Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 21 ERLENT Boorda flotaforingi látinn Sjálfsvíg vegna fyrir- spurna um heiðursmerki Washington. Reuter. YFIRMAÐUR bandaríska flotans, Jer- emy „Mike“ Boorda flotaforingi, lést á fimmtudag á heimili sínu vegna skots- ára á brjósti og bendir allt til þess að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Boorda, sem var 57 ára gamall, skildi að sögn The Washington Post eftir sig bréf þar sem hann sagðist miður sín vegna fyrir- spurna fjölmiðla um heiðursmerki hans; heiður sinn og heilindi væru dregin í efa. „Andlát hans er mikill missir, ekki aðeins fyrir flotann okkar og hervarnir heldur fyrir þjóðina alla,“ sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti er hann minntist Boorda. William Perry varnar- málaráðherra lýsti einnig harmi sínum og sagði Boorda hafa verið sannan sjó- mann. Boorda skildi eftir sig annað bréf sem hann ritaði liðsmönnum flotans en ekki var búið að -ákveða hvort það yrði birt. Heimildarmenn í varnarmálaráðuneytinu, Penta- gon, sögðu að Boorda hefði hafnað því að snæða miðdegisverð á vinnustað sínum, farið heim og skot- ið sig þar með skammbyssu sinni í garðinum. Blaða- menn tímaritsins Newsweek, höðfu samið um viðtal við Boorda um heiðursmerkin umræddu í ráðuneyt- inu um sama leyti og hann fannst myrtur. Lýstu fulltrúar tímaritsins djúpri hryggð vegna atburðar- ins. í Hvíta húsinu var fólk agndofa yfir þessum tíðindum. Clinton forseti stýrði fundi í Georgetown- háskóla er aðstoðarmaður sagði honum frá andláti Boorda, forsetinn seig saman í sæti sínu og lokaði augunum. Hugðist segja sannleikann Háttsettur flotaforingi, Kendell Pease, sagðist hafa hitt Boorda er lýst hefði áhyggjum sínum vegna fyrirspurna fjölmiðla en ABG-sjónvarpsstöðin hafði auk Newsweek falast eftir viðtali. „Ég ætla að segja þeim [blaðamönnunum] sannleikann um heiðursmerkin,“ hafði Pease eftir honum. Boorda hafði borið áðurnefnt heiðurs- merki frá því í Víetnamstríðinu en lagt það til hliðar fyrir ári er fyrst var byrjað að gera fyrirspurnir um rétt hans til að bera það. Merkið er veitt sérstaklega fyrir hreysti og gert úr tveim, v-laga bronsbókstöfum. Boorda hlaut tvö heið- ursmerki fyrir skyldustörf í Víetnam á árið 1965 og 1971-1973 en ekki kom fram í skjölum sem Pease flotaforingi sýndi fréttamönnum í gær hvort honum hefði í raun verið veitt hreystimerkið áðurnefnda. Jeremy Boorda hóf ferilinn sem í flot- anum 1956, hann skrökvaði til um aldur sinn til að fá inngöngu. Hann varð fyrsti óbreytti sjóliðinn í sögu flotans sem vann sig upp á tindinn og náði æðstu völdum, það gerðist 1994 er fyrirrennari hans, Frank Kelso flotaforingi, sagði af sér. Boorda var afar vinsæll meðal undirmanna sinna, þótti skilja vel aðstæður þeirra, var alþýðleg- ur og léttur í lund. Flotinn hefur á undanförnum árum sætt harðri gagnrýni vegna spillingar, slysa og hneykslismála af ýmsu tagi, einkum hafa sögur af kynsvalli og karlrembu valdið miklu umróti. Hóf Boorda þegar að treysta hlut kvenna í flotanum, m.a. stjórna kon- ur nú sumum herflugvélum flotans. Áður en Boorda varð yfirmaður alls flotans var hann yfírstjórnandi hetja Atlantshafsbandalagsins í Suður-Evrópu. Hann stjórnaði fyrstu hernaðarað- gerðum í nær hálfrar aldar sögu bandalagsins er ráðist var á flugvélar Bosníu-Serba á Balkanskaga. Boorda heimsótti ísland í apríl í fyrra en Keflavík- urstöðin heyrði undir hann. Jeremy „Mike“ Boorda flotaforingi. Valdabarátta meðal Bosníu-Serba Óljóst hvort þing- ið kemur saman Bel^rad. Reuter. HÖRÐ valdabarátta geisar nú meðal leiðtoga Bosníu-Serba í kjölfar þess að Radovan Karadzic, „forseti" lýðveldis Bosníu-Serba, vék forsætisráð- herra lýðveldisins, Rajiko Kasagic,úr embætti á miðvikudag. í gær lýsti varaforseti þings Bosníu-Serba, Milovan Milanovic, því yfir að hann styddi Kasagic og að brottvikning hans hefði ekki verið nauðsynleg. Óljóst er hvort þing Bosníu-Serba mun koma saman vegna málsins en Kasagic hefur sagst munu sitja í embætti þar til þingið hefur tilnefnt eftirmann hans og reymr nu hvað hann getur „Kasagic reyndi að eyða því hatri sem hefur gert serbnesku þjóðina nær útlæga frá árinu 1991. Miðað við þau takmörk sem honum hafa verið sett og þá erfiðu tíma sem eru nú, hefur honum tekist þetta,“ sagði Milanovic. Karadzic vék Kasagic úr emb- ætti í kjölfar deilu þeirra um hvort lýðveldi Bosníu-Serba ætti að hlíta friðarsamkomulaginu um Bosníu. Fjjöldi þingmanna óljós Aðför Karadzic að Kasagic hefur vakið hörð viðbrögð. Serbnesk yfir- völd segjast óánægð með hana og borgarstjórinn í Banja Luka, sem er einn helsti áhrifamaður í liði Bosníu-Serba, hefur lýst yfír stuðn- ingi við Kasagic. Hins vegar er ákaflega erfitt að segja til um það hvort Kasagic tekst að afla sér nægilegs stuðnings. „Enginn veit nákvæmlega hversu margir sitja á þingi Bosníu-Serba. Sumir eru dánir, einhveijir hurfu í ringulreiðinni sem ríkti á síðasta ári. En giskað hefur verið á að þing- mennirnir séu um 70,“ segir Nejbo- sja Radmanovie, leiðtogi sósíalista- ser stuðnmgs a þmgmu. flokksins í Banja Luka. Telur hann að Kasagic geti nú þegar reitt sig á stuðning að minnsta kosti þijátíu þingmanna, flestra frá norðurhlut- anum. Radomanovic efast um að Karadzic þori að láta kalla þingið saman. „Við erum komnir í sjálf- heldu og bíðum þess eins hvaða mistök Karadzic gerir næst. Ég óttast að þau verði okkur dýrkeypt - hann hefur engu að tapa.“ Karadzic lýsti því yfir í gær að flokkur hans væri ekki klofinn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Sagði hann að aðrar þjóðir hefðu „reynt að skapa sundurlyndi og að færa valdið frá stjórninni en að það myndi aldrei takast." Vesturlönd þrýsta nú mjög á Serba að sjá til þess að Karadzic verði framseldur til stríðsglæpa- dómstólsins í Haag. Fullyrt er að yfirvöldum í Serbíu sé það í lófa lagið, vilji þau það. Carl Bildt, full- trúi Evrópusambandsins í Bosníu, telur að Slobodan Milosevic Serbíu- forseti vilji bíða þar til Karadzic hafi tapað kosningunum í Bosníu í september, áður en hann grípi til aðgerða gegn honum. Ný sljórn mynduð á Ítalíu Niðurskurður fjárlaga fyrsta verkefnið Róm. Reuter. ROMANO Prodi, nýr forsætisráð- herra Ítalíu, gekk í gær frá ráð- herralista stjórnar sinnar. Þetta er 55. ríkisstjórn Ítalíu frá stríðslokum en sú fyrsta í tæp fimmtíu ár sem fyrrum kommúnistar eiga aðild að. Eitt fyrsta verkefni ríkisstjórnarinn- ar verða að knýja í gegn niðurskurð á fjárlögum yfirstandandi árs, sem fráfarandi stjórn hafði lagt grunn- inn að. Prodi kynnti ráðherralista stjórn- arinnar, sem í eiga sæti fulltrúar mið- og vinstriflokka, eftir stuttan fund með Oscar Luigi Scalfaro for- seta í Quirinale-höll. Gerði hann lítið úr hrakspám margra vegna þess að stjórnin er mynduð föstudaginn 17. maí en hjá- trúarfullir ítalir telja þann dag boða ógæfu á sama hátt og föstudagurinn 13. í mörgum öðrum ríkjum . Prodi er 56 ára gamall hagfræði- prófessur og leiddi lista Ólífubanda- lagsins, sem sigraði í kosningunum í fyrra mánuði. Stærsti flokkurinn innan bandalagsins er Lýðræðislegi vinstriflokkurinn (PDS), er tók við af ítalska Kommúnistaflokknum. Eru flestir ráðherrar úr röðum PDS. Dini utanríkisráðherra Meðal helstu ráðherra má nefna Carlo Azeglio Ciampi, sem verður yfir nýju sameinuðu ráðuneyti fjár- mála- og fjárlaga. Ciampi er 75 ára og fyrrum seðlabankastjóri. Hann var fenginn til að gegna embætti forsætisráðherra árið 1993 er spill- ingarmál voru hvað mest til umræðu í landinu en hætti síðan afskiptum af stjórnmálum. Hann tilheyrir eng- um stjórnmálaflokki og er skipun hans sögðu hafa reitt forystumenn hins kommúníska Endurnýjunar- flokks til reiði, en stjórn Prodis er háð stuðningi flokksins í neðri deild þingsins. Lamberto Dini gegnir embætti utanríkisráðherra. Hann er 65 ára gamall. Dini var ijármálaráðherra í sjö mánuði í ríkisstjórn Silvios Ber- lusconis og tók við forsætisráð- herraembættinu eftir að stjórnin féll í janúar 1995. Einn helsti leiðtogi ítalskra vinstrimanna á síðustu áratugum, hinn sjötugi Giorgio Napolitano, gegnir nú ráðherraembætti í fyrsta skipti og stjórnar ráðuneyti innan- ríkismála, sem áratugum saman var í höndum kristilegra demókrata. Di Pietro í stjórninni Saksóknarinn Antonio di Pietro, sem þekktastur er fyrir baráttuna sína gegn spillingu á Italíu, er ráð- herra opinberra framkvæmda og mun því stjórna þeim geira þar sem hvað mest hefur verið um spillingu. Hann tilheyrir engum stjórnmála- flokki og tók ekki þátt í kosninga- baráttunni. Skipan Beniaminos Andreattas í embætti varnarmálaráðherra kom einnig nokkuð á óvart. Andreatta gegndi embætti fjárlaga- og fjár- málaráðherra á árunum 1979-1982 og gat sér orð fyrir harðlínustefnu í peningamálum. Hann er einn fárra fyrrum ráðherra kristilegra demó- krata sem ekki hefur verið bendlað- ur við nein spillingarmál og var utanríkisráðherra í stjórn Ciampis. Míkíd virvdl jyrir börn HAGKAUP Hagkaup póstverslun ænt númer: 800-6680 Sími: 568-2255 Fax: 588-9330 - fUrirfiölstoftöuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.