ir, en eftir 5 ára störf í ríkisbók- haldi, afréð hann að ganga í flokk með föður sínum við rekstur þess fyrirtækis, sem hann hafði stofnað og byggt upp og rekstur annarra eigna hans. Við þessi störf vann Ámi J. Fann- berg alla sína starfsævi og farnaðist vel. Dafnaði fyrirtækið undir stjórn hans og naut víðtæks trausts og viðurkenningar á sínu sviði, enda var Árni ábyggilegur, heiðarlegur og grandvar í öllu sínu lífí og svip- aði þar til foreldra sinna. Foreldrar Árna vom hjónin Guð- björg Árnadóttir, verslunarmanns á Isafirði og síðar kaupmanns á Bol- ungarvík f. 27. sept. 1896 og Jón Jónsson Fannberg f, 4. maí 1893 í Botni í Reykjafjarðarhreppi. Jón gekk i Verslunarskóla íslands og brautskráðist þaðan vorið 1914. Var hann verslunarstjóri í Bolungar- vík 1919 til 1924, en gerðist þá framkvæmdastjóri Andvara hf. á Flateyri. Árin 1928-34 var hann sparisjóðsstjóri í Bolungarvík, en tók þá við framkvæmdastjóm hjá hf. Hugvin á ísafirði, þar til hann árið 1940 stofnaði Kúlulegusöluna, sem hann starfaði við og stjórnaði meðan heilsa leyfði. ÁRNIJÓN FANNBERG GUÐRÚN SKARP- HÉÐINSDÓTTIR + Guðrún Skarp- ■ héðinsdóttir var fædd í Ólafsvík 13. júlí 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 7. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirlqu 15. maí. Þau voru búin að vera eitthvað lasin litlu systkinin. Þau sváfu í sama herbergi og voru alltaf í eins náttfötum, enda voru aðeins 16 mánuðir á milli þeirra. Eitthvað var litli bróðir orðinn hressari og farinn að sofa vært á nóttunni en stóra systir var eirðarlaus og svaf illa. Hún sagði bróður sínum að hún væri hrædd við myrkrið og það væri svo leiðinlegt þegar allir væm steinsofandi. Bróðir hennar fann sterkt til karlmennsku sinnar og sagði huggandi; „það er ekki mikið mál, Gunna mín, þú skalt bara vekja mig ef þú getur ekki sofið og við getum taiað saman". Um morgun- inn var hann alveg steinhissa á því hvað hún Gunna hans var reið við hann og spurði hveiju það sætti. Systir hans svaraði að það væri ekki mikið gagn i honum því að þegar hún ætlaði að vekja hann, svaraði hann bara; ,jæja, Gunna mín“, sneri sér á hina hliðina og hélt áfram að sofa. Þessa sögu rifj- aði Hreiðar upp við sjúkrasæng systur sinnar á dögunum þegar end- urminningar bemsk- unnar leituðu á hug- ann. Hún hafði gleymt atvikinu, enda löngu búin að fyrirgefa bróð- ur sínum bernskubrek- in. Hún var ekki heldur lengur hrædd við myrkrið, því henni var tamast að líta til birt- unnar. Elskuleg mágkona mín kvaddi í örmum eiginmanns síns að- faranótt 7. maí á heim- ili þeirra. Hún hvarf okkur inn í bjarta vor- nóttina þar sem vesturhiminninn var heiður og jökullinn hennar kæri skartaði sínu fegursta. Þetta var góður dagur til að deyja á. Svo fag- ur, sólríkur og fullur af von uppri- sunnar. Níu ára baráttu við krabba- mein var lokið. Baráttu sem lauk ekki með ósigri, heldur í vissu þeirr- ar trúar að lífið sigri dauðann. Guð- rún fékk gott veganesti úr foreldra- húsum. Sem fullvaxta kona hélt hún áfram að þroska sig andlega og sálarlega. Sú ræktun skilaði henni að leiðarlokum sem óvenju heil- steyptum og sáttum einstaklingi. Guðrún kynntist mörgu góðu fólki sem hafði sömu gildi í lífinu að leið- arljósi. Má þar nefna presta Hall- grímskirkju og bænahópinn þar, „Styrk“, félag krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. Síðast og ekki síst ber að nefna „Bergmál", en það er hópur yndislegs fólks sem hefur tekið sig saman til þess að sinna kærleiksþjónustu við náung- ann. Guðrún líkti samvistum við hina mörgu vini sína við margs kon- ar uppbyggjandi verkefni við endur- fæðingu. Þannig hugsaði hún, þrátt fyrir vaxandi sjúkdóm og sífellda nálægð dauðans. Hún varð í því til- liti öðrum huggun og fyrirmynd og það gladdi hana mikið. Guðrún þurfti ekki að vera mikið á sjúkrahúsi. Sigurður Ámason krabbameinssérfræðingur var lækn- ir hennar frá upphafi og mat hún hann mikils. Hann átti stóran þátt í því að henni auðnaðist að vera heima til hinstu stundar. Einnig naut hún aðhlynningar og umönn- unar félaga Sigurðar hjá heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins, læknanna Valgerðar og Guðlaugar, hjúkrunarfræðinganna Sigrúnar, Þórunnar, Helga, Guðbjargar og Bryndísar. Hafið öll hjartans þökk fyrir alúð ykkar og stuðning. En umfram allt var það fjölskylda Guðrúnar sem annaðist hana af miklum kærleika allt til enda. Síð- ustu vikurnar var eiginmaður hennar, dætur og tengdasonur við sjúkrabeðinn og viku vart frá henni. Hvenær sem Guðrún opn- aði augun var eitthvert þeirra við- statt og dætur þeirra voru hveija stund hjá henni. Á ögurstundu reynir á manninn. Kærleiksrík samvera fjölskyldunnar verður að minningarperlum sem aldrei eyðast og veita huggun í sorginni. Við sem stóðum til hliðar lútum þeim með virðingu og þökk. Hjarta okkar er barmafullt af sorg og söknuði en einnig af gleði yfir því að hafa átt kærleika Guðrúnar og þakklæti fyr- ir hvað hún. var okkur. Það verður huggun okkar í sorginni. Guð blessi minningu Guðrúnar. Svala Sigríður Thomsen. Jón tók auk framangreindra starfa þátt í félagsmálum m.a. sem oddviti hreppsnefndar Bolungarvík- ur og bæjarfulltrúi á ísafirði. Aldrei varð þess vart að Ámi J. Fannberg hefði hug til þátttöku í stjórnmálum, þótt vafalaust hefði sú gata orðið honum greið, en að því er athafnasemina og dugnaðinn snertir, féll eplið ekki langt frá eik- inni. Árni stofnaði fyrirtækin Tölvusöl- una hf., Tækjabúnað hf. og að síð- ustu fyrirtækið íseind ehf. 1985, sem þá jafnframt tók við rekstri þess fyrrnefnda. Alkunna er að kynni og vináttu- bönd skólaáranna eru svo sterk að áratugum saman hittast skólasystk- in til að minnast skólaáranna og hinnar glaðværu æsku. Þegar svo er almennt, hversu miklu fremur hljóta þessi tengsl ekki að vara og lifa í svo þröngum hópi, sem lauk stúdentsprófi úr Verslunarskólanum vorið 1945. Þar var engar troðnar slóðir að fara, engar siðvenjur að virða, engar fyrirmyndir eldri nem- enda. Þessi hópur var því óvenju þéttur og vináttuböndin óvenju sterk. í námi og að því loknu, var Árni Fannberg hinn trausti félagi og vin- ur. Enginn var hann oflátungur og ekki lét honum að taka þátt í hávær- um bægslagangi, en þegar til rök- rænna viðræðna kom og fróðleiks spjalls, var Árni á heimavelli, fastur fyrir og sannfærandi. Það var gæfa Áma er hann gekk að eiga Sigríði Jóhannsdóttur. Bjó hún honum vistlegt heimili í húsi því sem Jón Fannberg hafði reist í ' Garðastræti 2. Þar eignuðust þau hjónin átta mannvænleg böm, sem öll hafa orðið foreldmm sínum tii sóma og gleði. Við kveðjum Áma Fannberg með • söknuði og virðingu. Þakklátir fyrir samfylgdina og margar ánægju- _ stundir i áranna rás. Góður drengur er genginn Guðs á veg. Hans verður lengi minnst. Sigríði, börnum, tengdabömum og barnabörnum vottum við hluttekn- ingu og samúð. F.h. samstúdenta, Valgarð Briem. SUMARLIÐI BJÖRNSSON Sumarliði Björnsson var fæddur í Svínadal í Skaftártungu í Vest- ur-Skaftafellssýslu 7. febrúar 1906 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Bjöm Eiríks- son bóndi í Svínadal og Vigdís Sæmunds- dóttir og var hann sjöundi í röð fjórtán systkina og eru sjö á lífi. Hinn 17. maí 1936 giftist Sumarl- iði Þórgunni Guðjónsdóttur, f. 6. maí 1909, frá Hlíð í Skaftárt- ungu. Þau eignuðust þrjú böm; Guðgeir, f. 1937, eiginkona hans er Anna Sigríður Þorbergsdóttir og eiga þau fimm dæt- ur og átti Anna Sig- ríður tvo syni fyrir, Bjarndís, f. 1940, eiginmaður hennar er Birgir Hjaltason, og eiga þau tvær dætur, og Valgerð- ur, f. 1940, eigin- maður hennar er Ami Rúnar Þor- valdsson og eiga þau tvær dætur og tvo syni. Bamabama- bömin em orðin níu talsins. Útför Sumarliða fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag, laugardag, og hefst at- höfnin kl. 14. Elsku afi. Það erfitt að sætta sig við að þú sért farinn héðan, þrátt fyrir að andlát þitt hafi ekki komið á óvart, eftir þriggja vikna erfiða baráttu. Það sem mest einkenndi afa var mikil vinnusemi og voru verk hans alltaf unnin af mikilli nákvæmni og vandvirkni. Afi innrætti okkur frá unga aldri að 'vinnan göfgar mannin og vorum við ekki há í loftinu þegar við vorum komin út á tún með hrífu í hönd að „raka dreif“, eða að sinna öðrum verkum sem til féllu í sveit- inni og voru við okkar hæfi. Aldrei vantaði hrósið fyrir það sem vel var gert og var hann alltaf boðinn og búinn að leiðbeina okkur með það sem betur mátti fara. Eitt af einkennum afa var fróð- leiksfýsn og réttsýni og ekki var það margt fréttaefnið sem framhjá honum fór. Oll ummæli um menn og málefni voru sett fram á var- færnislegan hátt og eftir vandlega íhugun, þó að alla tíð hafi hann verið trúr sinni stjómmálaskoðun og ekki alltaf þótt mikið til þess koma sem mótherjamir vom að segja. Þegar heilsa ömmu leyfði ekki lengur að hún sæi ein um heimilis- Sériheðingar í hlómnskrrv liiiginii \id ölI (a-kila ri Skólavördustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 störfín var afi ekki í vandræðum með að taka til hendinni og hefur verið ömmu ómældur stuðningur hin síðari ár. Þú hefur alla tíð fylgst af áhuga með því, sem við höfum verið að gera og vitum við að svo verður áfram þrátt fyrir að þú sért kominn á annað tilverustig. Það verður erf- itt að koma í Litluhlíð núna því þú verður ekki til að taka á móti okkur á veröndinni, en við vitum að þú munt einhverntíma taka á móti okk- ur á annarri verönd. Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ó. Andrésd.) Hvíl í friði. Sumarliði, Jóhanna Guðrún, Sigríður Þóra og Þorvaldur, Þórgunnur og Sigurlín. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 "á" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.