Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 27
UTI AÐ BORÐA MEÐ BJORGVINI HALLDORSSYNI DAGSKRASTJORA OG TONLISTARMANNI Ailir eiga sína drauma Björgvin Halldórsson er sérfræðingur í ítalska eldhúsinu. Hann stakk því upp á að fara á La Primavera þegar Sveinn Guðjónsson bauð honum út að borða í hádeginu einn góðviðrisdaginn nú í vikunni. ETTA er góður staður,“ segir Björgvin þegar við fáum okkur sæti við glugga- borð með útsýni yfir iðandi mannlíf- ið í Austurstræti. Það er sólskin og hiti og þess vegna gætum við alveg eins verið staddir á Ítalíu. Mat- seðillinn er líka ítalskur, sem og andrúmsloftið á staðnum. „Ég ætla bara að fá mér íslenskt bergvatn,“ sejgir Björgvin þegar yfirþjónninn, Ivar Bragason, réttir okkur vínlisþann. Ég bið um Egils pilsner og Ivar virðist hafa fullan skilning á þessari ábyrgu afstöðu okkar, svona í hádeginu á virkum vinnudegi, en bendir þó hæversk- lega á að vínlisti hússins sé sérstak- lega valinn með úrval ítalskra eðalvína að leiðarljósi. „Þið kom- ið bara aftur í víns- mökkun þegar betur stendur á,“ segh’ hann og réttir okkur matseðilinn. Það er ljóst strax í upphafi að Björgvin er vel að sér í ítalska eldhúsinu. Hann lít- ur með velþóknun yfir matseðilinn og pantar í forrétt Car- paccio con basilico e citrone, sem er hrátt nautakjöt með basi- líku, balsamediki, ólífuolíu og sítrónu. „Þetta er alveg ekta ítalskt sælgæti,“ segir hann og fær sérvatnssopa. Eg heyrí að þú ert eins vel inni í ítalskri matargerðarlist og tónlist. Ertu mikill matmaður? „Sérðu það ekki á mér?“ svarar hann að bragði og hlær. „Nei, án gríns þá er þetta eitt af mínum mestu áhugamálum. Ég er í sæl- keraklúbbi eins og ,svo margir, okkar er kallaður „Ítalíufélagið". Þetta er vinahópur sem kemur oft saman og við eldum og borðum og hlustum á ítalska tónlist. ítalskir réttir eru þar að sjálfsögðu í háveg- um hafðir og við höfum meðal ann- ars farið saman til Italíu, ég segi ekki eingöngu til að borða, en það var stór liður í ferðaáætluninni." Og þú eldar sjálfur... ? „Já, það er eitt af _því skemmti- legasta sem ég geri. Eg safna mat- reiðslubókum, tek þær jafnvel með mér í rúmið á kvöldin. Ég lít á matargerð sem list eða jafnvel vís- indi. Eg slappa svo vel af í eldhús- inu, kemst í eins konar hugleiðslu- ástand. Margir af vinum mínum eru mik- lir áhugamenn um matargerð. Kristján Jóhannsson er til dæmis mikill kokkur, sömu sögu er að seg- ja um Björn G. Björnsson, Tómas Tómasson og Magnús Kristjánsson. Við reynum að slá hvor öðrum við í listinni og uppskriftunum. Eldhúsið er að mínu mati mikil- vægasti staður hvers heimilis og raunar miðdepill mannlífsins. La- rousse Gastivnomique Ency- clopedia er mín biblía. I henni getur þú lesið um allt sem skiptir máli í matargerð, allt frá uppruna hráefnisins og út í suðutímann á réttunum. Eitt af því skemmtilegasta við matargerðarlistina er svo að bregða út af uppskriftinni og prófa eitthvað nýtt afbrigði. Þetta er ekki ósvipað því að útsetja lag. Maður fær lagið íúllskapað frá höfundi en „im- próvíserar" síðan sólókaflann eftir eigin höfði og bætir jafnvel milliröddum inn í.“ í trúnaði „Þú verður að prófa aðeins Polenta með gráðosti áður en við fórum í aðalréttinn," segir Björgvin og pantar síðan Milanese con spaghetti a 1 pomodoro í aðalrétt, en það er kálfasneið, borin fram með spaghetti í tómatsósu. Talið berst síðan að b r e y t t r i veitingahúsamenn- ingu á íslandi og Björgvin kveðst vera hæstánægður með þróunina. „Það hafa orðið stórkostlegar fram- farir í þessum efnum. Við munum nú báðir eftir því þegar Sælkerinn kom á sínum tíma. Það var bylting og manni fannst æðis- lega flott að fara þangað og fá sér steik með kiyddsmjöri. Síðan hefur þetta leitt hvað af öðru og Reykjavík er farin að slaga upp í heimsborg- irnar hvað varðar veitingahúsa- menningu. Þetta kemur auðvitað til af því að Islendingar eru farnir að ferðast svo mikið og farnir að gera auknar kröfur í þessum efnum. Annars get ég sagt þér í trúnaði,“ segir Björgvin og lækkar róminn, „að ég og nokkrir vinir mínir eigum okkur þann draum að setja upp lítið veitingahús, alveg sérstakt veitinga- hús með sérhannaðn innréttingu og matseðli eftir okkar höfði...“ Má það ekki koma fram í viðtalinu ...? „Ég veit ekki hvort er nokkur ástæða til þess. Og þó, mér er alveg sama, við þurfuin ekkert að skamm- ast okkar fyrir að eiga draum. Ailir eiga sína drauma." Á meðan við bíðum eftir rétt- unum smökkum við á crissine, og brauði með ólífuolíu og balsamic edikblöndu, sem vinsælt er á Ítalíu að narta í fyrir mat. Og talið berst að aðalstarfi Björgvins sem dag- skrárstjóra Bylgjunnar, en hún fagnar tíu ára afmæli sínu um þess- ar mundir. Þar hefur hann vitaskuld yfrið nóg að gera við að stjórna og setja saman dagskrána. Björgvin segir mér að mikið standi til í tilefni þessara tímamóta og kveðst vera vongóður og spenntur fyrir því sem er á döfinni í dagskrá Bylgjunnar í sumar. Samt hefur hann önnur járn í eldinum, meðal annars syngur hann í sýningunni Bítlaárin, sem notið hefur mikilla vinsælda á Hótel Islandi, og ennfremur er hann að leggja lokahönd á vinnu við hljóm- plötuna íslandslög 3, sem hann hef- 1 LÍTRI VATN (LÉTTSALTAÐ). 250 GRÖMM AF POLENTA. 100 GRÖMM AF GRÁÐOSTI. POLENTA ER STRÁD ÚT f SJÓÐANDI VATNID OG HRÆRT f MEÐ PI'SK OG ER SOÐID í U.Þ.B. 12 TIL 15 MÍNÚTUR. AD SÍDUSTU ER GRÁÐOSTURINN KLIPINN ÚT f OG BRAGÐBÆTT EF ÞÖRF ÞYKIR. GOTT ER AÐ BERA FRAM MEÐ ÞESSU TÓMATBASILSÓSU. Morgunblaðið/Porkell BJÖRGVIN Halldórsson: „Þetta er eins og að útsetja lag ur verið að vinna að undanfarna mánuði. „Það hefur verið mjög ánægju- legt að vinna þessa plötu. Þarna eru söngvarar eins og Bjarni Ara, Egill Olafs, Diddú, Guðrún Gunnars, Einar Júl. Bergþór Pálsson syngur þarna líka auk mín. Ég hef unnið þessa plötu með Jóni Kjell auk fjölda frábæiTa listamanna og leit- aði einnig aðstoðar hjá Jónatani Garðarssyni, sem er hafsjór af fróð- leik um þessi gömlu lög.“ Ég t/ar beðinn um a£l fara En vendum okkar kvæði í hvss, Björgvin. Nú er Júróvisjón fram- undan og fróðlegt að heyra þitt álit á þeirri keppni. Pú tókst þátt í kepp- ninni í fyrra, eftir að menn höfðu áivm saman sagt að þú værir rétti maðurinn í þetta, en ... „Hvernig finnst þér „polentan"...?“ Alveg afbragð. En þér gekk ekki sem skyldi, lentir í 15. sæti. Teiur þú, svona eftir á að hyggja, að þú hafir ekki verið með rétta lagið? „Það var annað fyrirkomulag á þessari keppni og ég var beðinn um að fara fyrir hönd sjónvarpsins. Þegar ég samþykkti að fara vildi ég gera það á mínum forsendum. Það komu nokkur góð lög til greina, og lagið Núna varð ofan á í mjög erfiðu vali. Það var lagið sem mér fannst veita mér mesta sjálfstraustið á sviðinu. Og ég ákvað bara að standa og falla með því. Ollu sætu fylgir eitthvað súrt. Reyndar hef ég verið beðinn um að syngja þetta lag í söngvakeppni í Tyrklandi nú í lok júní, en tildrögin að því eru kynni mín af tyrknesku keppendunum í Júróvisjón í fyrra. Þetta yrði væntanlega mikið ævin- týri, keppnin er haldin undir berum himni, í gömlu tyrknesku böðunum og ég er spenntur yfir þessu tilboði. Reyndar hef ég verið beðinn um að syngja líka eitt tyrkneskt lag í þessari keppni. Það er kannski það já- kvæðasta við að taka þátt í svona keppni eins og Júró- visjón, maður kynnist svo mörgum og þess vegna finnst mér að við Islendingar eigum að halda áfram að taka þátt í þessu. Málið er, að það var alveg æðislega gaman að taka þátt í þessu rugli þarna úti í Dublin í fyrra. Þetta var í fjórða skipti serryég tók þátt í söngvakeppni á Irlandi og ég á orðið þama marga góða vini og kunningja, sem komu og heilsuðu upp á okkur Islend- ingana. Johnny Logan kom til dæmis í veisluna til okkar og söng, ber að ofan og í topp- formi..." Berað ofan ...? „Nei, ég segi nú bara svona. Hins vegar er margt vafasamt í kringum þessa keppni al- mennt og þér að segja þá er það staðreynd, að margar þjóðir stunda það að versla með atkvæðin. Það er eins og siðferði þessara þjóða sé á allt öðru plani en okkar og ég get vel upplýst það hér, að mér voru boðin atkvæði gegn því að ég sæi svo um að íslenska dómnefndin kysi rétt í stað- inn. Mér er sem ég sæi upplit- ið á mönnum hér heima hefði ég hringt í dómnefndarmenn og gefið fyrirmæli um að kjósa þetta eða hitt lagið í keppn- inni. Getur þú ímyndað þér annað eins? En íyrir sumum þjóðum er þetta bara hluti af leiknum. Málið er að við Is- lendingar megum bara ekki taka þessa keppni of alvarlega á meðan þetta viðgengst. Margar þjóðir eru hættar að taka þátt í þessu. ftalir hafa til dæmis hætt í keppninni, enda þeir sína San Remo-keppni, sem nýtur miklu meiri vinsælda og virðingar á Italíu en Júróvisjón. En ég er á því að við Islendingar eigum að halda áfi-am að taka þátt. Þetta er gott tækifæri íýrir íslenska tón- listarmenn til að koma sér á fram- færi. Ég er líka á því að rétt sé að taka aftur upp Landslagskeppnina og nota hana sem eins konar for- kegpni hér heima. Ég óska Önnu Mjöll alls hins besta og ég er alveg klár á að hún á eftir að standa sig mjög vel og vera okkur öllum til sóma.“ Við höfum nú lokið við kálfa- sneiðarnar og fáum okkur ljúffengt tiramisu í eftirrétt og tvöfaldan „ex- presso-kaffi“ upp á ítalska móðinn. En tíminn er naumur því Björgvin er á kafi í verkefnum uppi á Bylgju og þar með er hann rokinn út í góða veðrið. hafa Ér stefnt að útrýmingujgæludýrahalds í þéttbýli eða er strangt aðhald nauðsynlegt? J}|f ijg Dýraverndunarfélag Reykjavíkur gengst fyrir borgarafundi um gÆLUDÝRAHALD í ÞÉTTBÝLI Sunnudaginn 19. maí nk. kl. 14.00 á Hótel Borg • Stutt framsöguerindi flytja: Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, höfúndur fruntvarps um gæludjTahald. Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, höfundur fjöleignahúsalaganna. • Auk þeirra sitja fyrir svörum: Sigurður Sigurðsson, dýralæknir að Keldum. Halldór Runólfsson, heilbrigðisfúlltrúi í Mosfellsbæ. Sturla Þórðarson, fúlltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kristbjörg Steffensen, lögfræðingur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Sigurborg Daðadóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavtkur. Umræðum stjórnar Þorgeir Ástvaldsson, fréttamaður, en fúndurinn er öllum opinn og eru menn hvattir til að koma og spyrja ofangreinda aðila. Stjórn Dýraverndunarfélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.