Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 . MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borís Jeltsín lofar að afnema herskylduna algjörlega á fjórum árum Gæti aukið fylgið en efnd- ir ólíklegar Moskvu. Reuter. MARGIR ungir Rússar og foreldr- ar þeirra fögnuðu þeirri ákvörðun Borísar Jeltsíns á fimmtudag að leggja. herskylduna algjörlega af á næstu fjórum árum en jafnvel harðir stuðningsmenn forsetans efuðust um að hann gæti efnt þetta kosningaloforð. Jeltsín gaf út forsetatilskipun um að herkvaðningu rússneskra karlmanna á aldrinum 18-28 ára yrði hætt árið 2000. Forsetinn lof- aði ennfremur að þeir sem yrðu kvaddir í herinn fyrir þann tíma myndu ekki að gegna herskyldu í Tsjetsjníju eða öðrum átakasvæð- um. „Þetta er skref í rétta átt. Börn sem geta ekki einu sinni haldið á rifflum hafa verið drepin," sagði hagfræðingurinn Serafima Marko- iina og vísaði til ungra hermanna sem hafa fallið í Tsjetsjníju. „Með þessari tímasetningu er markmiðið augljóslega að auka fylgi forsetans," sagði hermálasér- fræðingurinn Dmitrí Trenín og margir fréttaskýrendur tóku í sama streng. „Nánast ógjörningur" Með þessari ákvörðun gleður forsetinn ekki aðeins ungu kyn- slóðina og áhyggjufulla foreldra heldur slær hann vopnin úr hönd- um helsta andstæðings síns, Gennadís Zjúganvovs, frambjóð- anda kommúnista, sem hefur sak- að Jeltsín um að vanrækja herinn og eyðileggja rússneska herveldið. Margir fréttaskýrendur voru þó efins um að hægt yrði að fylgja tilskipuninni eftir að kosningunum loknum vegna mikils kostnaðar. Þeir sögðu að her, sem aðeins yrði skipaður atvinnuhermönnum, krefðist tímafreks undirbúnings, hækka þyrfti launin til að laða hæfa menn í herinn, auk þess sem sjá þyrfti þeim og fjölskyldum þeirra fyrir húsnæði. „Það er nánast ógjömingur að ná þessu markmiði á tilsettum tíma,“ sagði Trenín. „Rakið lýðskrum" Kommúnistinn Viktor Íljúkhín, formaður öryggisnefndar Dú- munnar, neðri deildar þingsins, sagði tilskipun forsetans „rakið lýðskrum" sem gæti riðið efnahag Rússlands að fullu. Þingið gæti tafið afgreiðslu laga, sem nauðsyn- leg em til að fylgja tilskipuninni eftir. Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra hafði ekki tjáð sig um tilskip- unina í gær, en hann hefur hingað til verið andvígur hugmyndinni á þeirri forsendu að Rússar hafi ekki efni á breytingunum. Afnám her- skyldunnar nýtur þó stuðnings margra af æðstu yfirmönnum hersins og forsetaframbjóðandans Alexanders Lebeds, fyrrverandi hershöfðingja, sem margir telja að verði vamarmálaráðherra eftir kosningarnar. Reuter RÚSSNESKIR hermenn, sem taka þátt í byggingarframkvæmd- um nálægt Kreml, ganga í takt á Rauða torginu. Borís Jeltsín forseti hefur gefið út tilskipun um að herskylda verði afnumin árið 2000 og er hún talin auka vinsældir hans meðal ungra Rússa. Um 440.000 ungir Rússar hafa verið kvaddir í herinn á ári hveiju og gegna herskyldu í tvö ár. Að- stæður margra þeirra eru ömurleg- ar, ungir nýliðar hafa verið ofsótt- ir miskunnarlaust í herbúðunum og árlega svipta hundruð her- manna sig lífi. Mánaðarlaunin eru sem svarar 1.000-2.000 krónum og dæmi eru um að hermenn hafi soltið í hel á afskekktum herstöðv- um. Arabar í Israel lýsa yfir stuðningi við Shimon Peres, forsætisráðherra Reuter BENJAMIN Netanyahu, frambjóðandi hægriflokksins Likud, ávarpar þátttakendur á fundi í Jerúsal- em í gær. Við hlið hans situr Avraham Shapira, fyrrverandi rabbíni gyðinga af Evrópuættum. Peres með talsvert for- skot á Net- anyahu Jerúsalem, Nasaret. Reuter. SHIMQN Peres, forsætisráð- herra Israels, réðst í gær harkalega á andstæðmga sína á hægri vængnum, Likud, en þeir hafa í kosningabarátt- unni m.a. birt myndir af Peres og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, er þeir hald- ast í hendur á leið sinni upp á svið á fjöldafundi. „Hvað vilja þeir? Að við skjótum hvor á annan?“ spurði Peres. Nýjar kannanir gefa til kynna að Peres muni sigra í kosningun- um í lok mánaðarins. Likud-menn og frambjóð- andi þeirra í embætti forsætis- ráðherra, Benjamin Netanya- hu, hafa lýst andstöðu við friðarsamningana sem gerðir voru við Palestínumenn og kváðu á um sjálfstjórn þeirra á hernumdu svæðunum. Enn er eftir að semja um stöðu Jerúsalemborgar og nánar um réttindi Palestínumanna sem vih'a stofna sjálfstætt ríki. Likud telur að allt of langt hafi verið gengið til móts yið kröfur Arafats og öryggi Isra- els verið stofnað í hættu. Andstæðingar Arafats með- al Palestínumanna segja á hinn bóginn að hann hafi svik- ið hagsmuni þjóðar sinnar með undanlátssemi. Kosið verður til þings í Isra- el 29. þessa mánaðar og einnig verður forsætisráðherra kjör- inn beinni kosningu í fyysta sinn. Leiðtogar araba í Israel lýstu á fimmtudagskvöld yfir stuðningi við Peres í embætti forsætisráðherra en arabískir kjósendur eru um 12% þeirra sem eru á kjörskrá. „Við sættum okkur ekki við að vera utanveltu þegar ákveðið er hver skuli vera næsti forsætisráðherra,“ sagði Ibrahim Nimer Hussein, borgarstjóri Shafa Amr I Gal- íleu og forseti nefndar sem stofnuð var til að samræma afstöðu arabískra kjósenda. Talið er að niðurstaðan auki verulega sigurlíkur Peres. Hernaður Israelshers gegn hizbollah-skæruliðum T Liban- on nýverið, aðgerð sem nefnd var Þrúgur reiðinnar, olli því að margir arabar voru sagðir ætla að sitja heima 29. ma! en ólíklegt er nú að svo verði. Þrjar kannanir dagblaða voru birtar í gær og voru að- spurðir úr röðum gyðinga og araba. Peres var með fjögurra til sex prósenta forskot á Net- anyahu. Samkvæmt könnun- um fengi Verkamannaflokkur Peres nokkru meira fylgi en Likud í kosningum til þmgsins þar sem 120 fulltrúar sitja, og allt að 41 þingsæti. Ljóst þyk- ir að forsætisráðherrann hafi með aðgerðunum í Líbanon, sem kostuðu hundruð sak- lausra borgara lífið, styrkt stöðu sína meðal þeirra Isra- ela sem töldu að forsætisráð- herrann væri ekki nægilega harður í horn að taka í afstöðu sinni gagnvart aröbum, hann væri of eindreginn friðarsinni. Peres og Arafat fengu friðarverðlaun Nóbels ásamt Yitzhak heitnum Rabin, fyrr- yerandi forsætisráðherra Israels, fyrir þáþt sinn í friðar- samningunum. Ofgafullur þjóðermssinni úr röðum gyð- inga myrti síðar Rabin. Lipponen hvet- ur til varfærni PAAVO Lipponen, forsætis- ráðherra Finnlands, hvetur til þess að menn sýni aðgát í umræðunni um tengsl Finna og Atl- antshafs- bandalags- ins. Sá Lipp- onen ástæðu til þessa í kjölfar skyndilegrar o g ákafrar umræðu um mörgulega aðild Finna. Sagði forsætisráðherrann að óyfír- vegaðar yfirlýsingar kynnu að gefa ranga mynd af stefnu Finna í öryggismálum Ron Brown- háskóli í Króatíu HÁSKÓLI sem opnaður verður á/ næstunni í króatísku borg- inni Dubrovnik, verður nefnd- ur eftir Ron Brown, við- skiptaráð- herra Banda- ríkjanna, sem fórst í flugslysi skammt frá borginni í síðasta mán- uði. Skólinn Ron Brown tekur til starfa í september og þar verða kennd ferðamálafræði og viðskiptafræði. Prinsinn flýgur með farþega HOLLENSKI krónprinsinn Vilhjálmur Alexander mun á næstunni fljúga flugvélum í innanlandsflugi í heimaland- inu. Prinsinn mun verða að- stoðarflugmaður á Fokker-70 flugvélum KLM-flugfélagsins en hann vantar flugtíma á þá tegund véla til að ljúka flug- prófi. Skotið á báta áEyjahafi TYRKNESK stjórnvöld báru í gær fram mótmæli við grísku stjórnina í kjölfar þess að gríska strandgæslan skaut á tyrkneska báta á Eyjahafi. Grikkir neita því að atvikið hafi átt sér stað en Tyrkir fullyrða að skotið hafi verið á á um tug tyrkneskra báta sem voru að veiðum við eyjuna Lesvos á fimmtudagskvöld. Le Pen í írak JEAN-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðernisfylkingarinnar frönsku og hægri þjóðernis- sinni, hvatti í gær til þess að viðskipta- banni Sam- einuðu þjóð- anna á Irak yrði aflétt. Le Pen er á ferð í írak og var gert ráð fyrir því að hann myndi hitta Saddam Hussein, leið- toga landsins, og Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra, að máli. Lipponen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.