Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Stefánsson Vor í sveit VEL var tekið á móti krökkun- um úr Foldakoti í Grafarvogi þegar þau heimsóttu Miðdal í Kjós. Farið var með þau í fjár- hús og fjós, þar sem þau kom- ust í návígi við lömb, kálfa, kettlinga og hvolpa. Undanfarin ár hafa sex bæir, fjórir í Kjós, einn í Grafningi og einn fyrir austan fjall tekið á móti nem- endum úr leikskólum og 1. bekk grunnskóla í kynnisferð í maí og er heimsóknin á vegum Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðar- ins. Einar S. Einarsson, svæðisforseti FIDE á Norðurlöndum Starf FIDE og fjár- hagur riðar til falls EINAR S. Einarsson, svæðisforseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, á Norðurlöndum, segir að nú fimm mánuðum eftir að Kirsan Iljumz- hinov tók við af Florencio Campo- manes sem forseti samtakanna, riði starfsemi þeirra og fjárhagur til falls. Forsvarsmenn evrópskra skáksambanda, sem hittust á skyndifundi í síðasta mánuði, hafa sett upp nefnd til að athuga stofnun og grundvöll nýs heimssambands. Einar segir að ýmsar ákvarðanir hinnar nýju forustu hafi mælst mjög misjafnlega fyrir. Einar segir að ákvörðun Iljumz- hinovs um að halda heimsmeistara- einvígi Karpovs og Kamski í Baghd- ad í Irak hafi valdið miklu uppnámi og almennri hneykslan um allan hinn siðmenntaða heim. Athygli hefði vakið einarðleg afstaða Skák- sambands íslands í því máli en ís- land varð fyrst landa til að mót- mæla þeim áformum og vara við þeim álitshnekki og skaða sem slíkt myndi hafa í för með sér fyrir skák- listina. Einar segir að einvígi í Bag- hdad hefði einnig getað leitt til sundrungar og endanlegs klofnings innan FIDE. Vegna almennrar andstöðu hafi verið hætt við mótshaldið í Baghd- ad. Nú hefur verið ákveðið að það fari fram i Elista, höfuðborg sjálf- stjórnarlýðveldisins Kalmykíu í Rússlandi, þar sem Iljumzhinov er sjálfur forseti. Skyndilegt ríkidæmi Iljumzhinovs „Verðlaunin, tvær milljónir doll- ara, leggur hann til sjálfur eða ein- hver leppur hans. Einhver maðkur virðist og vera í mysunni varðandi skyndilegt ríkidæmi Ujumzhinovs. Rannsókn er hafin í Rússlandi á hvarfi hvorki meira né minna en níu milljarða rúblna, þriggja millj- arða ÍSK, af ríkisaðstoð við lýðveld- ið Kalmykíu á undanförnum árum. Ljóst er að kandidatinn sem Karpov dró fram á sjónarsviðið og mælti með sem forseta FIDE til bráða- birgða, eða fram að næsta aðal- þingi í Armeníu í haust, er annað hvort angurgapi eða ævintýramað- ur nema hvort tveggja sé og að öllum líkindum einnig svikahrapp- ur. Þar sem algert stjórnleysi, sam- bandsleysi og fjárskortur háir nú FIDE, ekki hvað síst eftir að Campomanes greiddi sjálfum sér, konu sinni og nokkrum öðrum út starfslokabætur, „exgratia pay- ments“, má mikið vera ef samtökin lifa þessar hremmingar af,“ segir Einar. Skyndifundur í Hollandi Einar segir að haldinn hafí verið skyndifundur meðal evrópskra skáksambanda í Utrecht í Hollandi í lok apríl sl. að undirlagi Hollenska skáksambandsins þar sem málefni FIDE voru til umfjöllunar. Á fund- inum var meðal annars samþykkt að beina þeim tilmælum til skák- sambanda að fresta greiðslum til FIDE þar til svonefndar „Exgratia payments“ sem Campomanes og fleiri tóku sér og hin nýja yfírstjórn hefur tekið þátt í að reyna að hylma yfír, hefðu verið endurgreiddar, alla vega fram yfir þingið í Yerawan í lok september nk. Einnig Voru á fundinum skipaðar tvær sémefndir, Uppstillingarnefnd til að undirbúa framboð vegna stjómarkosninga á aðalþingi FIDE í Yerawan með það að markmiði að fá nýja menn kjörna, og Ráðgjaf- arnefnd til að benda á lausnir til að bæta stjórnarfarið og samskiptin innan FIDE eða til að setja fram ráð til úrbóta ef allt fer á versta veg, þar með talin athugun á stofn- un og grundvelli nýs heimssam- bands. Eiga í þeirri nefnd sæti full- trúar stórveldanna, Banaríkjanna, Rússlands og Þýskalands, auk full- trúa Hollands og íslands. Fiskiðjusamlag Húsavíkur Spennandi upp- bygging framundan Einar Svansson hættir sem fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirð- ings í haust og tekur við starfi framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlags Húsa- víkur. Fimm stórfyrirtæki í sjávarútvegi og nokkur minni sameinuðust í Fisk- iðjuna Skagfirðing undir stjórn Einars og er það orðið eitt öflugasta út- gerðarfyrirtæki landsins með rúmlega þriggja milljarða króna veltu á ári. Mikil gróska er líka hjá Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur sem sameinaðist Höfða á þessu ári. Eftir samein- inguna er rækjúvinnsla, frysti- ► Einar Svansson er fæddur í Einar Svansson hús, tveir frystitogarar, innfjarð- arrækjubátur og netaverkstæði í eigu fyrirtækisins, sem velti um tveimur milljörðum i fyrra. Einar er fyrst spurður að því af hveiju hann sé að skipta um starf. „Það er margt sem spiiar inn í það,“ segir hann. „Ef til vill var kominn tími á tilbreytingu eftir að hafa unnið í fimmtán ár á Sauðárkróki. Það skipti líka miklu máli að mér bauðst mjög spennandi starf á Húsavík í fyrir- tæki sem verið er að byggja upp. Þetta var vænlegur kostur m.a. vegna þess að svona tæki- færi gefast ekki oft. Það eru kannski tuttugu fyrirtæki á ís- landi sem eru sambærileg við það sem ég hef unnið hjá og það er ekki mikil hreyfing á stjórnend- um þessara fyrirtækja. Líklega eru um tíu af þeim íjölskyldufyr- irtæki sem koma ekki til greina og hjá hinum tíu er ekki skipt um stjórnendur með stuttum hlé- um. Mér fannst þetta því kjörið tækifæri þegar ég fór að að velta því fyrir mér.“ Fiskiðjusamlag Húsavíkur er samt minna fyrirtæki en Fiskiðj- an Skagfirðingur. „Það er heldur minna eða um tveir þriðju af því sem ég er að fást við í dag. En það má ekki gleyma því að það er nýtilkomið að Fiskiðjan Skagfírðingur sé svona risastórt fyrirtæki og það hefur bæði kosti og galla í för með sér. Ég lít ekki svo á að það sé minnkun fyrir mig að fara í minna fyrirtæki og það getur raunar verið að fyrirtækið stækki á næstu árum.“ Verður þá einnig stefnt að því að stækka Fiskiðjusamlag Húsa- víkur með því að sameina það öðrum fyrirtækjum? „Það verður að fara rólega af stað og byrja á því að byggja upp grunninn þannig að hann verði traustari áður en farið verður út í landvinn- inga. Reyndar er hægt að skiptast á hluta- bréfum og fara leiðir sem ekki hafa verið farnar hér heima. Ég útiloka því ekki neitt ef hlutirnir berast upp í hendurnar á manni og hef ákveðna framtíðarsýn hvað þetta varðar, en næstu árin verður lögð áhersla á að byggja upp sterkt fyrirtæki og móta skilvirkt stjórnskipulag." Er ekkert erfitt að rífa sig upp Reykjavík 1958. Hann er stúd- ent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1977 og útskrifaðist sem fiskitæknir úr Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði 1980. Einar fluttisttil Sauðárkróks 1981 og var ráðinn aðstoðar- verkstjóri i frystihúsinu. Hann tók fljótlega við starfi yfirverk- stjóra, framleiðslustjóra árið 1984 og aðstoðarframkvæmda- stjóra 1987. Hann var svo ráð- inn framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks og Skagfirðings hf. og hefur gegnt því starfi síðan þrátt fyrir að fyrirtækin hafi breyst ört. Hann hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðar- störfum í öðrum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Einar mun hefja störf sem framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur i haust. Eiginkona hans er Sigríður Sig- urðardóttir, fiskiðnaðarmaður, sem er að útskrifast sem sjúkraliði í þessum mánuði. Þau eiga tvö börn. Stef nt að því að minnka hlut bæjarins í fyrirtækinu sjávarútvegi sem hefur dafnað vel undanfarin ár. Sömu sögu má segja um Húsa- vík þar sem er öflugur land- búnaður og sjávarútvegurinn að styrkjast. Svipaður íbúafjöldi er á báðum stöðum og þeir koma líklega til með að verða meðal þeirra fímm til tiu staða á landinu sem verða sterkir byggðakjarnar. Það gera sér ekki allir grein fyrir því hvað það hefur mikla þýðingu fyrir byggð á Norður- landi að Akureyri er alltaf að styrkjast. Þess vegna hef ég allt- af reynt að eiga góð viðskipti þangað.“ Hverjar eru framtíðarhorfur Fiskiðjusamlags Húsavíkur? „Húsavíkurbær á um helming í fyrirtækinu eftir sam- einingu og verður stærsti hluthafínn. Það er stefna bæjaryf- irvalda að reyna að styrkja þetta fyrirtæki til framtíðar þannig að bærinn geti jafnvel minnkað sinn hlut í fyrirtækinu þegar fram líða stundir. ^ Það er skynsamleg stefna, sérstaklega ef hægt verð- ur að koma því í sæmilegt verð þannig að vænlegt verði að selja það síðar. Mér heyrist menn á Húsavík vera staðráðnir í því að komast úr þessum pólitísku átökum sem með Ijölskylduna eftir öll þessi eru í kringum sjávarútveginn. ár? Ég mun leitast við að ná sam- „Það er ákveðið átak fyrir heila stöðu bæði meðal starfsfólks og fjölskyldu að flytja milli byggða- bæjarbúa um þetta fyrirtæki og laga. Sauðárkrókur er ágætur mun í því sambandi líta á alla staður með traust bakland sem jafnt, hvort sem þeir eru innan felst í öflugum landbúnaði og eða utan fyrirtækisins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.