Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk Fyót, Magga, mig vantar svarið Ég er ekki með þessar ennþá, Hvers konar nemandi ert þú, við fimmtu, sjöttu, níundu, tí- herra... Magga? | undu og tólftu... r BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Framlag íslendinga til Eurovision: Lagaval að geðþótta starfsmanna RUV Frá Félagi íslenskra hljómlistar- manna: FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna hefur mótmælt þeim aðferðum sem notaðar eru við val á Eurovision-lagi og flytjendum lagsins í keppninni 1996. í ár eru einungis tveir flytjendur af sex Islendingar og ber að skoða það sem vantraustsyfirlýsingu á ís- lenska tónlistarmenn. Stjóm FÍH lýsir furðu sinni á að Útvarpsráð samþykki að erlendir flytjendur séu fengnir til þess að flytja lagið og sniðganga þannig fjölda hæfra ís- lenskra flytjenda. Núverandi form á vali lags og flytj- enda er til þess fallið að minnka áhuga almennings á keppninni. Það er óþolandi að höfundar og flytjendur séu valdir eftir geðþóttaákvörðun starfsmanna Ríkisútvarpssins og al- menningur þannig sniðgenginn í vali fulltrúa landsins í keppninni. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á þá íslendinga sem taka þátt í flutn- ingi lagsins í ár heldur þær starfsað- ferðir sem notaðar eru við val lags og keppenda almennt. Forval Eurovision-keppninnar hérlendis og Eurovision-keppnin sjálf var framan af eitt vinsælasta sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið í íslensku sjónvarpi. í forvalinu voru flutt í fyrsta sinn lög sem lifað hafa með þjóðinni og haldið vinsæld- um allt fram á þennan dag. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna hefur haft atvinnu við keppnina. Keppnin hefur þannig verið hvatning fyrir íslenska tónlistarmenn og um leið góð kynn- ing fyrir land og þjóð erlendis. Síð- ustu ár bregður þó til verri vegar. í keppninni 1995 var annar höfund- ur lagsins Breti, útsetning lagsins einnig í hans höndum og flestir hljóð- færaleikarar í hljóðversútgáfu lags- ins einnig Bretar. Á laugardaginn 18. maí nk. munu tveir þriðju þeirra sem standa á sviðinu í Osló fyrir íslands hönd hafa bandrískan ríkis- borgararétt. Það er ekki einungis niðurlægjandi fyrir íslenska tónlist- armenn heldur fyrir íslensku þjóðina í heild sinni. Eitt af meginhlutverkum Út- varpsráðs er að standa vörð um ís- lenska menningu og telur stjórn FIH að nú hafi Utvarpsráð brugðist í eftirlitsskyldu sinni. Lega landsins og menningarleg sérstaða Islend- inga leyfir ekki að erlendir höfund- ar og flytjendur séu fulltrúar lands- ins í keppni sem þessari. Stjórn FÍH hvetur Útvarpsráð til þess að setja skýrari reglur um forval/forkeppni og flytjendur í Eurovision-keppn- inni þannig að þátttaka í henni sé landi og þjóð til sóma um leið og framleitt er fyrsta flokks sjónvarps- efni. Að öðrum kosti ber að draga landið út úr þátttöku í keppninni. Stjórn FÍH óskar íslensku kepp- endunum í ár velgengni og ítrekar að ekki er verið að mótmæla þátt- töku þeirra á einn eða annan hátt heldur einungis þeim starfsaðferðum og reglum sem Ríkisútvarpið vinnur eftir við skipulagningu keppninnar. STJÓRN FÉLAGS ÍSLENSKRA HUÓMLISTARMANNA, Rauðagerði 27. Gleðileg alvörustund í Laugarneskirkju Frá Ólafi Jóhannssyni: UNDANFARNA mánuði hafa nokkrar kvöldguðsþjónustur verið í Laugarneskirkju. í kvöldmessunum er messuformið einfaldara en í hefð- bundinni messu og annars konar tónlist ríkjandi. Annað kvöld, sunnudagskvöldið 19. maí kl. 20.30, verður síðasta kvöldmessan fyrir sumarleyfi í kirkj- unni og markar hún jafnframt loka- punkt í vetrarstarfi Kórs Laugarnes- kirkju. Kórinn annast messusöng og syngur nokkur lög undir stjóm org- anistans, Gunnars Gunnarssonar. Einsöng með kórnum syngja Dúfa S. Einarsdóttir og Hólmfríður Frið- jónsdóttir. Gunnar Gunnarsson, Tómas R. Ein- arsson kontrabassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari hafa skipað tríó Laugameskirkju í kvöld- guðsþjónustunum í vetur og munu þeir annast hljóðfæraleik í þessari síð- ustu kvöldmessu vetrarstarfsins, ásamt Sigurði Flosasyni saxafónleik- ara. Þá kemur við sögu Þorvaldur Halldórsson söngvari, en fluttur verð- ur messusöngur eftir hann. Laugarneskirkja Ljúf djasstónlist verður leikin í kirkjunni fyrir messu og hefja þeir félagar leik sinn kl. 20. Hér er um að ræða kærkomið tæki- færi fyrir þá sem vilja sameina helga alvöru og létta sveiflu, eiga gleðilega alvörustund í húsi drottins. SR. ÓLAFUR JÓHANNSSON, sóknarprestur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.