Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI spóla, með rússneskri tónlist söngkonunnar Jeanne Bitsjevskaya, er meðal þeirra hluta sem Þórir og Hjörtur hafa í vörslu sinni. Líklegast er að rúss- neskur sjómaður hafi týnt henni þegar skip hans lenti hér á landi. Þórir Þorsteinsson og Hjörtur Sæmundsson SENNILEGA er eigandi þessa hjálms löngu hættur að leita að honum. óskilamunum hjá lögreglunni í Reykjavík. SYNINGARVEL af tegundinni Elmo, frá því áður en myndbandstæki urðu almenningseign. Höfuðstöðvar þeirra TÖLUVERÐUR fjöldi stöðumælahausa berst til Óskilamunadeildar á hverju ári. eru í Borgartúni 33 Þórir segir mikla vinnu fólgna í að koma hlut- Morgunblaðið/Sverrir ÞORIR Þorsteinsson er yfirmaður Oskilamunadeildar. FÓLK týnir öllu mögulegu. Það er þeim ljóst sem svipast hefur um í óskila- munasafni lögreglunnar í Reykjavík. „Sumir halda að ekkert af þessu komist til skiia, við séum bara í því að taka á móti hlutum, en það er öðru nær. Ég gæti giskað á að þriðjungur allra hluta sem koma hingað komist í hendur eigenda sinna,“ segir Þórir Þorsteinsson yfirmaður Óskilamunadeildar lögreglunnar. „Að mestu leyti eru þetta reiðhjól, lyklar og veski, en við höfum fengið ólíklegustu hluti hingað, eins og má merkja af hlut- unum sem þið tókuð mynd af,“ segir hann við blaðamann og ljós- myndara. „Oft liggur mikil vinna í að finna eigendur þessara hluta, en þegar við finnum þá er fólk yfirleitt afar þakklátt," segir Þórir. Eins og fyrr sagði eru reiðhjól stór hluti þess sem er Æ skilað. „Hver sem er getur jtn ekki komið hingað, valið hjól og sagst eiga það. Hjólin eru flokkuð eftir því hvenær þau fundust og sá • sem kemur í leit að hjólinu ji- ; sínu verður að tilgreina fyrirfram hvenær hann \vf tapaði því, af hvaða tegund W það er og hvernig það er á litinn. Með því fyrirbyggjum við að menn eigni sér hjól sem þeir eiga ekkert í.“ IÞESSARI tösku er forláta prj< vél, með garni og tilheyrandi Þórir segist vera búinn að gei upp alla von um að eigandinn g sig fram. SUMIR kynnu að halda að erfitt væri að týna hjólastól, en engu að síður barst Þórði og Hirti þessi ""* * fyrir ...***& nokkru. gj Þeim finnst liklegast að ■j liann liaíi verid eigu Sgsjf sjúkra- BBbœMfS slofnunar. FÓLK týnir lyklum í þúsundatali ár hvert. Hér sjáum við ofan í kassann sem hefur að geyma skammtinn frá síðasta ári. BAKPOKI, fullur af ýmiss konar mislyktandi blöndum, fannst á víðavangi daginn sem samræmdu prófunum lauk. Eigandi hans hefur ekki gefið sig fram. LA3 Ljí\ U UtAYIYÍJAYUy U lð. lVIAil ni/ii HVERJU ■ rllUi TÝNIR 1 (VI/ FÓLK? 1 .ul» Er krabbamein smitandi ? Spurning: Nú er krabbamein í blöðruhálskirtli töluvert algengt. Mig langaði að vita hvort einhver hætta væri á að það smitaðist við samfarir. Svar: Krabbamein verður oftast til fyrir tilstilli tveggja eða fleiri þátta og fátt bendir til að það geti smitast milli einstaklinga. Þetta gildir jafnt um krabbamein í blöðruhálskirtli og önnur krabba- meín. Vitað er að sum efnasam- bönd, geislun, veirur og erfðir geta skipt máii. Ymis efnasam- bönd eru þekkt af því að geta valdið krabbameini og mörg slíkra efna hafa verið bönnuð eða settar hafa verið strangar reglur um notkun þeirra. Frægasta dæmið um krabbameinsvaldandi efni er líklega tóbaksreykur sem inniheldur nokkur slík efni og reykingar geta valdið lungna- krabbameini eins og þekkt er. MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Krabbamein í blöðruháiskirtli Ekki fá þó næiTÍ allir reykinga- menn lungnakrabbamein og þar geta erfðir skipt máli. Geislun eykur hættu á krabbameini og í 30 ár eftir að kjarnorkusprengju var varpað á Hirósíma var þar mjög aukin tíðni á hvítblæði, brjóstakrabbameini og krabba- meini í skjaldkirtli. Svipað er að gerast nú í Hvíta-Rússlandi eftir kjarnorkuslysið í Chernóbyl. Ein tegund geislunar eru útfjólubláir geislar sólarinnar sem geta valdið húðkrabbameini. Það hefur verið þekkt lengi að veirur geta valdið vissum tegundum krabbameina í dýrum en þar til nýlega var ekki vitað til að slíkt gerðist í mönnum. Nú benda sterkar líkur til þess að veirur eigi þátt í að framkalla vissar tegundir hvítblæðis og eitlakrabbameins í mönnum og eins er tíðni húðkrabbameins verulega aukin hjá sjúklingum með alnæmi. Síðast en ekki síst eru það erfðirnar; ýmsar tegundir krabbameins fylgja ættum og sumum erfðagöllum fylgir aukin tíðni illkynja sjúkdóma. Sennilegt er að krabbamein sé oftast sam- spil erfða og utanaðkomandi þátta eins og þeirra sem nefndir voru hér að ofan. Spurning: Kona á níræðisaldri segist hafa heyrt að óhollt sé fyrir einstaklinga með sýkingu í þvag- færum að 'fara í sund. Hún vill vita hvort eitthvað sé til í því. Svar: Þessari spurningu er ekk1 hægt að svara á afdráttarlausan hátt með já eða nei. Þvagfærasýk- ingar eru algengar, einkum hjá konum. Ástæðan fyrir því að þær eru algengari hjá konum er talin 0Þvagfæra- síking vera sú að þvagrásin (milli ytra ops og þvagblöðru) er mun styttri en hjá körlum og sýking berst yfírleitt alltaf upp þvagrásina. Þvagfærasýkingar stafa næstum alltaf af bakteríum sem berast upp þvagrásina til þvagblöðrunn- ar og stundum áfram til nýrn- anna. Langalgengasta tegund þvagfærasýkingar er blöðrubólga sem lýsir sér með óþægindum við þvaglát, tíðum þvaglátum og stundum verk neðst í kvið. Með lyfjameðferð læknast blöðrubólga venjulega á fáeinum dögum en eitt af því sem getur dregið úr óþægindunum er heit setböð og er ekkert við þau að athuga. Hins vegar eru til koiiur sem hafa til- hneigingu til að fá blöðrubólgu eftir sundferð eða eftir samfarir. Skýringin á þessu er að í báðum þessum tilvikum er aukin hætta á að bakteríur berist upp þvagrás- ina upp í blöðru og valdi þar sýkingu. Það skal ítrekað að þetta gerist ekki nema hjá einstaka konu. Hér má einnig bæta við að þrifnaður er mikilvægur til að minnka hættu á þvagfæra- sýkingum þannig að regluleg böð eru mikilvægur þáttur í forvörn- um. Þeir sem fá blöðrubólgu mörgum sinnum á ári eru venju- lega settir á langvarandi Iyfja- meðferð til að hindra sýkingu. • Lesendui• Morgunblaösins geta spuii lækninn uni það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkiui 10 og 17 í súua 5691100 og brcfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fux 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.