Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Kaupfélags Þingeyinga um 7 milljónir kr. á sl. ári Sterkari staða eftir endurskipu- lagningu Húsavík. Morgunblaðið. HAGNAÐUR Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík var um 7 milljónir króna á síðasta ári en um 9 milljón- ir árið áður, að því er fram kom á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Heildarvelta félagsins var um 1.780 milljónir króna, sem er um 3,8% aukning á milli ára. I skýrslu Þorgeirs B. Hlöðvers- sonar, kaupfélagsstjóra, kom m.a. fram að hagnaður fyrir ijármagns- liði var um 36,4 milljónir króna á móti 43,7 millj. hagnaði árið 1994. Fjármagnskostnaður lækkaði á milli ára og óreglulegar tekjur urðu jákvæðar, en hafa verið neikvæðar undanfarin ár. Fjármunamyndun frá rekstri varð rúmlega 45 milljónir á móti 49,7 árið áður. Stórum áfanga var náð í að laga hlutföll í fjármögnun félagsins, en síðastliðið haust var gengið frá samningi við Landsbanka Islands um fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins, sem breytti rekstrarstöðu þess verulega til hins betra. Eigið fé félagsins í árslok nam 262 milijónum, sem er um 21,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings og um 37 milljóna króna hækkun milli ára. Gætt var varúðar í eignamati og bókfært verð fast- eigna er nokkuð undir fasteigna- mati. Breytingar á stjórn Tvær breytingar urðu á stjórn Kaupfélags Þingeyinga á aðalfundi þess sem haldinn var fyrir skömmu. Kjörtíma sínum í aðal- stjóm höfðu lokið Böðvar Jónsson, Gautlöndum, og Skarphéðinn Sig- urðsson, Úlfsbæ, og gáfu þeir ekki kost á sér til endurkjörs. í stað þeirra tóku sæti í stjórninni Atli yigfússon, Laxamýri, og Ingveldur Arnadóttir, Hraunbæ. Stjóm félagsins skipa því nú, auk hinna tveggja nýju stjómar- manna, Egill Olgeirsson, Húsavík, sem jafnframt er formaður, Aðal- steinn Árnason, Hrísateigi, Ari Teitsson, Hrísum, Gísli Sigurðsson, Arnþórsgerði og Halldóra Jóns- dóttir, Grímshúsum. VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND Á Verðmæti vöruút- og innflutninj jan.- mars 1995 og 1996 1995 (fob virði í milljónum króna) jan.-mars ■ cm: irs 1' *■> / % 1996 breyting á jan.-mars föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 29.032,9 32.422,5 11,5 Sjávarafurðir 20.428,1 25.714,1 25,6 Ál 2.962,8 3.141,5 5,8 Kísiljárn 565,4 777,0 37,2 Skíp og fiugvélar 2.149,8 126,2 Annað 2.926,8 2.663,7 -9,2 Innflutningur alls (fob) 22.980,8 27.168,7 18,0 Sérstakar fjárfestingarvörur 393,9 994,2 Skip 376,4 904,1 Flugvélar 75,4 Landsvirkjun 17,5 14,7 Til stóriðju 1.887,5 1.575,1 -16,7 íslenska álfélagið 1.696,8 1.414,5 -16,8 íslenska járnblendifélagið 190,7 160,6 -16,0 Almennur innflutningur 20.699,4 24.599,4 18,6 Olía 1.547,2 2.117,6 36,6 Alm. innflutningur án olíu 19.152,2 22.481,8 17,2 Matvörur og drykkjarvörur 2.197,7 2.619,7 19,0 Fólksbílar 883,8 1.424,3 60,8 Aðrar neysluvörur 4.792,4 5.387,3 12,2 Annað 1.1.278,3 13.050,5 15,5 Vöruskiptajöfnuður 6.052,1 5.253,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins 4.786,1 3.526,8 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 2.655,5 3.778,4 • Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog: á þann mælikvarða var meðalverð eriends gjaldeyris 0,2% lægra í janúar-mars 1996 en á sama tíma árið áður. Heimild: HAGSTOFA ISLANDS Ríkisvíxlaútboð hjá Lánasýslu ríkisins í gær Merki um þrýsting til vaxtahækk- unar? MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla í út- boði Lánasýslu ríkisins í gær var þremur punktum hærri, en ávöxtun er nú á eftirmarkaði ef tekið er til- lit til mismunandi tímalengdar 3 og 6 mánaða víxla. Hins vegar var hlutfallslega mun minna tekið af tilboðum nú en í útboði fyrir mánuði og bendir það til tímabundins þrýstings til vaxta- hækkunar, að því er fram kemur í Gjaldeyrismálum, riti Ráðgjafar og efnahagsspáa ehf. Fyrirtækið býst þó við að vaxtalækkanir erlendis haldi aftur af þessu. Meðalávöxtun 3 mánaða ríkis- víxla var 6,52% í útboðinu borið saman við 6,73% í síðasta útboði sem haldið var fyrir rúmum mán- uði. Ávöxtun 6 mánaða ríkisvíxla lækkaði úr um 6,85% í 6,65%, en það er í takt við lækkanir á eftir- markaði á þessu tímabili. Alls bárust 18 gild tilboð í ríkis- víxla að fjárhæð 1.990 milljónir. Heildarfjárhæð tekinna tilboða var 1.080 milljónir, en þar af 360 millj- ónir frá Seðlabanka íslands á með- alverði samþykktra tilboða. Engum tilboðum var tekið í 12 mánaða rík- isvíxla að þessu sinni. Almennur innflutningur á fyrsta ársfjórðungi jókst um 17% ÁRNI Sophaníasson, forsljóri Miðlunar ehf., og Rune Carlström, framkvæmdastjóri Telia Informedia Respons AB, handsala samning fyrirtækjanna. Vöruskiptin við útlönd hagstæð um 5,2 milljarða FLUTTAR voru út vörur fyrir 32,4 milljarða króna fyrstu þijá mánuði þessa árs en inn fyrir 27,2 milljarða króna fob. Afgang- ur var því á vöruviðskiptunum við útlönd, sem nam 5,2 milljörðum, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 6,1 milljarð á föstu gengi, skv. tilkyríningu Hag- stofunnar. Fyrstu þijá mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 12% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 79% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 26% meira en á sama tíma árið áður. Þá jókst verðmæti út- flutts áls um 6% og verðmæti kísil- jáms var 37% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu þijá mánuði þessa árs var 18% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutn- ingur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), inn- flutningur til stóriðju og olíuinn- flutningur er jafnan mjög breytileg- ur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar vöruinnflutningur hafa orðið 17% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst inn- flutningur á matvöru og drykkjar- vöru um 19%, fólksbílainnflutning- ur jókst um 61%, innflutningur annarrar neysluvöru var 12% meiri en á sama tíma árið áður en inn- flutningur annarrar vöru jókst um 16%. I marsmánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 13,2 milljarða kr. og inn fyrir 10,5 milljarða fob. Vöruskiptin í mars voru því hag- stæð um 2,7 milljarða kr. og í mars 1995 voru þau einnig hag- stæð um 2,7 milljarða kr. á föstu gengi. Svíar kaupa „Gulu línuna“ af Miðlun hf. Stefnt að uppsetningu á öllum Norðurlöndunum TELIA AB, stærsta símafyrirtæki Svíþjóðar, hefur samið við Miðlun hf. um kaup á viðskiptahugmynd „Gulu línunnar" og uppsetningu á henni í Svíþjóð. Fyrsta þjónustan verður opnuð í Jönköping í Svíþjóð 20. maí nk. í haust verður síðan opnuð Gul lína í Malmö og frá og með 1. janúar 1997 verður þjón- usta Gulu línunnar um alla Svíð- þjóð ef vel tekst til, að því er segir í frétt frá Miðlun. Starfsemin byggist á því að neytendur í Jönköping geta hringt í símanúmer til að fá upplýsingar um vörur, þjónustu og vörumerki, líkt og íslenskir neytendur hafa gert undanfarin 9 ár. Kaup Telia AB felst i viðskipta- Tölvukerfin hönnuð af íslensku fyrirtæki hugmyndinni, þjálfun starfs- manna, uppsetningu á þjón- ustunni. hugbúnaði og aðstoð við stjórnun og markaðssetningu. Hugbúnaður Gulu línunnar felst í tölvukerfum sem TölvuMyndir hanna samkv. samningi við Miðl- un. Um er að ræða endurhönnun á tölvukerfi sem TölvuMyndir hafa unnið fyrir Miðlun undanfarin ár. Undanfama mánuði hefur starfsfólk Miðlunar í samvinnu við TölvuMyndir og Ráðgarð ehf. unn- ið að undirbúningi og uppsetningu á þjónustunni í Svíþjóð. Stefnt að uppsetningu á öllum Norðurlöndunum Telia AB hyggst hins vegar bjóða samsvarandi þjónustu á öllum Norðurlöndunum á næstu ámm. Þegar er hafín vinna við uppsetn- ingu á Gulu línunni í Finnlandi. Miðlun ehf. hefur starfað að upp- lýsingaþjónustu á íslandi undanfar- in 13 ár og starfrækir auk Gulu línunnar ýmsar þjónustuskrár og fjölmiðlavöktun. Heildarvelta fyrir- tækisins á árinu 1996 er áætluð 200 milljónir, en þar af er áætlað að starfsemi fyrirtækisins erlendis muni velta um 40-50 milljónum. Rekstur Jökuls hf. á Raufarhöfn á batavegi Hagnaður 59 millj- ónir á síðasta ári HAGNAÐUR Jökuls hf. á Raufarhöfn og dótturfélaga nam tæpum 59 milljónum króna á síðasta ári og er þetta umtalsvert betri afkoma en árið 1994, er þessi fyrirtæki voru rekin með samtals tæplega tveggja milljóna króna tapi. Rekstrartekjur jukust verulega og námu röskum 950 milljónum á sl. ári. Afkoma Jökuls án dótturfélaga var sýnu betri. Hagnaður fyrirtæk- isins nam tæpum 84 milljónum króna samanborið við rúmlega 3' milljóna króna hagnað árið 1994. Þá jukust rekstrartekjur fyrirtæk- isins úr 152 milljónum S 412,5 milljónir. Að sögn Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjanna, var afkoman í útgerðinni mjög góð á síðasta ári og sömu sögu má segja af rækjuvinnsiunni. Hins vegar hafi landvinnslan verið mjög erfið. „Það má því segja að af- komubatinn felist í aukinni útsjón- arsemi í útgerð og betra ári í rækjuvinnslunni. Landvinnslan hefur hins vegar dregið okkur nið- ur,“ segir Jóhannes. Hann segist reikna með ámóta afkomu á þessu ári en þó eitthvað lakari. Þau fyrirtæki sem hér eiga í hlut eru, auk Jökuls, Fiskiðja Rauf- arhafnar og Gefla hf. á Kópa- skeri. Skipurit þeirra var sameinað undir lok síðasta árs og eru þau rekin undir einum hatti en gerð upp hvort í sínu lagi. Þá er stjórn fyrirtækjanna einnig sameiginleg. Jökull hf. er útgerðarfyrirtæki og gerir nú út fjögur skip, en Fiskiðja Raufarhafnar annast landvinnslu og Gefla hf. sérhæfir sig í rækju- vinnslu. Jökull hf. á 99% í Geflu hf. og 59% í Fiskiðju Raufarhafnar á móti 40% hlut Raufarhafnar- hrepps. Hreppuripn á aftur á móti um 90% í Jökli, Á aðalfundi félag- anna á morgun verður lagt til að hlutafé Jökuls hf. verði aukið um 20 milljónir króna að nafnvirði, en það er í dag 63 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.