Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 28
28 .AUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 IIIKII MORGUNBLAÐIÐ
m
Ekki
íslendingar hafa
ekki riðið feitum
hesti frá Júróvisjón
söngvakeppninni, en
tíu ár eru nú liðin
síðan hremmingar
þessar hófust með
þátttöku Gleði-
bankans í Bergen.
Sú drjúga innstæða
sem þjóðin taldi sig
eiga inni í bankanum
reyndist heldur rýr
þegar upp var staðið
enda niðurstöðutölur
landsmönnum til
lítillar gleði. Sveinn
Guðjónsson rifjar
upp þessa sögu og
tekur upp hanskann
fyrir Gleðibankann.
BERGENFARAFÉLAGIÐ í Noregi í maí 1986.
Ljurar nvinvuvigar
rva
ICY-flokkunnn:
Eiríkur Hauksson,
Helga Möller og
Pálmi Gunnarsson
sr
VIÐ eigum ekkert nema ljúfar og skemmti-
legar minningar frá Bergen,“ sagði Björn G.
Björnsson, sem ásamt Agli Eðvarðssyni, bar
hitann og þungann af för íslendinga til Bergen
hér um árið. Björa sagði að þetta
hefði verið samhentur og
skemmtilegur hópur sem
myndaði „Bergen-
farafélagið", en félagið
stendur fyrir 10 ára afmælis-
veislu á Hótel íslandi í kvöld,
þar sem öllum evróvisjón-
förum undanfarin 10 ár gefst kost-
ur á að horfa saman á beina út-
sendingu frá Osló, gleðjast sam-
an og rifja upp gamlar minning-
,Við átt-
um góða dagá
í Bergen. Þetta var
sérstakt að því leyti
að íslendingar voru að
taka þátt í keppninni í
fyrsta skipti og Norðmenn tóku mjög
vel á móti okkur vegna þess,“ sagði
Björn. „Krakkai-nir í ICY-flokknum
voru mjög vinsælir meðal almennings
í Noregi og þessi vika var mikið
ævintýri.
Hins vegar var búið að trylla
íslensku þjóðina, sem taldi það ekki
mikið vandaverk að vinna þessa
keppni. Þetta gerist svo oft með
okkur íslendinga, við erum ekki
svo ósjaldan búnir að vinna
landsleikina fyrirfram. Við fund-
um ekkert fyiir þessari
móflursýki, sem hafði gripifl um
sig eftir að 16. sætið var
staðreynd, fyrr en víð komum
heim. Það voru allir í fínu
skapi í hópnum þarna um
kvöldið eftir keppnina, en við
heimkomuna áttuðum við
okkur á að hér hafði orðið
spennufall."
ÞETTA var stór dagur í sögu
þjóðarinnar. Menn settu sig
í stellingar fyrir framan
sjónvarpstækin til að fylgjast með
hinum glæsta sigri, þegar smá-
þjóðin sýndi hinum stóru hvers hún
væri megnug á tónlistarsviðinu.
Raunar voru flestir á því að það
væri aðeins formsatriði að senda út
keppnina. Og hófst svo útsending-
in.
En bíðum við! Hér var ekki allt
með felldu. Eitthvað virtust menn
hafa misskilið þetta allt saman í
útlöndum. Fyrstu tölur bentu að
minnsta kosti til þess, en þetta
hlaut að lagast. Það bara lagaðist
ekki neitt. Þvert á móti versnaði
útlitið stöðugt er líða tók á kvöldið
pg þegar niðurstaðan lá fyrir, sátu
íslendingar stjarfír við sjónvarps-
tækin og trúðu hvorki sínum eigin
augum né eyrum.
Belgar hrósuðu sigri, en norður
á hjara veraldar sat hnípin þjóð
með brostnar vonir og sært stolt.
Væntingar ag
vanbrigði
Fyrstu viðbrögðin voru reiði.
Þetta fólk suður í Evrópu bar
ekkert skynbragð á góða tónlist.
Þessi Júróvisjón keppni hafði hvort
eð er alltaf verið lágkúra. Best væri
að láta þetta lið eiga sig og gefa skít
í þessa keppni.
Síðan fór gagnrýnin að beinast að
framkvæmd keppninnar hér heima.
Það hafði verið vitlaust að þessu
staðið frá upphafi. Dómnefndin
hafði verið skipuð of miklum fag-
mönnum til að skilja tónlist-
arsmekk venjulegs fólks. Lögin
höfðu verið afspyrnu slæm og
versta lagið hafði unnið íTorkepp-
ninni hér heima. AUt tóm klíka. Sá
orðrómur komst jafnvel á kreik að
dómnefndin hefði ekki einu sinni
hlustað á þorra þeirra laga sem
bárust í keppnina. Þeir höfðu bara
valið úr þá höfunda sem þeir
þekktu.
Heimsh uiegur
æsingur
Þegar litið er á málin í rólegheit-
um nú, tíu árum síðar, sjá menn
auðvitað hversu heimskulegur
þessi æsingur hefur verið. Fyrir-
komulaginu hefur verið breytt á
alla kanta án sýnilegs árangurs. Sá
sem þessar línur ritar er reyndar
þeirrar skoðunar að taka ætti upp
gamla fyrirkomulagið aftur. Efna
til samkeppni og velja úr. Það hefði
örvandi áhrif á tónlistarsköpun í
landinu, þótt ekki yrði til annars.
Væntingarnar sem menn gerðu
til Gleðibankans, og þeirra laga
sem síðar fylgdu í kjölfarið, voru
hins vegar óraunhæfar og kapítuli
út af fyrir sig. Gleðibankinn var
hvorki verra né betra lag en gerist
og gengur og kannski er það rétt
sem spaugarinn sagði hér um árið
að viðstöddu miklu fjölmenni: „Það
er ekki fullreynt með Gleði-
bankann enn.“ Og það er heldur
ekki fullreynt með þátttöku okkar
Islendinga í þessari keppni, þrátt
fyrir allt. Galdurinn er bara að taka
hana ekki of alvarlega.
Anna Mjöll Olafsdóttir kemur
fram fyrir hönd þjóðarinnar í Osló í
kvöld og þótt skoðanir séu vissu-
lega skiptar um ágæti lagsins
fylgja henni góðar óskir að heiman.