Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 45 i, i I ) ) I I ) > I I I i ! I I i HALLDÓR ÞORSTEINSSON Á því verður engin bið, að enn eitt árið bætist við, því tíminn engum gefur grið. Þó má finna ró og frið, ef haldið er þeim sæmdar sið að sækja ætíð upp á við I dag er Halldór Þor- steinsson, stofnandi og stýrandi Málaskóla Halldórs, sjötíu og fimm ára. Ef litið er um öxl yfir liðna þrjá aldar- íjórðunga má sjá að Halldór hefur skilað af sér litríkum æviferli. Fæddur á Norðausturlandi; alinn upp á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi 1941; menntaður á sviði tungumála, bókmennta og lista báðum megin Atlantshafsins; helgar íslandi síðustu tvo aldar- fjórðunga með því að kenna íslend- ingum erlend tungumál í sínum eig- in skóla; starfar sem raunsær gagn- rýnandi á sviði bókmennta og lista og sinnir að auki trúnaðarstarfi við Landsbókasafnið í yfir fjörutíu ár. Hálldór var fæddur á Borgarfirði eystra hinn 18. maí 1921. Foreldrar hans voru Þorsteinn Metúsalem Jónsson, bóndi, útgerðarmaður, kaupfélagsstjóri, alþingismaður, skólastjóri og bókaútgefandi, f. 20.8. 1885, d. 17.3. 1976, og kona hans Sigurjóna Jakobsdóttir, hús- móðir, leikkona og bókafrömuður, f. 16.9. 1891, d. 18.6. 1992. Fjöl- skyldan var stór. Auk Halldórs voru systkinin ellefu. 1) Þórir Jónas, f. 4.12. 1909, vélsmiður. 2) Jónborg, f. 27.11. 1910, húsvörður Gagn- fræðaskóla Akureyrar, látin. 3) Jakob Vilhjálmur, f. 1.7. 1912, sjó- maður og verkstjóri, látinn. 4) Stúlka sem dó í fæðingu. 5) Óli, f. 1915, dó fimm ára. 6) Guðbjörg, f- 10.10. 1918, hárgreiðslumeistari og húsmóðir. 7) Þórhalla, f. 18.5. 1920, íþróttakennari og leikkona. 8) Drengur sem dó 4 mánaða. 9) Jón Óli, f. 31.7. 1925, rennismiður. 10) Þórhallur, f. 5.10. 1929, bók- bindari, látinn. 11) Anna Lára f. 10.6. 1931, húsmóðir og símavörð- ur. Æskuárin á Akureyri Fjölskyldan flutti frá Borgarfirði til Akureyrar þegar Halldór var aðeins nokkurra mánaða gamall. Fyrsta heimilið á Ak- ureyri var við Aðal- stræti inni í „Fjör- unni“ - á sömu slóð- um og þar sem Nonni hafði alist upp fyrr á árum. Árið 1923 flutti ijölskyldan í Hafnar- stræti 37 þar sem Þor- steinn faðir Halldórs hóf bókasölu og síðar bókaútgáfu. Á árun- um fram til 1930 var „Fjaran“ aðalathafna- svæðið á Akureyri - með Hoepnes og Túli- níusar veldin sem brennidepia. Þetta var gullöldin þar sem síldarsöltun, saltfiskur og slátr- un virtust vera meginásar lífsins. Svo kom kreppan mikla og athafna- lífið í „Fjörunni" lamaðist. Þá flutti fjölskylda Halldórs í „Bótina“. Þor- steinn og Siguijóna komu sér þar upp veglegu heimili í húsi sem ber nafnið Paris. Þar var mikill gesta- gangur því Þorsteinn hafði gerst mjög athafnasamur í bókaútgáf- unni. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var tíður gestur á heinúlinu ásamt öðrum bókmennta- og lista- mönnum. Það er því ekki að undra að áhugi á bókmenntum og listum skyldi vakna snemma hjá Halldóri og vera má að Parísarnafnið á heim- ilinu hafi átt einhvern þátt í því að Halldór hefur jafnan litið franska tungu og menningu sérstaklega hýru auga. Eg kynntist Halldóri fyrst þegar við vorum smástrákar á Akureyri. Samskipti okkar voru þó ekki náin fyrr en við fórum að æfa fimleika. Fyrst var það undir stjórn Magnúsar Péturssonar, fim- leikakennara við Barnaskóla Akur- eyrar. Síðar var kennslu og æfing- um stýrt af Hermanni Stefánssyni, íþróttakennara við Menntaskólann á Akureyri. Hermann náði í hóp efnilegra unglinga til stofnunar á fimleikaflokki. Var æft af krafti og man ég vel hvernig Hermanni tókst vel að blanda aga og þolinmæði. Flokkurinn fór til Reykjavíkur til að taka þátt í íslandsmótinu í fijáls- um íþróttum árið 1933. Gekk það Vel og var þá talað um að fara til Kaupmannahafnar, en úr því varð þó ekki. Ég minnist þess að Halldór var afburða góður í arabastökki og „flik-flak“. Velturnar tóku við hver af annarri og virtust aldrei ætla að taka enda. Þegar ganga hófst í Menntaskólann tengdist vinátta okkar Halldórs traustum böndum enda þótt eitt skólaár skildi á milli. Ég minnist hins einstaka „húmors" sem Halldór var gæddur. Húmorinn var eins og nokkurs konar smurolía fyrir vináttuna. Árin sem við gengum í Mennta- skólann voru í greipum kreppunn- ar. Við urðum því oft að láta okkur lítið nægja til að fylla tímann milli námsathafna. Ein vikuleg aukaat- höfn hafði þó forgangsrétt. Það var klukkan 9 að kvöldi á föstudögum að kvikmynd vikunnar hélt innreið sína á Nýja Bíó á Akureyri. Þessi föstudagsgluggi að umheiminum svalaði að nokkru leyti þeirri útferð- arþrá sem vaknaði snemma hjá okkur báðum - og þessi föstudags- ferðalög voru ekki óviðráðanlega dýr - ein króna og fimmtíu aurar í almenn sæti; ein króna og sjötíu og fimm aurar í betri sæti. Takk! Við Halldór urðum snemma sam- mála um að láta hvorki tóbak né áfengi trufla feril okkar á mennta- skólaárunum. Það stóðst. Á síðari árum þegar við höfum rifjað þetta upp kemur okkur saman um að nálægð fimleikanna og ijarlægð tóbaks og áfengis, í æsku, hafi orð- ið okkur haldgott veganesti, því við erum báðir hraustir og liðugir eftir þijá aldarfjórðunga. Að loknu námi við MA sóttum við báðir út fyrir landsteinana til frekara náms. Þá skildu leiðir okkar að nokkru, en vináttuböndin sem voru ofin á Akureyri hafa haldist og orðið traustari með tímanum. Tungumál og listir Námsferill Halldórs eftir stúd- entspróf, lá víða um lönd. Hann nam rómönsk tungumál við Kaliforníu- háskólann í Berkeley og Westwood. Þá stundaði hann um tíma leiklist- arnám við Pasadena Playhouse, hinn rómaða leikskóla sem var vett- vangur Hollywood-leikara. Þar náði hann sér í nesti sem hefur enst honum vel um ævina. Eftir stutta viðdvöl á Akureyri að loknu Amer- íkunáminu fór Halldór til Parísar þar sem hann settist á námsbekk við Sorbonne-háskólann. Þar snar- aði hann Fjalla-Eyvindi yfir á franska tungu og vann síðan að því að gera franska kvikmynd um Fjalla-Eyvind. Sumarið 1949 kom Halldór með Frakkana þijá til Is- lands til að fylgja málinu eftir. Samningar voru komnir á vonarleið en ekki tókst að hnýta endahnútinn og var því hætt við fyrirtækið. Halldór sá snemma að köllun hans var að kenna íslendingum erlend tungumál. Hann stofnaði því Málaskóla Halldórs árið 1953 og hefur stýrt honum sleitulaust síðan, án þess að nokkuð lát hafi orðið á. Þar kennir hann frönsku, spænsku og ítölsku auk enskunnar. Hann virðist jafnvígur á öll þessi mál og hefur margur íslendingurinn notið góðs af kennslu hans síðustu áratugina. Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum barst mér í hendur hljómband þar sem Halldór fer með hina kunnu einræðu Hamlets - to be or not to be - á ensku, spænsku, ítölsku, frönsku og íslensku. Mér þótti þetta svo vel gert og áttaði mig á því að þótt ég hafi talið mig allfæran í tungumálum fyrr á árum var hér um bil að ræða sem ekki yrði brúað. Þá ber þess að geta að Halldór hefur um árin unnið að því jafnt og þétt að þýða bókmenntir úr róm- önsku málunum yfir á íslensku. Þar hefur hann sinnt þörf sem áður var oft vanrækt. Á æskuárunum naut Halldór mikillar kvenhylli. Pilturinn var glæsilegur, hárprúður og lipur. Árið 1955 var Halldór tekinn úr umferð þegar hann giftist ágætis- konunni Andreu Oddsteinsdóttur, sem ættuð er úr Mýrdalnum í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Andrea og Halldór hafa byggt sér mikið og veglegt heimili í stóra bárujárns- varða húsinu á Miðstræti 7, í hjarta Reykjavíkur. Blandast þar saman íslensk og frönsk áhrif á hinn smekklegasta máta. Frá öllu er sér- staklega vel gengið - allt frumlegt og listrænt. Gestrisni Andreu og Halldórs er rómuð. Hefur fjöldi vina og kunningja - bæði inníendir og erlendir - eytt þar mörgum ánæg- justundum. Ekki skaðar að Andrea er sérmenntuð í siðafræði. Rak hún um tíma sinn eigin skóla við góðan orðstír. Áhrif Andreu koma því greinilega fram í þeim blæ sem hvílir yfir heimilinu. Rammur íslendingur Enda þótt Halldór hafi verið langförull beggja vegna Atlants- hafsins og þótt hann hafi sett sig vel inn í þjóðlíf sem hann kynntist bæði í Ameríku og Evrópu, sofnaði íslendingurinn aldrei í honum. Síð- ustu tvo aldarljórðungana hefur Halldór helgað sig íslenskum mál- efnum. Hann sinnti trúnaðarstarfi við Landsbókasafnið í yfir 40 ár. Þar kom sér vel það nesti sem hann tók með sér úr heimahúsum, því Þorsteinn faðir Halldórs var ekki einungis bókaútgáfumaður; hann var einnig afburða bókasafnari og átti eitt mesta einstaklingsbókasafn á íslandi. Að því sem mér er best kunnugt vann Halldór starf sitt við Landsbókasafnið af mikilli alúð og kunnáttu, allt þar til hann hætti sakir aldurs. Ekki yrði ég hissa ef mér yrði sagt að tvo hefði þurft til að fylla í skarðið. Eftir að hafa starfað í fjóra áratugi í húsakynn- um Landsbókasafnsins við Hverfis- götu - þessum gimsteini íslenskra bygginga - er ekki að furða þótt Halldór hafi sýnt nokkra viðkvæmni þegar það kom upp á teninginn að hinu nýja húsi Hæstaréttar skyldi þrengt inn á baklóð safnsins. Hall- dór - ásamt mörgum öðrum - tjáði sig ótrauður á opinberum vettvangi sem andstæðingur gegn þessu spill- ingaráformi. En hér varð íslending- urinn að láta í minni pokann - og þykir mér það miður. Eitt af þeim aukastörfum sem Halldór hefur sinnt undanfarin ár er leiðsaga fyr- ir erlenda ferðamenn sem koma til landsins til að kynnast íslenskri náttúru. Er Halldór rómaður fyrir hvernig honum hefur tekist að heilla margan ferðamanninn með túlkun sinni á íslenskri sögu og þjóðlífi, og með þeirri athugunargáfu sem Halldór er gæddur þegar hann lýsir fegurð landsins. Sjálfur hef ég orð- ið smitaður af eldmóði Halldórs, er Sigríður kona mín og ég nutum leiðsögu hans og Andreu þegar þau þræddu Vestur- og Austur-Skafta- fellssýslur með okkur síðastliðið sumar. Halldór virtist þekkja hveija þúfu og þreyttist ekki á því að benda á hvernig jöklar, jörð og sjór blandast í eins konar sinfóníu sem virðist hafa hreinsandi áhrif á sál- ina. Áður minntist ég á hljómbandið þar sem Halldór fór með einræðu Hamlets á mörgum tungumálum. Mér þótti það eftirtektarvert að þegar Halldór flutti' einræðuna á íslensku, í þýðingu Matthíasar Joch- umssonar, var slíkur mælskublær yfir flutningnum að vel hefði mátt álykta að hér væri um frummálið að ræða. Ég og kona mín Sigríður óskum afmælisbarninh til hamingju með daginn. Við viljum líka vekja at- hygli á því að meðan flestir sam- aldrar Halldórs hafa lagt árar í bát eður sest í helgan stein, lætur Halldór hvergi staðar numið. Hann heldur áfram að reka málaskólann eins og enginn endir sé framundan - og leiðin er jafnt og þétt upp á við. Bragi Freymóðsson, Santa Barbara við Kyrrahafsströnd. ! 4 i i i i i i i RADAUGí YSINGAR Þingmenn til viðtals Þingmenn Þjóðvaka hafa fasta vikulega viðtals- tíma á skrifstofum sínum í Austurstræti 14, efstu hæð. Allir eru velkomnir í þessi viðtöl og kaffi er á könnunni. í dag frá kl. 10.00 til 12.00: Ásta R. Jóhannesdóttir. Laugardaginn 25. maífrá kl. 10.00 til 12.00: Ágúst Einarsson. Bútasaumssýning verður haldin í tilfefni af komu hóps af norsk- um konum á þriggja daga bútasaumsnám- skeið í Virku og komu Marty Michell, kenn- ara frá USA. Sóst er eftir að sýna vegg- teppi, rúmteppi, smámyndir, föndur og dúkk- ur frá fólki hér á landi. Sýningin verður í fyrstu viku júlí og verða þrenn verðlaun veitt. Þátttakendur hafi samband sem fyrst við Guðfinnu í síma 568 7477, sem gefur nánari upplýsingar. Einnig er hægt að bæta fáeinum íslenskum konum við á námskeiðið 8., 9. og 10. júlí (frá kl. 10.00-16.00). Aðeins þetta eina námskeið á árinu með Marty Michell. QVIRKA Mörkinni 8, 108 Reykjavík. ♦ SmO ouglýsingar Á vegum Nýrra tíma: Gospel, tónheilun og hugleiðsla Vegna húsfyllis og fjölda áskor- ana sl. mánudagskvöld mun sönghópur Móður jarðar endur- taka heldur óvenjulega tónleika sína mánudagskvöldið 20. maí í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, kl. 20.30. Sönghópurinn flytur Afrisk- ameríska gospeltónlist og heimstónlist. Einnig mun stjórn- andi hópsins, Esther Helga, leiða gesti í tónheilun. Sérstakir gestir verða Úlfur Ragnarsson, læknir, sem flytur erindi um lifsorkuna og Lára Halla sem leiðir slökun og hug- leiðslu. Miðar seldir við innganginn. Verð kr. 1.000. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Barnablessun. Allir eru hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðir Ferðaféiagsins Minjagangan (raðganga) Sunnudagur 19. maí kl. 13.00: Hólmsborg - Lækjarbotnar. Fimmti áfangi raðgöngunnar (minjagöngunnar). Gengið frá Hólmsborg (gamalt fjárbyrgi) norðan Selfjalls í Lækjarbotna. Þrír áfangar eftir í Blikastaðakró. Veriö með i léttri og skemmti- legri göngu. Verð kr.-700. Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 111. tölublað (18.05.1996)
https://timarit.is/issue/128464

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

111. tölublað (18.05.1996)

Aðgerðir: