Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 15
__________AKUREYRI________
Samherji hf. stofnar
fisksölufyrirtæki í Hull
SAMHERJI hf. hefur stofnað fisk-
sölufyrirtæki í Hull á Englandi,
sem hlotið hefur nafnið Seagold.
Fyrirtækið mun einbeita sér að
sölu á sjófrystum afurðum fyrir-
tækja sem tengjast Samheija á
íslandi, í Færeyjum og Þýska-
landi, að sögn Þorsteins Más Bald-
vinssonar, framkvæmdastjóra
Samheija. Þá er ekki útlokað að
það selji einnig afurðir annarra
fyrirtækja.
Fyrirtækið hefur þegar tekið til
starfa og hefur Gústaf Baldvins-
son verið ráðinn framkvæmda-
stjóri en ráðgert er að ráða tvo
starfsmenn til viðbótar. Að sögn
Þorsteins Más er áætluð velta
Seagold um 1,5 milljarður króna
á ári.
Samheiji gerir út 7 frystiskip,
Framheiji ltd., sem Samheiji á
helmingshlut í á móti aðilum í
Færeyjum, gerir út eitt frystiskip
og hefur nýlega keypt annað skip
og Deutsche Fishfang Union,
DFFU, sem Samheiji á helmings-
hlut á móti þýskum aðilum, gerir
út þijá frystitogara og þeim fjórða
er verið að breyta í frystiskip hjá
Slippstöðinni hf.
Samheiji sleit samstarfi sínu við
ísberg hf. fýrir skömmu en fyrir-
tækið hefur undanfarin 10 ár selt
mikinn hluta afurða Samheija,
einkum sjófrystan fisk.
Ekta teppi á verði gervimottu!
Glæsileg sölusýning
á handhnýttum austurlenskum teppum á
Hótel KEA, Akureyri, í dag frá kl. 11-16 og
á morgun frá kl. 12-19.
Verð frá kr. 7.800
Austurlenska teppasalan hf.
pforjpiiiMijMti
- kjarni málsins!
••
Lát konu í Oxnadal
Abúandi
enn í haldi
UM SEXTUGUR karlmaður, sem
verið hefur í haldi lögreglunnar
frá 27. apríl sl. vegna andláts
konu á bæ í Öxnadal, var úrskurð-
aður í Héraðsdómi Norðurlands
eystra í áframhaldandi gæsluvarð-
hald til föstudagsins 24. maí næst-
komandi.
Maðurinn, sem er bóndi á bæn-
um, leitaði eftir aðstoð læknis og
kallaði til sjúkrabíl laugardags-
kvöldið 27. apríl síðastliðið vegna
systur sinnar, sem var gestkom-
andi á bænum. Hún var látin er
að var komið, en ummerki á staðn-
um bentu til að lát hennar hefði
ekki borið að með eðlilegum hætti.
Ábúandinn á bænum var fyrst
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
3. maí, það var síðan framlengt
og rann út í gær. Héraðsdómari
framlengdi varðhaldið síðan um
viku, til föstudagsins 24. maí
næstkomandi. Krafa sýslumanns
var að maðurinn yrði í gæsluvarð-
haldi til 16. júní næstkomandi og
þá var þess einnig krafist að hann
yrði látinn sæta geðrannsókn.
Þeirri kröfu var hafnað.
Niðurstaða úr réttarkrufningu
liggur enn ekki fyrir en hennar
er að vænta innan tíðar.
----» » ♦
Tijágróður
skemmdist
í sinubruna
KVEIKT var í sinu norðan við
Iþróttavöllinn á Akureyri um miðj-
an dag í gær og var slökkviliðið
kallað á staðinn. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn en nokkrar
skemmdir urðu á tijágróðri.
Stranglega bannað er að kveika
í sinu eða rusli innan bæjarmark-
anna en ekki er vitað hveijir voru
þarna á ferðinni.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Mess-
að verður í Akureyrarkirkju á
morgun, sunnudag kl. 11 -
Ath. tímann. Aðalsafnaðar-
fundur Akureyrarsóknar verð-
ur eftir messu í Safnaðarheim-
ilinu.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Fjölskyldusamkorna á
sunndag kl. 17. Börn og ungl-
ingar syngja og leika. Allir
velkomnir.
Vasklegir bílar
án vasks
á veglegri atvinnubílasvningu í dag
Mest seldi sendibíllinn síðustu tvö ár
Einn vinsælasti og mest seldi bíllinn
í sínum flokki undafarin ár.
RENAULT TWINGO
Verð frá 742.960 kr. án vsk.
Verklegur og snarpur
RENAULT
fer á kostum
RENAULT EXPRESS
Verð frá 979.116 kr. án vsk.
ÁRMÚLA 13, SÍMi: 568 1200, BEINN
HYUNDAI ACCENT
Verð frá 782.329 kr. án vsk.
HYunom
i: 5531236 til framtíðar
OPIÐ FRÁ KL. 10-17 í DAG
i
|
[
A
{
f3