Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sendiráð Islands
Mikið af
risnu vegna
íslendinga
RISNUÚTGJÖLD íslenzkra dipló-
mata erlendis eru að stórum hluta
vegna íslenzkra stjómmála- og
embættismanna, sem heimsækja
sendiráðin. Þetta kemur fram í
stjórnsýsluendurskoðun Ríkisend-
urskoðunar á utanríkisráðuneytinu.
Þar segir að ráðuneytið rökstyðji
fasta risnu diplómata með því að
hún sé nauðsynleg til að rækta
samband við erlenda áhrifamenn
og kollega. í ljósi ofangreinds virð-
ist hins vegar mega lsekk| hana
án þess að það komi niður á íslenzk-
um hagsmunum.
Ríkisendurskoðun segir suma
sendiherrabústaði íslands erlendis
of stóra og dýra. Stærsti sendi-
herrabústaðurinn (í Washington)
er 654 fermetrar, en sá minnsti (í
Peking) 250 fermetrar.
lyfsölu í stórmarkaði
HAGKAUP hefur í hyggju að hefja
lyfsölu í stórmarkaði sínum í Skeif-
unni 15 með sama fyrirkomulagi og
tíðkast í stórmörkuðum erlendis. Af-
greiðsluborð verður fyrir miðju versl-
unarinnar vegna þeirra lyfja sem
aðeins má afgreiða gegn lyfseðli, en
önnur lyf í hillum þar fyrir framan.
Fyrirtækið hefur gert samkomu-
lag við eigendur Lyfju hf., þá Rób-
ert Melax og Inga Guðjónsson, um
samstarf og hefur Róbert sótt um
lyfsöluleyfi fyrir Skeifuna 15. Hann
mun bera faglega ábyrgð á rekstrin-
um. Þeir félagar verða jafnframt
meðeigendur að litlu leyti í sérstöku
hlutafélagi sem stofnað hefur verið
í þessum tilgangi.
„Það er langt síðan við lýstum
yfir þvi að við hefðum hug á að
heija lyfsölu ef það yrði heimilað og
teldum það vera hluta af eðlilegri
starfsemi í svona verslunum eins og
við rekum,“ sagði Óskar Magnússon,
forstjóri Hagkaups. „Það er lyfsala
í nánast öllum stórmörkuðum er-
lendis og algengast að magnyltöflur
séu á boðstólum í sömu hillum og
vítamín. Okkur var hins vegar ljóst
við undirbúning að svona rekstur
væri nokkuð flókinn. Þess vegna
leituðum við til þessara framsæknu
manna sem höfðu rutt brautina og
fengum þá til liðs við okkur.“
Hann sagði að lyíjabúðin í Skeif-
unni myndi veita fulla þjónustu eins
og apótekum bæri að hafa sam-
kvæmt lögum. Hins vegar lægi ekki
endaniega fyrir hvenær starfsemin
gæti hafist né heldur hvort lyfjabúð-
ir yrðu settar upp í öðrum verslunum
Hagkaups.
Erindi um lyfsöluleyfi í Skeifunni
hefur verið sent borgaiyfirvöldum og
er til umsagnar hjá borgarlögmanni.
BJARGVEIÐIMENN í Alsey
með eggjafeng sinn.
Eggjatími
kominn
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Festu skortir/6
Hagkaup tekur upp samstarf við Lyfju hf.
Ráðgert að hefja
í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
BJARGVEIÐIMENN í Vest-
mannaeyjum hafa í nógu að snú-
ast þessa dagana því bæði svart-
fugl og fýll eru orpnir og því
mikið að gera við eggjatöku.
Allt varp virðist fyrr á ferðinni
en í venjulegu ári og hjá bjarg-
fuglunum á þetta sérstaklega
við um svartfuglinn sem er að
mestu orpinn. Venjan er að
svartfuglinn verpi um það bil
viku seinna en fýllinn en nú eru
þeir á sama tíma með varpið sem
er óvenjulegt.
Eggjatíminn er einn af vor-
boðunum í Eyjum. Þegar fýls-
egg og svartfuglsegg fara að
sjást á borðum er sumarið
skammt undan. Víst er að líf
færist yfir bjargveiðimenn á
þessum tíma því þá geta þeir
farið að spranga um fjöll og
úteyjar. Ekki skemmir fyrir að
flestir þeirra telja egg bjarg-
fuglanna hlaða sig meiri orku
en nokkuð annað sem þeir láta
inn fyrir sínar varir.
Tvö íslensk drykkjarhorn frá 16. og 17. öld verða boðin upp á Sjálandi á mánudag
Þjóðminjavörður vill að Þjóð-
minjasafnið kaupi munina
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
TVO útskorin íslensk drykkjar-
horn frá 16. og 17. öld verða
boðin upp á stóru uppboði syðst,
á Sjálandi á mánudag. A uppboð-
inu verður einnig vatnslitamynd
af goshver frá 19. öld og segir
Þór Magnússon þjóðminjavörður
að gripirnir þrír séu metnir á
tæplega 700 þúsund krónur. Vill
hann kanna hvortÞjóðminjasafnið
geti ekki fest kaup á þeim.
A eldra horninu eru trúarlegar
myndir en höfðaletursútskurður
á því yngra, sem er frá 1687, og
segir Þór greinilegt að búið sé
að saga stikilinn af þeim báðum,
svo þau megi nýtast sem púður-
horn.
Hornin eru úr eigu Raben-
Levetzau greifaættarinnar, en
verið er að bjóða upp eigur fjöl-
skyldunnar. Uppboðið fer fram á
vegum Sotheby’s uppboðsfyrir-
tækisins og hefur vakið mikla
athygli utanlands og innan.
íslensku drykkjarhornin eru
miklir merkisgripir, sem ýmsir
fræðimenn hafa gert skil. Á horn-
in er meðal annars rist mynd af
Kristi á krossinum og heilagri
Önnu. Þau eru ekki silfurspengd
og ekki skreytt á neinn annan
hátt en með útskurði. Að sögn
Hanne Wedell-Wedellsborg fram-
kvæmdastjóri Sotheby’s í Dan-
mörku eru drykkjarhornin meðal
merkari muna á uppboðinu, þótt
ekki vanti glæsimuni þar.
Á uppboðinu verða boðin upp
málverk, sem talin eru eftir Bell-
ini og fleiri gamla meistara, hús-
gögn eftir þekktustu smiði fyrri
alda, silfurbúnaður, postulín,
kristall, gamlir vagnar og fleira.
Aalholm kastali var byggður á
14. öld, en hefur verið í eigu
greifaættarinnar síðan 1725. í lok
síðustu aldar var þáverandi greifi
í utanríkisþjónustunni og var
kastalinn sóttur heim af kónga-
fólki eins og Játvarði II. Eng-
landskonungi, Vilhjálmi II. Þýska-
landskeisara og Svíakóngi, svo
hugsanlega hafa þeir bergt af
drykkjarhornunum. Núverandi
eigandi er Johan Raben. Hann
hefur haft kastalann opinn fyrir
ferðamenn, en samdráttur á því
sviði og efnahagserfiðleikar neyða
Raben nú til að selja eigur sínar.
ELDRA hornið er frá 16.
öld, afsagað og skorið með
trúarlegum myndum.