Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 37
lllllllllllllll
ÞRÓTTARAR
blása
í herlúðra
Qtofnfundur Köttaranna, stuðningsklúbbs
Þróttar, er í dag í Ölveri kl. 14.00 og fyrsti
heimaleikur sumarsins á mánudaginn á
móti Fram kl. 20.00 á Valbjarnarvelli í
Laugardal.
FélagssKírleini Köttaranna
er með mynd af verndara
klúbbsins sem stendur viö
sjálfan Evrópubikarinn árið
2007, en smíöi hans er
nýlokið.
Kötlarar á góðri stund.
próttarar ætla sér stóra hluti í framtíðinni og helst
strax í sumar á knattspyrnuvellinum.
Það er vegna þess að við trúum því að þetta
rótgróna félag sem á gríðarlega auðlind í góðu
fólki geti komist á toppinn. Hér með er því skorað
á alia Þróttara að gefa sig fram á ofangreindum
stöðum til að sýna í verki að í aðra röndina elska
þeir líka hina röndina.
Á fundinum verður klúbburinn stofnaður,
félagsskírteini afhend, þrumuræður haldnar og
Þróttarsöngurinn sunginn í nærveru léttra veitinga.
Á mánudaginn tökum við okkur svo stöðu í
stúkunni og látum engan efast um hverjum sá
viðfelldni hópur tilheyrir.
j||vað er Köttari?
Markmið Köttara er að elska og styðja Þrótt og
að skemmta sjálfum sér og öðrum. Köttarar eru
lævísir og liprir, eins og kötturinn og fara sínar
eigin leiðir. Orðið kemur upphaflega úr Þróttmikilli
íþróttagrein en hefur öðlast víðari merkingu og
þykir til dæmis ekki í frásögu færandi þótt tekið
sé köttað innkast. Kött er m.ö.o ákveðið lífsform,
þótt varla verði stofnaður stjórnmálaflokkur um
fyrirbærið.
Nokkur köttuð boðorð:
Köttarar eru með línurnar í lagi, þ.e. rauðar, hvítar og lóðréttar.
Köttari skal vera karlmannlegur þótt kona sé.
Köttari hræðist ekki hið óþekkta, nema vera skyldi reglur KSÍ.
Köttarar eru meinlausir og kurteisir í sínum dónaskap.
Köttarar trúa á geimverur og líf eftir fyrstu deild.
Köttari klæðist korselett þegar honum finnst það viðeigandi.
Köttari hefur gott karma og fallega pússaða áru.
Köttarar trúa á endurholdgun og benda á að Jim Morrison
er Þróttari í dag.
ÞAÐ ER ÞRÓTTUR
í ÞESSUM
FYRIRTÆKJUM:
GLÆSIBÆR
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
L
ÖLVER
m Skandia
ÍSLANDSBANKI
/tfizuio
LIFI ÞRÓTTUR
Bakmenn Þróttar
■ ■■■■■■■■■■
4