Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 31
30 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OPINBER
INNKAUP
FORSTJÓRI Ríkiskaupa, Júlíus S. Ólafsson, segir í
viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag
að miklir og ónýttir möguleikar séu til staðar þegar
opinber innkaup eru annars vegar.
í máli Júlíusar kemur fram að á íslandi vanti, ólíkt
því sem gerist í nágrannalöndum, upplýsingar um um-
fang og ástand opinberra innkaupa. Talið sé, að innkaup
ríkisins nemi um 30 milljörðum á ári hveiju, að öllum
framkvæmdum meðtöldum. Við það bætast innkaup
sveitarfélaga sem Júlíus segir að geti numið 15-20 millj-
örðum til viðbótar. Alls eru það því um 45-50 milljarðar
sem renna til opinberra innkaupa á ári hveiju. „Sparnað-
urinn í þeim þyrfti ekki að vera mikill til þess að hægt
yrði að stöðva hallarekstur hins opinbera," segir Júlíus.
Það er ljóst að þarna er gífurlegt hagsmunamál á ferð-
inni fyrir hið opinbera og skattgreiðendur. Því miður
hafa hins vegar fá sveitarfélög nýtt sér hagræði sameig-
inlegra innkaupa tii þessa og örfá hafa reynt að koma
skipulagi á eigin innkaup. Þótt sveitarfélögin séu mörg
og smá sést á ofangreindu að miklir fjármunir eru í
spilinu og ætti að vera hægt að ná fram töluverðum
sparnaði með aukinni samræmingu þeirra á milli.
Forstjóri Ríkiskaupa bendir jafnframt á að ekki séu
einungis til staðar miklir möguleikar fyrir opinbera aðila
til sparnaðar heldur geri samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið einnig að verkum að íslenskum fyrir-
tækjum standa nýir og spennandi kostir til boða.
Öll opinber útboð yfir ellefu milljónir króna verður nú
að auglýsa á efnahagssvæðinu öllu. Þótt enn sem komið
er sé reynsla EES-ríkjanna sú að viðskipti milli Ianda-
mæra hafi ekki aukist til muna þrátt fyrir útboðsskyld-
una á það vafalaust eftir að breytast í framtíðinni þegar
frekari þróun hefur átt sér stað varðandi miðlun upplýs-
inga.
Þarna gætu opnast athyglisverðir möguleikar fyrir
íslensk fyrirtæki á einstaka sviðum, sem vert er að hafa
vakandi auga með auk þess sem útvíkkun útboðssvæðis-
ins mun vafalaust leiða til þess að auðveldara verður að
ná hagstæðum tilboðum í útboðum opinberra aðila á Is-
landi.
BREYTING Á
BÍLASKÖTTUM
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda hefur skorað á
stjórnvöld að fækka gjaldflokkum vörugjalds á bif-
reiðar og lækka skattinn. Eins og málum er nú háttað,
miðast vörugjald á innfluttar bifreiðar við vélarstærð
þeirra og er allt frá 30% bílverðsins og upp í 75%. Þeg-
ar við bætist bifreiðagjaldið, sem er miðað við þyngd
bíla, er ljóst að mun óhagkvæmara er að kaupa stóran
bíl en lítinn.
FÍB bendir á að þetta beinist gegn barnafjölskyldum,
sem þurfi á stórum bílum að halda, og dreifbýlisfólki,
sem þurfi öfluga fjórhjóladrifna bíla til að komast ferða
sinna. Félagið bendir einnig á að stærri bílarnir séu ör-
uggari og betur búnir.
Núverandi kerfi skattlagningar á bifreiðar virðist
byggjast á því sjónarmiði að stórir bílar séu munaður,
sem fólk eigi að greiða dýru verði. Þetta er á misskiln-
ingi byggt, eins og FÍB bendir á. Fyrir suma er stór og
öflugur bíll einfaldlega nauðsyn en ekki stöðutákn, þótt
sumir kunni að líta þannig á. Þetta á ekki sízt við í landi,
sem er torfært og þar sem almenningssaingöngur eru
víða í lágmarki.
Vörugjald, sem fer stighækkandi eftir vélarstærð bíla,
er einkar órökrétt — og það eru reyndar fleiri skattar.
Hins vegar eru þau rök FÍB sannfærandi að með lækk-
uðu vörugjaldi á stærri bílana myndi sala þeirra aukast.
Ríkissjóður þyrfti því ekki að tapa miklum tekjum á slíkri
breytingu. Hún er þess vegna skoðunar verð og vonandi
fást fljótlega svör frá fjármálaráðherra um það hvernig
hann hyggst bregðast við málaleitan bifreiðaeigenda.
GEYSIMIKILL munur er á
meðaltímakaupi í iðnaði
hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum og það
sama hefur komið fram þegar laun
verslunarmanna hér og í Danmörku
og Iaun í fiskiðnaði og í ræstingu
hér og þar í landi hafa verið borin
saman. Mestu munar á meðaltíma-
kaupi hér og í Danmörku, þar sem
það er rúmlega tvöfalt hærra, enda
er meðaltímakaup í iðnaði þar eitt
það hæsta í heiminum, samkvæmt
nýjum tölum sænska vinnuveitenda-
sambandsins um meðaltímakaup í
iðnaði á árinu 1995. Hins vegar er
meðaltímakaup hér svipað því sem
gerist í Bretlandi, Frakklandi og ír-
landi, en miklu lægra en í Sviss og
Þýskalandi svo dæmi séu nefnd.
Samkvæmt upplýsingum Vinnu-
veitendasambands Islands má áætla
að meðaltímakaup verkafólks og iðn-
aðarmanna í iðnaði hér á landi sé í
kringum 70 krónUr sænskar eða um
700 krónur íslenskar, en meðaltíma-
kaup er það sem greitt er að meðal-
tali fyrir hveija vinnustund að með-
töldum öllum álögum, þ.ám. vakta-
álögum, yfirvinnuálögum, bónusum
og öðru sem til lauria má telja. Kaup-
gengi sænsku krónunnar er tæplega
10 krónur og er miðað við það gengi
í þeim útreikningum sem hér fara á
eftir. Meðaltímakaup í Danmörku í
fyrra var 143 krónur sænskar sam-
kvæmt fyrrgreindum upplýsingum
sænska vinnuveitendasambandsins
eða um 1.400 krónur íslenskar.
Næsthæst var meðaltímakaupið í
Noregi 123 krónur sænskar eða um
1.200 krónur Sslenskar. Meðaltíma-
kaupið var 98 sænskar krónur í Finn-
landi eða 980 krónur íslenskar og í
Svíþjóð var það 90 krónur eða í kring-
um 900 krónur íslenskar.
Þegar litið er út fyrir Norðurlönd-
in er meðaltímakaupið í Bretlandi
76 krónur sænskar um 760 krónur
íslenskar, 74 í írlandi eða 740 krónur
Sslenskar, 75 í Frakklandi eða 750
kr. íslenskar, 88 í Bandaríkjunum,
880 kr. íslenskar, í Austurríki 91 eða
910 krónur og á Ítalíu var það 60
krónur eða 600 kr. íslenskar. í Sviss
var það hins vegar 136 kr. sænskar
eða 1.360 krónur íslenskar og í
Þýskalandi 126 kr. eða 1.260 kr. Ss-
lenskar.
Samningur til langs tíma
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
og Félag járniðnaðarmanna hafa á
undanförnum mánuðum sett fram
hugmyndir um kjarasamning til
langs tíma sem hefði það að mark-
miði að jafna þann launamun sem
sé hér og á Norðurlöndunum. Félag
járniðnaðarmanna vill nú þegar hefja
undirbúning að gerð kjarasamnings
til aldamóta þar sem kveðið verði á
um það að laun járniðnaðarmanna
verði hækkuð til jafns við það sem
gerist á Norðurlöndunum.
Ef mið er tekið af framangreindum
tölum um meðaltímakaup hér og á
Norðurlöndunum er ljóst að laun hér
á landi þurfa að hækka um tugi pró-
senta á næstu árum til þess að jafn-
ast á við laun á hinum Norðurlöndun-
um. Til að meðaltímakaup hér á landi
jafnaðist á við meðaltímakaup í iðn-
aði í Svíþjóð, sem er næst okkur af
Norðurlöndunum samkvæmt ofan-
greindum tölum, þyrfti það að hækka
um 28,5% svo ekki sé talað um laun
í þeim löndum sem ofar eru. Til sam-
anburðar fól síðasti kjarasamningur
Alþýðusambands íslands og Vinnu-
veitendasambands íslands í sér 8-9%
launahækkanir á tveimur árum.
Sérstök hálaunalönd
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, segir að Danmörk,
Noregur, Sviss og Þýskaland séu
sérstök hálaunalönd og laun þar séu
á allt öðru róli en Iaun víðast hvar
KJARAMÁL
Morgunblaðið/Kristinn
drögum að stefnu og starfsáætlun
Alþýðusambandsins til ársins 2000,
sem lögð eru fyrir Alþýðusambands-
þing sem hefst eftir helgina, sé lögð
fram áætlun um að ná kaupmáttar-
stigi nágrannaþjóðanna í skilgreind-
um áföngum á næstu fimm árum.
„Við teljum að það séu forsendur til
þess að gera það. Það þarf að fara
saman efnahagslegur stöðugleiki,
atvinnustefna, framleiðni, breyting á
skipulagi vinnunnar og nútímalegri
vinnubrögð við undirbúning og gerð
kjarasamninga," sagði Gylfi.
Hann sagði að drögin fælu einnig
í sér tillögur um hvernig auka mætti
það launasvigrúm sem fyrir hendi
væri. Þar væri lögð áhersla á efna-
hagsstefnu sem 'fæli í sér stöðugan
mjög mismunandi stigum atvinnulífs-
ins. Sumt tengist þessum heildar-
stærðum, hagvexti, þjóðartekjum, við-
skiptajöfnuði og verðbólgu. Sumt
tengist ákveðnum starfsgreinum, til
dæmis starfsmenntakerfum, ákvæð-
isvinnukerfum, eins og bónuskerfum
í fískvinnslu og ýmsu öðru, sem lands-
samböndin þurfa að sjá um. Síðan
verður verulegur hluti launa-
svigrúmsins til í einstaka fyrirtækjum.
Framleiðnin er ekki sú sama hjá öll-
um. Hingað til hefur þetta komið fram
sem yfírborganir umfram lágmark-
skjarasamninga, en við viljum gera
um þetta vinnustaðasamninga, þar
sem starfsmenn og trúnaðarmenn í
samskiptum við stjórnendur komi
beint að þessu máli,“ sagði Gylfí.
Meðaltímakaup í nokkrum löndum
20
40
Danmörk
Sviss
Þýskaland
Noregur
Finnland
Austurríki
Svíþjóð
Bandaríkin
Bretland
Frakkland
Irland
ISLAND
60
80
60
100 120
140 s.kr.*
143
136
126
[123
i 98
* Töiurna eru i sænskum krónum.
Gengi sænsku krónunnar er nú
rétt tæparíO kr. þannig að um-
reikningur i ísl. kr. er eintaldur.
Meðaltímakaup tvöfalt hærra
í Danmörku en hér á landi
Hugmyndir hafa komið fram um gerð kjarasamnings til langs tíma
sem hefði það að markmiði að jafna þann launamun sem er hér á
landi samanborið við nágrannalöndin. Sjónarmið hagfræðinga Alþýðu-
_ _ >
sambands Islands og Vinnuveitendasambands Islands eru mismun-
andi í þessum efnum svo sem vænta mátti, en í samantekt Hjálm-
ars Jónssonar kemur fram að meðaltímakaup hér er lágt í saman-
burði við flest þau lönd sem við miðum okkur gjaman við.
annars staðar í Evrópu. Það sé í raun
og veru ótrúlegt að það skuli geta
þrifist 60% launamunur milli ná-
grannalandanna Svíþjóðar og Dan-
merkur. Þegar verið sé að bera sam-
an laun hér og í Danmörku sé verið
að gera samanburð við laun eins og
þau gerist best í heiminum.
Hann bendir á að laun í nágranna-
löndunum séu gífurlega mismunandi
og segja megi að launagreiðslur í
framleiðslustarfsemi hér séu að
miklu leyti sambærilegar og gerist í
Bretlandi og Frakklandi. „Hvernig
löndum eins og Danmörku og Sviss
tekst að halda þessum himinháu
launum í samkeppni við þjóðir í kring
sem eru með miklu lægri launa-
greiðslur er í sjálfu sér undrunarefni
og aðdáunarvert. En það hlýtur að
byggjast á því að þar eru framleidd-
ar vörur sem eru með miklum virðis-
auka og lítt vinnuaflsfrekar. Það er
samsetningin í atvinnulífínu sem
skýrir þetta og þessi háu laun hljóta
náttúrlega á lengri tíma
að ryðja burt framleiðslu
sem er vinnuaflsfrek og
byggir á háu launahlut-
falli, því hún getur ekki
staðist samkeppni við lönd
með miklu lægri launa-
kostnað," sagði Hannes
ennfremur.
Hann sagði að þegar framleiðsla
á íslandi væri skoðuð kæmi í ljós að
hún væri almennt tiltölulega vinnu-
aflsfrek, meðal annars vegna þess
að við gætum ekki nýtt okkur stærð-
arhagkvæmni að neinu ráði og vær-
um ekki í fararbroddi á hátæknisvið-
inu. Menn yrðu að gera upp við sig
hvort þeir ætluðu að ryðja út og
gera ósamkeppnishæfa framleiðslu-
vöru sem byggði á vinnuaflsfrekum
aðferðum, en afleiðingin gæti ekki
orðið önnur en stórfellt atvinnuleysi.
Hannes sagði að sú stefna sem
hefði verið mörkuð í síðustu kjara-
samningum að semja um sambæri-
legar launahækkanir og í nágranna-
löndunum og auka kaupmátt hér á
landi hægt og örugglega með því að
halda verðbólgu sem allra lægstri
hefði skilað verulegum
árangri. Kaupmáttur hefði
aukist mikið á samnings-
tímanum og meira en
gengið hefði verið út frá.
Eina leiðin til að bæta
kaupmátt varanlega væri
að gera það hægt og bít-
andi fyrir tilverknað sterks og trú-
verðugs gjaldmiðils. Þannig hefði það
verið gert hjá þeim þjóðum sem
greiddu hæstu launin. Þessar þjóðir
hefðu náð þessum árangri á löngum
tíma með því að viðhalda stöðugleika
og sterkum gjaldmiðli, en ekki með
miklum launahækkunum.
Verður að byggjast á
aukinni framleiðni
„Aukinn kaupmáttur verður að
byggjast á aukinni framleiðni miðað
við það sem nú er. Það er engin
önnur leið til. Það er vís leið til þess
að minnka kaupmátt að hækka laun
umfram það sem forsendur eru fyrir.
Það leiðir ekki til neins annars en
að gengið fellur. Það þekkjum við
vel hér á landi,“ sagði Hannes.
Hann benti á að launakostnaður á
vinnustund í Danmörku væri hærri
en allur virðisauki á vinnustund á
íslandi, þannig að þótt allur virðis-
aukinn hér væri greiddur út sem laun
þá dygði það ekki til þess að jafna
muninn. Þá væri ekkert eftir til að
standa undir öðrum kostnaði, svo
sem fjárfestingum og öðru.
Aðspurður tekur hann undir að
framleiðni sé léleg á íslandi en segir
að einungis verði unnin á því bót með
þvi að viðhalda stöðugleika og sæmi-
legu rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæk-
in, þannig að þau hagnist og geti fjár-
fest í nýrri tækni og nýjungum sem
skapað geti ný tækifæri og byggt upp
hálaunastörf. Það gerist ekki með því
að auka launakostnað umfram það
sem fyrirtækin geti borið. Af því geti
einungis leitt taprekstur, minni arð-
semi og fjárfestingar og samsvarandi
verri kjör þegar upp sé staðið. „Eina
leiðin er að sýna biðlund og vinna
markvisst hægt og bítandi að því að
bæta kjörin en taka ekki neinar koll-
steypur," sagði Hannes.
Aðspurður segir hann það alveg
rétt að við skerum okkur úr öðrum
þjóðum hvað snerti mikla yfirvinnu.
A sama tíma og vinnutími styttist
hjá öðrum þjóðum sé mikil yfírvinna
til þess að gera stöðug hér. Það sé
eflaust svigrúm til þess að bæta nýt-
ingu vinnutímans með því greiða
hærri laun fyrir hverja vinnustund
ef vinnustundunum geti fækkað á
móti. Það gerist hins vegar ekki með
einni eða tveimur ákvörðunum á
stuttum tíma heldur sé um langtíma-
þróun að ræða. Hins vegar megi
vera að það megi breyta einhverjum
aðferðum og ákvæðum í samningum,
þannig að vinnutíminn nýtist betur.
Það sé eitthvað sem þurfi að skoða
vel og vandlega.
Nútímalegri vinnubrögð við
gerð kjarasanminga
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Alþýðusambands íslands, segir að í
og öruggan hagvöxt, trausta afkomu
hins opinbera, jöfnuð í viðskiptum
við útlönd, stöðugt gengi og lága
verðbólgu, en jafnframt líka að út
frá þessum efnahagslegu forsendum
væri búið til svigrúm til kjarabóta
með skipulagsbreytingum í atvinnu-
lífínu, skarpari atvinnustefnu og
breytingum á vinnutíma og skipulagi
vinnunnar. Hægt væri að auka svig-
rúmið til kjarabóta ef menn einhentu
sér í það og stefndu að því mark-
visst. „Við teljum jafnframt að þetta
verði ekki gert öðruvísi en menn
geri samkomulag um breyttar sam-
skiptareglur á vinnumarkaði, þar
sem meðal annars þetta mikla mið-
stýringarvald atvinnurekenda heyrir
sögunni til, því það vinnur bara gegn
þessum markmiðum,“ sagði Gylfi
ennfremur.
Hann sagði að nauðsynlegt væri
að beina kjarasamningum í auknum
mæli inn á vinnustaðina sjálfa og til
þess þyrfti að ganga frá verkaskipt-
ingu milli heildarsamtaka
annars vegar þar sem
efnahagsleg markmið
væru skilgreind og menn
legðu niður fyrir sér
möguleika á heildarlauna-
kostnaðarbreytingum at-
vinnulífsins. Hins vegar
þyrftu fyrirtækin og fólkið á vinnu-
stöðunum að koma að samningum
með miklu ákveðnari hætti. Með
þessu móti vildi verkalýðshreyfingin
auka áhrif félagsmanna hreyfingar-
innar á kjör sín með beinum hætti.
Launahækkun og launakostnaðar-
áhrif væru tvennt ólíkt. Þótt laun
væru hækkuð um 10% þyrfti það
ekki að þýða nema 3% launakostnað-
arauka ef hagræðingin sem á móti
kæmi næmi 7%.
„Svigrúm til kjarabóta verður til á
Hann sagði að hugmyndin væri
ekki bara sú að semja beint innan
fyrirtækjanna um það launasvigrúm
sem fyrir hendi væri heldur einnig
að auka það með því að fínna leiðir
til aukinnar hagræðingar og fram-
leiðni sem gæti skilað sér í ábata-
skiptum milli fyrirtækis og starfs-
manna. Þannig hafi aukinn kaup-
máttur að verulegu leyti orðið að
veruleika í nágrannalöndunum, sér-
staklega í Danmörku.
Aðspurður segir hann að skipulag
Vinnuveitendasambandsins sé þránd-
ur í götu vinnustaðasamninga og
beinna viðræðna við fyrirtækin, enda
megi þau ekki gera samninga nema
með samþykki Vinnuveitendasam-
bandsins. Hins vegar hafi VSÍ í hendi
sér að framselja þetta vald og hafi
oft gert það enda séu vinnustaða-
samningar víða í gildi. Viðbrögð at-
vinnurekenda við þessu skipulagi
hafi yerið ósamningsbundnar yfir-
borgarnir, sem þeir ákveði upp á sitt
eindæmi. Við þær sé tvennt að at-
huga. Þær sé hægt að taka til baka
hvenær sem er eftir geðþótta, þar
sem þær séu ekki samningsbundnar
og þær nái heldur ekki jafnt til allra
starfsmanna.
Sambærileg lífskjör og í
nágrannalöndunum
Gylfi er tregur til að nefna ein-
hveijar ákveðnar tölur um hvað hægt
sé að hækka laun hér á landi, en
segir að einkum hafi verið horft til
Danmerkur þegar saman-
burður hafí verið gerður á
kjörum hér á landi og ann-
ars staðar. Hins vegar telji
ASÍ að við núverandi að-
stæður sé svigrúm til að
auka launagreiðslur í ís-
lensku atvinnulífi og einn-
ig að hægt sé að auka það með breyt-
ingum í atvinnulífinu. Hann bendir á
að munur á kjörum hér og í Dan-
mörku sé á bilinu 25-50% þegar á
heildina sé iitið og tillit tekið til
skattakerfisins og opinberrar þjón-
ustu auk launanna. Eðlilegt sé að
við setjum okkur það markmið að
jafna þennan kjaramun á einhverju
árabili bæði með launahækkunum
og breytingum á skattakerfinu. Við
eigum að setja markið hátt og sætta
okkur ekki við annað en að geta
Stefna síð-
ustu kjara-
samninga
skilaði veru-
legum árangri
IMauðsynlegt
að beina kjara
samningum
meira inn á
vinnustaðína
boðið upp á sambærileg lífskjör hér
því sem best gerist í nágrannalönd-
unum.
Gylfi segir að ástæðan fyrir því
að hér séu greidd jafnlág laun og
raun beri vitni sé að íslenskt atvinnu-
líf hafi sætt sig við að vera í ein-
faldri og ódýrri frumframleiðslu, þar
sem virðisauki framleiðsluvörunnar
sé lágur. Það gangi ekki upp lengur.
Hér verði ekki byggt upp samfélag
og launakjör sem menn sætti sig við
á grunni þess að atvinnulífíð sé í ein-
faldri og ódýrri frumframleiðslu.
Gera verði þá kröfu til atvinnufyrir-
tækjanna að þau standi undir og
greiði sambærileg laun og í ná-
grannalöndunum. Til þess verði fyr-
irtæki að sameinast í auknum mæli,
því mikið megi spara í yfirbyggingu
og stjórnun fyrirtækjanna, auk þess
sem allt markaðs- og þróunarstarf
verði öflugra og markvissara í stærri
fyrirtækjum. Jafnframt aukist svig-
rúm fyrirtækjanna til að greiða
hærra kaup. Skammtímagróðasjón-
armið verði að víkja fyrir langtíma-
sjónarmiðum. Það sé hægt að ná
miklu meiri verðmætum út úr fisk-
vinnslu og iðnaði en gert sé í dag.
Það sé hægt að breyta okkur úr hrá-
efnisseljendum með því að ráðast í
þær fjárfestingar og þá skipulags-
vinnu sem til þurfi. „Það þarf stefnu-
breytingu í því hvemig menn halda
á málum í atvinnulífinu. Það er ekki
sínkt og heilagt hægt að gera kröfu
til þess að launafólk sætti sig við
léleg kjör ef atvinnulífið ekki skilar
þeirri þróunarvinnu sem það á að
skila. Það er samfélagsleg krafa að
fyrirtækin standi undir betri kjör-
um,“ sagði Gylfi.
Aðspurður segir hann að það sé
fyllilega raunhæft fyrir okkur að ná
hér upp sambærilegum launakjörum
og í nágrannalöndunum og vekur
athygli á því að kaupmáttur hafí
vaxið hér á landi á síðustu tveimur
árum um 3-4% hvort ár og þar sé
um sambland launahækkana og
skattabreytinga að ræða. Kaupmætti
sé hægt að lyfta umtalsvert hér á
landi, en menn þurfi að hefjast handa
strax og það þurfi að gerast á öllum
stigum atvinnulífsins bæði í sam-
skiptum heildarsamtaka og í sam-
skiptum launafólks við atvinnurek-
endur. Mest vinnan þurfí að fara
fram inn á vinnustöðunum sjálfum.
Hann rifjar upp að með hópbónus-
samningunum í fiskvinnslu fyrir tæp-
um tíu árum síðan hafí kaupgjald í
fiskvinnslu verið hækkað um 20% á
sama tíma og launakostnaður fisk-
vinnslunnar hafí lækkað um 10%.
„Það er fullt af fordæmum fyrir
því að skipulagi vinnunnar hafi verið
breytt og útkoman hafí verið veruleg-
ar kjarabætur og styrking á sam-
keppnisstöðu og afkomu fyrirtækj-
anna. Þetta eru ekkert endilega and-
stæður,“ sagði Gylfi.
Viljum ekki
láglaunafyrirtæki
Hann segir að þessu fylgi að
möguleikana á iaunahækkunum
verði að meta í hvetju tilviki fyrir
sig. Þær fari eftir aðstæðum í hverri
starfsgrein og í hveiju fyrirtæki og
því sé ekki hægt að gera ráð fyrir
að allt samfélagið búi við sömu launa-
þróunina. Þau fyrirtæki hins vegar
sem ekki geti staðið undir kjarabót-
um og ekki vilji gera það sem þarf
til að geta greitt hærri laun verði
að víkja fyrir öðrum sem geti það.
Atvinnurekendur verði þegar að fara
að undirbúa sig undir það hvernig
þeir geti skilað launahækkunum í
tengslum við kjarasamninga næstu
ára. Ef þeir undirbúi sig ekki geti
vel verið að einstaka fyrirtæki fari á
hausinn. „Það verður bara svo að
vera. Við höfum ekkert með fyrir-
tæki að gera sem geta ekki borgað
kaup. Þau eiga að vera einhvers stað-
ar annars staðar. Við viljum ekki
láglaunafyrirtæki, það er yfirlýst
stefna Alþýðusambandsins," sagði
Gylfi.
Hann segir að ASÍ hafí verulegar
ábyggjur af því og telji það hættu-
merki þegar sá hluti ullariðnaðarins
sem sé í samkeppni við láglaunalönd
sé aftur kominn með samkeppnisskil-
yrði, þar sem eini samkeppnisþáttur
inn sé að launakostnaður sé sen
lægstur.