Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 43
morgunblaðið MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 43 I ) I I I 4 I I I j 3 s§ l 4 4 í 4 i i i i i í i i Aðalstræti 26 - þetta er heimilis- fang, en í mínum huga er þetta töfra- formúla úr bernsku minni því minn- ingarnar um þennan stað eru svo ótrúlega skírar og fallegar. Minning- arnar úr Aðalstræti eru eins og lit- mjfndir teknar í sólskininu og logninu á Isafirði. Þarna bjó Hulda frænka mín með ijölskyldu sína þegar ég var lítil og þarna bjó hún líka þegar hún var lítil og þaðan á mamma sínar bernskuminningar og þær ljóma allar móðursystur mínar þegar þær tala um þetta hús sem þær ólust upp í og verða eins og litlar stelpur í annað sinn. Við systumar elskuðum helgarnar hjá Huldu frænku, Konna, Konnýju, stóru góðu frændunum Hemma og Stebba og Bjarna litla sem var alltaf eitthvað að brasa. Þarna hoppuðum við og sippuðum í portinu fyrir fram- an húsið með bámjárnklædda skúr- inn öðrum megin en grófa svarta steinmúrinn hinum megin. Við hlup- um dularfullu leiðina milli húsanna gegnum sundið, þar sem loftið var alltaf dökkt og rakt, eftir stéttinni milli hárra húsanna og hitinn frá sólinni skall á okkur þegar við komum að tröppunum á Gamla bakaríinu og dásamlegur ilmurinn af dísætu bak- kelsinu freistaði þegar dymar opnuð- ust. Ég man svo vei eftir hljóðinu í stéttinni bak við húsið þegar við vor- um í snú-snú á spariskónum og berg- málinu milli hárra húsanna og enda- lausu sólskininu.' Það var gott andrúmsloft hjá Huldu frænku, þar mátti ýmislegt sem var bannað heima. Þar mátti drekka kaffí með helling af sykri í og dýfa kringlunum í, þar mátti hoppa á dívaninum, þar þurfti ekki að raða skónum og þar var alltaf nógur tími, þar var fólkið bara og þar leið okkur vel. Fyrir okkur systumar sem bjugg- um í Bolungarvík og áttum enga ættingja þar, voru þessar ferðir á Isafjörð ævintýralega skemmtilegar. Við þvældumst með Konnýju frænku um tangann, heimsóttum afa og ömmu, fórum í sendiferðir í Björns- búð og Gamla bakaríið, kynntumst krökkunum og laumuðumst inn í Bókhlöðuna til að skoða. Það var dittað að húsinu þessi ár sem við vomm börn í Aðalstræti. Gamli vaskurinn í eldhúsinu með rauðu slöngunni á krananum hvarf og í staðinn kom venjulegur leiðinleg- ur vaskur. Konni fór í siglingu og kom heim með ný húsgögn, baðher- bergið fékk andlitslyftingu og stiginn á ganginum hvarf. En sumt breyttist ekki. Það var alltaf sandur og möl í útidyragangínum og ótrúlega margir skór, það brakaði alltaf í ganginum fyrir framan eldhúsdyrnar við lúg- una, eitt traust hátt brak um leið og maður steig inn í eldhúsið þar sem var alltaf kaffiilmur og konur og karlar í kaffí, ína frænka, Fanney, einhvetjar gamlar konur og menn, allir voru velkomnir og allir drukku kaffí og hlógu með. Það var alltaf fil normalbrauð og ostur í eldhúsinu °g mjúkar kringlur og það var aldrei jagast í okkur krökkunum þótt við hlypum fleiri, fleiri ferðir gegn um eldhúsið til að stytta okkur leið út bakdyramegin. Og það var alltaf fólk að koma og fara. Arin hafa liðið og Hulda og Konni löngu flutt úr Aðalstrætinu, fyrst inn í fjörð og síðan aftur niður í bæ þar sem þau vildu vera. En hvar sem Hulda frænka var þar var gott að vera. í því hólfi sem geymir góðar minningar á hún stórt pláss og augun hennar brúnu og bamalegu og hlát- urinn hennar fallegi sem hefur sjald- an heyrst undanfarin ár hljómar í höfðinu á mér þegar ég hugsa um þessa bestu frænku mína. Mig langar með þessum orðum að þakka frænku minni fyrir öll yndislegu árin í Aðal- stræti og sérstakiega langar mig til að þakka henni fyrir áð hafa alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á styrk að halda fullorðinsárin mín fyrir vestan. Elsku Erna Sigrún, Hemmi, Stebbi, Konný, Bjarni og Konni, gleðjumst yfir góðu minningunum og að góð kona hefur fengið frið hjá guði. Guð geymi frænku mína. Hildur Finnsdóttir. Þegar ég var lítil að alast upp í Bolungarvík var heimurinn ekki stór. Hann byrjaði í Yíkinni hjá mömmu og endaði á Þingeyri hjá Helgu - en á milli þeirra var hún Hulda frænka í Aðalstrætinu á ísafirði. í húsinu þar sem við fæddumst svo mörg, þar sem amma dó. Hinar móðursystumar áttu heima fyrir sunnan - bak við öll þessi háu fjöll og endalausu fírði. Þar sem bammargar fjölskyldur eins og mín gerðu lítið af því að leggjast í ferðalög, gat skreppitúr í leigubíl til Ísaíjarðar verið svo spennandi og taugatrekkjandi fyrir litlar stelpur að stoppa þurfti nokkrum sinnum á Hlíðinni til að tæma magann. En bílveikin hvarf um leið og komið var í Aðalstrætið og við systurnar rugl- uðumst saman við skarann hennar Huldu frænku. Og það var hlaupið út og inn, ærslast upp um alla veggi - og það mátti bara alveg. Hulda og mamma í eigin heimi, við borðið í gamla eldhúsinu, kannski ína öm- musystir líka „hlæjandi með öðra auganu og grátandi með hinu“. Mitt fólk út um allt -. Enda leið mér best hjá Huldu frænku - og var ekki stór þegar mér fannst ég vera hennar og hún mín. Fyrir mér var heimilið í Aðalstræti alveg sérstakt - einhver friður í allri óreiðunni. Þar var sungið og grátið í senn. Konný að halda akróbat-sýningu fyrir frænkur sínar á grasinu hjá Jóhönnu Sigurðar eða dragandi inn illa nærða villiketti, Hemmi að gutla á gítarinn og Stebbi að reyna að fræða frænku sína um útlenskan fótbolta í herberg- inu þar sem myndir af Manchester United og George Best prýddu veggi. Og mitt í öllu þessu var hún, þessi kona. Hulda frænka. Hver var hún eiginlega? Hún bara var og hún var allt. Stundum glöð og stundum hrygg. Með fallegasta bros í heimi. Hún var konan hans Konna, sem var alltaf úti á sjó. Hún var vestfírsk hversdagshetja. Seinna þegar ég var orðin stór og heimurinn Iíka, fór ég í menntaskóla á ísafirði. Og þótt mér væri ætlað að vera annars staðar, tókst mér ein- hvern veginn fljótlega að smygla mér inn á heimilið í Aðalstræti, og þar var ég þangað til ég útskrifaðist. Hjá Huldu og Konna, sem var kominn á Faggann og var meira heima. Þá var Erna löngu flutt að heiman og Hemmi og Stebbi komnir með kær- ustur og krakka. Bara Konný og Bjarni eftir. En Konni frændi hélt samt áfram að gera kjötsúpu fyrir tíu manns, og það gerði ekkert til því það var aldrei að vita hveijir rækju inn nefíð á matmálstíma. Ég sé Huldu fyrir mér glaðasta þegar krakkarnir hennar og barna- böm voru heima, kannski um páska, en ég skil ekkert í því núna hvernig allir komust fyrir. En það var ekki vandamál á hennar heimili - þar var nóg pláss. Og ég ætla að muna hana svona - eldhúsið fullt af fólkinu hennar og hún hlæjandi við gluggann. Órugglega eitthvað grín dottið upp úr Hemma og Stebba! Eg á margar kærar minningar frá þessum tíma, minningar um konu, sem mér þótti vænt um og var mér svo góð. Dobba systir minnist Huldu frænku með þökk og sendir Konna með stóra sterka faðminn og frænd- systkinunum öllum samúðarkveðjur frá Danmörku. Góður Guð geymi Huldu frænku mína. Jóna Finnsdóttir. Okkur systkinin langar til þess að minnast Huldu frænku með örfáum orðum. Okkar bestu minningar um hana era á ísafirði, þegar við sem börn heimsóttum Huldu og Konna nánast á hveiju sumri. Það sem fyrst kemur upp í huga okkar er hversu hlý og góð manneskja hún var. Þetta breyttist ekkert með áranum og fundum við ávallt hversu velkom- in við voram þegar við sóttum hana heim á fullorðins árum. Við erum ekki sátt við að hún sé farin frá okkur og það er sorglegt til þess að hugsa að nú í ár ætlar íjölskyldan í fyrsta skipti að hafa ættarmót á ísafírði og þá verður hún ekki þar. Við getum ekki notið samvista við hana, sem var okkar tengiliður við æskustöðvamar. Elsku Konni, böm og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar og við biðjum góðan Guð að blessa minningu kærrar frænku. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymst eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðmundur, Petrína og Elfa. Mig langar að kveðja trygga vin- konu mína, Huldu, sem nú hefur lok- ið sinni erfíðu baráttu. Okkar vinátta hófst þegar við voram innan við tví- tugt og börnin okkar ung. Við bjugg- um þá rétt hjá hvor annarri og hlup- um á milli og röbbuðum saman. Mennirnir okkar voru á sjó langtím- um saman og þótt við flyttum hvor frá annarri hélst alltaf sami vinskap- urinn. Ég flutti úr bænum, kom í heimsókn og gisti hjá Huldu. Það var alltaf jafn gaman og gott að koma til þeirra hjóna. Hulda var mikill persónuleiki sem ég mun seint gleyma. Síðast þegar ég sá hana heimsótti ég hana á Rey- kjalund og við fórum í smá göngut- úr. Þá var hún orðin mikið lasin en krafturinn og dugnaðurinn voru fyrir hendi. Þegar leiðir skilja vil ég þakka þér fyrir allt og votta Hákoni, börnum og fjölskyldu samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jana. 0 Fleirí íninmngargreinar um Huldu Rósu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. t Eiginkona mín, SYLVIA HARALZ, fædd Soulis, lést á heimili okkar í Arlington, Virginíu, þann 16. þessa mánaðar. Jónas H. Haralz. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, GUNNAR HJÖRTUR BJARNASON, Vesturgötu 115B, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. maí. Bjarni Einar Gunnarsson, Valgerður Olga Lárusdóttir, Ása Katrín Bjarnadóttir, Ingibjörg Óladóttir, Lárus Engilbertsson, Gunnhildur Benediktsdóttir. t Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona, frænka og dótturdóttir, SANDRA DRÖFN BJÖRNSDÓTTIR, Kárastfg 8, Hofsósi, sem lést af slysförum mánudaginn 13. maí sl., verður jarðsungin frá Hofs- óskirkju í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 14.00. Sigrún ívarsdóttir, Kristín S. Björnsdóttir, Aðalbjörg J. Björnsdóttir, Hafdís Hrönn Björnsdóttir, Björn Emil Jónsson, Kolbrún Sif Skúladóttir, Kristín Sigurjónsdóttir, t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, JÓNU SIGURBORGAR JÓNSDÓTTUR, Hásteinsvegi 31, Vestmannaeyjum. Sveinn Jónsson og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EIRIKS ÓLAFSSONAR, Safamýri 54. Sigurlaug Straumland, Andrés Eiríksson, Deborah Spence, Ólafur Friðrik Eiriksson, Valgerður Vilmundardóttir, Sigrún Straumland. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR SIGMARSDÓTTUR, Lækjargötu 22b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólk kvensjúkdómadeildar FSA og hjúkr- unarfræðinga heimahlynningar fyrir góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Egill Jónasson, Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir, Jónas Óli Egilsson, Oddný Hjálmarsdóttir, María Egilsdóttir, Jan Larsen, Ingibjörg S. Egilsdóttir, Jósep Zophoniasson, Eygló Egilsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐBJARGAR TRYGGVADÓTTUR hjúkrunarkonu. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði. Gísli Friðrik Johnsen, Ásdfs Anna Johnsen, Björn Blöndal, Hrafn G. Johnsen, Sigurrós Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn t Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU EINARSDÓTTUR, Höfðabrekku, Mjóafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahúss Neskaupstaðar fyrir góða umönnun. Gísli Björnsson, Stefanía Gfsladóttir, Ingólfur Pétursson, Sigurborg Gísladóttir, TómasZoega, Jóhanna Gísladóttir, Haraldur Hálfdánarson, Björn Gfslason, Helga Erlendsdóttir, Hrefna Zoega, Hrefna Ingólfsdóttir, Reynir Zoega, Hjálmar Hjálmarsson, Hjálmdís Zoéga, ída Björnsdóttir, og barnabarnabörn. Björn ívarsson, Skúli Skúlason, Valur Júlfusson, Valdimar Júlfusson, ívar Antonsson. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.