Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 47 FRETTIR Morgunhlaðið/Halldór Flugkynning á Reykjavíkurflugvelli Álfasala SÁÁ ÁLFASALA SÁÁ hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Þetta er í sjötta skipti sem SÁÁ selur Álf- inn. Allar tekjur af álfasölunni fara til forvarnastarfs á vegum samtak- anna. í dag, sunnudag, verður farið í hús og Alfurinn einnig seldur við fjölfarna staði. Forvarnadeild SÁÁ hefur nú ver- ið starfandi í tvö ár og er deildar- stjóri hennar Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur. Með forvarnastarfi SÁÁ er ungu fólki veitt fræðsla um skaðsemi vímuefnanna og hvernig það getur styrkt sig til að standast hópþrýsting til neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þá annast forvarnadeildin marg- víslega fræðslu fyrir foreldra, kenn- ara, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og aðra sem eiga náin samskipti við unga fólkið. Miðstöð Álfasölunnar á höfuð- borgarsvæðinu er í Úlfaldanum og Mýflugunni að Ármúla 17a. í Siggubær j opnaður SIGGUBÆR, sem er meðal húsa- kynna Byggðasafns Hafnarfjarðar, verður opnaður nú um helgina og verður opinn um helgar í sumar. Siggubær, Kirkjuvegur 10, var byggður árið 1902 af Erlendi Mar- teinssyni, sjómanni. Dóttir hans | Sijgríður Erlendsdóttir var 10 ára gömul þegar hún fluttist í húsið og bjó hún þar megnið af sinni ævi. I Sigríður lést árið 1980 og arfleiddi hún þá Hafnarfjarðarbæ að húsi sínu. Hús af þessu tagi voru nefnd bæir, vegna þess að hliðarveggir þeirra voru svo lágir að gluggar voru einungis á göflunum. Siggubær er nú varðveittur af Byggðasafni Hafnarfjarðar sem sýnishorn af verkamanna- og sjó- | mannaheimilum í Hafnarfirði á I fyrrihluta þessarar aldar. Hann verður opinn á laugardögum og 1 sunnudögum kl. 13-17 í sumar og á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnverði. Fj ölskyldukaffi Siglfirðinga 1 SIGLFIRÐINGAFÉLGIÐ í Reykja- vík og nágrenni heldur árlegt fjöl- i skyldukaffi í Kirkjuhvoli, Garðabæ, sunnudaginn 19. maí kl. 15. Guðsþjónusta verður í Vídalíns- kirkju kl. 14 og mun sr. Arnfríður Guðmundsdóttir frá Siglufirði sjá um messuhald. Karlakór Selfoss í Skagafirði KARLAKÓR Selfoss heldur tvenna tónleika á Norðurlandi í dag, laug- ut'dag 18. maí. Þeir fyrri verða á Siglufirði kl. 15 og þeir síðari í Miðgarði í Skagafirði kl. 21. Þar telur karlakórinn Heimir á móti ! Selfyssingunum og vel kann svo að fara að kórarnir máti sig saman í söng undir lok tónleikanna. Einsöngvarar eru þau Erlingur Loftsson og Margrét Bóasdóttir. Undjrleik annast Helena Káradóttir °g stjórnandi er Ólafur Siguijóns- son. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, m.a. lög eftir bestu lagahöfunda Sunnlendinga, Sigurð Agústsson frá Birtingaholti og Pálmar Þ. Eyj- ólfsson á Stokkseyri. Eftir tónleikana í Miðgarði leikur j hljómsveitin Karma frá Selfossi á dansleik. Þá er það næsta víst að Olafur Þórarinson hljómsveitarstóri nun taka lagið Undir bláhimni. FLUGMÁLAFÉLAG íslands og Flugmálstjórn kynna starfsemi sína í dag, laugardag, með dag- skrá á Reykjavíkurflugvelli, austanmegin, á milli kl. 12 og 17. Flugmálafélagið sýnir flugvél- ar og flygildi á flughlaðinu við Hótel Loftleiðir. Nokkrir tugir flugvéla verða til taks og munu flugmenn svara fyrirspurnum gesta. Til sýnis verða svifflugur, vélflugvélar, fjarstýrðar módel- NESSTOFUSAFN verður opnað í dag, laugardagi. Safnið verður opið yfir sumarmánuðina á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, og laugardögum kl. 13-17. Nesstofusafn er lækninga- minjasafn. Þar eru munir tengd- ■ FLÓRGOÐADAGUR Fugla- verndarfélagsins verður við Ástjörn við Hafnarfjörð á sunnu- daginn 19. maí og hefst dagskrá kl. 13.30. Reyndir fuglaskoðarar upplýsa gesti um flórgoðann og sýna hið fjölbreytta lífríki Ástjarn- ar. Ástjörn er syðst í Hafnarfirði, flugvélar, svifdrekar, fisflugvél- ar, listflugvélar, heimasmíðaðar flugvélar og fallhlífar. Flugmála- stjórn býður skoðunarferðir um nýju og gömlu flugstjórnarmið- stöðvarnar, kynnir tækjabúnað Reykjavíkurflugvallar og flug- vallarslökkviliðið sýnir ýmsar listir. Flugmálafélagið stendur fyrir veitingasölu til styrktar starfsemi sinni og flugskólarnir Flugtak og Flugmennt bjóða sér- ir sögu læknisfræðinnar á ís- landi síðustu aldirnar. Safnið er til húsa í Nesstofu á Selljarnar- nesi. Nesstofan var byggð fyrir fyrsta landlækninn á Islandi á árunum 1760-1763. Húsið erþví eitt af elstu steinhúsunum á Is- landi. austan Reykjanesbrautar og er far- inn afleggjari skammt suður af kirkjugarðinum. Ástjörn og Urriðakotsvatn eru einu varpstaðir flórgoðans milli Laugardals í Árnessýslu og Skorradals í Borgarfirði. Ástjörn er friðlýst. stakan afslátt á flugi á milli kl. 10-17. Eitt sæti í útsýnisflug kostar aðeins 1000 kr. og 1500 kr. i kynnisflug. Okeypis aðgang- ur,er á sýningarsvæðið. Til að greiða fyrir umferð frá sýning- arsvæðinu hefur gamli flugvall- arvegurinn (vestan við Valsheim- ilið) verið opnaður og einnig er gestum bent á að notfæra sér veginn sem liggur um Öskjuhlíð- ina. Aöalfundur Samfoks AÐALFUNDUR Samfoks (Sam- bands foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur) verður mánudaginn 20. maí í Tjarnarsal Ráðhússins. Sérstakur gestur fundarins verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri og mun hún fyrir hönd Samfoks afhenda foreldrafélögum viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í forvarnastarfi því sem nefnt hefur verið Foreldrarölt. Þá verða afhentar viðurkenning- ar til lögreglunnar í Reykjavík og Appleumboðsins hf. fyrir samstarf og stuðning við foreldrarölt. Fund- urinn er opinn foreldrum og öðrum sem hafa áhuga á skólamálum og starfi foreldrafélaga. Hress í Esjugöngu SUMARTÍMI líkamsræktarinnar Hress fer senn í hönd. Til að fagna sumri verður farið í Esjugöngu sunnudaginn 19. maí. Lagt verður af stað með rútu frá Hress, Bæjar- hrauni 4, kl. 10 og kostar 500 kr. í rútuna. Gangan hefst kl. 10.45 við Mógilsá. Göngufólkið getur búist við óvæntum uppákomum. Boðið verður upp á veitingar og allir þátttakendur fá viðurkenning- arskjal. Komið til baka kl. 16.30. Allir eru velkomnir í gönguna. Fórnarlamba alnæmis minnst VIÐ guðsþjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 19. maí nk. verður minnst þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis. Prestur verður sr. Ceeil Haraldsson. Guðsþjónusta sem þessi er árleg- ur viðburður og hafa Alnæmissam- tökin haft frumkvæði að henni. Til- gangur hennar er sá að minnast fórnarlamba alnæmis og styðja þá sem smitaðir eru eða sjúkir og leggja áherslu á nauðsyn þess að allur almenningur beri sameigin- lega ábyrgð á alnæmisvandanum. Athöfnin hefst kl. 11 og verður útvarpað. Kaffiveitingar verða eftir guðsþjónustuna í húsi Alnæmis- samtakanna Hverfisgötu 69. Fj ölskylduhátí ð í Kaldárseli FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði efnir til fjölskylduhátíð- ar í Kaldárseli sunnudaginn 19. maí og hefst dagskráin kl. 11. Dagskráin er sniðin að þörfum allra aldurshópa. Þeim sem áhuga hafa á verður boðið til gönguferðar um nágrenni sumarbúðanna en á sama tíma verða skipulagðir leikir fyrir bömin. Þá verður helgistund í íþróttasal og að því búnu verður börnunum boðið til grillveislu en hinir eldri setjast að kaffiborði. Rútuferð verður frá kirkjunni kl. 10.30. S öng’skemmtun eldri borgara á Akranesi KÓR eldri borgara á Akranesi held- ur söngskemmtun í Vinamynni, safnaðarheimili Akraneskirkju, sunnudaginn 19. maí kl. 17. Stjórnandi kórsins er Dóra Líndal Hjartardóttir og undirleikari Ásdís Ríkharðsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Verð miða er 500 kr. Nýr fáni kennara NÝR fáni Kennarasambands ís- lands var tekinn í notkun í vik- unni, þegar orlofsíbúðir Kennara- sambandsins að Sólaeyjargötu 33 í Reykjavík voru opnaðar aftur að endurnýjun lokinni. Þar var það markmið sett, að húsgögnin væru íslenzk og verk íslenzkra hönnuða. Við sama tækifæri var nýtt barm- merki sambandsins tekið í notkun. Ráðstefna um ungbarnavernd RÁÐSTEFNA um ungbarnavernd verður á Hótel Sögu, laugardaginn 18. maí, á vegum læknadeildar HÍ í samvinnu við Félag íslenskra barnalækna og Félag íslenskra heimilislækna. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra, setur ráðstefnuna kl. 9. Þá talar Gestur Pálsson læknir, um leiðbeiningar landlæknis um ungbarnavernd, Guðmundur Viggósson læknir, um augnvanda- mál ungbarna, Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, um slysavarn- ir, Stefán Hreiðarsson læknir, um mat á þroska ungbarna og Gestur Pálsson læknir, um næringu ung- barna með tilliti til sjúkdóma síðar á ævinni. Þá flytur Fiona Shackley læknir frá Oxford Vaecine Group, erindi um fjölþætt bóluefni, Sigur- veig Sigurðardóttir læknir, um bólusetningu íslenskra barna með próteintengdu pneumókokka bólu- efni og Patric Olin læknir frá Sví- þjóð um Acelluar pertussis bólu- efni. Ráðstefnan er öllum opin. NESSTOFA Nesstofa opnuð í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.