Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK/D
Reuter
Söguleg
Samveldisleiðtogar lýsa
stuðningi við Jeltsín
Moskvu. Reuter.
LEIÐTOGAR fyrrverandi sovétlýð-
velda komu saman í Moskvu í gær
óg lýstu yfir stuðningi við Borís
Jeltsín, forseta Rússlands, í kosn-
ingunum 16. júní, enda óttast marg-
ir þeirra að sigur kommúnista geti
stofnað sjálfstæði nýju ríkjanna í
hættu. Nú, þegar tæpur mánuður
er í kosningarnar, er staða Jeltsíns
enn mjög óljós og niðurstöður
tveggja skoðanakannana, sem birt-
ar voru í gær, eru mjög misvísandi.
Samkvæmt könnun Stofnunar
almenningsálitsins hefur Jeltsín náð
fjögurra prósentustiga forskoti á
helsta andstæðing sinn, Gennadí
Zjúganov, frambjóðanda rúss-
neskra kommúnista. Jeltsín fær þar
27,8% fylgi en Zjúganov 23,8%.
Niðurstöður nýrra kannana á fylgi
frambjóðenda mjög misvísandi
Félagsvísindastofnun þingræðis-
ins birti hins vegar könnun þar sem
42% aðspurðra sögðust styðja Zjúg-
anov en aðeins 27% Jeltsín. Kann-
anir síðarnefndu stofnunarinnar
þykja vandaðri og áreiðanlegri en
aðrar kannanir í Rússlandi.
Leiðtogar ellefu annarra fyrrver-
andi sovétlýðvelda, sem eiga aðild
að Samveldi sjálfstæðra ríkja, sögð-
ust vona að Jeltsín færi með sigur
af hólmi í kosningunum. „Úkraínu-
menn vona að umbótunum í Rúss-
landi verði haldið áfram og undir
stjórn sömu manna og hófu þær,“
sagði Leoníd Kútsjma, forseti Úkra-
ínu, og aðrir leiðtogar tóku í sama
streng.
Óttast sigur
kommúnista
Leiðtogarnir samþykktu stuðn-
ingsyfirlýsingu þar sem þeir sögð-
ust virða vilja rússneskra kjósenda
en létu í ljós þá von að þeir kysu
„sameinað, blómlegt og lýðræðis-
legt Rússland". Leiðtogarnir óttast
að sigur kommúnista, sem vilja
endurreisa Sovétríkin, kunni að
stofna sjálfstæði ríkjanna, sem
stofnuð voru eftir hrun kommún-
ismans, í hættu.
Zelímkhan Jandarbíjev, leiðtogi
aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, var-
aði við því í gær að Jeltsín myndi
hætta lífi sínu ef hann stæði við
yfirlýsingar sínar um að hann hygð-
ist heimsækja héraðið. Jandarbíjev
kvaðst ekki hafa skipulagt árás á
rússneska forsetann en sagðist ekki
geta hindrað að reynt yrði að ráða
hann af dögum til að hefna dráps-
ins á Dzhokhar Dúdajev, fyrrver-
andi leiðtoga Tsjetsjníju. „Hefndar-
rétturinn er spurning um heiður í
augum allra sómakærra Tsjetsj-
ena,“ sagði hann.
■ Gæti aukið fylgið/22
■ Niðurskurður/21
Bretar og Rússar reka
hvorir fióra úr landi
i Ronfer I
London. Reuter.
BRESKA utantílÆsráðuneytið
skipaði fjórum j stlarfsmönnum
rússne^a sendiráðsins í London í
gær að hverfa tír; landi innan
tveggja vikna. Fyrr um daginn
ákváðu Rússar að reka fjóra
breska sendiráðsmenn úr landi
fyrir meintar njósnir.
Bretar ákváðu að svara Rússum
í sömu mynt. Fjórmenningarnir
eru sagðir stárfsmenn njósnadeild-
ar rússneska sendiráðsins í London
en Bretar höfðu hótað að reka
hana alla heim létu Rússar verða
af fyrri hótunum um að vísa níu
breskum sendiráðsmönnum heim.
Reyndu sættir
Rússneskir og breskir stjórnar-
erindrekar hafa átt fjölda viðræðu-
funda frá 6. maí er Rússar hótuðu
að reka níu Breta úr landi. Sögð-
ust þeir hafa handtekið starfs-
mann utanríkisráðuneytisins í
Moskvu sem látið hefði fulltrúum
bresku leyniþjónustunnar í té
leynilegar upplýsingar. Bretar
mótmæltu ákaft og sögðu ásakan-
irnar heimatilbúnar og ætlaðar til
að styrkja stöðu Borís Jeltsíns
vegna forsetakosninganna í næsta
mánuði.
Malcolm Rifkind utanríkisráð-
herra sagði í gær, að Rússum
hefði ekki tekist að sýna með nein-
um hætti fram á sekt breskra
sendiráðsmanna. Tveir þeirra áttu
að ljúka störfum í Moskvu í sumar
og enginn bresku sendiráðsmann-
anna verður lýstur óvelkominn til
Rússlands aftur.
Reuter
*
Olympíu-
leikvangur
vígður
ÓLYMPÍULEIKVANGURINN í
Atlanta í Bandaríkjunum verður
vígður í dag með miklu stjörnu-
móti í frjálsíþróttum. Leikarnir
verða síðan settir á leikvanginum
19. júlí í sumar eða eftir tvo mán-
uði. Þá tekur við tveggja vikna
keppni um 10.000 íþróttamanna
frá öllum heimshornum. Að því
búnu verður leikvangurinn rifinn
að verulegu leyti og breytt í
hornaboltavöll. í gær lögðu
starfsmenn síðustu hönd á frá-
gang vallarins svo vel fari um
gesti.
Olían
lækkar
London. Reuter.
OLÍA lækkaði í verði á heims-
markaði í gær þar sem gengið er
út frá því að Irakar fái senn heim-
ild til að selja um 16 milljónir fata
af olíu á næstu sex mánuðum til
að fjármagna kaup á lyfjum og
nauðsynjavörum.
Lækkaði viðmiðunarolía úr
17,97 dollurum fatið í fyrradag
og kostaði 17,70 dollara í London
í gær. Þá lækkaði bensíngallonið
úr 64,20 sentum í 63,25 sent milli
daga á olíumarkaði í New York
og hefur því lækkað um 20% frá
því það náði hámarki, 78,10 sent
gallonið, fyrir mánuði.
Hanna
Nýr hreyfill
Af hálfu Rússa verða Túp-
olove-verksmiðjurnar sam-
starfsaðilar DASA. Fyrirtæk-
in munu þróa bæði vetnisknú-
inn hreyfil og flugvél sem
henta mun þeirri tækni. I
fyrstu verður þó Dornier-328
flugvél notuð til prófana á
nýja hreyflinum.
Til viðbótar hafa fyrirtæk-
in ákveðið að vinna saman
við þróun smíðiseininga sem
notaðar yrðu í farþegaþotur
Airbus-verksmiðjanna.
stjómar-
vetnisþotu
Berlín. Reuter.
ÞJÓÐVERJAR og Rússar
hefja síðar á þessu ári sam-
starf um þróun og smíði far-
þegaþotu sem knúin verður
vetni í stað steinolíu og
hyggjast þannig draga úr
mengun og draga úr olíunotk-
un, að sögn flugdeildar
Daimler-Benz fyrirtækisins
(DASA).
myndun
ROMANO Prodi, leiðtogi ólífu-
bandalagsins, myndaði í gær
55. ríkisstjórn Ítalíu frá stríðjs-
lokum og er hún sú fyrsta í tæp
fimmtíu ár sem fyrrum komm-
únistar eiga aðild að. Eitt fyrsta
verkefni ríkisstjórnarinnar
verður að knýja í gegn niður-
skurð á fjárlögum yfirsjand-
andi árs, sem fráfararidi stjórn
hafði lagt grunninn að. Tveir
fyrrverandi forsætisráðherrar
eru í stjórninni; Carlo Azeglio
Ciampi, sem verður yfir nýju
sameinuðu ráðuneyti fjármála-
og fjárlaga, og Lamberto Dini,
sem gegnir starfi utanríkisráð-
herra. Saksóknarinn Antonio
di Pietro, sem þekktastur er
fyrir baráttu sína gegn spill-
ingu á Ítalíu, er ráðherra opin-
berra framkvæmda og mun því
stjórna þeim geira þar sem
hvað mest hefur verið um spill-
ingu.