Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 49
í
I
i
:
(
<
<
(
Friðhelgi látinna
fótum troðin
Frá Jónu Rúnu Kvaran:
AF alvarlega gefnu tilefni get ég
ekki orða bundist og sé því ástæðu
til þess að vekja athygli annarra á
ömurlegri reynslu sem ég hef orðið
fyrir varðandi grafreit sem ég hirði
um á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn minn lést í janúar 1994
og varð lagður til hinstu hvíldar í
kirkjugarðinn við Suðurgötu. Ég
ákvað í upphafi að setja endingar-
sterkt og skrautlegt silkiblóm við
minningarkrossinn hans í garðinum
í þeirri trú að það fengi að vera þar
rautt og fallegt í friði þrátt fyrir
váleg veður og vetrarhörkur. Veður-
hamur truflar sannarlega ekki end-
ingarhæfni blómsins því það stóð
af sér hvers kyns veðurhræringar á
annan vetur. Það er á hinn bóginn
óvandað fólk sem ítrekað virðist
hafa séð varhugaverðan tilgang í
því að reyta af blóminu blöð og
knúpp. Viðkomandi aðilar hafa slitið
biómið upp úr stuðningssteinum og
mold þar sem það hefur legið í vasa
sem grafinn hefur verið djúpt ofan
í jarðveginn. Vasinn hefur ítrekað
verið rifinn upp úr jörðinni og kast-
að frá krossinum ásamt leifum
blómsins.
Steinar sem mynda skrautkross
blóma á leiðinu hafa verið íjarlægð-
ir og brotnir. I þokkabót hafa ein-
hverjir séð ástæðu til þess að kasta
af sér þvagi yfir krossinn og nán-
asta umhverfi hans. Hvernig það
er gert bendir ekki til þess að dýr
eigi þar hlut að máli heldur fólk,
því það sjást ummerki mannaúr-
gangs m.a. ofan á minningarkross-
inum. Sígarettustubbar og allskyns
gosdrykkja- og sælgætisumbúðir
hafa jafnframt verið látnar falla á
leiðið og hafa beðið mín og minna
þegar við höfum komið til þess að
votta minningu hins látna virðingu
og kærleika.
Ég verð að viðurkenna að ég
áleit á tímabili að þetta væri at-
burðarás sem væri einstök, en svo
er ekki. Líti maður í kringum sig
til annarra leiða á svipuðum slóðum
blasa m.a. við stórskemmdir leg-
steinar sem hafa greinilega verið
brotnir af mannavöldum. Jafnframt
þessari staðreynd er aðflutt drasl
á ýmsum leiðum og á göngustígum
meðfram og á milli leiðanna flestum
til ama.
Ég verð að játa það að mér sárn-
ar þessi atgangur á leiðið og vil
benda þeim sem fara um þennán
kirkjugarð að sjá sóma sinn í því
að vanvirða ekki minningu þeirra
látnu með hegðun sem er ósæmileg
og afbrigðileg og vanhelgar rétt
þeirra liðnu til fá að hvíla með
sæmd.
Látnir geta ekki varist vanvirð-
andi hegðunartferli lifenda og eru
varnarlausir gagnvart framferði
skemmdarvarga sem smána og fót-
umtroða friðhelgi hinna látnu og
þeirra sem kjósa að hlú að grafreit-
um sinna nánustu.
Hvort í þessu sérstaka tilviki er
um skemmdarfýsn bama eða full-
orðinna að ræða skal ekkert fullyrt
um, en hvort heldur sem er þá er
mál að linni. Látum leiði látinna í
friði og gerum ekki lítið úr því sem
öðrum er heilagt og hugstætt, því
það særir og hryggir hlutaðeigandi.
JÓNA RÚNA KVARAN,
Kambsvegi 25, Reykjavík.
Vertu til
friðs, Gróa
á Leiti
Frá Hörpu Karlsdóttur:
ÞAÐ veldur mér furðu hversu íslend-
ingar eru oft á tíðum tilbúnir að
rakka náungann niður eða trúa öllu
illu upp á hann. Þetta á sérstaklega
við ef um einstakling er að ræða sem
eitthvað ber á eða kemur fram með
nýjar hugmyndir. Af hveiju sam-
gleðjumst við ekki? Ég vil sérstak-
lega minnast á Ástþór Magnússon í
þessu sambandi. Hann kom til lands-
ins fyrir rúmu ári með hugmyndir
að friði og uppbyggingu friðar í
heiminum, sem á ekki að gera nein-
um illt nema síður sé, og setti á stofn
samtökin Friður 2000. Mér finnst
nauðsynlegra að byggja upp stofnum
sem þessa hér á landi en að bæta
við Álver sem eykur mengun í okkar
hreina landi. Það eina sem Ástþór
hefur gert af sér er að hann varð
gjaldþrota hér á íslandi fyrir rúmum
áratug. Hann fór erlendis með ekki
neitt, byijaði upp á nýtt og með elju
°g dugnaði haslaði hann sér völl í
viðskiptaheiminum. Getur verið að
það sé öfundin sem nái yfirhöndinni
þegar illt umtal fer af stað í garð
náungans? Undanfarið hefur borið á
ósannindum um rekstur Friðar 2000
í DV. Nú á að reyna að grýta þenn-
an „friðarpostuia" niður með öllum
tiltækum ráðum, sem hefur gerst svo
vitlaus að eyða öllum eigum sínum
í friðarmál. En við skulum muna að
ef þú berð ekki virðingu fyrir sjálfum
þér, þá berðu ekki virðingu fyrir
öðrum. Þessu ætla ég aðeins að
bauna að blaðamannastéttinni sem
virðist sækja æ meir í slúðrið.
Ég var ein þeirra sem fór með
stofnuninni Friður 2000 til Sarajevó
um síðustu jól með um 100.000 gjaf-
u' frá íslenskum börnum sem gáfu
jólasveininum gjafir í þetta sinn svo
hann gæti glatt „börnin í stríðinu"
eins og ein lítil hnáta sagði er hún
afhenti pakka. Við lögðum okkur í
lífshættu í þessari ferð, fengum t.d.
ekki keypta iíftryggingu. Fjöldi ís-
lendinga studdi okkur með því að
kaupa jóla- og friðarmerki Friðar
2000 og rann það fé til kaupa á elds-
neyti ásamt tryggingu á þotunni sem
var rúmlega 1 milljón ísl. króna fyr-
ir 30 mínútna stopp á hersetnum
flúgvellinum í Sarajevó, sem varla
er flugvöllur lengur. Við vorum hepp-
■n að komast yfirleitt Jieim daginn
eftir. Það er erfitt að skipuleggja
ferð sem þessa, sem farin er í miðju
stríði.
Fýrirfltuttu kom út bókin Virkjum
Bessastaði eftir Ástþór Magnússon.
Þótt bókin beri titilinn „Virkjum
Bessastaði" þá fjallar hún ekki um
innréttingamar í forsetabústaðnum.
Þessa bók gaf hann út til að vekja
almenning til umhugsunar á málefn-
um sem koma okkur öllum við. Ég
hvet alla til að finna sér tíma til lesa
þessa bók, hún er hvorki vandlesin
né óskiljanleg. Þar er einnig ferða-
saga til Sarajevó sem gefur okkur
innsýn í líf fólks í stríði alls ekki
langt frá okkar friðsæla íslandi.
HARPA KARLSDÓTTIR,
Grettisgötu 46.
Þetta tilboð gildir um allar Rhiloo vörur:
Þvottavélar, þurrkara og ísskápa.
Notaðu tækifærið og komdu gömlu
græjunni í verð, það skiptir engu máli í
hvernig ástandi hún er eða af hvaða gerð.
Við sækjum hana meira að segja heim til
þín um leið og þú færð þá nýju!
(FRÍ HEIMSENDING GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU)
Verðdæmi
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 00
Fyrir 8-10 þúsund kr!
RAÐCREIDSLUR
Philco ísskápur 180x60 sm. CBR25
Verð nú: 79.900 kr.
Afsláttur v/ eldri ísskáps: 10.000 kr.
Tilboðsverð: 69.900 kr.
5% stgr. afsláttur: 3.500 kr.
Staðgreiðsluverð: 66.400 kr
VÍSa í 1Ö. mán. meðaigr. á mán. 4.460 m/ vöxtum og kostn.
Philco þvottavél 800 sn. WMN862
Verð nú: 54.600 kr.
Afsláttur v/ eldri vélár: S.000 kr.
Tilboðsverð: 46.600 kr.
5% stgr. afsláttur: 2.300 kr.
Staðgreiðsluverð: 44.300 kr.
VlSa í 18. mán. moðalgr. á mán. 3.005 m/ vöxtum og kostn.