Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+ Eiríkur Kröyer
Tryggvason
fæddist í Reykjavík
18. september 1925.
Hann lést í Land-
spítalanum 13. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þórunn Kröyer
Þorvaldsdóttir hús-
móðir frá Seyðis-
firði, f. 1901, og
Tryggvi Jónsson
húsgagnabólstrari
frá Búrfelli í V-
Húnavatnssýslu, f.
1900. Systkini Ei-
ríks eru: Heiða, f. 1927, Þor-
valdur, f. 1929, Jón, f. 1931,
Guðný, f. 1933, Helga, f. 1936.
Eftirlifandi eiginkona Eiríks er
Guðrún Guðmundsdóttur frá
Seljabrekku í Mosfellssveit, f.
18. september 1925. Þau giftu
sig 18. september 1946. Börn
Eiríks og Guðrúnar eru:
Tryggvi, f. 1947, maki Milla
Hulda Kay, Guðmundur, f.
1949, maki Anna Sigurðardótt-
ir og eiga þau þijú börn, FIosi,
f. 1953, Jón f. 1955, maki Sigur-
björg Geirsdóttir og eiga þau
tvö börn, Þórunn, f. 1958, maki
Þorgeir Gunnlaugsson og eiga
þau þijú börn, Guðjón, f. 1961,
maki Harpa Jónsdóttir og eiga
þau þijú börn, Helga, f. 1968,
Kynni mín af Eiríki Tryggvasyni
spanna yfír um það bil 35 ár. Þá
vann ég fyrir hann sem bónda á
Búrfelli, annaðist viðgerðir á vélum
og tækjum búsins. Ræddi hann þá
gjarnan hvort myndi borga sig að
- sgera við þetta eða hitt, sem um var
að ræða og síðast en ekki síst hvern-
maki Jósef Pálsson
og eiga þau tvö börn.
Áður átti Guðrún
son, Guðjón Bjarna-
son, f. 1944, og á
hann fimm börn.
Eiríkur lærði hús-
gagnasmíði og vann
fyrst á verkstæði
föður síns. Eiríkur
og Guðrún hófu bú-
skap á Háteigsvegi
25 i foreldrahúsum
Eiríks. Þau byggðu
nýbýlið Selholt í
Mosfellssveit og
fluttu þangað um
1950. Eiríkur vann við smíðar
ásamt minni háttar búrekstri í
hjáverkum. Árið 1962 fluttu þau
norður að Búrfelli í Miðfirði
V-Hún. og tóku við búi föður-
systkina Eiríks, þeirra Guðjóns,
Péturs og Elínbjargar. Byggði
Eiríkur upp húsakost jarðarinn-
ar og stækkaði búið sem síðan
var rekið af allri fjölskyldunni,
en seinni árin tók Jón sonur
hans að verulegu leyti við
rekstrinum. Er heilsu Eiríks
hrakaði tók Jón við öllum rekstri
búsins og þau hjónin fluttu í
Kópavog árið 1994. Ásamt
rekstri á stóru búi tók Eiríkur
mikinn þátt í ýmsum félagsmál-
um var m.a. formaður Búnaðar-
félags hreppsins, sat í hrepps-
ig best myndi að haga viðgerðinni.
Það var gaman að vinna fyrir hann.
Mér varð fijótlega Ijóst að þarna
var ég að kynnast fjölhæfum hæfi-
leika manni, hugur hans var fijór
og sístarfandi. Hann var brosmild-
ur, augnatillitið glettið og hlýtt.
Eiríkur var kosinn í stjórn Kaup-
MINNINGAR
nefnd og í stjórn Búnaðarsam-
bands V-Hún., sá um rekstur
Vélaverkstæðisins á Laugar-
bakka og rekstur Ræktunar-
sambands V-Hún. Hann gegndi
trúnaðarstörfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn og sat i kjördæ-
misráði í Norðurlandskjördæmi
vestra. Hann starfaði einnig til
margra ára ötullega að málum
tengdum Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga allt þar til hann
varð að láta af störfum vegna
heilsubrests. Hann sat í sljórn
1975-1994 þar af stjórn-
arformaður 1985-1994 og
sljórnarformaður Mjólkursam-
lags KVH/KFHB frá 1985-
1994. Hann hafði umsjón með
verklegum framkvæmdum fyr-
ir KVH og Mjólkursamlag
KVH/KFHB um árabil svo sem
nýbyggingu slátur- og frysti-
húss og mjólkurstöðvar auk
fleiri framkvæmda. Var fulltrúi
KVH á fundum SÍS um árabil.
Var í fulltrúaráði Samvinnu-
try&KÍngn gt- og í félagsráði
Osta- og mjörsölunnar á meðan
hún starfaði. Þar var hann full-
trúi KVH í stjórnum ýmissa
hlutafélaga svo sem Mjöls hf.
og Steypuþjónustunnar hf. og
stýrði rekstri þeirra um tíma.
Hann var hvatamaður að stofn-
un Útgerðarfélags Vestur-Hún-
vetninga árið 1987 og var
stj órnarf or maður þess og fram-
kvæmdastjóri meðan það starf-
aði eða til ársins 1990.
Útför Eiríks fer fram frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
félags Vestur-Húnvetninga ein-
hvern tímann um miðjan áttunda
áratuginn. Þá var nýhafín bygging
frysti- og sláturhúss á vegum þess
og höfðu framkvæmdir gengið
fremur stirðlega. Tók Eiríkur þá
að sér að stjórna framkvæmdum
við þetta stórhýsi, sem er með mikl-
um og flóknum búnaði. Það kom í
minn hlut að vinna þarna undir
yfirstjórn Eiríks við lagnavinnu,
uppsetningu og smíði ýmissa tækja.
Þar kynntist ég betur skipulags-
og stjórnunarhæfileikum hans.
Brennandi áhuginn bar hann
áfram, hann var ýmist að koma eða
fara á milli Reykjavíkur og
Hvammstanga. Útvega teikningar,
láta breyta teikningum, sækja efni
og svo framvegis til þess að allir
verkþættir gætu gengið snurðulaust.
Hann ávann sér traust allra sem
þarna unnu og einkunnarorðin voru
vandvirkni og snyrtilegur frágang-
ur. Þetta var skemmtilegur tími.
Og ég endurtek, það var gaman að
vinna fyrir Eirík. Vert er að geta
þess að Eiríkur gekk ekki heill til
skógar á þessum tíma, var með
ólæknandi sjúkdóm sem þó var
hægt að halda niðri að hluta.
Eiríkur starfaði mikið að hinum
ýmsu félagsmálum Vestur-Hún-
vetninga. Hann var ekki maður
kyrrstöðunnar heldur framfaranna
o g vann öll sín félagsmálastörf sam-
kvæmt því. Hjá því fer ekki að oft
gustar um slíka menn og stundum
kalt. Það er von mín og bæn að
hann hafi komist ókalinn á hjarta
út úr allri sinni félagsmálabaráttu.
Mig langar til að kveðja þennan
vin minn með erindi úr kvæði eftir
Einar Benediktsson.
Nú er dagur við ský heyr hinn dynjandi pý.
Nú þarf dáðrakka menn ekki blundandi þý
það þarf vakandi önd það þarf vinnandi hönd
til að velta í rústir og byggja á ný.
Ég færi eiginkonu, börnum og
frændgarði öllum mínar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Eiríksson.
Það voru dýrlegir dagar þegar
við Eiríkur vorum saman í sveit hjá
afa og ömmu á Búrfelli í Miðfirði
á okkar barns- og unglingsárum.
Það mætti skrifa langt mál um allt
EIRÍKUR
TRYGGVASON
það sem fram fór í Rausakoti í
suðurhlíðum Hádegishólsins. Þar
stóð okkar fyrsta húsbygging þó
ekki væri stór, en þó sú fyrsta af
mörgum byggingum sem við unnum
síðar að hvor á sínu sviði. En æsk-
unni lauk alltof fljótt, og við fórum
hvor í sína áttina í nám. Alltaf héld-
um við þó sambandi en stopult var
það um tíma.
Það má segja að nýtt tímabil
hæfíst í lífi Eiríks þegar hann kvænt-
ist Guðrúnu Guðmundsdóttur frá
Seljabrekku í Mosfellsdal. Þar eign-
aðist hann indælan og tryggan lífs-
förunaut, sem var hans stoð og
stytta allt til enda. Þau byggðu ný-
býli á hennar heimaslóðum og vann
Eíríkur ýmis störf á þeim tíma auk
búskaparins, enda lærður trésmiður.
Þegar frændi okkar Guðjón bóndi
á Búrfelli lést fyrir aldur fram,
ákváðu þau að flytja norður og taka
við búinu. Rúna var ef til vill ekki
tilbúin að flytja af heimaslóðum,
en eftir stuttan tíma var hún líka
orðin Húnvetningur í orðsins fyllstu
merkingu.
Þar famaðist þeim vel, bjuggu
stórbúi og bættu húsakost mjög
mikið, alltaf var nægur vinnukraftur
til að sinna bústörfum, því þau eign-
uðust sjö börn á tuttugu og einu
ári, allt hið mannvænlegasta fólk,
sem þau hjón gátu verið stolt af. •
Þrátt fyrir stórt heimili, var alltaf
til pláss ef rétta þurfti einhveijum
hjálparhönd og ég er þess fullviss
að margir munu nú að leiðarlokum
senda Eiríki og þeim hjónum báðum
hlýjar kveðjur með þökkum fyrir
allt og allt. Eiríkur tók mikinn þátt
í félagsstörfum í sinni sveit, enda
skorti hvorki áræði né þekkingu og
vit til að velja það besta. Ég vona
að aðrir, sem betur til þekkja, geri
því mikla starfi betur skil.
Að lokum viljum við Steina senda
þér, Rúna, börnum ykkar, tengda-
börnum og barnabörnum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Pétur Guðmundsson.
GUÐNI
KRISTÓFERSSON
+ Guðni Kristó-
fersson fæddist
í Stóra-Dal í V-
Eyjafjallahreppi 4.
nóvember 1903.
Hann lést 5. maí sl.
á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja. For-
eldrar hans voru
hjónin Kristófer
Þorleifsson og Auð-
björg Ingvarsdótt-
ir. Guðni var einn
af 12 systkinum
sem öll komust til
fullorðinsára. Eftir-
lifandi systkini hans
eru Ögmundur og Ingibjörg.
Hinn 23. desember 1934
Okkur langar að minnast hans
afa okkar frá Fögruvöllum með
nokkrum orðum. Hann var svo lán-
samur að hafa fengið að lifa í nær
93 ár og verið heilsuhraustur alla
tíð og vann hann fram að 87 ára
aldri. Afi bjó í u.þ.b 16 ár heima
hjá okkur á Illugagötunni og höfð-
um við því mikil samskipti við hann.
Afi var mjög barngóður maður.
Minnumst við þess þegar við vorum
börn að gaman var að fara til hans
að hlusta á sögur úr sveitinni og
spila við hann og átti afi alltaf eitt-
hvað gott í pokahorninu handa
okkur. Eigum við margar góðar
minningar um þessar stundir.
kvæntist Guðni
Svövu Björnsdóttur
frá Haga í S-Þing-
eyjarsýslu, f. 23.
nóvember 1904, d.
14. febrúar 1973.
Þau hjónin eignuð-
ust fjögur börn,
Auðbjörgu f. 1.
mars 1931, d. 17.
maí 1933, Björgvin,
f. 11. nóvember
1935, Nínu, f. 21.
apríl 1944 og Vigni,
f. 30. júlí 1946.
Útför Guðna fer
fram frá Stóra-
Dalskirkju i dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.00.
Hann afí var sannkallaður þús-
undþjalasmiður. Það var sama hvað
hann tók að sér, það lék allt í hönd-
um hans. Alltaf var hann tilbúinn
að aðstoða hvern sem var, á hvaða
degi sem var, skipti þá ekki máli
hvort hann var uppábúinn eða
vinnuklæddur.
Stóri-Dalur var afa alla tíð ofar-
lega í huga og þegar jörðin var
seld hélt hann eftir landskikum sem
hann gaf fjölskyldu sinni. Höfum
við nú reist þar sumarbústað ásamt
foreldrum okkar á landi uppi í Ásn-
um þar sem sést vítt og breitt um
fallega dalinn hans afa og getum
við því heimsótt æskuslóðir hans,
þar sem hann veður jarðsettur í
dag við hlið ömmu Svövu og Auð-
bjargar, litlu dóttur þeirra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elskulegur afí okkar, við kveðj-
um þig hinstu kveðju.
Auðbjörg Svava, Aðalheið-
ur, Guðný og Sigfríð.
Þegar síminn hringdi hjá mér á
sunnudagsmorguninn grunaði mig
sterklega hverjar fregnirnar yrðu;
hann afi var dáinn. Hann var búinn
að vera mikið veikur síðustu daga,
og vissu allir að hveiju stefndi.
Samt sem áður neitaði ég að sætta
mig við það að hann afi niðri, eins
og ég kallaði hann oftast, yrði ekki
alltaf til staðar, hann hlyti að hrista
þetta af sér og vera orðinn hress
næst þegar ég kæmi í heimsókn
til hans. En það fer víst ekki allt
eins og maður vill hafa það.
Þegar ég var smá stelpa flutti
afi í kjallarann hjá pabba og
mömmu. Það var stutt fyrir mig
að fara í heimsókn til afa í kjallar-
ann og nýtti ég mér það óspart.
Hann gaf sér alltaf nægan tíma
fyrir mig, þegar aðrir höfðu öðrum
hnöppum að hneppa. Gátum við
setið tímunum saman og spilað
Svarta-Pétur, eða afí sýndi mér
myndir úr sveitinni og sagði mér
sögur. Hann átti líka kartöflugarð,
sem ég fékk stundum að fara með
honum í og hjálpa, þó svo að ekki
hafí alltaf verið mikil hjálp í mér,
þar sem klettarnir í kring heilluðu
mig frekar.
Eg varð aldrei þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast henni Svövu
ömmu þar sem hún dó nokkrum
mánuðum áður en ég fæddist, en
afí var duglegur að segja mér frá
henni og geymi ég þær sögur enn
í huga mér.
í dag verður afi jarðsettur á
æskuslóðum sínum, í Stóra-Dal, við
hlið hennar ömmu og Auðbjargar
dóttur þeirra, og þá loksins verða
þau sameinuð aftur.
Þá hrömar sjónin, heym og mál,
mig heyra lát það innst í sál
af vinarvörum þínum,
hve himnaríkið indælt er,
og að þú hafir búið mér
þar vist og vinum mínum.
(H.H.)
Elsku afi minn, vonandi líður þér
vel þar sem þú ert núna. Guð blessi
þig-
Þín sonardóttir,
Harpa.
Elsku Guðni. Nú kveðjum við þig
hinsta sinn, með söknuð í hjarta.
Okkur langar að þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir okkur og
varst okkur öllum, og kemur þá
upp í hugann sálmurinn eftir V.
Briem.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Tengdadæturnar Erna
og Martea (Mattý).
Hann afí er dáinn. í huga okkar
hefur ekki einungis dásamlegur
maður og ættfaðir yfírgefið jarðlíf-
ið heldur hefur heil kynslóð vikið
af sjónarsviði og rétt næstu kynslóð
keflið.
Sú ævi sem afi lifði er flestum
í dag ekki síður framandi en líf í
fjarlægum löndum. Hann fæddist
í lágum torfkofa árið 1903, sama
ár og Fríkirkjan í Reykjavík var
vígð 'og Hannes Hafstein varð ráð-
herra íslands. Ellefu ára gamall
smíðaði hann sjálfur fyrsta trégólf-
ið í torfbæinn þegar honum féllu í
arf örfáar viðarfjalir eftir ömmu
sína. Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að 15 ára skuli hann hafi
horft upp á áhrif frostavetrarins
mikla og einnar skæðustu drepsótt-
ar er á landið hefur heijað. Þannig
upplifði afi sjálfur margt það sem
í huga okkar myndar sögu þjóðar
þessarar er landið byggir.
Eins og gefur að skilja þá mót-
ast stórbrotinn persónuleiki á slíku
æviskeiði. Líkt og sjór og vindar
móta klettaveggi skóp hið harða líf
lunderni afa. Hamhleypa til vinnu,
verklaginn með eindæmum, ósér-
hlífinn, hjálpsamur og hjartahlýr
eru allt mannlýsingar sem síst eru
ofmæltar um afa.
Eins og flestir af hans kynslóð
var hann ekki mikið fyrir að bera
tilfinningar sínar á torg. Við vissum
þó vel að kross sorgarinnar hvíldi
af alefli á afa og sögurnar sem
hann sagði okkur af ömmu og
Auðbjörgu frænku báru þess glögg
merki.
Frásagnir afa af horfnu fólki,
starfsháttum og býlum fengu líf í
huga okkar. Líf sem lifir enn og
við komum til með að varðveita
ásamt minningum um hann.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði í hjarta og þakklæti í huga.
Falla hinar öldnu eikur, -
ófuilt skarð til tveggja handa, -
rótafastar, fagurkrýndar,
friðarmerki skógarlanda.
Ufnar af þjósti og úlfaþyti
eftir birkirenglur standa.
(Sig. Nordal.)
Elliði og
Svavar Vignissynir.
f SÝNUM SAMÚD
Berum sorgar- og samúðarmerkin víð minninoarathafnir
og jarðanarir og almennt þegar sorg ber að nöndum.
Sölustaðir: Kirkjuhúsið, Laugavegi,
bensínstöðvar og blómabúðir um allt land.ix <atr
Þökkum stuðnínginn. fi