Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Heimsþekktur hágæda sænskur útivistar- fatnadur ag vidlegu- búnaöur Fagmennska í útivisl Gædaval eru lifsgæði Góöur ferdáfélagi FRÉTTIR Stéttarfélags- frumvarpið •• Onnur umræða hafin FRUMVARP til laga um stéttarfélög og vinnudeilur var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gær. Umræð- unni var frestað um kvöldmatarleytið 'en gert er ráð fyrir að hún taki nokkra daga. Stjómarliðar sögðu að í meðförum félagsmálanefndar hefðu verið sniðnir af þeir vankantar sem verið hefðu á frumvarpinu og lögðu til að það yrði samþykkt, en stjómar- andstaðan krafðist þess sem áður að frumvarpið yrði dregið til baka og vísað tii ríkisstjómarinnar. Siv Friðleifsdóttir, varaformaður félagsmáianefndar, mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. Þær eru helstar að heimild til stofnunar vinnustaðafélaga er felld brott, þar sem fjöldi verkalýðsfélaga hafi lýst andstöðu við það og talið það til bess fallið að veikja skipulag verka- iýðshreyfingarinnar. Einnig er að finna ákvæði um vinnustaðasamn- inga og kveðið á um að slíkur samn- ingur skuli borinn sameiginlega und- ir atkvæði allra starfsmanna og ræð- ur meirihluti niðurstöðu burtséð frá félagsaðild. Þá eru reglur um at- kvæðagreiðslur um kjarasamninga einfaldaðar og samræmdar, breytt er reglum um boðun og frestun vinnustöðvana, felld brott tilvísun til fjöldauppsagna í 5. grein og breytt reglum um miðlunartillögur. Kristín Ástgeirsdóttir, formaður félagsmálanefndar, mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans. Þar segir að um sé að ræða óeðlileg og óæski- leg afskipti stjómvalda af innri mál- efnum stéttarfélaga sem dregið er í efa að standist stjómarskrá, alþjóða- sáttmála og alþjóðasamþykktir um félagafrelsi. Frumvarpið sé flutt í algjörri óþökk stéttarfélaganna og dragi taum samtaka atvinnurekenda. Þá eru mörg efnisatriði frumvarpsins harðlega gagnrýnd þrátt fyrir breyt- ingar, svo sem um lögboðið vald samninganefnda, fyrirkomulag at- kvæðagreiðslna, ákvæði um vinnu- staðasamninga, vald sáttasemjara og fleira. Ekkert einkamál Páll Pétursson félagsmálaráð- herra svaraði gagnrýni á framlagn- ingu frumvarpsins á þann veg að kjarasamningar og samskipti á vinnumarkaði væru ekkert einkamál launamanna og atvinnurekenda. Þetta væru málefni sem vörðuðu þjóðfélagið allt og almannaheill krefðist þess að um þessi samskipti væru lögfestar reglur. Fjögurra manna fjölskylda bjargaðist úr bruna á Nönnugötu .. Morgunblaðið/Kristinn FJOLSKYLDAN á Nönnugötu er sameinuð á ný eftir sjúkrahúsvistina. Daníel Aron 5 ára situr í fangi pabba síns, Guðna Ragnars Þórhallssonar, en Júlíana T. Jónsdóttir er með yngri strákinn, Sverri Frey. Mér finnst hann hetja „ÉG ÞAKKA guði fyrir að hafa ekki frosið heldur brugðist rétt við. Á svona stundum tekur eitthvað við sem maður veit ekki af en á í bak- höndinni," segir Guðni Ragnar Þór- hallsson sem bjargaði bömum sínum og eiginkonu út úr brennandi heim- ili þeirra við Nönnugötu í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins. I viðtali við blaðamann Morgunblaðsins lýstu Guðni og Júlíana Torfhildur Jóns- dóttir, eiginkona hans því, hvernig hann bjargaði fyrst henni og svo bömum þeirra tveimur út úr brenn- andi húsinu. Við það að brjóta í sundur glugga á svefnherbergi húss- ins skar Guðni í sundur vöðva á upphandlegg og hlaut að auki stóran skurð á læri. „Hann dregur úr öllu en mér fínnst hann vera algjör hetja. Ég skil ekki hvernig hann áorkaði þetta. Margir hefðu bara sjokkerast og frosið,“ sagði Júlíana. Vildi halda áfram að sofa Guðni og Júlíana voru útskrifuð af Borgarspítalanum í gær en synir þeirra tveir, Daníel Aron, 5 ára, og Sverrir Freyr, 1 árs, voru útskrifað- ir á uppstigningardag. Nönnugata 5 Stofa Eldhus Baðherbergi 1 GuOni 4 Barnaherbergi og Júllana m (ónákv. teikning, byggð á lausl. rissi Guðna) Guðni dregur Júlíönu fram gang og út, en kemst ekki sömu leið til baka vegna reyks Hann braut þá glugga á svefnherberginu, fer inn og nær í drengina ogkemurþeimútum gluggann, tyrst Daniei en síðan Sverri Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þau hjónin á sjúkrahúsinu í gærmorgun um lífsreynslu þeirra þegar þau vöknuðu klukkan tæplega fjögur um nóttina í brennandi húsi. „Við vöknuðum bæði samtímis við þykkan reyk og hita í andrúmsloft- inu. Þetta var eins og anda að sér tjöru. Við stigum fram úr og opnuð- um hurðina til að athuga hvað þetta væri og þá skall á manni ennþá meiri reykur og hiti. Ég fann að lík- aminn var búinn og hvað maður varð lítill andspænis þessu. Konan mín ætlaði að hörfa en ég hugsaði: Annað hvort verð ég að komast út núna eða við deyjum öll,“ segir Guðni. „Ég hélt að þetta væri draumur og vildi leggjast og halda áfram að sofa og vakna seinna," segir Júlíana. Guðni segist hafa fetað sig fram eftir ganginum, og leitt Júlíönu á eftir sér út ganginn, meðfram eld- húsinu, fram í anddyri hússins og út. Hann segist hafa haft augun lokuð á leiðinni út til að veijast hitan- um sem var svo gífurlegur að himn- ur í augum Júlíönu skemmdust á leiðinni út. Hlaut augnskaða vegua hitans Hún þarf að nota sólgleraugu þessa dagana vegna þess skaða sem sjón hennar varð fyrir á leiðinni út úr brennandi húsinu, „Það var ekki möguleiki að fara aftur inn að ná í strákana og þegar ég kom út fór ég beint út fyrir end- ann á húsinu. Þar tók ég upp blóma- pott úr steini og henti honum í franskan glugga á svefnherberginu en það dugði ekki því potturinn brotnaði. Þá tók ég upp múrstein, hélt á honum í hendinni og kýldi í gegnum rúðuna, reif svo út rúðuna með öllu og fór inn,“ segir Guðni. „Þegar ég kom inn heyrði ég í Sverri, sem lá í barnarúmi út við dyr, en ekki í Daníel, sem lá í rúm- inu sínu rétt við gluggann. Þess vegna fór ég fyrst til Daníels, tók hann upp og rétti hann út um gluggann til nágranna okkar sem voru fyrir utan. Þá fikraði ég mig yfir herbergið að barnarúminu þar sem Sverrir var ennþá grátandi, tók hann upp, fikraði mig til baka og rétti hann út um gluggann. Svo þreif ég sæng úr rúminu og henti henni út. Síðan fór ég út og þá tók ná- granni minn kápu af konunni sinni og lagði yfir mig,“ segir Guðni. „Það leið smá tími meðan við vor- um að bíða eftir honum út,“ segir Júlíana „og þá vorum við orðin hrædd um hann.“ Mátti ekki skeika mörgum sekúndum Slökkvi- og sjúkralið var ekki komið á staðinn þegar börnin og Guðni komu út en nágrannar höfðu safnast að. „Um leið og Sverrir var kominn út hætti hann að anda,“ segir Júlíana. „Nágrannakona okk- ar, Vilborg Halldórsdóttir, blés í hann og náði honum í gang áður en sjúkraliðið kom á staðinn." Hjón- in eru bæði sammála um að ekki hafi mátt skeika mörgum sekúndum með björgun þeirra, svo litlu hafi munað að þau kæmust öll út á lífi. Fjölskyldan var flutt í sjúkrabílum á Borgarspítalann og þar lágu þau á sömu stofu og voru meðhöndluð við reykeitrun, sem öll voru illa hald- in af. Við meðferðina voru þau sett í hinn nýja þiýstijöfnunarklefa sjúkrahússins. Eftir eina dvöl þar var reykeitrunin í börnunum yfir- unnin og eftir tvær ferðir var blóð Guðna orðið hreint og verkur sem legið hafði í gegnum lungu Júlíönu á bak og burt. Áfallahjálp ómetanleg Þau fara fögrum orðum um gæði meðferðar og aðhlynningar þeirrar sem þau hafa notið á sjúkrahúsinu, ekki síst þá áfallahjálp sem þeim var veitt. „Ég veit ekki hvemig ég væri í dag ef ég hefði ekki fengið áfalla- hjálpina," segir Júlíana. „Það var hjá mér prestur allan daginn á mið- vikudaginn og það var ómetanlegt." Þau hjónin höfðu ekki farið aftur að húsi sínu í gær og kváðust kvíða því enda standa þau uppi fatalaus og allslaus og eiga nú ekki aðrar teljandi eignir en væntanlegar tryggingabætur, sem bæta e.t.v. fjárhagslegt tjón en ekki þá persónu- legu muni sem þau töpuðu í eldsvoð- anum eða tilfinningatjón sem fylgir því að tapa húsinu sem þau voru búin að endurbæta frá grunni eftir að hafa lagt í það allt sitt fé og flest- ar tómstundir síðastliðin fimm ár. Auk þess missti Júlíana vinnuna við brunann en hún hefur starfað sem dagmóðir og passað börn á heimil- inu. Eldsupptök óljós RLR vinnur enn að rannsókn á eldsupptökum og eru þau óljós en Júlíana og Guðni segja að þeim hafi komið á óvart fréttir um að hugsan- lega hafi kviknað í út frá kerti- Húsið var byggt árið 1940 og telja þau — eftir að hafa m.a. rætt málið við slökkviliðsmenn — óvíst að eldur- inn hafi kraumað lengi. Einangrun í gömlum húsum sé oft eldfim og því geti eldur breiðst mjög hratt út. Meðan Guðni og Júlíana lágu á sjúkrahúsinu sögðu þau að streymt hefðu til þeirra hlýjar kveðjur og sendingar frá vinum, fjölskyldu og vandalausum; blóm, fatnaður og hvaðeina. Velúnnarar þeirra hafa einnig stofnað bankareikning þeim til stuðnings í aðalbanka Búnaðar- bankans. Reikningsnúmerið er 301- 26-6670.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.