Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996 35 AÐSENDAR GREINAR Um endurskoðun útvarpslaga FYRIR skemmstu kom út „Skýrsla starfshóps um endurskoðun á út- varpslögum". Menntamálaráðherra setti starfshópinn á laggirnar í júlílok 1995, en hópurinn lauk störfum 8. mars sl. í febrúar 1994 skilaði áliti „Út- varpslaganefnd" er þá hafði starfað um alllangt skeið og lauk verkum með nýju frumvarpi til útvarpslaga. Eðlilegt virðist að skoða „Skýrslu starfshóps um endurskoðun á út- varpslögum" með hliðsjón af hinu tveggja ára gamla frumvarpi._ Meðal annars sat fyrrum formaður Útvarp- slaganefndar, Tómas Ingi Olrich, al- þingismaður í starfshópnum. Brúar hann þannig bilið milli tveggja verka. Útvarpslagafrumvarpið frá 1994 hafði að geyma einkar jákvæða grundvallarafstöðu til Ríkisútvarps- ins. I skýrslunni nýju kveður mjög við sama tón. Skýrslan hefur að öðru leyti að geyma ýmsar tillögur, sem teljast verða álitamál. Fjölmiðlum hefur að vonum orðið starsýnast á álitamálin, en athygli þeirra hefur síður beinst að því, sem þó er höfuð- atriðið: Ríkisútvarpið skal áfram rek- ið sem stofnun í eigu íslenska ríkis- ins, menningarstofnun, opinber þjón- ustustofnun, útvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu, samkvæmt áliti starfshópsins. Fast er kveðið að orði um grund- vallarafstöðuna tii Ríkisútvarpsins í „samantekt“, sem birtist í upphafi „Skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum". Þar segir m.a.: „Starfsemi Ríkisútvarpsins hefur verið og er enn snar þáttur í upp- vexti og menningu þjóðarinnar. Við breyttar aðstæður og vegna harðn- andi erlendrar samkeppni á öldum ljósvakans er mikilvægi Ríkisút- varpsins ef til vill meira en nokkru sinni fyrr.“ í samantektinni er einnig talað um nauðsyn þess „að skerpa opinbert þjónustuhlutverk ríkisút- varpsins og þær skyldur, sem leiða af sérstöðu og menningarhlutverki stofnunarinnar." Þessar niðurstöður eru fyrir margra hluta sakir gleðiefni. Sérlega hlýtur hver sá að fagna þeim, sem opin hefur augun fyrir gildi íslenskr- ar þjóðareiningar. Áhorfs- og hlust- endakannanir, svo og athuganir á því trausti, sem landsmenn bera til fjölmiðla, leiða jafnan í ljós, að Ríkis- útvarpið nýtur almennrar viðurkenn- ingar. Einstök efni í fari Ríkisút- varpsins þykja mönnum orka tvímæl- is, og þá einkum afnotagjaldið. En sem ljósvakamiðill í almenningsþjón- ustu er Ríkisútvarpið bersýnilega samein- ingarafl, sem íslending- ar upp til hópa fýlkja sér um. Jákvæð afstaða „starfshóps um endur- skoðun á útvarpslög- um“ til Ríkisútvarpsins horfði þannig til al- menningsheilla. Undanfarin ár og jafnvel áratuginn hefur margs konar skoðunum verið hreyft varðandi Ríkisútvarpið, stöðu þess og framtíð. Slíks var að vænta eftir þá miklu breytingu, sem varð með útvarpslögun- um nýju árið 1985. Þau sjónarmið hafa jafnvel heyrst, að ástæðulaust sé að íslenska ríkið standi öllu lengur Það liggur í augum uppi, segir Heimir Steinsson, að brýnt er að Alþingi setji ný útvarpslög hið allra fyrsta. í útvarps- og sjónvarpsrekstri. Það er þannig engan veginn sjálfgefíð, að starfshópur um endurskoðun á útvarpslögum komist að jákvæðri niðurstöðu í þessu efni. Þeim mun meira ánægjuefni er grundvallarvið- horf starfshópsins, eins og það nú lítur út. Umrædd skýrsla gerir ráð fyrir því, að „Ríkisútvarpið hverfi af aug- lýsingamarkaði" innan fárra ára. Menn hafa veitt þessari tillögu at- hygli, og er það að vonum. Hitt skyldi þó ekki gleymast, að „starfshópur um endurskoðun á útvarpslögum" varð ekki á eitt sáttur um þetta efni. Tómas Ingi Olrich alþingismaður og formaður Útvarpslaganefndarinnar frá 1994 skilar hér séráliti. Segir hann m.a.: „Engin grundvallarsjón- armið mæla gegn því að nýta þessi sérstöku viðskipti (þ.e. auglýsinga- sölu) sem tekjulind fyrir hið opinbera til að standa undir kostnaði við að styrkja menningarstarfsemi á ljós- vakasviðinu." Litlu síðar bendir Tóm- as Ingi sérstaklega á strjálbýlið og segir: „Erfitt verður að afnema rétt Ríkisútvarpsins til auglýsingasölu, Heimir Steinsson Getur hver sem er, spyr Ragnheiður Guð- mundsdóttir, fengið Gallup til að fá fram þá niðurstöðu sem óskað er eftir? ara iína er spurt um tvennt. í fyrsta lagi hvort viðkomandi sé ánægð(ur) eða óánægð(ur) með fyrirkomnlag kjarasamninga. Af svörum fólks blasir við að það er að svara því hvort það sé ánægt eða óánægt með launin sín. Þannig kemur fram að óánægjan með „fyrirkomulag kjara- samninga" vex eftir því sem ijöí- skyldutekjur eru lægri. Þegar af- staða fólks er skoðuð eftir starfs- stéttum kemur í ljós að verkafólk og fólk sem vinnur einföld þjónustu- störf, skrifstofufólk, faglært fóik í opinberri þjónustu, öryrkjar, atvinnu- lausir og lífeyrisþegar eru öðru fólki óánægðari með „fyrirkomulag kjara- samninga". Manni finnst að skoðana- könnuðir sem vilja láta taka sig al- varlega hefðu átt að átta sig á að spurningin býður upp á svör við öðru en því sem spurt er um. Hún er því í besta falli einskis virði, en í versta falli ruglar hún fólk í ríminu. Hveiju á það líka að skila að spyija um ef almenningur á land- inu öllu hefur ekki að- gang að þeim einkaaðil- um, sem tækju við því hlutverki að selja aug- lýsingar á ljósvakanum. Áf þessum sökum er augljóst, að áður en þrengt verður að aug- lýsingastarfsemi Ríkis- útvarpsins, verður að tryggja dreifingu efnis einkastöðvanna um land allt.“ Nær lokum máls síns segir Tómas Ingi: „Undirritaður hef- ur ekki sannfæringu fyrir því að rétt sé að afnema auglýsingar í Ríkisútvarpi/sjónvarpi." Þessi orð sýna, að Tómas Ingi Olrich hyetur til varfærni andspænis hugmyndinni um að Ríkisútvarpið hverfi_ út af auglýsingamarkaði með öllu. Áþekk varfærni, þótt af öðrum toga væri spunnin, kom fram í máli Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra í viðtali á Bylgjunni föstudag- inn 10. maí. Líklegt er þannig, að hugmynd þessi komi ekki til fram- kvæmda í náinni framtíð, enda horf- ir nefndarálit í sjálfu sér ekki til framkvæmda yfirleitt. Aðrar og ein- dregnari aðgerðir þurfa til að koma. „Skýrsla starfshóps um endur- skoðun á útvarpslögum" gerir ráð fyrir því, að afnotagjald Ríkisút- varpsins verði lagt niður í núverandi mynd. í stað afnotagjaldsins leggur hópurinn til, „að Ríkisútvarpið afli tekna með nefskatti, innheimtum af embætti Ríkisskattstjóra af lands- mönnum öllum eldri en sextán ára og af öllum lögaðilum í landinu". Til vara er lagt til, „að Ríkisútvarpið verði flutt frá B-hluta og yfir á A- hluta ríkisreiknings, þannig að rekst- ur stofnunarinnar byggist á framlagi fjárveitingavaldsins samkvæmt sam- þykkt ljárlaga hveiju sinni.“ Hér er ekki um nýlundu að ræða. Þessir valkostir hafa ítrekað komið til tals í áranna rás. Á hitt skal nú minnt, að Útvarpslagafrumvarpið frá árinu 1994 gerði ráð fyrir, að afnota- gjöld yrðu framvegis megintekju- stofn Ríkisútvarpsins, eins og lengi hefur verið. Ríkisútvarpið hefur á ýmsa lund búið í haginn fyrir inn- heimtu afnotagjalda síðustu misser- in. Þannig hættu 13 til 14 þúsund gjaldendur að greiða með A-gíró í vetur og tóku þess í stað upp bein- og boðgreiðslur. Greiðsluaðferðin nýja gerir innheimtuna léttari í vöf- um og mun ódýrari. Sú spurning hlýtur aó vakna, hvort ástæða sé til að ræða afnám afnotagjalda einmitt í þann mund sem fyrirkomulag þeirra er að verða sveigjanlegra en fyrr. Undanfarinn áratug hafa stjóm- völd gert ítrekaðar tilraunir til að endurskoða útvarpslög þau, sem sett voru 1985 og áformað var, að yrðu endurskoðuð að þremur árum liðnum. Útvarpslagafrumvarpið árið 1994 og hin nýja „Skýrsla starfshóps um end- urskoðun á útvarpslögum" eru dæmi um þessa endurskoðunarviðleitni. Það liggur í augum uppi, hve brýnt er, að Alþingi setji ný útvarpslög hið allra fyrsta. Framtíð Ríkisútvarpsins er óráðin, meðan ekki tekst að koma lagasetningu í kring. Horfurnar í heimi íslenskra ljósvakamiðla yfír- leitt eru að nokkru á huldu, meðan beðið er eftir endurskoðun útvarp- slaganna frá 1985. Vonandi er þess ekki langt að bíða, að löggjafinn leysi úr þessum vanda. Giiðanmóun Rapn Gemdal væntanlegurforsetaframbjóðandi Höfundur er útvarpssijóri. „Ég styð stefnu ríkisstjómarinnar í að greiða niður erlendar skuldir. Eg styð einnig skoðun Péturs Blöndals alþingismanns um að rniðað við þann hraða sem hefur verið á lækkun erlendra skulda undanfarin þtjú ár þá gætum við verið búin að greiða þær niður að fullu árið 2015. Til að styðja þessa þróun er ég tibúinn að spara gjaldeyri eins og kostur verði ég forseti (eins og ég hef reyndar gert undanfarin 6 ár í þeirri stöðu sem ég hef verið 0, alla vega fyrstu árin, til að liðsinna þessu æskilega markmiði og nota aðra valkosti til alþjóðlegra samskipta, til dæmis símhringingar, símsendingar (fax), bréfasendingar og að nýta þjónustu sendiráða, sendifulltrúa og annarra viðlíkra aðila, þó án þess að skaða hina jákvæðu ímynd sem skapast hefur í kringum framúrskarandi starf Vigdísar Finnbogadóttur. Vtð ltöfum litla tryggingu fyrir að fiskamir endist í sjónunt rniðað við hvemig við og margar aðrar þjóðir höfum farið með þá og einnig miðað við hina auknu mengun af mannavöldum svo og loftlagsbreytinga af sömu völdum eða að markaðir séu fyrir vörar okkar um ókomna tíð. Því er hyggilegra að stíga varlega til jarðar í þeim dansi kringum gullkálfinn sem verið hefur meðal þjóðarinnar undanfama áratugi og byggja upp skynsamlega fjánnálastefhu til að auka líkur á tryggri afkomu í framtíðinni." MFKTAPAKFPPNI KSÍ OG HEKLU 1996 „núverandi fyrirkomulag kjarasamn- inga“ og horfa fram hjá því að fyrir- komulagið er afar ólíkt eftir því hver á í hlut? Til dæmis er viðhöfð allsheij- aratkvæðagreiðsla hjá langflestum aðildarfélaga BSRB um kjarasamn- inga og er þátttakan jafnan mjög góð. Fólk innan okkar raða sem hef- ur lent í úrtaki ÍM-Gallup er því frá- leitt að kvarta yfir því hernig staðið er að þessum málum. Hitt er satt að launin eru skammarlega lág, og það er sú saga sem kemut' fram í svörunum. Seinni spurningin er svo- hljóðandi: „Ert þú sammála eða ósammála því að auka völd hins al- menna félaga í verkalýðsfélögunum á kostnað stjóma verkalýðsfélaga og trúnaðarmannaráða, eins og lagt er til í nýju frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur?" í orðalagi spurning- arinnar felst „rétt“ svar, og því er í rauninni athyglisvert að ekki skuli nást 100% jákvætt fylgi við málstað- inn. Hver getur verið ósammála því að auka völd hins almenna félags- manns? Gallup er gæðastimpill skoðana- kannana víða um heim. Ég frábið mér fleiri trakteringar af þessu tagi frá hendi íslenska afbrigðisins, en til vara mælist ég til að IM-Gallup skipti um nafn ef i vændum er meira af svo góðu. Höfundur erform. Félags ísl. símamanna og varaformadur BSRB. , MÆTAST , I DAG KL. 15.00 A LAUGARDALSVELLI DOMARI: EYJOLFUR ÓLAFSSON AÐSTOÐARDÓMARAR: ARI ÞÓRÐARSON OG EINAR SIGURÐSSON MIÐAVERÐ: FULLORPNIR KR. 700,- , 11-16 ARAKR. 200 - FRITT FYRIR 10 ARA OG YNGRI. HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.