Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 33
AÐSENDAR GREINAR
Lengra og
betra líf
EKKI leikur vafí á að
ríkuleg neysla græn-
metis og ávaxta stuðlar
að góðri heilsu. Vítamín
og önnur efni í þessum
vörum virðast meðal
annars vinna gegn lang-
vinnum sjúkdómum eins
og krabbameini og
hjarta- og æðasjúkdóm-
um og því er ástæða til
að auka neyslu þæði
grænmetis og ávaxta.
Þrátt fyrir þessa vitn-
eskju eru sumir hræddir
um að matjurtir inni-
haldi mikið af skaðleg-
um efnum, sem notuð
eru við ræktun þeirra.
Ahuginn á lífrænt ræktuðu græn-
meti vitnar um þetta. En hvað vitum
við um efnasamsetningu grænmetis
og ávaxta hér á markaði eða um
muninn á hollustu lífrænt ræktaðra
Jón Gíslason
Veljum íslenskt, segir
Jón Gíslason, en veljum
um leið allt græn-
meti og ávexti sem á
boðstólum eru.
matjurta og þeirra sem ræktaðar eru
með öðrum aðferðum?
Vamarefni
Efni sem notuð eru gegn illgresi,
sveppum og meindýrum við fram-
leiðslu og geymslu matvæla eru kölluð
vamarefni. Hollustuvemd ríkisins hef-
ur frá því í byijun þessa áratugar
haft eftirlit með vamarefnum í inn-
fluttum ávöxtum og íslensku og inn-
fluttu grænmeti. Eftirlit þetta hófst
árið 1991 og á árinu 1996 verða tek-
in yfir 400 sýni af þessum vömm til
efnagreiningar. Því er ljóst að niður-
stöður rannsókna á mörg hundruð
sýnum liggja að baki þeirri þekkingu
sem við búum yfir í dag.
í stuttu máli sýna þessar rannsókn-
ir að bæði innlendar og innfluttar
matjurtir em holl og góð fæða, sem
allir eiga að neyta á hveijum degi. Á
ámnum 1994 og 1995 fundust engin
vamarefni i um 90% sýna af innlend-
um matjurtum og nálægt 70% af inn-
fluttum vömm. Þegar
vamarefni fínnast er
magn þeirra í vömnni
oftast undir leyfilegum
hámarksgildum og að-
eins í örfáum tilvikum
reyndust vamarefni
vera yfir leyfilegum
mörkum. Þessar niður-
stöður sýna ótvírætt að
ekki er ástæða til að
óttast skaðleg efni í
matjurtum hér á mark-
aði.
Lífræn ræktun
Margir sækjast eftir
lífrænt ræktuðum mat-
vælum og telja að þau
séu mun hollari en önnur sambærileg
matvara. Lífræn ræktun er gott
mál, getur minnkað umhverfismeng-
un, t.d. vegna áburðar og skapar
markaðstækifæri fyrir íslenskan
landbúnað. En em þessar vörur holl-
ari en aðrar? Samanburðarmælingar
hafa ekki verið gerðar hér á landi,
en í öðrum ríkjum hafa aðilar skoðað
og borið saman hollustu hefðbund-
inna matjurta og samskonar vöruteg-
unda sem markaðssettar eru sem líf-
rænt ræktaðar. Niðurstaða sænsku
matvælastofnunarinnar er að þegar
á heildina er litið er ekki marktækur
munur á næringarefnum eða að-
skotaefnum í þessum matvælum. Því
er ekki ástæða til annars en að ráð-
leggja fólki að borða meira af öllu
grænmeti _og öllum ávöxtum sem í
boði eru. í raun ætti okkur að vera
þetta ljóst því meirihluti hins góða
og holla íslenska grænmetis er ekki
ræktaður sem „lífrænar vörur“. Við
höfum lengi verið stolt af hreinleika
og hollustu þessara matjurta og vor-
um það löngu áður en orðin „lífræn
ræktun“ voru á allra vörum.
Allra hagur
Ofangreindar rannsóknir benda
ekki ti! annars en að Islendingar eigi
að geta valið úr fjölbreyttu úrvali
grænmetis og ávaxta, sem hér eru
á markaði, óháð því hvort varan er
innlend eða innflutt. Við getum valið
íslenska tómata eða íslenskar agúrk-
ur vegna þess að okkur finnst þetta
vera betri vörur, en það er ekki
ástæða til að hafna vöru vegna þess
að hún er ekki ræktuð hér eða vegna
þess að hún er ekki lífrænt ræktuð.
Til þess höfum við engar forsendur.
Veljum íslenskt, en veljum um leið
allt grænmeti og alla ávexti sem á
boðstólum eru. Aukin neysla græn-
metis og ávaxta er allra hagur -
borðum að minnsta kosti fimm
skammta á dag.
Höfundur er næringarfræðingur
og forstöðumaður matvæla- og
heilbrigðissviðs Hollustuvemdar
ríkisins.
LADA SPORT
998.000 kr.
Öflugrí og betur búinn.
1700 sm3 vél með beinni innspýtingu.
Léttara stýri, stærra farangursrými,
betri sæti, ný og breytt innrétting.
LAPA
afar raunhæfur kostur
JÍEÍMtir
ÁRMÚLA 13, S(MI: 5681200
BEINN SÍMI: 553 1236
Hefjum hvalveiðar
á nýjan leik
ÖLLUM þeim sem starfa við und-
irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar er ljós
nauðsyn þess að nýta þau gæði til
lands og sjávar sem okkur, sem búum
í þessu landi, eru falin til varðveislu.
Þótt margir þeir, sem lifa og hrærast
í borgarsamfélagi nútímans, hafi ekki
jafnmikil tengsl við sjávarútveg og
landbúnað og áður var, er sem betur
fer miklum.meirihluta þjóðarinnar full-
ljóst að við íslendingar lifum fyrst og
fremst af gæðum landsins, en þó sjáv-
arins sér í lagi. Slíkar auðlindir þurfum
við að varðveita og nýta á skynsamleg-
an hátt, bæði okkur sjálfum og fjöl-
skyldum okkar til framdráttar en einn-
ig til þess að viðhalda því jafnvægi
sem á er komið í nýtingu auðlinda
náttúrunnar.
Þeir sem fylgjast með sjávarútvegi
hafa orðið áþreifanlega varir við það
hvemig fer jjegar of langt er seilst til
nýtingar á auðlindum sjávarins. Við
höfum verið að súpa seyðið af því
undanfarin ár á þann hátt að lands-
mönnum hefur ekki leyfst að stunda
fiskveiðar óheft, eins og lengst af áður,
en þær takmarkanir sem veiðarriar
hafa lotið eru nú að skila árangri.
Flestar físktegundir sem veiddar em
á íslandsmiðum sæta veiðitakmörkun-
um af einhveiju tagi og er gjaman
sett aflahámark fyrir hveija tegund.
Tilgangurinn er auðvitað sá að ganga
ekki of nærri stofnunum svo áfram
megi nýta sér auðlindina um ókomin
ár. Einn hópur lífvera sjávarins er þó
undanþeginn þessum ákvæðum. Það
er hvalurinn. Flestum er kunnugt um
ástæður þess að hvalveiðar vom bann-
aðar hér við land og var ótti við við-
brögð mikilvægra fiskmarkaða erlend-
is þar ráðandi ástæða. Nú er hins
vegar svo komið að með friðun hvala
á íslandsmiðum kann markmiðum
landsmanna með veiðitakmörkunum á
fiski að vera stefnt í óvissu, vegna
mikillar fjölgunar hvala hér við land.
Fram hefur komið það álit vísinda-
manna Hafrannsóknastofnunar að
með því að viðhalda algerri friðun á
hval muni stækkandi hvalastofnar
brátt hamla vexti og viðgangi fiski-
Jón Gunnarsson
stofnanna hér við land.
Munu þá sjómenn, físk-
vinnslufólk í landi, og
reyndar landsmenn allir
þurfa að sæta skerðingu
aflaheimilda, a.m.k.
munu þeir ekki njóta
aukningar þeirra í þeim
mæli sem annars hefði
orðið. Þökk sé sam-
keppni við hvali um fæð-
una. Ef þetta verður
raunin mun mörgum
þykja að bann við hval-
veiðum með meinta
náttúruvemd að leiðar-
ljósi vera orðið alldýr-
keypt. Fyrirsjáanlegt er
að áður en langt um líð-
ur muni landsmenn þurfa að gjalda
háar fjárhæðir með óbeinum hætti 'til
þess að halda hvölum hér við land á
fóðrum.
Stækkandi hvalastofnar
munu brátt hamla, segir
Jón Gunnarsson, vexti
og viðgangi fiskistofn-
anna hér við land.
Þetta eru hin óbeinu áhrif hvalveiði-
banns. Hin beinu áhrif eru þau að
með þvi að stunda ekki hvalveiðar
verður þjóðfélagið af verulegum tekj-
um, en á meðan hvalveiðar voru stund-
aðar nam útflutningsverðmæti hvala-
afurða um 2 milljörðum króna, ef
miðað er við verðlag í dag. Þessum
umsvifum fylgja síðan margfeldisáhrif
sem skila sér víða um þjóðfélagið. Ljóst
er að með því að hefja hvalveiðar á
ný munu skapast um tvö hundruð störf
hér á landi og ekki trúi ég að forystu-
menn í atvinnulífí eða alþingismenn
vilji kasta hendinni á móti slíkum bú-
hnykk, að ekki sé talað um þá fjöl-
mörgu sem ganga um atvinnulausir
og eiga erfitt með að sjá sér og sínum
farborða. Og ekki skemmir það fyrir
að hvalveiðar myndu ekki
kalla á neina íjárfestingu
sem skiptir máli. Öll at-
vinnutækin eru tiltæk og
þekkingin er fyrir hendi.
Ef hvalveiðar heflast
hér við land á ný má
jafna áhrifum þess við
stækkun álversins í
Straumsvík. Telqumar
sem þjóðfélagið fengi og
mannskapurinn sem
hefði af því atvinnu eru
ekki ósvipaðar og í þeirri
stóriðju.
Ef marka má fréttir
sem birst hafa undan-
fama mánuði fara líkur
minnkandi á því að upp-
haf hvalveiða af íslendinga hálfu muni
vekja hörð viðbrögð eins og ýmsir
hafa óttast. Þannig hafa að undan-
fömu komið fram fréttir af auknum
skilningi ráðamanna erlendis á nauð-
syn nýtingar náttúruauðlinda sjávar-
ins, þar með talinna hvala. Jafnframt
virðist almenningur hafa ríkari skiln-
ing á því nú en áður að jafnvægis
verði að gæta í nýtingu stofna fiska
og spendýra í hafinu. Ekki minnstu
skiptir að svo virðist sem að íslending-
ar séu einhuga í stuðningi sínum til
hvalveiða.
Þegar allt þetta er skoðað sýnist
mér að rökin hnígi öll í eina átt, -
að rétt sé að hefja hvalveiðar á nýjan
leik, og yrðu veiðamar háðar opin-
berri sijóm og stundaðar í samræmi
við afrakstursgetu stofnanna. Því vil
ég skora á sjávarútvegsráðherra og
alþingismenn að hefja þegar í stað
undirbúning að setningu reglna sem
heimila hvalveiðar á ný á íslandsmið-
um._ Ekki tel ég að mikil hætta sé á
að íslendingar verði fyrir tjóni á er-
lendum fískmörkuðum vegna slíkrar
ráðstöfunar. Hitt er Ijóst að þjóðin
myndi fylkja sér á bak við slíka
ákvörðun og munu þingmenn og rík-
isstjóm eiga þar hauka í homi.
Höfundur er formaður
Sjávarnytja.
Rýmingarsala
25-50%
afsláttur
25% afsláttur af dýnurn úr sýningarsal.
Verðdæmi:
Dýnutegund,
Posture Form Full (135x190 sm),
áður kr. 39.800,
nú kr. 29.850.
Queen (152x203 sm),
áður kr. 48.800,
nú kr. 36.600.
Tilvaldar í sumarbústuðinn!
Rúmgaflar, rúmfatnaður og handklæði 25-50% afsláttur.
Opið í dag frá kl. 10-16.
Marco húsgagnaverslun
Langholtsvegi 111, sími 533 3500
Posturepedic