Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR StJ ór nsýsluendur skoðun Ríkisendurskoðunar á utanríkisráðuneytinu Festu mál skaða starfshæfni FESTU skortir í ýmsum innri málum utanríkisráðuneytisins og er fram- kvæmd flutningsskyldu starfsmanna utanríkisþjónustunnar veigamesta atriðið í því sambandi, að mati Ríkis- endurskoðunar. Stofnunin hefur nú skilað stjómsýsluendurskoðun á ut- anríkisráðuneytinu, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, fór fram á að yrði gerð. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á það hafí skort að utanríkisráðuneytið hafi gert með formlegum hætti starfsáætlanir fyrir ráðuneytið, sem taki mið af stefnu- mörkun ríkisstjórnar og utanríkis- ráðherra á hveijum tíma. Slíka áætlanagerð telur stofnunin bezt til þess fallna að tryggja hámarksár- angur af starfi ráðuneytisins til skemmri og lengri tíma litið. Misbrestur á formfestu Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að skipulag og festa ríki í samskipt- um ráðherra og embættismanna og þessi samskipti eigi að fara fram formlega í gegnum yfirstjórn ráðu- neytisins, þ.e. skrifstofustjóra eða ráðuneytisstjóra. Einnig þurfí stjórn- sýsluleg staða ráðuneytisstjórans að vera skýr og öllum ljós. „Ríkisendur- skoðun telur að nokkrir misbrestir hafi orðið á þessu í utanríkisráðu- neytinu síðustu árin. Undanfarna mánuði hefur þó virzt sem formfesta hafi aukizt bæði að þessu leyti og í almennri stjórnsýslu ráðuneytisins," segir í skýrslunni. Stofnunin telur að ráðuneytið þurfi að styrkja forystuhlutverk sitt gagnvart sendiráðunum og veita þeim skýrari fyrirmæli og aðhald en nú er gert varðandi verkefnaval. Ríkisendurskoðun segir verkefnin í of miklum mæli ráðast af persónu- legum áherzlum hvers sendiherra um sig. Aftur á móti telur stofnunin að auka þurfi rekstrarlegt sjálfstæði sendiskrifstofanna. Eins og málum sé nú háttað, sé miðstýring ráðu- neytisins mikil og sendiherrunum sé því þrengri stakkur skorinn en for- stöðumönnum flestra annarra ríkis- stofnana. Aukið rekstrarlegt sjálf- stæði .skapi forsendur fyrir bættum rekstrí sendiráðanna, auk þess sem ætla megi að aðalskrifstofa ráðu- neytisins fái með slíku aukið svigrúm til að sinna betur en nú er gert stefnumótun og áætlanagerð. Ríkis- endurskoðun telur hins vegar grund- vallaratriði að samhliða þessum breytingum verði sendiherrar gerðir ábyrgari fyrir rekstrarlegri afkomu sendiskrifstofa. Efla þarf fagskrifstofur Ríkisendurskoðun lítur svo á að efla þurfí tvær fagskrifstofur ráðu- neytisins, viðskiptaskrif- _________ stofu og aiþjóðaskrifstofu, með því að fjölga um einn fastan embættismann á. hvorri skrifstofu. Stofn- unin bendir á að á við- ■ skiptaskrifstofu hafí verið fækkað um þtjá embættismenn frá því haustið 1994, en á síðustu mán- uðum hafi verkefni skrifstofunnar aukizt mjög. Á alþjóðaskrifstofunni hafi þungi í stórum málaflokkum á borð við Evrópumál, mannréttinda- mál og afvopnunar- og öryggismál aukizt. Bent er á að eðlilegt verði að telja að sendiherrar, sem séu reynslu- mestu starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar, gegni stöðum skrifstofu- stjóra í ráðuneytinu, en nú gegni sendifulltrúar þessum stöðum. Dæmi séu þess að sendiherrar hafi verið kallaðir heim í ráðuneytið án þess að nokkuð lægi fyrir um þau verk- Ríkisendurskoðun telur að festu og skipulag hafí skort í ýmsum innri málum utanríkis- ráðuneytisins og að kjaramál starfsmanna komi niður á starfshæfni ráðuneytisins. Stjórnsýslu- leg staða þarf að vera skýr efni, sem þeim hafi verið ætlað að sinna. Ómarkvissir starfsmannaflutningar „Ríkisendurskoðun telur að nægj- anlegrar festu hafi ekki gætt að öllu leyti hjá utanríkisráðuneytinu hvað varðar framkvæmd ýmissa. atriða sem snerta innri málefni ráðunéytis- ins. Frarrlkvæmd flutningsskyldunn- ar er án efa veigamesta atriðið í því sambandi," segir í skýrslurini. Stofnunin telur að framkvæmd flutninga starfsmanna ., utánríkis- þjónustunnar milli starfsstöðva hafí ekki verið nægilega markviss á síð- ustu árum. Ráðuneytið bendir á að reglur um flutningsskylduna, sem settar voru í ráðherratíð Jóns Bald- vins Hannibalssonar árið 1989, hafi ekki verið staðfestar með formlegum hætti. Þessum viðmiðunum hafi heldur ekki verið fylgt að öllu leyti. „Ríkisendurskoðun telur með öllu óviðunandi að sendiherrar starfi langtímum og jafnvel nær allan sinn embættisferil erlendis vegna skorts á „hæfilegum" stöðum fyrir þá í ráðuneytinu eins og nefnt hefur ver- ið,“ segir Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun leggur til að utanríkisráðuneytið geri formlegar áætlanir um tilflutninga starfs- manna og endurmeti þær með reglu- bundnum hætti. Þá er mælt með því að nýjar reglur um starfsmanna- flutninga, sem kynntar hafí verið með umburðarbréfi í marz á þessu ári, verði staðfestar með formlegum _________ og afdráttarlausum hætti í Fyrirmæla- og leiðbein- ingabók utanríkisþjón- ustunnar. Ríkisendurskoðun telur „að núverandi tilhögun kjaramála í utanríkisþjón- ustunni komi niður á starfshæfni ráðuneytisins." Stofnunin telur veig- amikla galla á fyrirkomulagi við ákvörðun staðaruppbóta vegna starfsmanna utanríkisþjónustunnar erlendis. Nú séu uppbæturnar ákvarðaðar þannig að ráðuneytið geri tillögu um heildarfjárveitingu til þessa liðar við fjárlagagerð. Er ljóst sé hversu miklir íjármunir hafí fengizt, sé staðaruppbótum, ásamt fjárveitingu vegna grunnlauna, skipt upp á starfsmenn erlendis í samræmi við starfsstöð og stöðu eftir ákveðnu einingakerfi. „Þannig ráðast greiðsl- ur til starfsmanna á sendiskrifstof- unum í kjarnanum af því hversu miklum fjármunum utanríkisráðu- neytinu tekst að afla til erlenda launaliðarins í fjárlögum ár hvert. Að mati Ríkisendurskoðunar getur þessi vinnugangur hvorki talizt rök- réttur né eðlilegur enda auðséð' í hvaða óefni launamál ríkisina værú ef greiðslur til starfsmanna ráðú- neyta og stofnana ríkisins væru al- mennt ákvarðaðar með þessum hætti,“ segir stofnunin. Berit er á að raunveruleg laun starfsmanna erlendis geti verið breytileg frá einum tíma til annars, að launahækkun vaidi því að ráðstöf- unartekjur lækki vegna þess að laun- in séu skattskyld en staðaruppbótin ekki og að barneignir tiltekinna starfsmanna geti lækkað greiðslur til annarra. Stofnunin segir að færa megi rök fyrir því að mikill munur á starfs- kjörum valdi því að menn vilji síður starfa heima í ráðuneyti en erlendis. Þetta sé ekki raunin nú og breyta þurfí reglum af þessum sökum, t.d. með því að taka upp sérstakt heimaálag. „Ríkisendurskoðun telur mjög óhepppilegt fyrir það samhæf- ingar- og stjórnunarhlutverk sem ráðuneytið gegnir fyrir utanríkis- þjónustuna að starfsmenn vilji af kjaralegum ástæðum siður vinna í ráðuneytinu sjálfu en á sendiskrif- stofunum," segir í skýrslunni. Lækka má risnukostnað Rikisendurskoðun fjallar um kostnað við starfsemi utanrikisþjón- ustunnar. Hún kemst m.a. að því að átta af tíu sendiráðum _________ séu rekin með lágmarks- mannafla og ekki séu rök fyrir því að fækka þar starfsfólki. Hins vegar megi endurmeta mann- " aflaþörf í sendiráðunum í Moskvu og Washington. Stofnunin telur að sendiherrabú- staðir íslenzka ríkisins séu í mörgum tilvikum of stórir og dýrir í rekstri. Ekki sé hægt að meta að svo stöddu hvort hagkvæmara sé að eiga eða leigja sendiherrabústaði og skrif- stofuhúsnæði fyrr en heildarúttekt á húsnæði utanríkisþjónustunnar, sem nú stendur yfír, sé lokið. Ríkisendurskoðun gagnrýnir notkun á fastri risnu diplómata er- lendis. í skýrslu stofnunarinnar seg- ir að ráðuneytið rökstyðji hana með nauðsyn þess að rækta samband við erlenda áhrifamenn og kollega til að skapa íslandi og íslenzkum hags- munum brautargengi. „Athugun á risnuútgjöldum sendiráðanna gefur til kynna að umtalsverður hluti þeirra tengist heimsóknum íslend- inga, s.s. stjórnmálamanna og emb- ættismanna, í sendiráðin. I ljósi þessa virðist mega lækka risnu- kostnað sendiskrifstofanna að' nokkru marki án þess að það komi niður á hagsmunum íslands," segir Ríkisendurskoðun. Stofnunin átelur einnig að; ekki sé nægilega vel tryggt að forrrilegar staðfestingar á' risnuútgjoldum starfsmanna erlendis berist ráðu- neytinu eins og reglur þess kvéði á um. „Athugun á risnuútgjöldum gef- ur til kynna að full ástæða sé til að endurskoða fasta risnu eipstakra : sendiherra m.a. með hliðsjón af út- gjölduni í fortíð og staðsetningar sendiherranna," segir Ríkisend- urskoðún. Dæmi um ráðningar án hæfnisflokkunar Tilefni þess, áð Ríkisendurskoðun réðst í stjórnsýsluendurskoðun á ut- anríkisráðunéytinu var beiðni fyrr- verandi utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, um að stofnunin kannaði réttmæti blaða- skrifa um að mannaráðningar í ráð- herratíð hans hefðu komið niður á starfshæfni ráðuneytisins. Stofnunin fjallar í skýrslu sinni sérstaklega um ráðningar og embættistilfærslur þau sjö ár, sem Jón Baldvin var utanrík- isráðherrá. , Fram kemur að á þessu tímabili háfi íjórtán embættismenn verið skipaðir til starfa í, utanríkisþjón- ustunni. Af þeim ihafi sex verið stjórnmálafræðingar með æðri menntup eða dipiómaskírteini í Evr- ópufræðum, þrír viðskiþtafræðingar, tveir með æðri menntun í rekstr- arfræðum, einn með BA-próf í ensku og einn án háskólaprófs. Átta hafí verið ráðnir að frumkvæði yfirstjórn- ar ráðuneytisins, þ.e. embættis- mannakerfisins, og sex að frum- kvæði ráðherrans. „Ráðningar á framangreindu tímabili voru í flest- um tilfellum grundvallaðar á hæfnis- mati sem yfirstjórn utanríkisráðu- neytisins framkvæmdi. Þó voru dæmi þess að kröfur um sérstaka hæfni eða menntun breyttust m.v. hæfnislista í meðförum yfirstjórnar og ráðherra. í fáeinum tilfellum voru valdir einstaklingar til starfa með sérstaka menntun eða reynslu án formlegrar hæfnisflokkunar,“ segir Ríkisendurskoðun. Stofnunin segir að flestar stöðu- hækkanir sendiráðunauta og sendi- fulltrúa hafi verið framkvæmdar að tillögu embættismanna ráðuneytis- ins á grundvelli þess að starfsmönn- um hafi verið falin ábyrgðarmeiri verkefni. Sendiherrar hafi í flestum verið skipaðir eftir starfs- tíma í utanríkisþjón- ustunni, en þrír sendiherr- ar hafi verið skipaðir án þess að eiga þar starfsfer- ...... il og einn settur tímabund- ið. Ríkisskoðun segir að nú sé unnið að gerð starfsmats innan veggja utanríkisráðuneytisins og eigi það að verða grunnur að formlegri vinnubrögðum við skipun nýrra starfsmanna og „starfsferilsupp- byggingu“ þeirra eldri. Stofnunin telur þetta af hinu góða. Utanríkisráðuneytið er undanþeg- ið þeirri lagaskyldu að auglýsa ný störf. Engu að síður voru störf aug- lýst þrisvar í ráðherratíð Jóns Bald- vins, að sögn Rikisendurskoðunar. Stofnunin telur eðlilegt og sjálfsagt að ráðuneytið auglýsi störf og það hljóti ávallt að þjóna hagsmunum þess bezt. Taka þyrfti upp sérstakt heimaálag Fylg-i Sjálf- stæðis- flokksins eykst SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur fylgis 46% kjósenda í nýrri könnun Gallups sem Útvarpið greindi frá í gær. Könnunin var gerð um síðustu mánaðamót og samkvæmt henni hefur fylgi flokksins aukist um 7% frá síðustu könnun, sem gerð var í mars. Fylgi Framsóknar minnkar Könnunin var gerð frá 26. apríl til 4. maí, meðal 1.200 manna, sem valdir voru af handahófi úr þjóð- skrá. Fram kemur að Framsóknar- flokkurinn hefur minna fylgi nú en áður á kjörtímabilinu, eða 19%. Fylgi Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags er 2-3% lægra en við síðustu könnun en Kvennalisti heldur sínu, það er stuðningi 5%. Þjóðvaki mælist með 0,4% fylgi og 13% aðspurðra voru í hópi óákveðinna. Fylgi við ríkisstjórnina eykst Þá kemur fram að fylgi við ríkis- stjórnina hefur aukist úr 52% í mars í 62% nú. --------------- Um rétt sjúklinga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá land- lækni, Ólafi Ólafssyni: „Nú virðist vera nokkur þytur á Alþingi um rétt sjúklinga til þess að lesa eða fá afrit af skráð- um eigin sjúkdómsferli (journal). Landlæknisembættið hefur allt frá árinu 1972 talið það vera ský- lausan rétt sjúklinga með örfáum undantekningum, s.s. varðandi umsögn þriðja aðila nema leyfi hans komi til. í góðri samvinnu við lækna hefur þetta gengið vel, þó að í upphafi hafi um nýmæli verið að ræða miðað við nágranna- lönd. Fyrir nokkrum árum kvikn- aði nokkur umræða um þennan rétt sjúklinga í nágrannalöndun- um. Nokkrir eldri læknar reyndust þess mótfallnir' og töldu hættu á að læknar tækju upp „tvöfalt jo- urnala kerfi“ þ.e. að læknar héldu eigin „dagbókaijournal“ og annan fyrir sjúklinga! Á allra síðustu árum hefur framangreindur réttur sjúklinga verið tryggður i flestum nágranna- löndum án slíkra aðgerða eða fylg- ikvilla. Ymsir telja að læknar valdi bet- ur til sjúkraskráa en áður, en eng- ar sannanir eru fyí'ír þeirri tilgátu. Vissulega geta komið upp viss vandamál, t.d. í sambandi við skrá geðlækna, en við læknar eigum að vera menn til þess að leysa þann vanda. Gott samband læknis og sjúkl- ings byggir á trúnaði og sam- vinnu. Það er reynsla starfsfólks Landlæknisembættisins að traust vitneskja sjúklings um eigin sjúk- dómsferil og meðferð tryggi best gott samstarf læknis og sjúklings og þar af leiðandi árangur með- ferðar. Það má vera að fyrr á tím- um hafi læknar talað og sjúklingur hlustað, en sá tími er liðinn og nú leitast læknar við að leysa vandamálin í sem bestu samráði við sjúklinga sína. > Landlæknir telur að sjúklingar eigi að öllu jöfnu skýlausan rétt á að kynna sér skráða sjúkrsaögu (eigin) eldri sem nýja og er að fullu samþykkur dómi er nýlega féll í Hæstarétti um slík mál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.