Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 Mótaði lífsstíl 20. aldar Tískukóngurinn Pierre Cardin er á íslandi. Sem sendiherra UNESCO afhendir hann kl. 13 á laugardag utanríkisráðherra svonefnda „Fána umburðarlyndis<( við Ráðhúsið. Jafn- framt er hann að líta á ísland, tími til kom- inn, sagði hann við Elínu Páimadóttur, áður en hann hélt í rigningunni til Gullfoss og Geysis. En hann rekur líka Maxims með veitingahúsum og ferðaskrifstofu. 0 g með honum í för er M. Cardier, hans maður í Maxims ferðafyrirtækinu. VARLA er sú manneskja í veröldinni sem ekki þekkir merkið „Pierre Cardin", það má sjá á hvers konar merkjavöru sem fólk notar í lífinu, fötum, húsbúnaði, matvörum, smávörum o.s.frv. og í öllum heimsálfum. En það var hann sem fyrir 40 árum skipulagði og kom af stað þessháttar einka- leyfiskerfi og merkjavörutísku 20. aldar. „Það tók langan tíma að þróast og mikla vinnu, ekkert hefst öðru vísi“, sagði hann. „Þetta er vöru- merki sem þekkist alls staðar. Til dæmis í Kína, Japan og Rúss- landi, þar sem fólk talar ekki okk- ar tungumál en það þekkir merkið Pierre Cardin. Það er og á að vera tákn um traust, eitthvað sem það getur treyst. Það er kjarni málsins sem ég miða að um hvaða varning sem er að ræða“. Og svo dró hann upp þunnan plastapakka „Hitapúð- inn Gullsandur" eftir Pierre Card- in, það nýjasta í öllum merkja- flokknum og skellti á kalda hönd blaðamannsins úr rigningunni. Frá pakkanum streymdi hiti sem verm- ir í 12 tíma kaldar hendur í vasa, fætur í skóm o.s.frv. „Getur þetta ekki komið að góðum notum ef fólki kólnar á ferðalögum á ís- landi?“, sagði hann. Það merkilega við þennan fræga kóng tískunnar er að hann stjórnar öllu sínu sjálfur, skrifar undir alla samninga og teiknar enn hátísku- línu sína, rekur leikhúsið sitt, kynnir sýningar í öllum heimsálf- um. Hvernig fer hann að þessu? Vinnur 24 tíma á sólarhring! Sendiherra umburðariyndis ~ HVernig stendur á því að sVo önnum kafinn maður, sem veltir árlega hærri upphæðum en ís- lenska ríkið, gefur sér tíma til að vera „Am- bassador UNESCO“ og reka erindi þeirrar al- þjóðlegu stofnunar um menningu og vísindi? Þegar hann kom hingað kvaðst hann vera nýkominn frá ísrael til af draga upp fána umburðalyndis þar og í Elat afhenti hann Palest- ínuaröbum þetta tákn friðar og umburðarlyndis. „Daginn sem átökunum í Líbanon lauk kom kom ég til Petra með 350 ísraelsmenn í fylgd með mér. Þetta er tákn- rænt merki um mannlegt trúnaðar- traust, sem byggist á því að um- bera hvert annað þvert á líkamlega yfirburði og hugarfar. Það er hlut- verk mitt að stuðla að viðurkenn- ingu á öllum þjóðum og þjóðflokk- um, hversu smáir sem þeir eru og reyna koma í veg fyrir að brjótíst út átök milli slíkra hópa, sem því miður gengur brösuglega. Ég hefi farið með þessa fána til Japans, Kína og Sovétríkjanna og allra þeirra staða sem ég er í sambandi við.“ Pierre Cardin kvaðst hafa tekið að sér þetta hlutverk fyrir þremur árum. Sendiherrar samtakanna 13 skipta með sér verkum. „Mitt hlut- verk er sendiherra umburðarlynd- is. Einnig gagnvart harmleiknum í Tsjernobil eftir kjarnorkuslysið og til þess hefi ég farið til Kiev vegna spítala og barnaheimila og einnig til að útvega bústaði fyrir fólk í 50 km fjarlægð frá borg- inni. Sem tákn og hvatningu um umburðarlyndi, sem var kjörorð ársins 1995 á 50 ára afmæli UNESCO og Sameinuðu þjóðanna hefi ég látið framleiða sex fána eftir jafnmarga fræga listamálara úr öllum heimsálfum, Bandaríkja- manninn Robert Rauschenberg frá Bandaríkjunum, Roberto Matta frá Chile, Rachid Koraichi frá Alegríu, Souleymane Keita frá Sénegal, Dan You frá Viet Nam og Hund- ertwasser frá Austurríki. Þetta eru samskonar tákn og þjóðfánar, en eru þama tákn heimsálfanna. Þessa fána drógum við að húni við UNESCO bygginguna á afmæhnu og einnig við athöfn á Concordt- orgi í París og síðan fer ég og afhendi þá í öllum þátttökulöndun- um, svo þeir blakti sem tákn um- burðarlyndis.árið 1996. Umburðar- lyndi fyrir skoðunum og háttum annarra er mjög mikilvægt í heiminum í dag og þetta er tákn sem á að minna og hvetja fólk hvar semer í heimin- um til að virða það. Ég mun af- henda borgarstjóra Reykjavíkur og utanríkisráðherra landsins fánana á morgun. Hitt erindið með komu minni er að sjá landið, sem mig hefur alltaf dreymt um, hvort sem það er nú vegna „frönsku fiskimannanna" Merkið er og á að wera tákn um traust MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tískukóngurinn Pierre Cardin. iviorgunmaoiu/ övernr PIERRE Cardin hefur víða verið heiðraður fyrir störf sin. 1992 tók hann sæti í Frönsku akademiunni, en það er mesti heiður sem þarlendum er veittur fyrir menningarstörf. Myndin var tekin við það tækifæri. eða annars. Mig hefur lengi langað tíl kynnast íslandi, sem er næstum eina landið í heiminum sem ég hefi ekki komið tíl. í 50 ár er ég búinn að ferðast í öllum heimsálf- Ég ætla að ferðast hér í um. nokkra daga og eiga góða helgi hérna.“ Spurning um lífsstíl Pierre Cardin hefur verið frum- kvöðull og breytt mjög tískuheim- inum á þessari öld. Lætur sig allt varða, hótel, klæðnað húshald, umhverfi. „Allt sem varðar lífs- stíl“, segir hann. Hann kom frá Ítalíu og varð eftir stríð fyrsti stílistinn hjá tísku- húsi Christans Diors 1947, áður en hann fór að gera leikhúsbún- inga fyrir Salvador Dali, Charles de Bestégui og fleiri. I því sambandi er ekki minnst um vert að hann rekur leikhús í París, Espace Cardin, milli Champs Elysé og Bandaríska sendiráðsins í miðborginni, þar sem nær ein- göngu eru leikin framúrstefnuleik- rit og nýjungar í leiklist. Pierre Cardin keypti gamla Theatre Am- bassador 1970 og umbreytti því. Hann er ekki bara eigandi þess, heldur tekur þátt í starfinu. „Ég vel þau verk sem sýnd eru og einn- ig þá sem setja þau upp,“ segir hann. Pierre Cardin hefur raunar alltaf haft afskipti af menningarmálum og tók fyrir nokkrum árum sæti í Frönsku akademíunni, sem þykir mikill heiður fyrir framlag til menningarmála og fyrir mótun hvers konar menningar. Á árinu 1950 kom hann fram með sína fyrstu hátískusýningu í París í eigin tískuhúsi með miklum lúðrablæstri. Það var fyrsti skand- allinn. En frægð hans magnaðist og um leið salan á tískuvarningi hans. Þá seldu tískukóngar aðeins hátískufatnað til auðugs fólks. En 1960 ákvað hann að yfirgefa það kerfi „tískupáfans" og taka upp samstarf við fólk í mismunandi löndum heims, sem hann leiðir og aðstoðar við að framleiða og selja í viðkomandi löndum sjálfum, fyrir gjaldmiðil þess lands en þá má líka endurfjárfesta í sama landi. Og þá eru auðvitað engir tollar. Samn- ingar voru undirritaðir við Rinac- etti á Italíu, Ertien í Þýskalandi og Bonwitt-Teller í Bandaríkjun- um. Þannig var einkaleyfakerfið fætt, sem hann hefur grætt á síð- an á tá og fingri. Cardin á einka- leyfið og tekur prósentur af öllu sem selst. Hann er sagður reka um 850 einkaleyfafyrirtæki mú í heiminum. Hann kvaðst ekki muna það nákvæmlega, þetta sé á svo mörgum sviðum, bæði ______________________ undir merki Pierres Aða|atriði að Cardins og hms fynrtæk- ^ atvjnnu. ins og jarðar, smáhluti sem tísku- kjóla. Hvernig fer hann að komast yfir þetta allt. Teiknar hann ennþá sjálfur sínar línur? „Já, það geri ég á nóttunni, þeg- ar ég ligg í rúminu koma hugmynd- irnar best til mín. Þá rissa ég þær á blað. Og um morguninn þegar ég fer á fætur er ég tilbúinn til að koma þeim í framkvæmd," segir hann. Énda fer aldrei á milli mála handbragðið. Og hann bætir við að hann sé alltaf með blað í vasanum og rissi á það hvar sem er, hvenær sem er og fyrir hvað sem er, ilm- vatnsflösku, handritapappír, bað- herbergisvask eða annað. Pierre Cardin er mjög vinsæll í löndunum þar sem hann starfar, enda starfsemi hans mjög atvinnu- skapandi. Aðra afdrifaríka ákvörð- un tók hann fyrir 15-20 árum, að íjárfesta á minnst nýttum mörkuð- um heims. Þar kom fyrst inn Kína, síðan Rússland, þá Pakistan og nú Indland. Fyrsta ferð hans til Kína var 1978 vegna samninga um framleiðslu á fjöldaframleidd- um tískufatnaði eða pret-a-porter, og á því sviði eru nú seldar 100 þúsund flíkur á ári. Rússneska ævintýrið hófst 1986 og nú í árs- byijun opnaðist markaður hans í Indlandi í samvinnu við þarlenda. Nú er hann líka að verða fyrsti maður til að opna leiðina í Kasakst- an. En hann hefur líka farið sjálf- ur með glæsilegar hátískusýningar sem vakið hafa gifurlega athygli þar í Japan og á Indlandi. Ekki var vel séð af öðrum tísku- kóngum þegar hann fyrstur manna braust út úr hátískunni og tók upp verksmiðjuframleiddu tískuna, þar sem hann hannar og sendir línuna út til sinnk samstarfaðila í öllum löndum. Þeir héldu að það mundi eyðileggja hátískumarkaðinn ef almenningur fengi aðgang að slík- um tískuvörum. „Það hefur ekki orðið,“ segir hann. „Hátískumark- aðurinn er enn til, hefur að vísu skroppið nokkuð saman, en auðugt fólk vill hafa eitthvað algerlega fyrir sig með einkarétti. En pret-a- porter gerði það að verkum að all- ar konur sem vilja vera vel klædd- ar geta nú keypt tískuvörur." Keypti og útvíkkaði Maxims Maxims veitingastaðurinn í Par- ís er heimsfrægur. „Hann er vöru- merki eins og Effelturninn,“ sagði Pierre Cardin þegar ég spurði um Maximsfyrirtækið. Hann keypti þennan fína veitingastað 1981, sem hann rekur og hefur um leið gert að veitingastaðakeðju með tveimur veitingahúsum í Peking, einu í New York, öðru í Ríó og í sambandi við það alls konar merkjavöru svo sem í glösum, post- ulíni og sódavatni. Svo hefur Max- ims hliðargrein í ferðamennsku. Og grunur leikur á að ofurlítið af áhuga hans á íslandi tengist því að athuga hvað ísland hefur upp á að bjóða á því sviði. Aðalatriðið er sköpunin Þótt hann sé kominn yfir sjö- tugt, er Pierre Cardin óþreytandi að leita nýjunga. „Aðalaatriðið er sköpunin, að vera atvinnuskáld,“ segir hann. Ekki standa í stað. Óllu þessu veldi stýrir Pierre Gardin frá höfðustöðvum sínum í París með fámennu liði hönnuða hann 'leggur línurnar, og sem hans Maxims. Hann segir mér nú að hann leigi hugmyndina til skáld ákveðins árabils, hafi eftirlit með hvernig varan er framleidd og úr hverju, en móti hana sjálfur. Hannar allt sjálfur Pierre Cardin er fyrst og fremst hönnuður og hannar allt milli him- i » | I l i nokkrum vinnustofum. Starfsfólk hans, beinlínis, er um 600 manns, en hann veit að út um víða veröld eru 190 þúsund manns að fram- leiða undir Jians merki. ________ Það furðulega er hve þessi önnum kafni maður er asalaus og ljúfur í framkomu þótt við séum við morgunverðarborðið á Hótel Holti komin lagt 1 fram yfir þann tíma þegar hann ætlaði af stað til Gullfoss og Geys- is. Og hve hlýlegur hann er og elskulegur í allri framkomu. Þar er ekki óþolinmæðin eða yfirlætið. Líklega er hann sjálfur dæmigerður fulltrúi fyrir umburðarlyndið í garð alls fólks, einstaklinga og þjóða. í í 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.