Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ákvörðunarvald og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana í OPINBERRI umræðu um það markmið, að ríkissjóður verði rek- inn án halla, er oftast nær gert ráð fyrir, að forstöðumenn ríkisstofn- ana hafi ákvörðunarvald um það, hvort stofnun er innan fjárlaga- heimilda. En verkefni ríkisstofnana eru oftast nær lögbundin og engin málefnaleg könnun á útgjaldaþátt- um liggur til grundvallar fjárveit- ingum á fjárlögum. Og auk þess tekur ráðuneyti en ekki forstöðu- maður ákvarðanir um það, hvernig féð er notað. Við vill því brenna, að forstöðumenn eru í fjölmiðlum gerðir ábyrgir fyrir rekstraraf- komu, sem þeir ráða sáralitlu um. Lögbundin verkefni ríkisstofnana Verkefni ríkisstofnana eru flest lögbundin. Oftast nær er þeim ekki heimilt að taka sérstakt gjald fyrir þjónustu sína - þótt á einstaka sviðum hafi það að vísu tekið að tíðkast á allra síðustu árum. For- stöðumaður ríkisstofn- unar getur ekki - eins og stjórnandi einka- fyrirtækis - aðlagað sig „markaðnum", t.d. með því að leggja niður starfsemi, sem honum þykir of kostnaðarsöm. Honum er skylt að halda starfseminni áfram hvað sem kostn- aði líður. Sú spurning er því áleitin, hvort for- stöðumaður ríkisstofn- unar á einhverra kosta völ um það, hvorum megin hryggjar hann lendir, þegar fjárlaga- heimildir og útgjöld eru gerð upp í árslok. Hefur hann meira eða minna svigrúm til að aðlaga sig fjárlagaheimildum eða er hann sem strengjabrúða, sem annaðhvort er síðan borið á óverðskuldað hrós, af því að honum var úthlutað meiru en útgjöldum nam, eða hlýtur Sigurður Gizurarson ámæli, af því að hann er sagður bera ábyrgð á ástandi, sem hann hefur ekki ákvörð- unarvald um? Húsavíkuremb- ættið á árunum 1976-79 Það sem hér er sagt, verður bezt skýrt með rannsóknarskýrslum, þar sem úttekt beinist ekki að einstöku emb- ætti heldur er fólgin í samanburði t.d. á öll- um sýslumannsemb- ættum á landinu. Á árunum 1974-85 var ég sýslumaður Þingeyjarsýslna og Húsavíkur. Árið 1979 gerði Ríkis- endurskoðun skýrslu um fjárlaga- gerð, rekstrarkostnað og starfs- mannamál embætta sýslumanna og bæjarfógeta. Þar sagði m.a. um Hú'savíkurembættið: „Hækkun út- ISLENSKT MAL Sá orðslyngi og stálminnugi maður Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, heldur tryggð sinni við þáttinn og móðurmálið. Hann skrifar: „Blessaður Gísli. Sendi þér fáein orð í vissu þess að þú vilt heyra hvað lesend- ur þínir hugsa, en margt er það sem athuga ber. Snúum svo að efninu. Fréttastofur þurfa oft að skýra frá slysförum ýmiss konar. Stundum er þá sagt að hinn slas- aði hafi verið fluttur á sjúkrahús „þar sem hann gekkst undir að- gerð“. Þetta orðalag er notað enda þótt sagt sé frá meðvitund- arlausum manni. Þetta fínnst mér öfugt. Að gangast undir finnst mér vera að samþykkja eitthvað, fallast á, sætta sig við. Meðvitundarlaus maður er einskis spurður um það og svarar engu. Þar ætti því bet- ur við að segja að maður væri fluttur í sjúkrahús „þar sem gert var að meiðslum hans“. Höldum okkur við slysin. Skip var að leggja veiðarfæri sín. Einn skipverja festist í þeim og fór í sjóinn en stýrimaður fleygði sér í sjóinn og bjargaði honum. Há- setinn fótbrotnaði í þessum svipt- ingum. í frásögn af þessu atviki var svo til orða tekið að löppin hefði dinglað. Það orðalag kann ég ekki við. Þegar ég var barn sagði gamla fólkið að menn og skepnur hefðu fætur en kvikindi hefðu kjaft og lappir. Kettir og hundar væru kvikindi en önnur húsdýr væru skepnur. Stundum er talað um að skilja einhvern út undan. Þar held ég að sé ruglað saman tveimur orða- tækjum: Að hafa útundan og að skilja eftir. Þegar um var að ræða að mis- muna fólki og gera þeirra mun voru þessi orðtök notuð. Ef miður þótti gert við einhvem að jafnaði var kallað að hann væri hafður útundan. Líkingin sótt til mæðra í hreiðri eða bæli sem mismunuðu afkvæmum sínum svo að það sem út undan var haft naut ekki sömu hlýju og hin. Þegar einhveiju góðu var út- býtt með heimafólki þótti ekki gott að mismuna því svo að ein- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 849. þáttur hver eða einhveijir væru skildir eftir. Þar áttu allir að vera jafn- ir, enginn skilinn eftir. Væri það algengt að einhver væri eftir skilinn var hann hafður út undan. Ekki lái ég manni þó hann þurfi að gæta sín þegar talað er um kú eða kýr. Ég þyrfti að hugsa mig um hefði ég alist upp fjarri svínum, svo sem var, en gyltan væri enn nefnd sýr. Með kveðju og þökkum.“ Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, er vel máli farinn, enda talaði hann í sjónvarpi um reynda bjóðend- ur. Þarna hefði miðlungs taðjarp- ur væntanlega sagt * tilboðsaðil- ar. Umbjóðendur hafa breyst í „umboðsaðila", málsvarar hafa breyst í „málsvarsaðila". Eigum við ekki að spyma við klaufum? Eigum við ekki að snúa þessari öfugþróun við? Eða hvar endar þetta ella? Þegar seljendur eru orðnir „söluaðilar", er þess þá ekki skammt að bíða að kaupend- ur verði * kaupsaðilar, keppend- ur * keppnisaðilar og jafnvel for- eldrar * getnaðaraðilar? Vilfríður vestan kvað: Séra Þéttleifur lifði við þraut, en þar á mót fékk hann sér naut sem gat aðra tarfa til þjóðlegra þarfa og þroskast á guðsríkis braut. Oft tekst fólki vel að taka upp nýnefni. Og mörgum sinnum var þörf á karlmannsnafni til þess að láta heita í höfuðið á eða eft- ir Guðrúnu. Furðu seint rötuðu menn á nafnið Rúnar. Mikill fjöldi íslenskra karla- nafna endar á -ar, og mun Einar hafa verið algengast af því tagi öldum saman. Tískuvindar hafa lítt feykt því ofan eða upp. En nú langar mig til þess að segja frá uppruna nafnsins Rúnar, og er heimildarmaður Rúnar Geir Steindórsson í Reykjavík, fæddur 1925. Ég hef það fyrir satt að Rúnar sá sé fyrstur síns nafns á Is- landi. Móðir hans hét Guðrún, oft kölluð Gunna, en maður henn- ar, Steindór Björnsson frá Gröf, nefndi hana Rúnu. Hún dó þrem- ur dögum eftir fæðingu sonar síns sem fékk nafnið Rúnar Geir. Sr. Árni Sigurðsson skírði. Eins og gengur, þegar um nýnefni er að ræða, voru menn svolítið hikandi. Hvernig skyldi drengnum líka, þegar hann yxi upp? Var ekki vissara að hafa nöfnin tvö? Niðurstaðan er áður fram komin. Nafn þetta líkaði mönnum vel, þó að nokkur bið yrði á að fleiri kæmu. En fljótlega eftir 1930 varð útbreiðsla nafnsins mjög skjót. Árin 1925-1950 fengu 288 sveinar nafnið Rúnar, og 1982 var það komið í 30. sæti karla. í þjóðskrá 1989 eru 1.553, þar af heita 937 Rúnar síðara nafni. Áslákur austan sendir: Það er laglegt á Laufeyju bakið, þá lífsreynd fær Jón ekki hrakið, og hún á ei skilið að handan við þilið skuli heyrast í frillunni kvakið. „Flestar allar sögur, þær er hér hafa gerzt á íslandi, áðr Brandr biskup Sæmundarson andaðist, váru ritaðar, en þær sögur, er síðan hafa gerzt, váru lítt ritaðar, áðr Sturla skáld Þórð- arson sagði fyrir íslendinga sög- ur, ok hafði hann þar til vísindi af fróðum mönnum, þeim er váru á öndverðum dögum hans, en sumt eftir bréfum þeim, er þeir rituðu, er þeim váru samtíða, er sögurnar eru frá. Marga hluti mátti hann sjálfr sjá ok heyra, þá er á hans dögum gerðust til stórtíðinda. Ok treystum vér hon- um bæði vel til vits ok einurðar at segja frá, því at hann vissa ek alvitrastan ok hófsamastan. Láti guð honum nú raun lofi betri.“ (Sturlunga) Auk þess fær Helgi E. Helga- son stig fyrir að tala bæði um kaupendur og seljendur. „Aðil- ar“ voru engir. Þá fær Mbl. stig fyrir að segja keppjnautar, ekki „samkeppnisaðilar" (30. apríl). Ákvörðunarvald sýslu- manna er harla lítið, segir Sigurður Gizurar- son í þessari fyrri grein sinni, þegar kemur til notkunar fjármuna. gjalda embættisins skv. ársreikn- ingum 1976-79 nam 10%, 16,6% hjá embættunum í heild og 12,6% hjá ríkinu miðað við fast verðlag ársins 1976. ... hlutur þess í heild- arútgjöldum embættanna skv. árs- reikningum minnkaði úr 5,4% árið 1976 í 5,1% árið 1979. Enda þótt rekstrarkostnaður hjá embættinu hækki hlutfallslega miklu minna en hjá embættunum yfirleitt, fór það þó talsvert fram úr fjárlögum 1979 eða 73,4% á móti 55,5% hjá emb- ættunum í heild.“ Út úr skýrslu Ríkisendurskoðun- ar mátti m.ö.o. lesa, að embættið var rekið án útþenslu í rekstri, þrátt fyrir mikla þenslu á landsvæði því, sem það þjónaði. Mikil umsvif í Þingeyjarsýslu stöfuðu af fram- kvæmdum við Kröflu, er höfðu margfeldisáhrif á öllu sviðum at- vinnulífs. Lítil þensla í rekstri sýslu- mannsembættisins stafaði hins veg- ar af því, að forstöðumaður emb- ættisins fór þrátt fyrir ytri þenslu ekki gagnvart dómsmálaráðuneyti fram á neina aukningu á rekstri, svo sem varð hjá öðrum embættum - t.d. með stofnun dómaraembætt- is, sem gerðist hjá sumum embætt- anna, þótt minni væru. Einhvern kann að furða á því, að Húsavíkur- embættið skyldi auka fjárlagahalla sinn þrátt fyrir minni þenslu í út- gjöldum en almennt gerðist hjá öðrum embættum. Skýringin var einfaldlega sú, að í verðbólgu, sem nam tugum prósenta á ári, voru fjárveitingar á fjárlögum auknar til allra embættanna, en mun minna til sýslumannsembættisins á Húsa- vík en sem samsvaraði verðbólg- unni og mun minna tiltölulega en til annarra sýslumannsembætta. Það naut ekki jafnræðis. Smiðurinn og bakarinn Sýslumannsembættið á Akranesi var innan fjárlaga á síðasta ári ein- göngu af því að dómsmálaráðuneyt- ið sýndi skilning og velvild gagn- vart málefnum þess. Fjárveiting var 70,5 millj. kr., en útgjöld námu 69,1 millj. kr. (Á Stöð II var að vísu sagt, að það hefði farið 30% út fyrir fjárlagaheimildir.) Af sömu ástæðu er Ijóst, að embættið var ekki innan fjárlaga árin á undan, af því að slíkum skilningi og velvild var ekki til að dreifa. Valdið er hjá ráðuneytum og svigrúm forstöðu- manna margra ríkisstofnana er afar lítið til að hafa áhrif á útgjöld þeirra, svo að þeir lenda óumflýjan- lega í hlutverki bakarans, sem er hengdur fyrir smiðinn. Þegar hugað er að því, hvaða ákvarðanir sýslumaður tekur og hveijar ráðuneytið tekur um notkun íjármuna í nafni embættis hans, er ákvörðunarvald hans harla lítið. Einungis er um tillögurétt að ræða. Allar meiri háttar ákvarðanir tekur ráðuneytið. Þegar t.d. keypt var nýtt húsnæði fyrir sýslumannsemb- ættið á Akranesi, sem flutzt var inn í um síðustu áramót, voru engar ákvarðanir um íjárfestingar teknar af sýslumanni, hvorki um húsnæðið né innanstokksmuni. Þær voru teknar í Reykjavik af ráðuneyti og Framkvæmdasýslu ríkisins. Þegar keyptir eru bílar fyrir lögregluna, er það ákveðið í dómsmálaráðuneyt- inu. Svigrúmið sem sýslumenn hafa til að hafa hemil á útgjöldum emb- ættanna er nánast eingöngu fólgið í valdi - að vísu mjög svo takmörk- uðu - til að hafa áhrif á laun starfs- fólks þeirra - t.d. með því hreinlega að segja því upp starfi eða lækka laun þess. Hvorki geta sýslumenn þó ráðið nýtt starfsfólk né sagt upp starfsfólki án heimildar ráðuneytis. Og ekki geta þeir skorið niður laun starfsfólks gegn mótmælum þess, sem flest er með lág laun fyrir, nema með samþykki ráðuneytisins. Svigrúmið til þess ræðst einig m.a. af því, hvort atvinnuástand er erf- itt, svo að fólk hefur ekki í önnur hús að venda. Ef það mótmælir niðurskurði, t.d. á yfirvinnu, verður hann ekki framkvæmdur án þess að segja starfsmanni upp starfi. Og til þess þarf heimild ráðuneytis. Á fjölda starfsmanna - hvorki til fjölgunar né fækkunar - geta sýslumenn ekki gert breytingu án heimildar ráðuneytis. Þegar öllu er á botninn hvolft, kemur í ljós, að allt ákvörðunarvald um útgjöld sýslumannsembætta er í höndum dómsmálaráðuneytisins, en for- stöðumaður sýslumannsembættis hefur eingöngu ráðgefandi vald gagnvart því. Höfundur er sýslumaður. Gallup sjálfur? í HUGUM fólks víða um lönd er Gallup ann- að or^ um áreiðanlegar skoðanakannanir sem framkvæmdar eru eftir óvilhöllum, vísindaleg- um forskriftum. Þegar Gallup haslaði sér völl á íslandi á sínum tíma var mikil áhersla lögð á þetta atriði: Nú skyldu verða fram- kvæmdar vandaðar skoðanakannanir á Is- landi til að leiða i ljós viðhorf landsmanna til margvíslegra mála með óyggjandi hætti. Niður- stöður nýjustu afurðar- innar hér á landi - skoðanakönnun „fyrir félagsmálaráðuneytið“ um kjarasamninga og stéttarfélög - gefur tilefni til að vekja athygli á að Gallup stendur ekki lengur undir nafni. Spurningarnar í þessari skoð- anakönnun eru svo leiðandi að furðu sætir. Eg spyr: Getur hver sem er fengið Gallup til að fá fram þá niður- stöðu sem óskað er eftir? Gerir Gall- up engar athugasemdir við misvís- andi orðaðar spurningar viðskipta- vina sinna? Hefur Gallup ekki lág- Ragnheiður Guðmundsdóttir marksskyldum að gegna hvað varðar vísindaleg vinnubrögð? Og í víðara samhengi: Getur það verið einkamál íslenska afbrigðisins, ÍM-Gallup, að gefa slíkan afslátt af sjálfu sér? í eina tíð þótti skondin sagan af bónda nokkrum á fyrri tíð sem fékk granna sinn á suðurleið til að reka erindi fyrir sig í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Bónda þótti erindið slælega rekið og spurði grann- ann þegar hann kom úr höfuðstaðnum: Talað- irðu við Kron sjálfan? Eins mætti spyija: Hvað segir Gallup sjálfur við því að ÍM-Gallup skuli hafa breytt sér í afgreiðslustofnun fyrir tilfall- andi viðskiptavini? Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að sá sem notar hið alþjóðlega „vörumerki" Gallup verði að uppfylla ákveðnar skyldur hvað varðar vinnubrögð, og fer hér með fram á að iM-Gallup upplýsi hvort sá skilningur minn sé réttur. í skoðanakönnuninni fyrir félags- málaráðuneytið sem er tilefni þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.